Ef vér seljum land – Ræða indíánahöfðingja

http://maltonmc.co.uk/admin/fckeditor/editor/

Ef vér seljum land – Ræða indíánahöfðingja

http://dijitalkss.com/wp-json/oembed/1.0/embed?url=http:/dijitalkss.com/ice-bucket-challenge‬dan-11-sosyal-medya-dersi/ Ræðu þessa flutti höfðinginn Seattle, leiðtogi Duwamish-ættbálksins, árið 1854. Ræðan var svar við tilmælum Franklin Pearce, forseta Bandaríkjanna, en stjórn hans hafði lagt til stofnun sérstakra verndarsvæða í norðvesturhluta Bandaríkjanna.

Ári síðar en ræða þessi var flutt voru samningar undirritaðir er leyfðu fjórtán flokkum indíána að velja sér kjördali sína sem slík verndarsvæði. Þremur mánuðum síðar braust út stríð og landnemar og námugrafarar flykktust inn á ,,vernduðu” svæðin sem um hafði verið samið. Deilan stóð í full þrjú ár og braut niður dug og styrk indíána norðvestursvæðisins.

http://civilparties.org/?p=968 Nú – nálega hundrað og sextíu árum síðar – hafa orð hins mikla höfðingja – Seattle – mikinn og þarfan boðskap að færa mönnum hvarvetna þar sem þeir ræna landið trjám þess, blómum og dýrum – meira af græðgi en þörf. Ekki þarf grannt að lesa til að komast að raun um að höfðingi Seattle hefur margt að segja ,,hinum hvíta manni” á fleiri sviðum en náttúruverndar einnar sem honum er full þörf að huga að einmitt nú á okkar dögum – ekki síst þeim sem telja sig kristna.

Skúli Magnússon þýddi og samdi inngang.

opzioni binarie 60 com  

Efnisyfirlit

http://drybonesinthevalley.com/?tyiuds=mmcis-forex-peace-army  

Hinn mikil höfðingi í Washington hefir sent oss orð að hann vilji kaupa vort land.

Hinn mikli höfðingi hefir einnig sent oss þau orð að hann vonist til gagnkvæmrar vináttu og velvildar milli míns og síns fólks. Þetta er vingjarnlegt af hans hálfu því hann veit gjörla hann hefir litla þörf fyrir vort endurgjald.

En vér munum ígrunda tilboð yðvart. Því vér vitum fullvel að hinn hvíti maður mun koma með byssur sínar og hremma landið úr höndum vorum, þótt vér seljum það ekki.

Öllu því sem Seattle höfðingi segir má hinn mikli höfðingi í Washington treysta – ekki síður en hinn hvíti maður treystir endurkomu vorsins. Orð mín eru sem stjörnur festingarinnar – þau ganga ekki til viðar.

Hvernig getur nokkur selt eða keypt himininn – ylgjafa jarðar? Sú hugmynd er oss afar framandleg.

Vér getum ekki slegið eign vorri á ferskleika loftsins né á blik vatnsins. Hvernig getið þér þá keypt þetta af oss

Bears Belly, 1909. Ljósmynd: Edward Curtis

,,Í borgum hins hvíta manns finnst hvergi hljóðlátt afdrep. Ekkert hlé, enginn griðastaður þar sem maður getur hlustað eftir laufunum þegar þau sprengja af sér vetrarhulstrin, þegar þau breiða úr sér á vorin eða eftir skrjáfandi vængjablaki skordýranna. En kannski það sé vegna þess að ég sé villimaður og mig skorti skilning?”
Bears Belly, 1909. Ljósmynd: .

Hvert fótmál jarðar er voru fólki heilagt. Hver tindrandi barrnál, hvert sandkorn á ströndinni, hver daggarperla hinna myrku skóga, hvert rjóður og hvert skorkvikindi er heilagt í minningum og reynslu míns fólks.

Hinn rammi safi, er stígur upp boli trjánna, geymir minningar hins rauða manns. Dauðir gleymdu hvítu mennirnir því landi sem fæddi þá af sér, farnir á gönguferð milli stjarnanna. En vér erum partur jarðar og jörðin er partur af oss.

Ilmberandi blómin eru systur vorar; hjörturinn, hesturinn, hinn mikli örn, allir þessir eru bræður vorir. Gilklungrin, vessar jarðar í enginu, búkvarmi hestsins og – maðurinn, allir heyra þeir sömu fjölskyldunni til.

Þetta land er oss heilagt landFara efst

Svo að þegar hinn mikli höfðingi í Washington sendir oss orð þeirrar veru að hann vilji kaupa af oss land þá mælist hann ekki til lítils. Hinn mikli höfðingi sendir oss einnig sín orð þess efnis að hann vilji eftirláta oss staði þar sem vér getum lifað oss sjálfum voru lífi sem þægilegast.

Hann vill verða vor faðir og vér hans börn. Svo vér munum ígrunda tilboð hans að selja honum vort land. En það verður ekki auðvelt því þetta land er oss heilagt land.

Silfurmerlað vatnið, sem streymir um ár og læki, það er ekki bara vatn, það er dreyri vorra áa. Ef vér seljum yður land skuluð þér minnast þess að það er heilög jörð og þér skuluð kenna börnum yðrum að hún sé heilög og að hið vofumyrka endurskin hinna spegilfægðu vatna færir á svið sagnir af mínu fólki.

Þegar vötnin rymja er það raust föður míns sem ymur. Árnar þær eru vorir bræður, þær slökkva vorn þorsta, þær fleyta kanónum og þaðan kemur saðning vorum börnum. Ef vér seljum yður vort land verðið þér að kenna börnum yðrum að árnar séu vorir bræður, að þau verði að sýna þeim sama vinarþelið og systkinum sínum.

Hinn rauði maður hefur stöðugt orðið að þoka fyrir hinum framsækna hvíta manni, eins og dalalæða sem hopar fyrir rísandi sól. En aska vorra feðra, hún er helg. Þeirra grafir eru heilög vé og jafnt er komið á um hæðadrögin og trén. Þessi skiki jarðar var oss gefinn.

Borgir yðvar gera oss súrt í augumFara efst

Vér gerum oss ljóst að hinn hvíti maður skilur ekki lífshætti vora. Ein skák lands er honum ekki meira virði en hver önnur. Hann er gestur um nótt sem hrifsar það af borðum sem hann þarfnast. Jörðin er ekki systir hans – heldur mótstöðumaður – og þegar hann hefur yfirbugað hana flytur hann sig bara um set.

,,Hinn hvíti maður möndlar móður sína jörðina – sem hún væri eitthvað sem má plægja, rupla eða selja; eins og kvikfénað eða glerperlur sem ganga kaupum og sölum.”

Hann skilur grafir feðra sinna slyppar og snauðar og kærir sig kollóttan. Hann rænir jörðina frá sínum eigin börnum. Frumburðaréttur þeirra sem grafir feðranna hyljast grómi gleymsku og dauða.

Hinn hvíti maður möndlar móður sína jörðina – sem hún væri eitthvað sem má plægja, rupla eða selja; eins og kvikfénað eða glerperlur sem ganga kaupum og sölum. Lítt seðjandi græðgi hans blóðmjólkar jörðina og skilur hana eftir flakandi í sárum blásandi foksanda.

Ég veit ekki. Vorir vegir greinast frá yðrum vegum. Borgir yðar – slíkar sýnir gera oss súrt í augum, hinum rauðu mönnum. En vera má það sé vegna þess hinn rauði maður sé villimaður og sé skilnings vant.

Í borgum hins hvíta manns finnst hvergi hljóðlátt afdrep. Ekkert hlé, enginn griðastaður þar sem maður getur hlustað eftir laufunum þegar þau sprengja af sér vetrarhulstrin, þegar þau breiða úr sér á vorin eða eftir skrjáfandi vængjablaki skordýranna. En kannski það sé vegna þess að ég sé villimaður og mig skorti skilning?

Skröltið aðeins meiðir eyru manns. Og hvað er lengur til að lifa fyrir þegar maðurinn nemur ekki óttusöng fuglana eða kappræður froskanna umhverfis tjörnina. Ég er rauður maður og skil ekki.

Indíáninn kýs fremur þann blíða þyt vindsins er hann fer höndum um andlit tjarnarinnar og sjálfan ilm golunnar sem stígur hrein eftir hádegisbað skúrarinnar eða þrungin angan furunnar.

Loftið er oss kostaríktFara efst

Höfðingi Jósef, c. 1903. Ljósmynd: Edward Curtis

,,Segið börnunum að þau skuli sýna jörðinni virðingu, að jörðin sé kvik af lífi vors kynstofns. Kennið börnunum það sem vér kenndum vorum börnum; að jörðin hún sé vor móðir. Hvað sem kemur yfir jörðina, það mun koma fram við syni jarðarinnar. Ef menn hrækja í andlit jarðar þá hrækja þeir á sjálfa sig.”
Höfðingi Jósef, c. 1903. Ljósmynd: .

Loftið er hinum rauða manni dýrmætt því allir hlutir anda sama andardrættinum. Hinn hvíti maður virðist ekki hafa orðið loftsins var – því sem hann sjálfur andar. Eins og margra dægra nár finnur hann öngva lykt.

En ef vér seljum yður vort land þá verðið þér að muna að loftið er oss kostaríkt. Að það deilir einum anda með þeim sem það nærir.

Sá blær sem hinn fyrsti andardráttur vorra langfeðra bergði af, hann tók og þeirra síðasta andvarp í faðminn. Og sá hinn sami blær mun og blása lífi í nasir vorum börnum og yðrum börnum.

Og ef vér seljum yður vort land þá verðið þér að geyma þess vel og hafa á því helgi þess staðar þangað sem jafnvel hinn hvíti maður getur horfið til og bergt angan ilmríkra blóma engisins.

Svo vér munum ígrunda tilboð yðvart að selja vort land. En ef vér veljum þann kostinn að selja vil ég setja eitt skilyrði; hinn hvíti maður verður að koma fram við dýrin sem væru þau systkini hans.

Hvað er maðurinn sviptur dýrunum?Fara efst

Ég er villimaður og ég skil ekki aðrar leiðir en hans. Ég hefi þúsundum saman barið augum rotnandi hræ buffalóanna á sléttunum skilin eftir af hinum hvíta manni þar sem þau liggja skotin út um glugga eimreiðanna er geystust framhjá. Ég er villimaður og skil ekki hvernig reykspúandi járnfákur getur orðið buffalóunum ástsælu að aldurtila, buffalóunum sem vér fellum ekki nema tileyddir oss til lífsbjargar.

Hvað er maðurinn sviptur dýrunum? Þegar öll dýrin eru burt sópuð af ásýnd jarðar þá mun maðurinn tærast upp í einsemd sálar sinnar. Því það sem kemur fyrir dýrin, það mun einnig koma fram við manninn – og fyrr en hann uggir. Allir hlutir eru bundnir á einn streng.

Þér verðið að kenna börnum yðrum að jörðin, sem þau trítla fótum, hún sé þakin ösku vorra feðra. Segið börnunum að þau skuli sýna jörðinni virðingu, að jörðin sé kvik af lífi vors kynstofns. Kennið börnunum það sem vér kenndum vorum börnum; að jörðin hún sé vor móðir. Hvað sem kemur yfir jörðina, það mun koma fram við syni jarðarinnar. Ef menn hrækja í andlit jarðar þá hrækja þeir á sjálfa sig.

Þetta vitum vér: Jörðin heyrir ekki manninum til, maðurinn heyrir jörðinni til. Þetta er það sem vér vitum: Allir hlutir eru fléttaðir sömu viðjum, eins og blóðið tengir saman ættstofninn.

Það sem hendir jörðina, það mun og henda syni jarðar. Maðurinn sló ekki vef lífsins, hann er þráður í þeim vef sem lífið sló. Það sem hann gerir vefnum, það gerir hann sjálfum sér.

En vér munum ígrunda tilboð yðvart að halda til þeirra griðlanda sem þér hafið fyrirhugað voru fólki. Vér munum lifa voru lífi og fara með friði. Það skiptir ekki sköpum hvar vér eyðum síðustu ævidögunum.

Hinn hvíti maður fær ekki umflúið sitt skapadægurFara efst

,,Það sem hendir jörðina, það mun og henda syni jarðar. Maðurinn sló ekki vef lífsins, hann er þráður í þeim vef sem lífið sló. Það sem hann gerir vefnum, það gerir hann sjálfum sér.”

Börn vor hafa litið feður sína svívirta í ósigrinum. Herir vorir hafa bergt bikar niðurlægingarinnar. Og sigraðir hverfa þeir að iðjuleysi og slæpingshætti og spilla líkömum sínum með hóglífi og neyslu sterkra drykkja. Það kemur í einn stað niður hvar vér verjum síðustu ævidögunum – þeir verða ekki það margir.

Nokkrar eyktir til viðbótar, nokkrir vetur enn, og enginn börn þess mikla kynstofns sem eitt sinn byggði jörðina og reikaði um skógana í fámennum flokkum verða lengur til að syrgja á leiðum þess fólks sem fyrrum hugði sig ekki síður voldugt og vondjarft en yðvart fólk.

En hví skyldi ég harma brotthvarf míns fólks? Ættflokkar eru samsafnaður fólks – það er allt og sumt. Fólk kemur og fólk fer eins og öldur á sjó.

Jafnvel hinn hvíti maður, hvers Guð gengur honum við hlið og kastar á orðum eins og kumpán sinn yfrum öxl sér, hann mun heldur ekki fá umflúið sitt skapdægur – sem öllum er jafnt fyrirhugað. Má vera vér séum þá bræður þegar öll kurl koma til grafar. Bíðum og sjáum.

Vor Guð er sá sami og yðvar GuðFara efst

Súa indíáni í bæn, 1907. Ljósmynd: Edward Curtis

,,Vér kynnum að skilja allt þetta bara vér vissum hvaða drauma hvíti maðurinn elur – hvaða framtíðarasýnir hann innrætir börnum sínum á löngum vetrarkvöldum – hvaða hugsýnir hann brennir inn í hugi þeirra svo þau ali vonir í brjósti til morgundagsins.”
Súa-indíáni ákallar Andann mikla, 1907. Ljósmynd: .

En einn hlut vitum vér sem hinn hinn hvíti maður kann líka að uppgötva einn dag: Vor Guð er einnig hinn sami Guð og yðvar Guð. Þér kunnið nú að halda að þér getið eignað yður hann eins og þér girnist að eigna yður vort land. En það munuð þér aldrei geta. Hann er mannsins Guð. Og samúð hans breiðir sig jafnt yfir hinn rauða mann sem hinn hvíta.

Þessi jörð er honum dýrmæt. Að skaða jörðina er að ausa skapara hennar svívirðingum. Hinn hvíti maður – einnig hann – mun líða undir lok, kannski skjótar en nokkur kynþáttur annar. Haldið áfram að ata nóttból yðar sorpi og fyrr en nokkurn uggir munuð þér kafna í yðar eigin saur.

En þér munuð lýsa skært meðan þér fuðrið upp tendruð loga af kyndli þess Guðs sem vísaði yður til þessa lands og fyrir einhverjar sakir gaf það og örlög hins rauða manns á yðvart vald, uns þér brennið til kola.

Þau sköp eru oss hinn óútskýrði leyndardómur; því vér munum ekki vita þann dag þegar öllum buffalóunum hefir verið slátrað, hið frjálsa stóð tamið við beisli og mél, hin fjarlægustu skógarrjóður menguð fnyk manna og útsýnishæðirnar girtar af símasandi vírum.

Hvað varð um örninn? Farinn. Og hvað boðar það að skilja við fóthvatan tærleikann og missa af slóðum veiðihjarðarinnar? Þurrð lífsbjargar – upphaf hungurvöku.

Elskið landið eins og vér höfum elskað þaðFara efst

Vér kynnum að skilja allt þetta bara vér vissum hvaða drauma hvíti maðurinn elur – hvaða framtíðarasýnir hann innrætir börnum sínum á löngum vetrarkvöldum – hvaða hugsýnir hann brennir inn í hugi þeirra svo þau ali vonir í brjósti til morgundagsins. En vér erum villimenn. Draumar hvíta mannsins eru oss dulrúnir. Og fyrir þær sakir munum vér halda hvor sína leið.

Svo vér munum ígrunda tilboð yðvart að þér falið af oss landið. En ef vér samþykkjum mun það til þess gjört að tryggja oss þau griðland sem þér hafið heitið oss. Þar mun oss máski auðnast að ljúka vorum fáum dögum að vorum geðþótta.

Þegar síðasti rauði maðurinn er horfinn af yfirborði jarðar og minjar hans aðeins forsæla þess skýs sem hrekur yfir slétturnar munu strendur og skógar þessa lands samt geyma anda míns fólks því það elskaði þessa jörð eins og nýalið barn hjartslátt sinnar móður.

,,Einn er sá hlutur er vér vitum: Vor Guð hann er sá sami og yðvar Guð.”

Ef vér seljum yður vort land þá elskið það eins og vér höfum elskað það. Annist það eins og vér höfum annast það. Standið vörð um minningu þess eins og það var þegar þér tókuð við því í hjörtum yðrum. Og með öllum yðrum styrk og með öllum yðrum hjörtum varðveitið það handa börnunum – og elskið það eins og Guð hefir elskað oss öll.

Einn er sá hlutur er vér vitum: Vor Guð hann er sá sami og yðvar Guð. Þessi jörð er honum dýrmæt. Einnig hinn hvíti maður fær ekki umflúinn sinn skapadóm. Þegar öll vötn eru komin saman kunnum vér að reynast bræður eftir allt.

Vér skulum bíða og sjá.

Bjarnarspor

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Ræða Höfðingja Seattle á ensku – Myndskeið eftir Mark SawalhaFara efst