Er nauðsynlegt að banna kókaín?

Er nauðsynlegt að banna kókaín?

Að kókaín sé alvarlegt fíkniefni er viðtekin skoðun – nánast litið á það sem staðreynd af meginþorra almennings á Íslandi. Flestir trúa því að það hneppi neytandann í vel spunninn vef sterkrar fíknar sem fáum sleppi.

En hversu alvarlegt er það í raun, strangt til tekið? Þrátt fyrir orðspor sitt hefur kókaín hvorki ómótstæðilegt aðdráttarafl né er erfitt að hætta neyslu þess.

Hinn dæmigerði kókaínneytandi, eins og hinn dæmigerði neytandi áfengis, verður hvorki háður efninu né skaðar sjálfan sig eða aðra.

Þótt til séu neytendur kókaíns sem geri mikið úr áhrifum þess skilja flestir sem prófa það hvorki allan þann hamagang sem fylgir umræðu um það né af hverju yfirvöld virðast óttast það svo mikið sem raun ber vitni.

 

Efnisyfirlit

 

Frumbyggjar Suður-Ameríku hafa ræktað kókarunnann í þúsundir ára og tuggið lauf hans til að slæva þreytu, hungur og þorsta. Síðla á nítjándu öld urðu kóka-drykkir, þar á meðal gosdrykkurinn Coca Cola og vínið Vin Mariani, vinsælir í Bandaríkjunum og Evrópu.

Kókaín, hið virka efni plöntunnar, var fyrst einangrað efnafræðilega árið 1844 en læknar tóku þó ekki að nota það að nokkru marki fyrr en upp úr 1880. Það kom að góðu gagni við staðdeyfingar og er notkun þess í þeim tilgangi enn þá lögleg. Læknar ávísuðu því einnig til vafasamari nota, þar á meðal til meðferðar á ópíumfíkn og áfengissýki.

Kókaín var einnig að finna í ýmsum lyfjum og heilsuvörum sem hægt var að kaupa án lyfseðils í apótekum. Coca Cola var einmitt einn allra vinsælasti slíkra orkudrykkja. Enn þá notar framleiðandinn kókalauf sem bragðbætir þótt vímuefnið hafi verið fjarlægt úr drykknum.

Árið 1902 var áætlað að fjöldi Bandaríkjamanna sem neyttu kókaíns, ópíums og annarra ,,vanabindandi lyfja” væri um tvö hundruð þúsund manns eða 0,26 prósent þjóðarinnar.1 Á þessum tíma var aðgangur að efnunum frjáls, hægt var að kaupa kókaín og ópíum á vægu verði án lyfseðils í apótekum eða panta þau heim til sín með póstkröfu.

Kókaín vínið Vin Mariani

Þrátt fyrir orðspor sitt hefur kókaín hvorki ómótstæðilegt aðdráttarafl né er erfitt að hætta neyslu þess. Hinn dæmigerði kókaínneytandi, eins og hinn dæmigerði neytandi áfengis, verður hvorki háður efninu né skaðar sjálfan sig eða aðra. Rannsóknir sýna að mikil meirihluti þeirra sem neyta kókaíns hafa stjórn á neyslunni.

Versla mátti með kókaín á þessum árum eins og magnyl nú á dögum. Samt átti því sem næst engin erfitt með að halda sig frá kókaíni eða nota það í hófi.

Staðreyndir þessa máls hafa ekki breyst síðan. Rannsóknir sýna að mikill hluti þeirra sem neyta kókaíns missa ekki stjórn á neyslunni. Kókaín veldur ekki líkamlegri fíkn þótt það hafi í sumum tilvikum sálrænan ávana í för með sér.2

Upphaf kókaínbannsinsFara efst

,,Versla mátti með kókaín á þessum árum eins og magnyl nú á dögum. Samt átti því sem næst engin erfitt með að halda sig frá kókaíni eða nota það í hófi.”

Hvers vegna var kókaín þá yfirleitt gert ólöglegt? Sagnfræðingar eru sammála um að meginástæðan hafi verið sú að dagblöð þyrluðu upp moldviðri í upphafi síðustu aldar um vensl þess við ofbeldi og kynferðisglæpi.

Blöðin skrifuðu um ,,uppkókaða negra” sem æddu að hvítu konum og nauðguðu þeim. Þar áður höfðu þau gert að umtalsefni ,,ópíumreykjandi Kínverja” sem tældu hvítar smástelpur upp í ópíumgrenin sín til að riðlast á þeim í ,,eiturlyfjamókinu”.

Tveimur áratugum síðar áttu blökkumenn og Mexíkóar að nota maríúana til að fremja sömu kynferðisglæpina. Allt saman tómur uppspuni sem lýsti fyrst og fremst kynþáttafordómum, fáfræði um áhrif þessara lyfja, og ekki síst þörf fyrir að finna einhvern óvin sem mátti útskúfa og lýsa vanþóknun sinni á.

Bann á ópíum, kókaíni og loks maríúana var heppileg leið til að ná félagslegu taumhaldi á minnihlutahópum, sem menningar sinnar vegna notuðu önnur vímuefni en hvítir engilsaxneskir íbúar Bandaríkjanna. Með því mátti koma í veg fyrir að litaðir minnihlutahópar ynnu sig áfram í samfélaginu og ógnuðu valdastöðu hinna hvítu og ,,upprunalegu” landnema.

Þá hentaði vel að nota almenna fordóma, tilkomna af þrælahaldi og baráttu við indíána, til að selja almenningi þá hugmynd að þessi vímuefni gerðu alla sem neyttu þeirra stórhættulega.

Rótin var nauðsyn á félagslegu taumhaldi, efnahagslegar kringumstæður og lítt dulbúið kynþáttahatur, en ekki niðurstöður vísindalegra rannsókna á skaðsemi og útbreiðslu efnanna.

Síðari stjórnvöld tóku fíkniefnabannið í arf og reyndu þá að réttlæta það með vísindarökum, fyrst eftir að því var komið á.3

Öll samfélög virðast hafa þörf fyrir að brennimerkja einhvern hóp manna. Á Íslandi í dag eru það ,,eiturlyfjaneytendur” og ,,eiturlyfjasalar”. Flestir geta sameinast um að fordæma og ofsækja þá.

Með sama hætti var komið fram við þá sem drukku kaffi, reyktu tóbak, seldu áfengi eða fóru jafnvel í bað þegar páfadómur bannaði það ásamt kannabisefnum á sínum tíma.

Á átjándu öld þótti ekki duga minna til en líflátsdómur, í ýmsum ríkjum Evrópu, Rússlandi, Japan og Kína, yfir þeim sem gerðust sekir um neyslu eða sölu tóbaks og er talið að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi af þeim sökum. Skoðum aðeins aðdraganda kókaínbannsins nánar.

Harrison-lögin gera neytendur að glæpamönnumFara efst

Harrison-lögin, sem Bandaríkjastjórn kom á árið 1914, og sambærileg lög sem Bretar samþykktu árið 1920, var í báðum tilfellum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu ópíums, morfíns, heróíns og kókaíns. Lögunum var komið á undir því yfirskini að þeim væri ætlað að skrá og skattleggja alla aðila sem stóðu að innflutningi, útflutningi, framleiðslu, verslun, dreifingu eða afhendingu þessara efna svo og öll afbrigði þeirra, blöndur og sölt.

Það leið þó ekki á löngu uns mönnum varð ljóst að raunverulegt markmið laganna var að uppræta með öllu neyslu efnanna, hvort sem var til upplyftingar eða lækninga, og skilgreina neytendur þeirra sem glæpamenn.

1 kg af kókaíni

Sagnfræðingar eru sammála um að meginástæðan fyrir því að kókaín var bannað í upphafi síðustu aldar voru æsifréttir um tengsl þess við ofbeldi og kynferðisglæpi. Frumkvæðið að banninu kom hvorki frá læknum né lögreglumönnum og það hafði ekkert með heilsufarsleg sjónarmið að gera. Fólki var talið trú um að kókaín væri frábrugðið áfengi að því leyti að ekki væri hægt að nota það í hófi. Rannsóknir vísindamanna og reynsla neytenda sýna hins vegar allt annað.

Flestir draga þá ályktun að lögreglumenn hljóti að hafa verið í fararbroddi þeirra sem vildu banna áðurnefnd vímuefni og þá væntanlega vegna þess að þeir hafi komist í raun um það í skyldustörfum sínum hversu skaðleg þau væru.

Ef afbrotaskýrslur lögreglunnar frá þessum tíma eru hins vegar skoðaðar kemur í ljós að þar er hvergi vikið að öðrum vímuefnum en áfengi. Þingskjöl sýna jafnframt að lögregluyfirvöld lögðu ekkert af mörkum þegar kom að því að þrýsta á samþykkt laganna. Það var heldur ekkert tilefni til þess.

Flestir neytenda ópíums og morfíns var ráðsett, vinnandi fólk á miðjum aldri sem hóf að nota lyfin samkvæmt læknisráði, en urðu svo á einn eða annan hátt háð þeim.

Þetta fólk hafði oft notað lyfin í áratug eða meir, án þess að það hefði áhrif á getu þeirra til að sinna félagslegum skyldum sínum, svo sem að stunda atvinnu eða ala upp börn. Kókaínneytendur voru yfirleitt yngri að árum og þótt þeir neyttu þess sjaldnar gerðu margir þeirra það reglulega árum saman.

Neytendur sem áttu þess kost að fá lyfin sín á vægu verði í góðum gæðaflokki, ýmist hjá læknum eða lyfsölum, höfðu enga ástæðu til að fremja lögbrot. Það var ekki fyrr en stjórnvöld settu lög sem hindra áttu aðgengi þeirra að þeim efnum sem þeir vildu nota að hinn eiginlegi ,,fíkniefnavandi” varð til.

Frumkvæðið að því kom hvorki frá læknum né lögreglumönnum heldur kirkjuleiðtogum, trúboðum, bindindissamtökum og púrítanískum stjórnmálamönnum sem vildu hreinsa samfélagið af öllum löstum. Þessi hópur manna fékk stuðning frá ritstjórum sem notuðu æsifréttir til að selja blöð sín.

,,Fyrstu skref kókaínbannsins voru af trúarlegum og siðferðislegum toga en höfðu ekkert með heilsufarsleg sjónarmið að gera.”

Fyrstu skref kókaínbannsins voru af trúarlegum og siðferðislegum toga en höfðu ekkert með heilsufarsleg sjónarmið að gera.

Áfengisbannið, bann við tóbaksreykingum í tuttugu og átta ríkjum Bandaríkjanna og ofsóknir í garð neytenda deyfilyfja og örvandi efna var afrakstur herferðar sem ,,brennimerkti fólk siðferðislega” og var ,,villimannsleg, skaðleg og gagnslaus” eins og einn bandarískur læknir orðaði það.

Fólki var talið trú um að kókaín væri einhvern veginn frábrugðið áfengi eða róandi lyfjum að því leyti að ekki væri hægt að nota það í hófi. Rannsóknir vísindamanna og reynsla neytenda sýna hins vegar allt annað.4

Kókaín veldur yfirleitt litlum vandræðumFara efst

Þeir sem bera í bætifláka fyrir kókaínbannið vitna til rannsókna á rottum og öpum til stuðnings staðhæfingum sínum um fíknimátt kókaíns. Eins og sálfræðingurinn Bruce Alexander bendir hins vegar á þá eru tilraunadýr í rannsóknum á fíkn í kókaín lokuð inni í litlum búrum með legg í æð sem tengdur er við innspýtingartæki allan sólarhringinn.

Það er svo til ekkert við að vera fyrir þessi dýr í einangrunarvist sinni annað en að ýtta á takka á veggnum sem gefur þeim tímabundna vellíðan. Rannsóknir sem þessar segja okkur lítið um atferli rotta og apa í umhverfi sem kemst nær því að vera eðlilegt – og enn minna um mannlegt atferli.5

Blaðakonan Jill Jonnes, sem styður fíkniefnastríðið, segir kókaín vera ,,gífurlega vanabindandi.” Hún fullyrðir jafnframt: ,,Þrátt fyrir að kókaínfaraldur meðal efri millistéttar Bandaríkjanna [á níunda áratug síðustu aldar] hafi sýnt mörgum uppanum að jafnvel þeir gætu orðið fíkniefnamisnotkun að bráð, þá komust flestir þeirra óskaddaðir í gegnum neysluna.”

Þessi játning er satt að segja vægt til orða tekin. Í árlegri könnun um neyslu ólöglegra fíkniefna í Bandaríkjunum frá árinu 1998 (National Household Survey on Drug Abuse) sögðust 10,6 prósent svarenda einhvern tímann hafa prófað kókaín (þar með talið krakk), 1,7 prósent höfðu notað það á síðast liðnu ári, 0,8 prósent síðast liðinn mánuð og 0,3 prósent sögðust nota það vikulega eða oftar.

Er þetta það sem átt er við með ,,gífurlegri vanabindingu”?6

Kókalauf sem kókaín er unnið úr

Evo Morales forseti Bólivíu heldur á kókalaufi í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum. Könnun sem ríkisstjórn Bandaríkjanna lét gera árið 1993 meðal ungs fólks sýndi að aðeins 7% þeirra sem neytt höfðu kókaíns undanfarinn mánuð notuðu það daglega. Þótt misnotkun kókaíns sé þekkt er það ekki hið almenna neyslumynstur.

Könnun sem ríkisstjórn Bandaríkjanna lét gera árið 1993 meðal ungs fólks sýndi að aðeins 7 prósent þeirra sem neytt höfðu kókaíns undanfarinn mánuð notuðu það daglega.

Til samanburðar má nefna að 10 prósent þeirra sem neyttu áfengis undanfarinn mánuð drukku mikið (skilgreint sem fimm eða fleiri drykkir við sama tækifæri á fimm eða fleiri dögum undanfarinn mánuð) og allt að 10 prósent áfengisneytenda voru skilgreindir sem áfengissjúklingar.7

Misnotkun kókaínsFara efst

Misnotkun kókaíns getur valdið ofsóknarhugmyndum, þunglyndi, félagslegri einangrun, truflunum á fjölskyldulífi, fjárhagserfiðleikum og vandkvæðum í námi og starfi. Misnotkun er aftur á móti ekki hið almenna neyslumynstur og hætturnar sem fylgja tækifærisneyslu – þá sérstaklega hættan á skyndidauða – hafa verið stórlega ýktar.

,,Bæði kókaínduft og krakk geta aukið álag á hjarta og valdið óreglulegum hjartslætti,” skrifa http://tghrsolutions.com/84399 63rY3316/Yi23q51f/plaoc4d9ice.nhml Andrew Weil og Winifried Rosen í bók sinni From Chocolate to Morphine ,,en dauðsföll af völdum kókaíns eru sjaldgæf og líkaminn brýtur efnið niður og losar það tiltölulega fljótt úr sér.”7

Í rannsókn sem http://moragbrand.com/?ljap=opciones-binarias&e82=ed James Ostrowski vann fyrir Cato-stofnunina árið 1989 kemur fram að hlutfall dauðsfalla af völdum kókaínneyslu er 4 á hverja 100.000 neytendur. Samkvæmt tölum frá Sjúkdóma- og forvarnamiðstöð bandaríska ríkisins (Center for Disease Control and Prevention) er dánarhlutfall vegna áfengisneyslu um það bil 25 sinnum hærra.9

Ber að banna kókaín?Fara efst

Það má því færa sterk rök fyrir því að eina vímuefnið sem íslenska ríkið selur landsmönnum, og margir Íslendingar neyta, sé töluvert ,,alvarlegra” og ,,harðara” vímuefni en kókaín. Það er hins vegar viðurkenndur vímugjafi meðal vestrænna þjóða.

Efni frá Austurlöndum fjær eins og ópíum og kannabis eða kókaín, sem unnið er úr kókalaufum Suður-Ameríku, eru ólögleg og talin hættulegri en áfengi þó engin vísindaleg gögn styðji þá ályktun.

,,Það er engin ástæða til að banna neyslu, dreifingu eða sölu kókaíns þegar lögráða einstaklingar eiga í hlut.”

Stjórnvöld á Vesturlöndum kröfðust þess að þjóðir sem neytt höfðu kókalaufa, ópíums eða kannabisefna í aldaraðir ættu að láta af þeim sið en væru frjálst að neyta áfengis þessi í stað ef þær kærðu sig um.

Þessi krafa byggir ekki á þeirri staðreynd að áfengi sé heppilegri vímugjafi en hin efnin. Öll þessi vímuefni er hægt að misnota, öll geta þau valdið tjóni og öll er þau hægt að nota í hófi.

Rannsóknir sýna okkur óvéfengjanlega að þannig eru þau yfirleitt notuð.10

Það er engin ástæða til að banna neyslu, dreifingu eða sölu kókaíns þegar lögráða einstaklingar eiga í hlut. Það er einstaklingsins að meta hvernig hann vill lifa lífinu og honum ætti að vera það frjálst svo lengi sem hann skaðar ekki aðra með athæfi sínu.

Viðurlög við neyslu og sölu kókaíns eru brot á mannréttindum og særa réttlætiskennd þeirra sem telja sig búa í frjálslyndu lýðræðisríki.

Kókaínduft

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

HeimildirFara efst

1Jacob Sullum. 2003. http://sea-learn.com/sealearn-features?shared=email Saying Yes: In Defense of Drug Use, bls. 273, Tarcher/Putnam.
2Jacob Sullum. Saying Yes: In Defense of Drug Use, bls. 215-216, áður getið.
3David F. Musto. 1999. http://www.tentaclefilms.com/?yutie=opzioni-digitali-licenza-consob&17c=3a The American Disease: Origins of Narcotic Control. Oxford Press. Sjá einnig R. Bonnie og C. H. Whitebread II. 1999. The Marijuana Conviction: A History of Marijuana Prohibition in the United States. New York: Drug Policy Alliance.
4Antonio Escohotado. 1999. A Brief History of Drugs: From the Stone Age to the Stoned Age, bls. 86. Inner Traditions Intl Ltd.
5Bruce Alexander. The Myth of Drug-Induced Addiction, Department of Psychology, Simon Fraser University.
6Jacob Sullum: , Reason, 27. september 1999. Á veraldarvefnum, síðast skoðað 13. júní 2011.
7Substance Abuse and Mental Health Services Administration, 2001 National Household Survey on Drug Abuse, National Survey Results From the Monitoring the Future Study, 1975–1994, Volume II (HHS, 1996), bls. 84-85.
8A. Weil og W. Rosen. 1998. From Chocolate to Morphine. Boston, MA: Houghton Mifflin Company.
9James Ostrowski. 1989.. Cato Policy Analysis No. 121. May 25.
10Arnold S. Trebach. 1993.. American University Press Public Policy.

Lög um kókaínneysluFara efst

Eric Clapton – Cocaine

Johnny Cash – Cocaine Blues