Aleister Crowley og Rit lögmálsins

Aleister Crowley og Rit lögmálsins

Aleister Crowley er talinn með fremstu hugmyndasmiðum tuttugustu aldar. Hann var þó í litlum metum meðal samtímamanna sinna. Crowley var borið á brýn að vera satanisti, kynferðislega brenglaður, forfallinn fíkniefnaneytandi og ,,syndugasti maður veraldar”.

Breskt síðdegisblað birti forsíðumynd af honum ásamt flennistórri fyrirsögn þar sem stóð:

ÞENNAN MANN VILJUM VIÐ GJARNAN DREPA!

Auðvelt er að geta sér til um ástæðurnar fyrir óvinsældum hans. Aleister Crowley var baldinn og hirti ekki um álit annarra. Hann hafnaði andlegri leiðsögn kirkjunnar og gekk í berhögg við siðferðisleg gildi síns tíma.

Crowley var frumkvöðull vísindalegrar könnunar á vitundinni og við tilraunir sínar notaði hann kynlífsiðkun úr tantra-jóga og ýmsar gerðir sálhrifalyfja. Hann þróaði gagnmerkt sálvaxtarkerfi sem byggist á egypskri, grískri og gyðinglegri galdrahefð.

Framlag Crowleys til vestrænnar menningar var ekki metið að verðleikum fyrr en mörgum áratugum eftir fráfall hans.

 

Efnisyfirlit

 

Aleister Crowley fæddist 12. október árið 1875 í Leamington Spa, Warwickshire í Englandi. Foreldrar hans voru kristnir bókstafstrúarmenn sem tilheyrðu sértrúarsöfnuði Plymouth-bræðra.

Strax á barnsaldri gerði Crowley uppreisn gegn trúarlegri innrætingu og þvingandi uppeldisvenjum foreldra sinna. Andóf Crowleys varð til þess að móðir hans tók að trúa því að Crowley væri Andkristur sjálfur eða Dýrið sem ber einkennistöluna 666 og greint er frá í Opinberun Jóhannesar.

Crowley segir í sjálfsævisögu sinni Confessions of Aleister Crowley (Játningar Aleisters Crowleys), að uppvaxtarár hans hafi verið ,,helvíti líkust”.

Til þess að innræta honum guðsótta og góða siði var gripið jöfnum höndum til vandarins og ritningalestra úr Biblíunni. Crowley var neyddur til þess að muna heila kafla Biblíunnar utan að.

Þessar aðfarir urðu til þess að vekja með honum rótgróið hatur á kristindómi er fylgdi honum alla ævi.

Launhelgar hinnar gullnu dögunarFara efst

Aleister Crowley

Aleister Crowley (1875–1947) er einn þekktasti galdramaður og dulspekingur í sögu mannkyns. Margir líta á hann sem frumkvöðul nýrrar aldar þó fæstir geri sér grein fyrir þeim áhrifum sem hann hefur haft á menningu okkar tíma.

Aleister Crowley eyddi ungdómsárum sínum í fjallaklifur, skák, bókalestur og ljóðagerð. Þegar hann var tuttugu og tveggja ára gamall fékk hann inngöngu í Hermetic Order of the Golden Dawn (Launhelgar hinnar gullnu dögunar) sem var undir stjórn MacGregor Mathers og helsta galdraregla þess tíma.

Hugmyndir dulspekinga þess efnis að til væri ósýnilegt bræðralag andlegra meistara, er stýrðu andlegri þróun mannkynsins, áttu hug hans allan. Crowley var staðráðinn í að ná sambandi við þessa hludu meistara og kynnast leyndardómum hinna upplýstu.

Fljótlega kom í ljós að hann hafði meðfædda hæfileika til fjölkynngis. Ákafi hans og einbeittur vilji gerði það að verkum að hann tók öll helstu vígslustig reglunnar á mettíma.

Írska ljóðskáldið W.B. Yeast og síðar Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum var einn helsti áhrifamaður reglunnar. W.B. Yeats og Crowley áttu ekki skap saman, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og lentu brátt í deilum um yfirstjórn reglunnar.

Eftir að hafa beðið lægri hlut í þeirri rimmu ákvað Crowley að leggja land undir fót í leit að andlegri þekkingu.

Kynlífsiðkun tantra og sálhrifalyfFara efst

Aleister Crowley dvaldi um tíma í Mexíkó, Indlandi, Búrma og Srí Lanka. Crowley rannsakaði og lagði stund á ýmsar greinar jóga, kynnti sér búddisma og tantra sem hann samræmdi vestrænni galdrahefð.

Skömmu síðar fór hann til Kína og nam I Ching, ævafornt spádómskerfi sem hafði afgerandi áhrif á sálfræðikenningar Carl Gustav Jungs. Hann bjó um tíma í löndum araba og kynnti sér íslam og trúarsetningar súfa.

Áhrifa frá gnóstíkastefnunni og fornírönskum trúarbrögðum http://pacewithpros.patchwerks.co/tag/pacewithpros/feed/ Zaraþústra er einnig að finna í verkum hans.

Til að kanna breytileika eigin vitundar gerði Crowley kerfisbundnar tilraunir með lyf, en skrif hans bera með sér afburðaþekkingu á eiginleikum margs konar vímuefna.

,,Unaðssemdir lífsins voru að mati Crowleys ekki tálsnörur hins illa heldur leið til að auðga andann og komast í nána snertingu við guðdóminn.”

Í bókinni 777 flokkar Crowley ýmiss lyf í samræmi við „Tré lífsins“, skýringamyndar sem gegnir lykilhlutverki í trúarheimspeki kabbala. Tré lífsins samanstendur af tíu hringum, sefirot, sem hver um sig er fulltrúi fyrir ákveðna eiginleika guðdómsins og óbirtra möguleika mannsins.

Skoða má Tré lífsins sem leiðarvísi sálarinnar á ferð sinni upp á við úr fjötrum efnisheimsins til frelsis og uppfyllingar andans. Crowley leit svo á að með tilhlýðilegum undirbúningi mætti nota hugvíkkandi efni til að flýta fyrir sérhverjum áfanga sálarinnar.

Meskalín, hass, kókaín, ópíum, sjáaldursjurt, alrúna, múskat og múskathýði hafa öll sérstöku hlutverki að gegna. Crowley lagði áherslu á að notkun skynbreytandi efna þjóni ekki tilgangi sínum í andlegri leit nema hún lúti stjórn viljans. Fari fram með hátignarlegu hugarfari.

Í The Book of Wisdom Or Folly (Rit visku eða flónsku) segir hann:

Hvað notkun Efnafræðilegra sambanda varðar, gætið þess að þér misnotið þau ekki, gerið yður ljóst að sjálft Sakramentið tilheyrir Andanum, og að Náttúruöflin Fjögur séu þar í jafnvægi, í Fullkomleika sínum.

Rit lögmálsinsFara efst

Árið 1904 urðu kaflaskipti í lífi Aleisters Crowleys. Crowley var þá staddur í Kaíró í brúðkaupsferð með skoskri eiginkonu sinni http://zastavametal.com/?pirowok=buy-Priligy-online-usa-in-Moreno-Valley-California&90f=97 Rose Kelly að nafni. Rose Kelly hafði hvorki þekkingu né áhuga á dulrænum efnum.

Það kom Crowley því á óvart að hún skyldi falla í leiðslu meðan þau voru í Konungsherberginu í Pýramídanum mikla. „Þeir bíða þín,“ muldraði hún. Crowley hélt í fyrstu að um dæmigerð einkenni sefasýki væri að ræða, en þegar hún bar kennsl á fornegyptska guði lagði hann við hlustir.

Aleister Crowley

Aleister Crowley hafnaði tvíhyggju kristindóms og þeirri hugmynd að eftir dauðann sé aðeins um tvennt að velja, alsælu eða eilífa glötun. ,,Gjör vilja yðar skal vera Lögmálið allt. Ást er Lögmálið, Ást undir stjórn Viljans,” segir í Riti lögmálsins.

Kelly fullyrti að honum væri ætlað að flytja mannkyninu veigamikinn boðskap. Sendiboði guðanna, http://mtk.com.pl/?wordfence_logHuman=1 Aiwass að nafni, færði henni þau skilaboð að Crowley bæri að sitja við skrifborð sitt, milli klukkan tólf og eitt, þrjá daga í röð og skrifa niður það sem fyrir hann yrði lagt.

Crowley fór að þessum fyrirmælum og útkoman var Liber Al vel Legis eða Rit lögmálsins (Book of the Law). Gagntækt kver sem skiptist í þrjá stutta kafla og hefur að geyma sérstæð erindi sem eiga sér enga hliðstæðu í heimi trúarrita.

Rit lögmálsins tilkynnir upphaf nýrrar aldar, tímaskeið Hórusar, sem felur í sér nýtt siðferði, nýja helgisiði og nýtt helgirit. Kristindómur, búddasiður, múhameðstrú og önnur trúarbrögð mannkyns hafa runnið skeið sitt á enda.

Í Riti lögmálsins segir:

Sjá! Helgisiðir hins gamla tíma eru svartir. Lát hinum illu verða fleygt á brott; lát hina góðu hreinsast af spámanninum! Þá mun Þekking þessi rata á réttan stað. Ég er loginn er brennur í hjarta sérhvers manns og í kjarna hverrar stjörnu.

Grundvöllur hins nýja tímabils (aeon) í sögu mannkynsins skyldi vera lögmál Thelma, en thelma er grískt orð sem þýðir ,,vilji”. Kjarninn í boðskap hins nýja átrúnaðar kemur fram í Riti lögmálsins.

Þar segir m.a.:

Gjör vilja yðar skal vera Lögmálið allt. Ást er Lögmálið, Ást undir stjórn Viljans … Sérhver maður og sérhver kona er stjarna.

Rit lögmálsins kennir að í sérhverjum manni búi reginmáttur alvaldsins, mennirnir séu í raun sofandi guðir sem bíði eftir að uppgötva og tjá guðdómleika sinn.

Ekki lætur þó allt sem finna má í Riti lögmálsins jafn vel í eyrum. Hér birtast lesendum jafnframt myrkvuð orð sem bera vott um harðýðgi og kalið hjarta:

,,Crowley leit svo á að með tilhlýðilegum undirbúningi mætti nota lyf til að flýta fyrir sérhverjum áfanga á þroskabrautinni.”

Vér höfum ekkert með úrhrökin og hina óhæfu að gera: látum þá deyja í eymd sinni. Því þeir skynja ei. Samúð er löstur konunga, traðkið niður hina vansælu & þá veiku: þetta er lögmál hinna sterku: þetta er okkar lögmál og gleði veraldarinnar.

Ámóta erindi, sem nóg er af í Riti lögmálsins, hafa gefið þeirri hugmynd að Aleister Crowley hafi verið spámaður hins illa byr undir báða vængi. Sú ályktun er byggð á misskilningi.

Hin óvægu erindi í Riti lögmálsins ber ekki að skoða sem leiðsögn um hvernig haga beri lífi sínu, heldur er um að ræða lýsingu á þeim tíðaranda sem var í vændum. Á öðrum stað má finna spádóma sem rættust með seinni heimsstyrjöldinni og tilkomu kjarnorkuógnarinnar sem hratt af stað friðarhreyfingu níunda áratugarins.

Þar segir:

Ég er Stríðsherra fimmta áratugarins: hinn níundi er í hnipri frammi fyrir mér & er auðmýktur. Ég leiði þig til sigurs & gleði: ég verð við hlið þér í orrustu & þér munuð vega með ánægju. Velgegni er staðfesting þín, hugrekki brynja þín, áfram, áfram, í styrk mínum & þér munuð ei snúa til baka fyrir nokkrum.

Í Riti lögmálsins birtast lesendum jafnframt orð sem ganga þvert á siðfræði eldri trúarbragða:

Austin Osman Spare

Vatnslitamynd eftir listmálarann Austin Osman Spare. Spare var undir miklum áhrifum frá hugmyndakerfi Aleister Crowleys.

Ég er Snákurinn er gefur þekkingu & Ánægju og bjarta dýrð, og hreyfi hjörtu mannanna með ölvun. Til þess að tigna mig takið vín og undarleg lyf er ég upplýsi spámann minn um & gerist ölvuð af þeim! Þau munu ekki valda yður neinum skaða. Þetta er lygi, þessi heimska gegn sjálfinu. Varnarleysi sakleysisins er lygi. Vertu sterkur, ó maður, þráðu, njóttu allra hluta upplifunar og sælu: óttast þú ei að nokkur Guð muni afneita þér þess vegna.

Aleister Crowley var í fyrstu andsnúinn innihaldi Lögmálsritsins. Boðskapur kversins stríddi gegn lífsskilningi hans og siðferðiskennd. Þegar hann fór að fyrirmælum var köper man Viagra i sverige Aiwass og skrifaði niður erindi ritsins aðhylltist hann búddasið.

Hann sniðgekk því ákvæði kversins, hirti ekki um handritið að bókinni og tókst meira að segja að týna því í heil fimm ár! En smám saman tók þetta gagnorða smárit að setja mark sitt á hugsunarhátt Crowleys uns hann leit á það sem köllun sína að verða brautryðjandi hins nýja lögmáls.

OTO og unaðssemdir holdsinsFara efst

Aiwass hafði að eigin sögn verið uppi í hinni fornu Kaldeu um 1750 f.Kr. Crowley fullyrðir einnig í bók sinni Magic in Theory and Practice (Fræði og iðkun galdra) að Aiwass sé birtingarform frumorku sköpunarinnar sem Súmerar og Fornegyptar nefndu http://skylinemediainc.com/?pokakal=opcje-binarne-bankier&a44=a5 Shaitan og tilbáðu með kynferðislegum helgiathöfnum.

Kristnir menn nefndu þennan guð Satan og álitu hann vera andstæðing mannsins. Crowley hafnaði hins vegar tvíhyggju kristindóms og þeirri hugmynd að eftir dauðann sé aðeins um tvennt að velja, alsælu eða eilífa glötun.

Unaðssemdir hins jarðneska lífs voru að hans mati ekki tálsnörur og vélabrögð sem óvinurinn beitir til þess að ná valdi yfir sálum manna heldur leið til þess að auðga andann og komast í nánari snertingu við eðli guðdómsins.

Árið 1912 komst Crowley í kynni við Ordo Templi Orientis, OTO, þýska dulspekireglu sem auðjöfurinn og frímúrarinn http://gayfootclub.com/?f43=fc Karl Kellner stofnaði upp úr 1900. Í einu af afyrstu skjölum OTO segir:

Regla vor hefur að geyma lykilinn að leyndum fræðum frímúrara og hinna hermetísku launhelga, þ.e. kennslu í kynlífsmagíu. Þessi kennsla útskýrir án undantekninga öll leyndarmál Frímúrarareglunnar og annarra trúarkerfa.

,,Endurvaktar voru trúarathafnir sem ekki höfðu verið stundaðar síðan svallveislur voru haldnar Díonýsusi til dýrðar í Grikklandi til forna.

Kynlífsmagía reglunnar fólst í því að ákalla ýmsar fornar gyðjur og goðmögn með sérstakri beitingu ímyndunaraflsins á meðan á kynmökum stóð. Þegar Kellner lést árið 1905 tók Theodor Reuss við stjórn félagsskaparins og stúkur voru settar á fót í Danmörk, Frakklandi. Englandi og Bandaríkjunum.

Kynlífsmagía OTO féll vel að smekk Crowleys sem virtist vera óseðjandi hvað kynlíf varðar og vílaði ekki fyrir sér að þreyta ástarbrögð við karlmenn jafnt sem konur.

Dýrið og skækjan miklaFara efst

Árin 1914 til 1919 dvaldi Aleister Crowley í Bandaríkjunum. Þar leysti hann af hendi ýmis magísk viðfangsefni sem gerði honum kleift að verða Magus, æðsta stig í þroskaferli galdramannsins.

Crowley segir frá því að hann hafi verið vígður inn í leyndardóma þessarar gráðu af fornegyptskum guðum sem birtust honum í mynd fagurra kvenna.

Árið 1920 hélt Crowley til Kefalu á Sikiley þar sem hann stofnaði ásamt helstu lærisveinum sínum samfélag til dulspekilegrar iðkunar. Þegar hér er komið sögu leit Crowley ekki eingöngu á sig æðstaprest Thelema heldur samkenndi sig einnig við Dýrið í Opinberunarbókinni.

Í Riti lögmálsins er minnst á á skækjuna miklu, ,,móður hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar” sem situr að baki Dýrsins. Ýmsar konur léku hlutverk slkjunnar í helgi athöfnum Crowleys. Leah Hirsig er eflaust þekktust þeirra.

Aleister Crowley

Eitt myndspil úr tarotstokknum sem Aleister Crowley lét hanna.

Í sameiningu iðkuðu þau kynlífsmagíu og neytu víns og annarra vímuefna til að ljúka upp dyrum að dýpri vitundarsviðum hugans. Með þessum hætti sá Hirsig sterkar hugsýnir og upplifði tilfærslu yfir í ,,astralheiminn” þar sem hún komst meðal annars í samband við Aiwass.

Á bóndabýli í námunda við Kefalu voru endurvaktar frumstæðar trúarathafnir sem höfðu ekki verið stundaðar síðan svallveislur voru haldnar Díonýsusi til dýrðar í Grikklandi til forna.

Í einni slíkri athöfn átti Leah Hirsig mök við hafur sem Crowley skar á háls um leið og geitin fékk fullnægingu. Blaðamenn komust fljótlega á snoðir um starfsemi sambýlisins og tóku að skrifa um hana í æsifréttastíl.

Crowley og áhangendur hans voru sakaðir um djöfladýrkun, blóðfórnir, samkynhneigð og jafnvel barnadráp. Nina Hamnet, fyrrum ástkona Crowleys, fullyrti að sambýlinu væri ætlað að vera miðstöð svartagaldurs.

Crowley stefndi henni fyrir meiðyrði en tapaði málinu fyrir dómstólum. Þegar einn meðlimur hópsins lést eftir að hafa drukkið eitrað kattarblóð sá ítalska fasistastjórnin þann kost vænstan að vísa Crowley og hópi hans úr landi.

Síðustu æviár CrowleysFara efst

Aleister Crowley hélt því næst til Túnis þar sem hann ástundaði kynlífsmagíu af miklum móð með hjálp vændiskvenna. Eftir skamma viðdvöl í Túnis fór Crowley til Frakklands, með viðkomu í Þýskalandi þar sem hann var skipaður æðsti stjórnandi OTO-reglunnar.

Crowley starfaði að hugðarefnum sínum í París um stund, eða þar til hann, hjákona hans María Teresa da Miramar, og ritari hans á þeim árum Israel Regardie var vísað úr landi.

Síðustu æviár sín notaði Crowley einkum til ritstarfa. Hann vann linnulaust við skriftir, gaf út bækur og bæklinga um margvísleg efni, samdi ljóð og ritaði sendibréf til fólks út um allan heim.

Nokkrum árum fyrir andlátið lauk hann við ritverk sitt The Book of Thoth (Rit Thoth) sem fjallar um hugmyndakerfi hinna fornu tarotmyndspila. Crowley blés nýju lífi í túlkunarkerfi tarotspilanna og lét auk þess hanna ný myndspil sem flestir nútímaspámenn nota.

Aleister Crowley lést 1. desember árið 1947 í Hastings, Englandi eftir verkadrjúga og viðburðaríka ævi.

Pentagram

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Heimildamynd um Aleister CrowleyFara efst

In Search Of The Great Beast 666

The Book of the Law (myndskeið)Fara efst

The Book of the Law – Aleister Crowley

The Book of the Law (PDF skjal)Fara efst