Endurupptökubeiðni Sævars Ciesielskis

Endurupptökubeiðni Sævars Ciesielskis

Þann 23. nóvember 1994 lagði Sævar Ciesielski fram greinargerð til ráðuneytis dómsmála og fór formlega fram á endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála.

Í fyrsta hluta greinargerðar sinnar rekur Sævar aðdraganda Guðmundarmálsins.

Í öðrum hluta sýnir hann fram á að lögreglan hafi staðið ólöglega að rannsókn mannshvarfanna. Þar tekur hann einstök atriði fyrir lið fyrir lið.

Þá tekur við kafli sem hann kallar „Rannsóknarverð atriði”. Þar heldur hann því meðal annars fram að játningar sakborninga hafi verið þvingaðar fram með harðræði og pyntingum. Sævar var sviptur svefni, útveggur fangaklefans barinn með grjóti og rafmagnsljós látið loga allan sólahringinn.

Sævar var einnig beittur vatnspyntingum. Höfuð hans fært á kaf í vatn en fangavörðunum var kunnugt um að Sævar var vatnshræddur. Sævar var hafður í fótajárnum í niðurlægingarskyni og þess dæmi að strekkt hafi verið á sakborningum, þeir járnaðir á höndum og fótum og teygt á þeim.

Niðurstöður Sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar eru reifaðar í fjórða og fimmta hluta. Sævar gerir ítarlegar athugasemdir við þær og birtir eigin andsvör við einstök atriði.

Þá fylgir greinargerðinni fjölmörg fylgiskjöl sem Sævar aflaði sér meðal annars í Þjóðskjalasafninu eftir að hann hafði fengið leyfi til að kynna sér gögn málsins sem áður höfðu verið lokuð.

Kaflinn sem hér fer á eftir var eftirmáli við umrædda greinargerð.

Myndtexta og millifyrirsögnum hefur verið bætt við.

 

Efnisyfirlit

 

Geirfinns- og Guðmundarmálin hafa verulega sérstöðu í íslenskri réttarfarssögu. Tveir ævilangir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Sakdómi Reykjavíkur. Eru hinir þyngstu dómar á þessari öld.

Sakborningar héldu því fram að þeir hefðu sætt illri og löglausri meðferð af hálfu rannsóknaraðila. Hæstiréttur staðfesti refsingu yfir ákærðu en mildaði dóma.

Afturköllun á framburði ákærðu var ekki tekin til greina, þrátt fyrir að ýmislegt í gögnum málsins benti til þess að ákærðu hafi verið þvingaðir til játninga. Í dómi Hæstaréttar uppkveðnum 22. febrúar, 1980 segir:

Þegar hin rækilega rannsókn bæði fyrir og eftir uppsögn héraðsdóms varðandi harðræði og ólögmæta rannsóknarhætti er virt, verður ekki séð að játningar ákærðu hafi verið fengnar með ólögmætum hætti af hálfu þeirra, er fóru með rannsókn málsins.

Sævar Ciesielski

Sævar Marinó Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn 13. júlí s.l., 56 ára gamall. Sævar hlaut ævilangan fangelsisdóm vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. Hæstiréttur mildaði dóm hans síðar og Sævar sat inni í níu ár af sautján ára dómi. Dómurinn var byggður á játningu sem Sævar sagði hafa verið knúna fram með miklu harðræði. Hann sat lengi í einangrun á meðan málin voru rannsökuð, eða alls 742 daga í einangrunarvist! Þegar hann varð látin laus úr fangelsi árið 1984 barðist hann fyrir því að málið yrði tekið upp aftur. Sævar lýsti alltaf yfir sakleysi sínu og taldi að á sér hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 og 1999 fór hann formlega fram á endurupptöku málanna, en því var hafnað. Hæstiréttur hefur alla tíð síðan haft skömm fyrir þessa höfnun svo og þeir dómarar og embættismenn, sem að henni stóðu. Þessi grein er eftirmáli við greinargerð Sævars Ciesielskis um endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála. Hana er einnig að finna í bók Sævars Dómsmorð sem kom út 1997.

Og þar með var afturköllun á framburði hafnað. Þetta var aðalforsendan sem Hæstiréttur lagði til grundvallar eins og um væri að ræða sönnun fyrir sekt sakborninga.

Ég tel að Hæstiréttur hafi ekki haft heimild til að kveða upp slíkan dóm byggðum á svo vafasömum forsendum. Dómstóllinn var að fjalla um morðákæru, mjög alvarlega ákæru, og hafði örlög manna í hendi sér.

Hæstarétti bar skv. lögum að krefja ákæruvaldið um sannanir. Í dómsniðurstöðu telur Hæstiréttur sig hafa fundið sönnun, sem hann sjálfur býr til. Hann telur sakleysi rannsóknaraðila sannað. Þar með sannist sekt sakborninga. Sú rannsókn sem dómstóllinn vitnar til var umdeild og takmörkuð við ákveðin atriði eins og ég hef rakið hér að framan.

,,Það var ekki spurt hvað gerðist heldur reynt að sanna hvað gerðist ekki.” Eins og Sr. Jón Bjarmann fv. fangaprest orðaði það, þegar hann var spurður um álit sitt á Harðræðisrannsókninni.

Dómararnir hljóta að hafa áttað sig á því, að hér var ekki eðlilegt mál á ferð. Vegna lesturs ýmissa dómsmála og réttarfarsreglna mátti þeim vera fullkunnugt um, að ekki væri allt með felldu.

Margvíslegir og síbreytilegir framburðir sakborninga, hefðu átt að gefa tilefni til, alvarlegrar endurskoðun á sakarefninu.

Tveir rannsóknarlögreglumenn sátu að allri rannsókn á fyrstu mánuðum, ásamt rannsóknardómara. Þá bættust fleiri í hópinn og síðan kom hingað til lands glæpasérfræðingur frá Þýskalandi, sem var fenginn til að taka við stjórn rannsóknarinnar.

Ólöglegar rannsóknaraðferðirFara efst

Rannsókn stóð yfir í rúmt ár þar til að framburðir voru samrýmanlegir. Það sem olli rannsóknaraðilum erfiðleikum var að sakborningar voru ekki ,,samvinnuþýðir” og neituðu sakargiftum. Í gögnum málsins er hvergi að finna áþreifanleg gögn nema skýrslur sem hnoðað var saman undir þeim þrýstingi sem þegar hefur verið lýst.

,,Skýrslutökur voru afsprengi óformlegra yfirheyrslna sem stóðu yfir í marga daga, vikur og jafnvel mánuðum saman án þess að skýrsla væri gerð.”

Hvorki líkamsleifar Guðmundar né Geirfinns hafa fundist. Hvorki blóð né önnur ummerki gátu varpað ljósi á atburði. Það sem upp úr stendur eru óeðlileg vinnubrögð rannsóknaraðila t. d. óformlegar yfirheyrslur lögreglumanna og viðurkenndur ásetningur þeirra um að fá sakborninga til að játa á sig sakir. Rannsóknaraðilar viðurkenndu fyrir sakadómi að ekki voru vottar að yfirheyrslum eða skýrslutöku, heldur voru þeir kvaddir til eftir á.

Skýrslutökur voru afsprengi óformlegra yfirheyrslna sem stóðu oft yfir í marga daga, vikur og jafnvel mánuðum saman án þess að skýrsla væri gerð. Þær spurningar sem lagðar voru fyrir sakborninga koma hvergi fram. Þannig höfðu rannsóknaraðilar frjálsar hendur um að ásaka sakborninga með allskyns lygum og rangindum, sem ollu því, að framburðir komu í kjölfarið.

Það var ekki hjá því komist, að eitthvað gæfi sig hjá ráðvilltum ungmennum, þegar ýtt var undir það með öllum tiltækum ráðum. Ekki má gleyma því, að þarna var um að ræða fullorðna menn, sem ætla mætti að hefðu töluverða yfirburði.

Á sama tíma og þessar aðfarir áttu sér stað, lá fyrir fjarvist mín í Guðmundarmáli, en trading online demo gratuito app Ásgeir Friðjónsson dómari í ávana- og fíkniefnum hafði afhent rannsóknaraðilum gögn þar að lútandi. Fjarvistarsönnun, sem byggir ekki á óljósum minningum sakborninga eða annarra aðila, heldur má finna í lögregluskýrslum sem, gerðar voru á sama tíma og glæpurinn átti að hafa verið framinn.

Einar Bollason

,,Einar Bollason skýrði frá því í sjónvarpsviðtali rúmu ári eftir að honum var sleppt, að hann hafi í lok þriggja mánaða einangrunar verið farinn að efast um sakleysi sitt. Hvað hefði gerst, ef hann hefði setið inni einn, tvo eða þrjá mánuði í viðbót? Hefði hann þá setið á sakamannabekk í Geirfinnsmálinu, kannski dregið framburð sinn til baka, en fáir eða engir trúað honum?”, segir Sævar Ciesielski m.a. í greinargerð sinni. Sjálfur var Sævar í rúm tvö ár í einangrun, eða 106 vikur. Þegar dómur féll í máli hans hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í heil fimm ár. „Ég var í tvö ár í gluggalausum klefa og meira að segja hlekkjaður. Í heilt ár fékk ég ekki að fara út undir bert loft,” sagði Sævar síðar um reynslu sína.

Við yfirheyrslur í sakadómi á meintu harðræði, voru rannsóknaraðilar og fangaverðir allir yfirheyrðir sem vitni. Framburðir sakborninga um harðræði voru lesnir fyrir þá. Skv. VI. kafla, 32 gr. embættislaga nr. 38/1954 gátu fangaverðir leynt vitneskju sinni úr starfi.

Í lögunum segir: ,,Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði, er hann fær vitneskju um í starfi og leynt skulu fara skv. lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli málsins. Þagmælskan helst, þótt látið sé af starfi.”

Ekki var þeim bent á, að þeir væru lausir frá þessari skyldu, sem maður skyldi ætla að hefði verið fyrsta verk sakadómaranna. Ég fékk ekki að láta leggja fyrir spurningar, hvorki fyrir þá né aðra. Ég fékk ekki að kynna mér sakagögn, fyrr en eftir að ég var dæmdur í sakadómi Reykjavíkur.

,,Þessi mál eru áfellisdómur yfir íslenskum fjölmiðlum. Þeim var nokkuð sama um þá sem inni sátu og skemmtu sér við að spinna upp alls kyns sögur.”

Við rannsókn á meintu harðræði 1979, undir stjórn segnali gratis per opzioni binarie Þóris Oddssonar vararannsóknarlögreglustjóra ríkisins, sannaðist þó, að fangaverðir og rannsóknaraðilar gerðust sekir um harðræði, þótt þeir neituðu því fyrir sakadómi. Þar héldu þeir því fram að sakborningar hafi ekki orðið fyrir neins konar harðræði, þrátt fyrir vitnisburð eins fangavarða um að fangelsisstjórinn hafi gengið í skrokk á mér.

Við rannsóknina var aðeins byggt á einum kinnhesti sem sannaðist að fangelsisstjórinn hefði gefið mér. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið hið eina sem var aðfinnsluvert! Hæstiréttur leit alveg framhjá framburði Jónu Sigurðardóttur, fangavarðar. Við rannsókn á harðræði var ég aldrei spurður út í einstök atriði er komu fram í framburði hennar.

Þetta gerir rannsóknina ómerka að mínu mati. Ég var þolandi þess sem hún lýsti og gat gefið nánari lýsingu á atburðum, sem hún sagði frá. En ég var aldrei spurður. Framburður binaire opties winnen Hlyns Þórs Magnússonar sýnir ótvírætt, að fangaverðir og lögreglumenn gáfu rangan framburð í Sakadómi Reykjavíkur. Með vísan til þessa eru ásakanir sakborninga réttar og felldur dómur skal því dæmast ómerkur.

Þessi mál eru einnig áfellisdómur yfir íslenskum fjölmiðlum. Þeim var nokkuð sama um þá einstaklinga, sem inni sátu og skemmtu sér við að spinna upp alls kyns sögur. Ég var af erlendum uppruna og það var eins og menn fengju sprautu í afturendann við að veita slíkum aðila högg. Ég átti ekki sterka að, en það hefur vafalaust haft töluvert að segja.

EinangrunarvistinFara efst

Einangrunarvistin í Síðumúla miðaði að því að gera mann að aumingja. Einangrunin var eins og sálrænt skrúfstykki, sem gerir manninn að engu. Erfitt er fyrir þá sem ekki þekkja einangrunarvist að gera sér í hugarlund, hvaða áhrif hún hefur á mannssálina. Rökhugsun, dómgreind og aðrir hæfileikar, sem tengdir eru andlegu jafnvægi, eru alls ekki sjálfgefnir, heldur þróast þeir í samspili við umhverfið og þurfa stöðugt staðfestingar við.

Langvarandi einangrun og tilbreytingaleysi brýtur niður allar frumhvatir mannsins, viljann til að lifa og hæfileikann til að skilja. Dómgreindin brenglast og skilin milli draums og veruleika hverfa.

Af margs konar rannsóknum, sem gerðar hafa verið, er ljóst, að skynhrif eru mannshuganum jafnnauðsynleg og matur líkamanum. Einangrun er grimmileg refsing. Ekki verður séð, hvaða tilgangi það þjónar að láta fanga búa við kost hellisbúa, pína hann og kvelja. Langvarandi einangrun og tilbreytingaleysi brýtur niður allar frumhvatir mannsins, viljann til að lifa og hæfileikann til að skilja.

Dómgreindin brenglast og skilin milli draums og veruleika hverfa. Ekki fer milli mála, að þessi einangrun var brot á mannréttindum. Til hvers að refsa grunuðum manni með þessum hætti, þegar ekki er einu sinni vitað, hvort hann sé sekur. Langvarandi einangrun leiðir alltaf til syndajátninga. Það vissu þeir, sem að rannsókn stóðu.

http://broadwaybathrooms.com/?deribene=optionnavgator&06b=42 Einar Bollason skýrði frá því í sjónvarpsviðtali rúmu ári eftir að honum var sleppt, að hann hafi í lok þriggja mánaða einangrunar verið farinn að efast um sakleysi sitt. Hvað hefði gerst, ef hann hefði setið inni einn, tvo eða þrjá mánuði í viðbót? Hefði hann þá setið á sakamannabekk í Geirfinnsmálinu, kannski dregið framburð sinn til baka, en fáir eða engir trúað honum?

Ungverski kardínálinn Jezsef Mindszenty var tekinn til fanga árið 1948 eftir valdatöku kommúnista. Lýsing hans er víða tekin sem dæmi um svokallaðar þvingunarfortölur. Eftir fimm vikna einangrunarvist og yfirheyrslur, án beinna líkamlegra pyndinga, játaði hann á sig ýmsa glæpi, meðal annars að hafa verið amerískur njósnari. Hann segir svo frá:

Líkamsstyrkur minn fór greinilega minnkandi. Ég tók að óttast um heilsu mína og líf m.a. gagntekinn þeirri tilfinningu að ég væri algerlega yfirgefinn og varnarlaus. Mótstöðukraftur minn fór smám saman þverrandi. En sinnuleysi mitt óx. Mörkin milli sannleika og lygi, raunveruleika og óraunveruleika, urðu æ óljósari, … Ég hætti að treysta eigin dómgreind. Sólarhringum saman höfðu ákæru ,,syndir” mínar verið barðar inní hausinn á mér, og nú tók ég sjálfur að trúa því, að á einhvern hátt hlyti ég að vera sekur. Aftur og aftur voru sömu hlutirnir endurteknir í ýmsum myndum … Ég gat aðeins verið viss um eitt: Að það var engrar undankomu auðið … Skekið taugakerfið veikti mótstöðuafl hugans, brenglaði minni mitt, gróf undan sjálftrausti mínu og viljastyrk – gerði í stuttu máli að engu þá eiginleika sem gera mann að manni … Eftir aðra viku mína í gæsluvarðhaldi gat ég fundið, hvernig mótstöðukraftur minn var að fjara út. Ég var ekki lengur fær um að rökstyðja mál mitt, né gat ég varist lygum og útúrsnúningi. Við og við gafst ég upp og sagði eitthvað á þá leið, að það væri ástæðulaust að hafa um þetta fleiri orð, því kannski hefði þetta alltsaman gerst á þann hátt sem aðrir sögðu … Án þess að vita hvað hafði gerst með mig, var ég orðinn annar en ég hafði verið.

Ég er aðeins að benda á, hvernig einangrunarvist getur brotið menn niður andlega, menn sem ætla má að hafi styrkleika meiri en í meðallagi. Og fyrst kardínálinn var orðinn amerískur njósnari og glæpamaður að auki eftir fimm vikur, hvað hefði hann ekki getað játað á sig eftir fimm mánuði, svo ekki sé minnst á tuttugu og fimm?

HarðræðiðFara efst

Einar Bollason

,,Martröð er létt af þjóðinni,” var haft eftir dómsmálaráðherra Ólafi Jóhannessyni, þegar rannsókninni lauk með miklum blaðamannafundi 2. febrúar 1977. Þar kynnti hinn þýski rannsóknarmaður Karl Schütz niðurstöður sínar. Ólafur reyndist þó ekki sannspár, martröðinni var ekki létt af þjóðinni. Enda kannski ekki hægt að búast við því að sakborningar fengju réttláta dómsmeðferð þegar stjórnmálamenn, fjölmiðlar, lögregla, ákæruvald og nær þjóðin öll var búinn að kveða upp úr um sekt þeirra.

Við rannsókn Geirfinns- og Guðmundarmála var dóms- og framkvæmdavald á sömu hendi. Réttarstaðan var frábrugðin því, sem hún er nú. Fangelsisstjóri og fangaverðir tóku þátt í yfirheyrslum. Ég var beittur líkamlegu ofbeldi m. a. kaffærður í álvaski af fangaverði.

Stöðugt þurfti ég að sæta niðurlægingu og vanmáttur minn óx að sama skapi. Ég varð fyrir stöðugu ónæði fangavarða, og hótunum frá rannsóknaraðilum. Mér var meinuð útivist í marga mánuði, sviptur lesefni og skriffærum mánuðum saman, eða þar til ég játaði aðild að Geirfinnsmáli.

Ég var hafður í fótjárnum tvívegis í sex vikur alls. Meinað að hafa sængurfatnað og skriffæri í níu mánuði. Ljós var látið loga stöðugt í klefanum vikum saman. Haldið var vöku fyrir mér með háreysti og öðrum vitleysisgangi.

Ég var hafður í rúm tvö ár í 6 fm. klefa í Síðumúlafangelsi með óopnanlegum glugga og suðandi loftræstikerfi dag og nótt, að undaskildum tveimur mánuði þegar ég var hafður í einangrun á Skólavörðustíg 9.

Fangelsið í Síðumúla var ólögleg vistarvera skv. alþjóðlegum stöðlum. Borgaryfirvöld gáfu leyfi fyrir breytingum á húsnæðinu við Síðumúla, sem yrði þá breytt í fangageymslu lögreglunnar. Aðeins var gert ráð fyrir að menn væru hafðir þar í haldi í mestalagi sólarhring. En 1972 var því breytt í úttektar- og varðhaldsfangelsi án tilskilinna leyfa.

,,Einangrunarvistin miðaði að því að gera mann að aumingja. Einangrunin var eins og sálrænt skrúfstykki, sem gerir manninn að engu.”

Í byrjun ársins 1976 var því alfarið breytt í gæsluvarðhaldsfangelsi án tilskilinna leyfa. Sú ákvörðun dómsmálaráðuneytisins fór hvorki fyrir borgarráðsfund né tóku heilbrigðisyfirvöld það út. Fyrst árið 1978 var úttekt gerð vegna kvartana á hitasveiflum í loftræstikerfi fangelsisins.

Ég var hafður á sterkum lyfjum, þunglyndis og vöðvaslakandi, án þess að gangast undir læknisskoðun sérfræðings, sem olli því að ég yfirbugaðist á sál og líkama.

Langvarandi einangrun og sá djöfulsskapur, er ég varð fyrir af fangavörðum og rannsóknaraðilum auk lyfjagjafa, olli því, að ég var ekki dómbær á það sem ég staðfesti í skýrslum hjá rannsóknaraðilum. Einangrunardvölin hafði mikið að segja og spilaði stóran þátt í játningum sakborninga.

Ég tel víst, að lögreglumennirnir hefðu gengið endanlega frá mér, hefði ég þráast lengur við að staðfesta frásögn þeirra. Öll meðferðin miðaði að því að gera mig að ómarktækum aumingja. Eftir þessa einangrunarvist tók við önnur þjáning. Ég átti erfitt með að tala og þurfti að læra málið upp á nýtt. Andlegar og líkamlegar aukaverkanir eru varanlegar og marka djúp spor í sálarlíf mitt. Hvernig er hægt að fyrirgefa kerfi, sem kemur svona fram við mann?

Ég geri kröfu um að vera hreinsaður af fyrrnefndum málum og að mér verði bætt sú niðurlæging, sem ég hef þurft að þola, með hæstu leyfilegu fjárbótum.

Skjaldamerki Íslands

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Ítarefni um Geirfinns- og GuðmundarmálFara efst

.

.

.