Greinasafn Sigurfreys http://www.sigurfreyr.com Umfjöllun um vímuefni, sálfræði, dulspeki, mannfræði og þjóðmál Tue, 13 Sep 2016 08:36:04 +0000 en-US hourly 1 Fíkniefnastríðið er tapað http://www.sigurfreyr.com/fikniefnastridid-er-tapad/ http://www.sigurfreyr.com/fikniefnastridid-er-tapad/#respond Mon, 29 Apr 2013 20:37:27 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=1038

Í júní 2011 sendi Alþjóðaráð um fíkniefnastefnu frá sér skýrslu sem vakti mikla ahygli. Ekki síst vegna þess að Alþjóðaráðið er skipað valdamönnum í heimi stjórnmála, vísinda, viðskipta og lista. Í ráðinu sitja heimsþekktir einstaklingar á borð við Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kaupsýslumanninn Richard Branson og Nóbelsverðlaunahafann Mario Vargas Llosa. Þá eru fyrrverandi […]]]>

Í júní 2011 sendi frá sér sem vakti mikla ahygli. Ekki síst vegna þess að Alþjóðaráðið er skipað valdamönnum í heimi stjórnmála, vísinda, viðskipta og lista.

Í ráðinu sitja heimsþekktir einstaklingar á borð við Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kaupsýslumanninn Richard Branson og Nóbelsverðlaunahafann Mario Vargas Llosa. Þá eru fyrrverandi forsetar Brasilíu, Kólombíu og Mexíkó í ráðinu.

Alþjóðaráðið segir að baráttan gegn ólöglegum vímuefnum hafi haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstaklina og samfélög víða um heim.

Aukin áhersla lögreglu og hers á að uppræta vandamálið með valdi hefur ekki gengið upp, þvert á móti hafi markaðurinn fyrir efnin aðeins stækkað og skipulagðir glæpahópar eflast með hverju árinu sem líður.

Mexíkó er tekið sem dæmi en þar hafa rúmlega 40 þúsund manns verið myrtir í átökum sem tengjast sölu ólöglegra vímuefna frá því forseti landsins skar upp herör gegn vandamálinu fyrir fjórum árum.

Skýrsluhöfundar leggja til róttækar breytingar á því hvernig mæta skala vandanum. Stinga meðal annars upp á því að lögregla hætti að eltast við fólk sem neytir ólöglegra vímuefna án þess að gera öðrum mein.

Ríkisstjórnir eru hvattar til að kanna möguleikana á því að lögleiða kannabisefni og gera betur í því að útvega sprautuneytendum hreinar sprautur.

Þá segir í skýrslunni að aðgerðir gegn neytendum dragi kraftinn úr öðrum opinberum aðgerðum á heilbrigðissviði, svo sem baráttu gegn alnæmi.

Höfundur greinarinnar hér fyrir neðan er Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Greinin birtist upphaflega á vefritinu .
 

Efnisyfirlit

 

Í byrjun júní síðastliðinn kom út skýrsla á vegum Alþjóðaráðsins um fíkniefnastefnu (Global Commission on Drug Policy) sem lýst var sem umdeildri og róttækri í fjölmiðlum. Þar var fullyrt að stríðið gegn fíkniefnum væri tapað og þess í stað mælt með einhvers konar lögleiðingu eða a.m.k. afglæpavæðingu fíkniefna og sérstaklega kannabisefna.

Höfunda skýrslunnar er þó varla hægt að afskrifa sem hugsjónablindaða róttæklinga eða grunlausa leppa fyrir fíkniefnabaróna. Á meðal þeirra eru:

Vilhelm Vilhelmsson

Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur segir að við séum á þeim tímamótum að þurfa að velja hvort við viljum halda áfram að sóa tíma, peningum og lýðræðislegum gildum í bannstefnu sem hefur engum árangri skilað eða finna nýjar leiðir sem byggja á mannúð og frelsi, en ekki valdboði, refsingum og höftum. ,,Lögleiðing kannabisefna er engin kraftaverkalausn,” segir hann, ,,en Ísland varð ekki fíkniefnalaust árið 2000 (líkt og ónefndir popúlískir stjórnmálamenn lofuðu) og verður það ekki í bráð.”

Kofi Annan fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Fernando Henrique Cardoso fyrrum forseti Brasilíu, Ruth Dreifuss fyrrverandi forseti Sviss, César Gaviria fyrrum forseti Kólumbíu, Thorvald Stoltenberg fyrrum utanríkisráðherra Noregs, George Schültz fjármálaráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og utanríkisráðherra í tíð Reagans, Ernesto Zedillo fyrrum forseti Mexíkó, Javier Solana fyrrum framkvæmdastjóri Evrópusambandsins og George Papandreou forsætisráðherra Grikklands.

Auk fleiri stjórnmálamanna og nokkurra rithöfunda, kaupsýslumanna og embættismanna. Varla upptalning á öfgafrjálshyggjumönnum og róttækum anarkistum líkt og sumir vilja meina að séu helstu talsmenn lögleiðingar kannabisefna.

Niðurstöður skýrslunnar eru m.a. að hið áratugalanga stríð gegn fíkniefnum hafi ekki dregið úr fíkniefnanotkun, hafi yfirfyllt öll fangelsi af fólki sem á ekkert erindi þangað inn, kostað skattgreiðendur um heim allan milljarða dollara án nokkurs ávinnings, stuðlað að eflingu skipulagðrar glæpastarfsemi með tilheyrandi voðaverkum, kostað þúsundir einstaklinga líf sitt og kallað hörmungar yfir heilu landsvæðin.

Stefna ætti að afglæpavæðingu fíkniefna, jafnvel lögleiðingu af einhverju tagi, og taka upp heildstæða stefnu byggða á fordómalausri umræðu um fíkniefni, fræðsluherferðum sem forðist einfaldaðar just say no klisjur og viðurkenningu á fíkn sem sjúkdómi með tilheyrandi uppbyggingu heilbrigðisþjónustu fyrir fíkla. Virða eigi mannréttindi fíkniefnaneytenda í stað þess að meðhöndla þá sem glæpamenn.

Skýrsla Alþjóðaráðsins er ekki sú fyrsta sem kemst að þessari niðurstöðu. Þvert á móti hafa svipaðar niðurstöður einkennt þann aragrúa skýrslna sem gerðar hafa verið um málið víða um heim allt frá því Nixon hóf núverandi stríð gegn fíkniefnum fyrir um 40 árum síðan. En sjaldan hafa þær verið jafn afgerandi.

Skýrsla Alþjóðaráðsins segir það berum orðum að núverandi stefna lögbanns og refsinga hafi haft „hrikalegar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélög um heim allan“ án þess að skila neinum haldbærum árangri.

Skýrslan vakti talsverða athygli þegar hún kom út og maður hefði mátt ætla að þegar svo stór nöfn í alþjóðastjórnmálum lýsa yfir stuðningi við jafn umdeilt mál eins og lögleiðingu kannabisefna myndu stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn hér á landi a.m.k. taka upp umræðuna.

Varla hefur samt heyrst minnst á skýrsluna síðan. Hún hefur drukknað í hinu endalausa flóði fréttatilkynninga frá lögreglunni um upprættar kannabisræktanir sem fjölmiðlar birta gagnrýnis- og athugasemdalaust.

Tapað (áróðurs)stríðFara efst

Þó skýrslan hafi ekki vakið það umtal sem hún hefði átt að gera, þá er umræða um lögleiðingu og neyslu kannabisefna stanslaust í gangi á Íslandi. Verst að hún er pikkföst í skotgröfum stríðandi fylkinga sem standa mjög ójafnt að vígi.

,,Áhersla er lögð á kenningar sem aldrei hefur tekist að sanna vísindalega en eru endurteknar í sífellu til þess að auka á lögmæti þeirra eins og að neysla kannabis sé hlið inn í harðari neyslu.”

Fylgismenn lögleiðingar standa undir sífelldum ásökunum um allt frá því að vera grunlausir leppar fyrir dópmafíur heimsins yfir í að vilja drepa börn með því að dæla í þau ,,eiturlyfjum”. Stundum eru það valda- og áhrifamiklir hópar sem vísvitandi úthrópa pólitíska andstæðinga sína á þann hátt.

Nýlega tóku um 20 félagasamtök og opinberar stofnanir sig saman og stofnuðu átakið Bara gras?, sem samkvæmt heimasíðu þeirra er ætlað að „koma upplýsingum til foreldra og annarra uppalenda um skaðleg áhrif kannabisneyslu”. Allt gott og blessað með það.

Ein af fræðsluleiðum þeirra er hræðsluáróðursleikritið Hvað ef. Aðstandendur þess segja m.a. um lögleiðingarsinna að þeir hafi „búið sér til sannfærandi rök fyrir skaðleysi [kannabisefna] sem lítið mál er að falla fyrir ef viljinn er fyrir hendi”.

Sjálf segja þau hins vegar áhrifagjörnum unglingum að „það að reykja eina hasspípu eða vera í félagskap þeirra sem leggja stund á fíkniefnaneyslu getur hrundið af stað dapurlegri atburðarás … getur verið fyrsta skrefið á langri og miður fallegri ævisögu”.

Þannig er lögleiðingarsinnum brigslað um að skálda upp („búið sér til“) staðreyndir til að þjóna pólitískum tilgangi sínum og á sama tíma stuðlað að félagslegri einangrun fíkniefnaneytenda (hættur þess að vera „í félagsskap“ með þeim sem nota fíkniefni) og viðhaldið klisjum um fíkniefni og neytendur þeirra þvert á niðurstöður flestra rannsókna sem undirstrika m.a. að skaðleg áhrif kannabisefna séu iðulega ofmetin.

No More Drug War

Í umræðu um vímuefnamál sem fór fram í janúar 2004 á spjallasvæðinu kom Ólafur Skorrdal ljóðskáld inn á athyglisverð atriði. Hann spyr: ,,Hefur núverandi stefna í fíkniefnamálum skilað þeim árangri sem til var ætlast: 1. Hefur þeim sem ánetjast vímuefnum fækkað undanfarin 20 ár? 2. Hafa innbrot og gripdeildir, tengdar vímuefnanotkunn, minnkað s.l. 20 ár? 3. Hefur ofbeldi minnkað þessi ár sem barist hefur verið við fíkniefnavandann? 4. Hefur náðst að minnka magn af ólöglegum vímuefnum á götunni? 5. Hefur náðst að uppræta ,,glæpahringi” sem stunda verslun með efni og þýfi? 6. Hefur unglingum fækkað sem nota ólögleg vímuefni? 7. Hefur dómsmálum, vegna vörslu og neyslu vímuefna fækkað s.l. 20 ár? 8. Hefur sjálfsmorðum, tengdum neyslu vímuefna, fækkað undanfanin 20 ár? Ef hægt er að svara einni af þessari spurningu játandi, má segja að einhver árangur hafi náðst í “stríðinu gegn fíkniefnum”.”

Áhersla er lögð á kenningar sem aldrei hefur tekist að sanna vísindalega en eru endurteknar í sífellu til þess að auka á lögmæti þeirra eins og að neysla kannabis sé hlið inn í harðari neyslu (hin svokallaða hliðkenning (gateway theory) er fræðilegt álitamál þar sem pólitík spilar ekki lítinn þátt í niðurstöðum fræðimanna) eða að kannabisefni séu sterkari og þ.a.l. hættulegri í dag en þau voru áður.

Slíkt er erfitt að sanna því ekki eru til marktækar tölur um eiturhrif (toxicity) kannabisefna eldri en frá 9. áratugnum, og sé borið saman við þær tölur hefur ekki orðið veruleg aukning.

Algengast er þó að hunsa efnisleg rök lögleiðingarsinna sem benda á samfélagslega skaðleg áhrif stríðsins gegn fíkniefnum, jafnvel þó um sé að ræða hófsama stjórnmálaleiðtoga með áratuga reynslu af umræddu stríði líkt og höfundar fyrrnefndrar skýrslu Alþjóðaráðsins, og halda bara áfram sama viðkvæðinu eins og rispuð plata.

Bara gras? átakið er rekið af um 20 félagasamtökum og stofnunum sem eru virtar í samfélaginu og eiga greiðan aðgang að öllum fjölmiðlum, skólastofum og félagsmiðstöðvum landsins og þau hafa aðgang að nánast botnlausri tunnu fjármagns frá einkafyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um land allt.

Þau eru því í kjör aðstæðum til að efna til raunverulegrar og vitsmunalegrar umræðu um málefni sem varða okkur öll, fíkniefnaneytendur jafnt sem almenna borgara. En í stað þess að ræða vitsmunalega um fíkniefnavandann út frá öllum hliðum hans halda þau úti einhliða áróðri í formi „málþinga“ um kannabisefni víða um land.

Hvort það var meðvituð ákvörðun að nota þessa orwellísku nýlensku um fyrirlestraröð þar sem aðeins ein skoðun er leyfð veit ég ekki, en hún er ekki vænleg til árangurs nú frekar en fyrri daginn. Hið tapaða stríð heldur því áfram á þessum vígvelli fordóma og valdboðs.

Af lífrænum gulrætum, fairtrade súkkulaði og vímuefnumFara efst

Nýjasta útspil bannista er svo að höfða til samviskusamra neytenda, að með því að neyta fíkniefna sé maður að fjármagna ofbeldi og spillingu um víða veröld og þeir sem kjósi að kaupa fairtrade og lífrænar vörur geti ekki með góðri samvisku neytt efna sem framleidd eru af glæpaklíkum sem svífast einskis.

Það er uppistaða greinar eftir Sölku Guðmundsdóttur sem birtist í Stúdentablaðinu í vor þar sem viðurstyggileg háttsemi fíkniefnabaróna og og glæpaklíka á heimsvísu er tíunduð og samviskusamir neytendur lífræns fairtrade varnings eru spurðir hvort dópneysla þeirra „á djamminu“ eigi samleið með siðferðislegri afstöðu þeirra.

Svarið er augljóslega nei, en eftir stendur blikkandi neonskilti sem öskrar á mann spurningu sem Salka virðist ekki sjá ástæðu til að varpa fram: Hverju hefur núverandi bannstefna áorkað?

Svarið er jafn einfalt við þeirri spurningu: Engu. Þvert á móti hefur stríðið gegn fíkniefnum stuðlað að aukinni hörku í hinum ólöglega fíkniefnaiðnaði, brotið á mannréttindum milljóna manna um heim allan, tekið milljarða króna í skattpeningum frá þarfari samfélagsverkefnum, ýtt undir tilvist lögregluríkja og kostað milljónir manna frelsi þeirra eða jafnvel líf. Án þess að skila neinum mælanlegum árangri.

Það skoðun lögleiðingarsinna að einhvers konar lögleiðing geti til langs tíma litið losað um tök glæpaklíka á þessum markaði og boðið neytendum fíkniefna upp á eitthvað val, val sem ekki er til staðar undir núverandi fyrirkomulagi.

En í stað þess að glíma við þessa erfiðu spurningu setur Salka fram skrípamynd af rökum lögleiðingarsinna sem hún tætir svo auðveldlega í sig. Þannig eignar hún lögleiðingarsinnum þá skoðun að lögleiðing fíkniefna muni „breyta þessum rótgróna iðnaði í siðlega, gegnsæja maskínu sem sér hamingjusömum og heilbrigðum neytendum fyrir hreinum efnum sem framleidd eru og seld af ámóta hamingjusömu og heilbrigðu starfsfólki”.

En það hefur enginn haldið því fram. Þetta er einfaldur strámaður sem á sér enga stoð í raunverulegri röksemdafærslu lögleiðingarsinna. Það er hins vegar skoðun lögleiðingarsinna – skoðun sem endurspeglast í skýrslu Alþjóðaráðsins – að einhvers konar lögleiðing geti til langs tíma litið losað um tök glæpaklíka á þessum markaði og boðið neytendum fíkniefna upp á eitthvað val, val sem ekki er til staðar undir núverandi fyrirkomulagi.

Það þýðir m.a. sá valkostur að kaupa innlenda ræktun, eða lífrænt ræktaða fairtrade vöru, eða að rækta sjálf/ur sín efni. Tilvist lífrænna gulróta og fairtrade súkkulaðis í hillum stórverslana hafa ekki útrýmt siðlausum viðskiptaháttum og lénsskipulagi arðráns vestrænna stórfyrirtækja á framleiðsluafurðum þriðjaheims ríkja.

En sú tilvist hefur gefið neytendum á Vesturlöndum kost á því að velja boðlegri afurðir og taka þannig afstöðu, einmitt af því að það er löglegt og öllum frjálst að rækta gulrætur og kakóbaunir. Hví ætti það sama ekki að eiga við um kannabis eða kókaín?

Lögleiðing kannabisefna er engin kraftaverkalausn, en Ísland varð ekki fíkniefnalaust árið 2000 (líkt og ónefndir popúlískir stjórnmálamenn lofuðu) og verður það ekki í bráð.

Við erum á þeim tímamótum að þurfa að velja hvort við viljum halda áfram að sóa tíma, peningum og lýðræðislegum gildum í bannstefnu sem hefur engum árangri skilað eða finna nýjar leiðir sem byggja á mannúð og frelsi, ekki valdboði, refsingum og höftum.

Hamplauf

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.

Viðtal dr. Ethan NadelmannFara efst

Dr. Ethan Nadelmann ræðir um skýrslu Alþjóðaráðs um fíkniefnastefnu

 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/fikniefnastridid-er-tapad/feed/ 0
Kannabis og skaðminnkun http://www.sigurfreyr.com/kannabis-og-skadminnkun/ http://www.sigurfreyr.com/kannabis-og-skadminnkun/#comments Tue, 18 Sep 2012 13:34:10 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=1181

Steindór Halldórsson skrifar: Undanfarin misseri hefur átt sér stað umræða um hvort lögleiða beri kannabis á Íslandi. Hvað þýðir lögleiðing eða lögvæðing kannabisefna? Í stuttu máli: Að skattalög og regluverk verði sett utan um framleiðslu, dreifingu og sölu á kannabisefnum. Þau gerð lögleg til lækninga og að lokum til einkaneyslu með svipuðum hætti og áfengi […]]]>

Steindór Halldórsson skrifar:

Undanfarin misseri hefur átt sér stað umræða um hvort lögleiða beri kannabis á Íslandi. Hvað þýðir lögleiðing eða lögvæðing kannabisefna?

Í stuttu máli: Að skattalög og regluverk verði sett utan um framleiðslu, dreifingu og sölu á kannabisefnum. Þau gerð lögleg til lækninga og að lokum til einkaneyslu með svipuðum hætti og áfengi og tóbak.

Þessi umræða er erfið fyrir marga enda þekking fólks á málefninu takmörkuð og ýmsum spurningum er ósvarað.

Almenningur veit ekki betur nema að stór hópur glæpamanna neyti þessara efna. Við segjum glæpamenn því það eru þeir samkvæmt lögum.

Aðrir halda sig innan ramma laganna og kaupa af áfengissölu ríkisins drykk sem hefur leitt til ofbeldisverka, nauðgana og annarra andstyggilegra glæpa.

Neytendur áfengis eru jafnframt líklegir til að valda dauðaslysum í umferðinni og hafa orðið uppvísir af því að fremja morð í ölæði.

Ríkisskipaðar nefndir víðs vegar um heim sem rannsakað hafa tengsl kannabisefna og afbrota hafa komist að þeirri niðurstöðu að kannabisneysla veldur ekki glæpum.

Reynsla manna sýnir að kannabisneysla dregur úr ofbeldis- og árásarhneigð. Mikill meiri hluti kannabisneytenda fremur ekki annan glæp en þann að hafa kannabis í fórum sínum.

Kannabis til lækninga

Margir sjúklingar á Íslandi hafa leitað á mið kannabis í veikindum sínum. Það eykur matarlyst, dregur úr uppköstum og stuðlar að þyngdaraukningu. Jafnframt minnkar kannabis þrýsting í augum glákusjúklinga.

,,Skattalög og regluverk á að setja utan um framleiðslu, dreifingu og sölu á kannabisefnum. Þau gerð lögleg til lækninga og að lokum til einkaneyslu með svipuðum hætti og áfengi og tóbak.”

Kannabis hefur dregið úr óstjórnlegum vöðvahreyfingum sjúklinga með mænuskaða og haldið skjálfta niðri hjá sjúklingum með MS-sjúkdóminn. Margir sjúklingar með mígreni eða flogaveiki og læknar þeirra telja að kannabis dragi úr einkennum þessara kvilla.

hafa sýnt að neysla kannabisefna örvar framleiðslu hvítra blóðkorna og styrkir þannig ónæmiskerfi líkamans. Kannabis hefur læknað svefnleysi, bætt þunglyndi og linað þrálátan sársauka í sumum tilvikum.

Hér á landi eru kannabisneytendur samt sem áður uppnefndir „dópistar“ og þeir sem selja efnið „sölumenn dauðans“ þó viðurkennt sé að efnið dauðsföllum eða bráðum eitureinkennum.

Sterkari efni?

Það eru nokkur atriði sem flestir koma inn á þegar talað er um lögleiðingu kannabisefna. Þeir sem ekki vita betur halda gjarnan að kannabisneytendur leiðist fyrr eða síðar út í neyslu sterkari vímuefna.

Samkvæmt vísindamanna er það rangt. Næstum undantekningalaust hefur sá er neytir kannabis drukkið áfengi eða kaffi áður. Samt sem áður heldur því enginn fram að kaffi- eða víndrykkja leiði til kannabisreykinga.

Ef það er eitthvað sem veldur því að ungt fólk fer út í neyslu sterkari efni þá er það bannið á kannabisefnum. Ástæðan er sú að þeir sem kjósa að neyta kannabisefna þurfa að eiga viðskipti við aðila sem hafa önnur sterkari efni á boðstólnum.

Áfengi er skaðlegri vímugjafi en kannabis


Heimild: , National Institute on Drug Abuse (NIDA).

Eykst neyslan þegar slakað er á klónum?

Eitt sem veldur mönnum áhyggjum þegar talað er um lögleiðingu er að neysla á kannabisefnum muni aukast, einkum meðal ungs fólks.

Rannsóknir sýndu hins vegar að í þeim ríkjum Bandaríkjanna sem námu refsingar úr gildi fyrir vörslu á maríúana á áttunda áratugnum var ekki um meiri neysluaukningu að ræða, en í þeim ríkjum sem héldu tryggð við bannstefnuna.

,,Viðurkenna þarf svigrúmsreglu íslenskrar stjórnskipunar til að afglæpa notendur með neysluskammta. Við þurfum að öðlast sama rétt og t.d. Finnar njóta að geta keypt kannabislyf frá Hollandi ef íslenskur læknir mælir með því.

Í var búist við aukningu á neyslu kannabisefna með tilkomu sölu þeirra í hass-kaffihúsum en hlutfall þeirra sem nota efnið þar er ýmist minna eða sambærilegt og hjá öðrum evrópskum þjóðum sem framfylgja harðari refsistefnu.

Árið 2001 ákváðu stjórnvöld í að afnema refsingu fyrir vörslu á neysluskömmtum af kannabisi. Þegar úttekt var gerð á stöðu mála 10 árum síðar kom í ljós að neyslan hafði ekki vaxið. Þvert á móti. Hún dróst saman. Einkum meðal ungs fólks.

Kannabisneysla í Portúgal er núna með miðað við önnur ríki Evrópusambandsins.

Ef við tökum síðan okkar eigið land inn í myndina þá er kannabisneysla íslenskra ungmenna engu minni en í Kaupmannahöfn, þar sem auðveldara er að kaupa efnið og það er ódýrara.

Kannabisbannið er skaðlegra en efnið sjálft

Við sem viljum afnema bann við neyslu kannabis erum þeirrar skoðunar að bannið valdi – bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild – en neysla efnisins sjálfs.

Einnig viljum við nota tíma og fjármuni lögreglunnar í eitthvað skynsamlegra en að vera eltast við neyslu vægari gerðir vímuefna og smávægileg fíkniefnabrot.

Við teljum því að heppileg stefna í fíkniefnamálum eigi að taka mið af eftirtöldum atriðum:

í fíkniefnavörnum á Íslandi viðurkennda sem aðferð til að bregðast við vandanum.

Viðurkenna svigrúmsreglu íslenskrar stjórnskipunar til að afglæpa notendur með neysluskammta.

Kljúfa ólöglega fíkniefnamarkaðinn á Íslandi – aðgreina vægari og harðari vímuefni – með því að leyfa heimræktun á 5 kannabisplöntum.

Öðlast sama rétt og Finnar t.d. njóta að geta keypt kannabislyf frá Hollandi ef íslenskur læknir mælir með því.

Friða algjörlega sprautuneytendur fyrir lögregluaðgerðum.

Með þessum aðgerðum í anda er hægt að vinda ofan af þeim ógöngum sem Íslendingar hafa komið sér í með því að fylgja zero tolerance stefnu () í fíkniefnavörnum.

Hamplauf

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.

]]>
http://www.sigurfreyr.com/kannabis-og-skadminnkun/feed/ 1
Ef vér seljum land – Ræða indíánahöfðingja http://www.sigurfreyr.com/ef-ver-seljum-land/ http://www.sigurfreyr.com/ef-ver-seljum-land/#respond Sun, 16 Sep 2012 07:13:12 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=48

Ræðu þessa flutti höfðinginn Seattle, leiðtogi Duwamish-ættbálksins, árið 1854. Ræðan var svar við tilmælum Franklin Pearce, forseta Bandaríkjanna, en stjórn hans hafði lagt til stofnun sérstakra verndarsvæða í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Ári síðar en ræða þessi var flutt voru samningar undirritaðir er leyfðu fjórtán flokkum indíána að velja sér kjördali sína sem slík verndarsvæði. Þremur mánuðum […]]]>

Ræðu þessa flutti höfðinginn Seattle, leiðtogi Duwamish-ættbálksins, árið 1854. Ræðan var svar við tilmælum Franklin Pearce, forseta Bandaríkjanna, en stjórn hans hafði lagt til stofnun sérstakra verndarsvæða í norðvesturhluta Bandaríkjanna.

Ári síðar en ræða þessi var flutt voru samningar undirritaðir er leyfðu fjórtán flokkum indíána að velja sér kjördali sína sem slík verndarsvæði. Þremur mánuðum síðar braust út stríð og landnemar og námugrafarar flykktust inn á ,,vernduðu” svæðin sem um hafði verið samið. Deilan stóð í full þrjú ár og braut niður dug og styrk indíána norðvestursvæðisins.

Nú – nálega hundrað og sextíu árum síðar – hafa orð hins mikla höfðingja – Seattle – mikinn og þarfan boðskap að færa mönnum hvarvetna þar sem þeir ræna landið trjám þess, blómum og dýrum – meira af græðgi en þörf. Ekki þarf grannt að lesa til að komast að raun um að höfðingi Seattle hefur margt að segja ,,hinum hvíta manni” á fleiri sviðum en náttúruverndar einnar sem honum er full þörf að huga að einmitt nú á okkar dögum – ekki síst þeim sem telja sig kristna.

Skúli Magnússon þýddi og samdi inngang.

 

Efnisyfirlit

 

Hinn mikil höfðingi í Washington hefir sent oss orð að hann vilji kaupa vort land.

Hinn mikli höfðingi hefir einnig sent oss þau orð að hann vonist til gagnkvæmrar vináttu og velvildar milli míns og síns fólks. Þetta er vingjarnlegt af hans hálfu því hann veit gjörla hann hefir litla þörf fyrir vort endurgjald.

En vér munum ígrunda tilboð yðvart. Því vér vitum fullvel að hinn hvíti maður mun koma með byssur sínar og hremma landið úr höndum vorum, þótt vér seljum það ekki.

Öllu því sem Seattle höfðingi segir má hinn mikli höfðingi í Washington treysta – ekki síður en hinn hvíti maður treystir endurkomu vorsins. Orð mín eru sem stjörnur festingarinnar – þau ganga ekki til viðar.

Hvernig getur nokkur selt eða keypt himininn – ylgjafa jarðar? Sú hugmynd er oss afar framandleg.

Vér getum ekki slegið eign vorri á ferskleika loftsins né á blik vatnsins. Hvernig getið þér þá keypt þetta af oss

Bears Belly, 1909. Ljósmynd: Edward Curtis

,,Í borgum hins hvíta manns finnst hvergi hljóðlátt afdrep. Ekkert hlé, enginn griðastaður þar sem maður getur hlustað eftir laufunum þegar þau sprengja af sér vetrarhulstrin, þegar þau breiða úr sér á vorin eða eftir skrjáfandi vængjablaki skordýranna. En kannski það sé vegna þess að ég sé villimaður og mig skorti skilning?”
Bears Belly, 1909. Ljósmynd: .

Hvert fótmál jarðar er voru fólki heilagt. Hver tindrandi barrnál, hvert sandkorn á ströndinni, hver daggarperla hinna myrku skóga, hvert rjóður og hvert skorkvikindi er heilagt í minningum og reynslu míns fólks.

Hinn rammi safi, er stígur upp boli trjánna, geymir minningar hins rauða manns. Dauðir gleymdu hvítu mennirnir því landi sem fæddi þá af sér, farnir á gönguferð milli stjarnanna. En vér erum partur jarðar og jörðin er partur af oss.

Ilmberandi blómin eru systur vorar; hjörturinn, hesturinn, hinn mikli örn, allir þessir eru bræður vorir. Gilklungrin, vessar jarðar í enginu, búkvarmi hestsins og – maðurinn, allir heyra þeir sömu fjölskyldunni til.

Þetta land er oss heilagt landFara efst

Svo að þegar hinn mikli höfðingi í Washington sendir oss orð þeirrar veru að hann vilji kaupa af oss land þá mælist hann ekki til lítils. Hinn mikli höfðingi sendir oss einnig sín orð þess efnis að hann vilji eftirláta oss staði þar sem vér getum lifað oss sjálfum voru lífi sem þægilegast.

Hann vill verða vor faðir og vér hans börn. Svo vér munum ígrunda tilboð hans að selja honum vort land. En það verður ekki auðvelt því þetta land er oss heilagt land.

Silfurmerlað vatnið, sem streymir um ár og læki, það er ekki bara vatn, það er dreyri vorra áa. Ef vér seljum yður land skuluð þér minnast þess að það er heilög jörð og þér skuluð kenna börnum yðrum að hún sé heilög og að hið vofumyrka endurskin hinna spegilfægðu vatna færir á svið sagnir af mínu fólki.

Þegar vötnin rymja er það raust föður míns sem ymur. Árnar þær eru vorir bræður, þær slökkva vorn þorsta, þær fleyta kanónum og þaðan kemur saðning vorum börnum. Ef vér seljum yður vort land verðið þér að kenna börnum yðrum að árnar séu vorir bræður, að þau verði að sýna þeim sama vinarþelið og systkinum sínum.

Hinn rauði maður hefur stöðugt orðið að þoka fyrir hinum framsækna hvíta manni, eins og dalalæða sem hopar fyrir rísandi sól. En aska vorra feðra, hún er helg. Þeirra grafir eru heilög vé og jafnt er komið á um hæðadrögin og trén. Þessi skiki jarðar var oss gefinn.

Borgir yðvar gera oss súrt í augumFara efst

Vér gerum oss ljóst að hinn hvíti maður skilur ekki lífshætti vora. Ein skák lands er honum ekki meira virði en hver önnur. Hann er gestur um nótt sem hrifsar það af borðum sem hann þarfnast. Jörðin er ekki systir hans – heldur mótstöðumaður – og þegar hann hefur yfirbugað hana flytur hann sig bara um set.

,,Hinn hvíti maður möndlar móður sína jörðina – sem hún væri eitthvað sem má plægja, rupla eða selja; eins og kvikfénað eða glerperlur sem ganga kaupum og sölum.”

Hann skilur grafir feðra sinna slyppar og snauðar og kærir sig kollóttan. Hann rænir jörðina frá sínum eigin börnum. Frumburðaréttur þeirra sem grafir feðranna hyljast grómi gleymsku og dauða.

Hinn hvíti maður möndlar móður sína jörðina – sem hún væri eitthvað sem má plægja, rupla eða selja; eins og kvikfénað eða glerperlur sem ganga kaupum og sölum. Lítt seðjandi græðgi hans blóðmjólkar jörðina og skilur hana eftir flakandi í sárum blásandi foksanda.

Ég veit ekki. Vorir vegir greinast frá yðrum vegum. Borgir yðar – slíkar sýnir gera oss súrt í augum, hinum rauðu mönnum. En vera má það sé vegna þess hinn rauði maður sé villimaður og sé skilnings vant.

Í borgum hins hvíta manns finnst hvergi hljóðlátt afdrep. Ekkert hlé, enginn griðastaður þar sem maður getur hlustað eftir laufunum þegar þau sprengja af sér vetrarhulstrin, þegar þau breiða úr sér á vorin eða eftir skrjáfandi vængjablaki skordýranna. En kannski það sé vegna þess að ég sé villimaður og mig skorti skilning?

Skröltið aðeins meiðir eyru manns. Og hvað er lengur til að lifa fyrir þegar maðurinn nemur ekki óttusöng fuglana eða kappræður froskanna umhverfis tjörnina. Ég er rauður maður og skil ekki.

Indíáninn kýs fremur þann blíða þyt vindsins er hann fer höndum um andlit tjarnarinnar og sjálfan ilm golunnar sem stígur hrein eftir hádegisbað skúrarinnar eða þrungin angan furunnar.

Loftið er oss kostaríktFara efst

Höfðingi Jósef, c. 1903. Ljósmynd: Edward Curtis

,,Segið börnunum að þau skuli sýna jörðinni virðingu, að jörðin sé kvik af lífi vors kynstofns. Kennið börnunum það sem vér kenndum vorum börnum; að jörðin hún sé vor móðir. Hvað sem kemur yfir jörðina, það mun koma fram við syni jarðarinnar. Ef menn hrækja í andlit jarðar þá hrækja þeir á sjálfa sig.”
Höfðingi Jósef, c. 1903. Ljósmynd: .

Loftið er hinum rauða manni dýrmætt því allir hlutir anda sama andardrættinum. Hinn hvíti maður virðist ekki hafa orðið loftsins var – því sem hann sjálfur andar. Eins og margra dægra nár finnur hann öngva lykt.

En ef vér seljum yður vort land þá verðið þér að muna að loftið er oss kostaríkt. Að það deilir einum anda með þeim sem það nærir.

Sá blær sem hinn fyrsti andardráttur vorra langfeðra bergði af, hann tók og þeirra síðasta andvarp í faðminn. Og sá hinn sami blær mun og blása lífi í nasir vorum börnum og yðrum börnum.

Og ef vér seljum yður vort land þá verðið þér að geyma þess vel og hafa á því helgi þess staðar þangað sem jafnvel hinn hvíti maður getur horfið til og bergt angan ilmríkra blóma engisins.

Svo vér munum ígrunda tilboð yðvart að selja vort land. En ef vér veljum þann kostinn að selja vil ég setja eitt skilyrði; hinn hvíti maður verður að koma fram við dýrin sem væru þau systkini hans.

Hvað er maðurinn sviptur dýrunum?Fara efst

Ég er villimaður og ég skil ekki aðrar leiðir en hans. Ég hefi þúsundum saman barið augum rotnandi hræ buffalóanna á sléttunum skilin eftir af hinum hvíta manni þar sem þau liggja skotin út um glugga eimreiðanna er geystust framhjá. Ég er villimaður og skil ekki hvernig reykspúandi járnfákur getur orðið buffalóunum ástsælu að aldurtila, buffalóunum sem vér fellum ekki nema tileyddir oss til lífsbjargar.

Hvað er maðurinn sviptur dýrunum? Þegar öll dýrin eru burt sópuð af ásýnd jarðar þá mun maðurinn tærast upp í einsemd sálar sinnar. Því það sem kemur fyrir dýrin, það mun einnig koma fram við manninn – og fyrr en hann uggir. Allir hlutir eru bundnir á einn streng.

Þér verðið að kenna börnum yðrum að jörðin, sem þau trítla fótum, hún sé þakin ösku vorra feðra. Segið börnunum að þau skuli sýna jörðinni virðingu, að jörðin sé kvik af lífi vors kynstofns. Kennið börnunum það sem vér kenndum vorum börnum; að jörðin hún sé vor móðir. Hvað sem kemur yfir jörðina, það mun koma fram við syni jarðarinnar. Ef menn hrækja í andlit jarðar þá hrækja þeir á sjálfa sig.

Þetta vitum vér: Jörðin heyrir ekki manninum til, maðurinn heyrir jörðinni til. Þetta er það sem vér vitum: Allir hlutir eru fléttaðir sömu viðjum, eins og blóðið tengir saman ættstofninn.

Það sem hendir jörðina, það mun og henda syni jarðar. Maðurinn sló ekki vef lífsins, hann er þráður í þeim vef sem lífið sló. Það sem hann gerir vefnum, það gerir hann sjálfum sér.

En vér munum ígrunda tilboð yðvart að halda til þeirra griðlanda sem þér hafið fyrirhugað voru fólki. Vér munum lifa voru lífi og fara með friði. Það skiptir ekki sköpum hvar vér eyðum síðustu ævidögunum.

Hinn hvíti maður fær ekki umflúið sitt skapadægurFara efst

,,Það sem hendir jörðina, það mun og henda syni jarðar. Maðurinn sló ekki vef lífsins, hann er þráður í þeim vef sem lífið sló. Það sem hann gerir vefnum, það gerir hann sjálfum sér.”

Börn vor hafa litið feður sína svívirta í ósigrinum. Herir vorir hafa bergt bikar niðurlægingarinnar. Og sigraðir hverfa þeir að iðjuleysi og slæpingshætti og spilla líkömum sínum með hóglífi og neyslu sterkra drykkja. Það kemur í einn stað niður hvar vér verjum síðustu ævidögunum – þeir verða ekki það margir.

Nokkrar eyktir til viðbótar, nokkrir vetur enn, og enginn börn þess mikla kynstofns sem eitt sinn byggði jörðina og reikaði um skógana í fámennum flokkum verða lengur til að syrgja á leiðum þess fólks sem fyrrum hugði sig ekki síður voldugt og vondjarft en yðvart fólk.

En hví skyldi ég harma brotthvarf míns fólks? Ættflokkar eru samsafnaður fólks – það er allt og sumt. Fólk kemur og fólk fer eins og öldur á sjó.

Jafnvel hinn hvíti maður, hvers Guð gengur honum við hlið og kastar á orðum eins og kumpán sinn yfrum öxl sér, hann mun heldur ekki fá umflúið sitt skapdægur – sem öllum er jafnt fyrirhugað. Má vera vér séum þá bræður þegar öll kurl koma til grafar. Bíðum og sjáum.

Vor Guð er sá sami og yðvar GuðFara efst

Súa indíáni í bæn, 1907. Ljósmynd: Edward Curtis

,,Vér kynnum að skilja allt þetta bara vér vissum hvaða drauma hvíti maðurinn elur – hvaða framtíðarasýnir hann innrætir börnum sínum á löngum vetrarkvöldum – hvaða hugsýnir hann brennir inn í hugi þeirra svo þau ali vonir í brjósti til morgundagsins.”
Súa-indíáni ákallar Andann mikla, 1907. Ljósmynd: .

En einn hlut vitum vér sem hinn hinn hvíti maður kann líka að uppgötva einn dag: Vor Guð er einnig hinn sami Guð og yðvar Guð. Þér kunnið nú að halda að þér getið eignað yður hann eins og þér girnist að eigna yður vort land. En það munuð þér aldrei geta. Hann er mannsins Guð. Og samúð hans breiðir sig jafnt yfir hinn rauða mann sem hinn hvíta.

Þessi jörð er honum dýrmæt. Að skaða jörðina er að ausa skapara hennar svívirðingum. Hinn hvíti maður – einnig hann – mun líða undir lok, kannski skjótar en nokkur kynþáttur annar. Haldið áfram að ata nóttból yðar sorpi og fyrr en nokkurn uggir munuð þér kafna í yðar eigin saur.

En þér munuð lýsa skært meðan þér fuðrið upp tendruð loga af kyndli þess Guðs sem vísaði yður til þessa lands og fyrir einhverjar sakir gaf það og örlög hins rauða manns á yðvart vald, uns þér brennið til kola.

Þau sköp eru oss hinn óútskýrði leyndardómur; því vér munum ekki vita þann dag þegar öllum buffalóunum hefir verið slátrað, hið frjálsa stóð tamið við beisli og mél, hin fjarlægustu skógarrjóður menguð fnyk manna og útsýnishæðirnar girtar af símasandi vírum.

Hvað varð um örninn? Farinn. Og hvað boðar það að skilja við fóthvatan tærleikann og missa af slóðum veiðihjarðarinnar? Þurrð lífsbjargar – upphaf hungurvöku.

Elskið landið eins og vér höfum elskað þaðFara efst

Vér kynnum að skilja allt þetta bara vér vissum hvaða drauma hvíti maðurinn elur – hvaða framtíðarasýnir hann innrætir börnum sínum á löngum vetrarkvöldum – hvaða hugsýnir hann brennir inn í hugi þeirra svo þau ali vonir í brjósti til morgundagsins. En vér erum villimenn. Draumar hvíta mannsins eru oss dulrúnir. Og fyrir þær sakir munum vér halda hvor sína leið.

Svo vér munum ígrunda tilboð yðvart að þér falið af oss landið. En ef vér samþykkjum mun það til þess gjört að tryggja oss þau griðland sem þér hafið heitið oss. Þar mun oss máski auðnast að ljúka vorum fáum dögum að vorum geðþótta.

Þegar síðasti rauði maðurinn er horfinn af yfirborði jarðar og minjar hans aðeins forsæla þess skýs sem hrekur yfir slétturnar munu strendur og skógar þessa lands samt geyma anda míns fólks því það elskaði þessa jörð eins og nýalið barn hjartslátt sinnar móður.

,,Einn er sá hlutur er vér vitum: Vor Guð hann er sá sami og yðvar Guð.”

Ef vér seljum yður vort land þá elskið það eins og vér höfum elskað það. Annist það eins og vér höfum annast það. Standið vörð um minningu þess eins og það var þegar þér tókuð við því í hjörtum yðrum. Og með öllum yðrum styrk og með öllum yðrum hjörtum varðveitið það handa börnunum – og elskið það eins og Guð hefir elskað oss öll.

Einn er sá hlutur er vér vitum: Vor Guð hann er sá sami og yðvar Guð. Þessi jörð er honum dýrmæt. Einnig hinn hvíti maður fær ekki umflúinn sinn skapadóm. Þegar öll vötn eru komin saman kunnum vér að reynast bræður eftir allt.

Vér skulum bíða og sjá.

Bjarnarspor

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.

Ræða Höfðingja Seattle á ensku – Myndskeið eftir Mark SawalhaFara efst

 

 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/ef-ver-seljum-land/feed/ 0
,,Vér erum ekki börn myrkursins” http://www.sigurfreyr.com/ver-erum-ekki-born-myrkursins/ http://www.sigurfreyr.com/ver-erum-ekki-born-myrkursins/#respond Sat, 15 Sep 2012 10:24:06 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=56

Sjónarhóll indíana Norður-Ameríku Indíánahöfðinginn Lúther, Reistur Björn – sem fæddist árið 1867 – eyddi fyrstu árum ævi sinnar á sléttum Nebraska og Suður-Dakóta. Ellefu ára að aldri var hann einn af fyrstu nemendunum sem innrituðust til náms við skóla handa indíánum í Carlisle, Pennsylvaníu. Eftir fjögurra ára nám var hann gerður að kennara í Suður-Dakota. […]]]>

Sjónarhóll indíana Norður-Ameríku

Indíánahöfðinginn Lúther, Reistur Björn – sem fæddist árið 1867 – eyddi fyrstu árum ævi sinnar á sléttum Nebraska og Suður-Dakóta. Ellefu ára að aldri var hann einn af fyrstu nemendunum sem innrituðust til náms við skóla handa indíánum í Carlisle, Pennsylvaníu.

Eftir fjögurra ára nám var hann gerður að kennara í Suður-Dakota. Hann starfaði sem túlkur við ,,Wild West Show” Buffaló Bills. Síðustu árum ævi sinnar varði hann til fyrirlestrarhalds og ritstarfa.

Tatanga Mani – eða Gangandi Buffaló – fæddist 20. mars 1871. Það kom í hans hlut að verða ganga erinda Kanada-stjórnar sem friðarumleitandi hennar. ,,Stoney”-Indíáni að uppruna eyddi hann fyrstu árum ævi sinnar í Morley í Alberta, en ungur að árum var hann tekinn til fósturs af hvítum trúboða – John McDougall.

Þótt hann hlyti menntun sína í skóla hins hvíta manns, þá afrækti hann aldrei að rannsaka og læra of náttúrunni. Á efri árum sínum fór stjórninn þess á leit við hann að hann ferðaðist um heiminn sem fulltrúi Indíána. Tatanga Mani dó árið 1967.

Skúli Magnússon þýddi og samdi kynningu.

 

Efnisyfirlit


 

ALDREI VARÐ OSS HUGSAÐ TIL VÍÐFEÐMRAR OPINNAR SLÉTTUNNAR, fagurmótaðra, ávalra hæðardraganna eða til sístreymi hins ferska vatnsflaums sem þræðir bugðu af bugðu gegnum þykkni vatnagróðursins margslungið – aldrei varð oss hugsað á þann hátt að þetta væri ,,villtrar” náttúru.

Aðeins í augum hins hvíta manns er náttúran ,,villt” og einungis frá hans sjónarhorni er landið numið ,,villtum” dýrum og ,,skrælingjum”. Í skiptum vorum við náttúruna var hún töm og spök. Jörðin var auðsæl og gjöful, og allt umhverfis oss urðum vér varir blessunar hinnar Miklu Dulúðar.

,,Við sáum máttarverk hins Mikla Anda í næstum hverjum hlut: sólinni, mánanum, trjánum, vindinum og fjöllunum. Stundum nálguðumst vér hann fyrir meðalgöngu þessara vina vorra. Hví var það svo afleitt?”

Loðinn kom hann að austan og óð fram með ruddafengnu ofbeldi og hlóð ranglæti á ranglæti ofan gagnvart oss og þeim sem oss stóðu næst. Þá gjörðist náttúran ,,villt”. Þá flúði dýr á skógi er það vissi mann á næstu grösum. ÞANNIG VARÐ UPPHAF ,,VILLTA VESTURSINS”.

– Höfðingi Lúther, Reistur Björn


 

ÞEGAR LANDINN SAT ÚTIFYRIR TJALDDYRUM Á HÆKJUM SÉR OG hugleiddi lífið og tilgang þess fann hann glöggt sifjabönd sín við aðrar lífverur, og heiminn allan leit hann sem einn samfelldan frændgarð. Sá maður sat við uppsprettur hinnar einu raunsönnu menningar. En þegar hann sneri baki við lífsform feðranna, var öxin reidd að rótum manndóms og vaxtar.

– Höfðingi Lúther, Reistur Björn


 

VORT FÓLK ÞEKKTI ENGIN LÖG, EN ALLT UM ÞAÐ KOMUM VÉR OSS vel gagnvart hinum Mikla Anda – þann sem er skapari alls og drottinn allra. Þið hvítu mennirnir haldið að vér séum ,,skrælingjar”. En þið berið ekkert skynbragð á bænir vorar. Og þið reynið heldur ekki að skilja þær. Þegar vér kváðum óð vorn til lofgjörðar sól, tungli eða vindinum, þá sögðuð þið bara að vér tilbæðum hjáguði. En þrátt fyrir skilningsskort ykkar hafið þér útskúfað oss sem fordæmdum sálum, einungis vegna þess að vér fluttum ekki bænir vorar á sama veg og þið.

Við sáum máttarverk hins Mikla Anda í næstum hverjum hlut: sólinni, mánanum, trjánum, vindinum og fjöllunum. Stundum nálguðumst vér hann fyrir meðalgöngu þessara vina vorra. Hví var það svo afleitt? Ég hygg að trú vor til hins æðsta sé sönn og hrein – og að vér berum til hans einlægara traust en hvítu mennirnir sem kallað hafa oss heiðingja … Vér Indíánar sem fæðumst og deyjum í náinni snertingu við náttúruna og herra hennar erum ekki börn myrkursins.

Var ykkur kunnugt um að trén hefðu mál? Þau tala hvert til annars, og þau myndu ávarpa þig ef þú gefðir þér tóm til að ljá þeim eyra. Meinið er – hvíta fólkið hlustar ekki. Það hlustaði aldrei á indíánana, svo það er borin von að það heyri raddir náttúrunnar. En eg hef lært fjölmargt af trjánum: stundum varðandi veðrið, stundum dýrin og stundum hinn Mikla Anda.

– Gangandi Buffaló (Tatanga Mani)

Bjarnarspor

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.
 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/ver-erum-ekki-born-myrkursins/feed/ 0
Lögleiðing kannabisefna http://www.sigurfreyr.com/logleiding-kannabisefna/ http://www.sigurfreyr.com/logleiding-kannabisefna/#comments Sat, 23 Jun 2012 17:06:38 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=619

Jónas Kristjánsson bloggari og fyrrverandi ritstjóri hefur lagt til að íslenska ríkið þjóðnýti ágóðann sem fæst með sölu ólöglegra vímuefna á Íslandi. ,,Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi,“ segir hann, ,,nemur um tíu milljörðum króna á götunni á ári“. Um er að ræða svartan markað, sem skilar engum sköttum og borgar engin opinber gjöld til samfélagsins. Stærsti hluti […]]]>

bloggari og fyrrverandi ritstjóri hefur lagt til að íslenska ríkið þjóðnýti ágóðann sem fæst með sölu ólöglegra vímuefna á Íslandi.

,,Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi,“ segir hann, ,,nemur um tíu milljörðum króna á götunni á ári“.

Um er að ræða svartan markað, sem skilar engum sköttum og borgar engin opinber gjöld til samfélagsins.

Stærsti hluti þessarar upphæðar kemur til vegna viðskipta með kannabis (hass og maríúana), enda vinsælasta ólöglega vímuefnið á Íslandi.

Að mati Jónasar er betra að ríkið taki yfir ólöglega markaðinn eins og löglega áfengið.

Selji kannabis í vínbúðum. Tryggi um leið gæði efnanna og sjái um áritunarskyldu harðari fíkniefna, eins amfetamíns og kókaíns.

Það eykur fíkniefnavandann tæpast nokkuð að hans mati, en afnemur vanda, sem tengist glæpaklíkum. Þær þurrkast út á einu bretti, ef fíkniefnasalan verður þjóðnýtt.

,,Ríkið nær markaðinum með því að bjóða efnin á 70% af götusöluverði,“ segir Jónas. ,,Þýða sjö milljarðar í kassann á ári.“

Ýmiss gögn eru til marks um að Jónas Kristjánsson hafi lög að mæla. Þannig er ekkert sem bendir til að neysla vímuefna – sem núna eru ólögleg – aukist að neinu marki þótt þeim verði búið frjálslyndara lagaumhverfi.

Er lögleiðing besta fíkniefnavörnin?

Varsla lítils magns af kannabis er lögleg í Hollandi. Öllum sem náð hafa átján ára aldri er heimilt að kaupa og neyta kannabisefna í sérstökum kaffihúsum sem lúta eftirliti yfirvalda.

Öfugt við það sem margir óttuðust hefur sala kannabisefna í ríflega 750 kaffihúsum vítt og breitt um landið ekki valdið umtalsverðri aukningu á kannabisneyslu ungs fólks.

Fjöldi þeirra sem hafa prófað kannabis, eða neyta þess jöfnum höndum, er sambærilegur og í mörgum tilvikum minni í Hollandi en hjá öðrum Evrópuþjóðum sem fylgja mun strangari stefnu í fíkniefnamálum.

Ber að lögleiða kannabisefni?

Bann við framleiðslu og sölu ákveðinna vímugjafa skapar menningarkima sem hefur fjárhagslegan ávinning af núgildandi lögum um ávana- og fíkniefni. Innflytjendur og dreifingaaðilar ólöglegra vímugjafa mynda neðanjarðarhagkerfi sem veltir milljörðum. Lögleiðing fíkniefna og sala þeirra undir umsjón opinberra aðila myndi hnekkja veldi þeirra sem ráða fíkniefnamarkaðinum. Ef opinberir aðilar önnuðust sölu fíkniefna væri hægt að skattleggja viðskiptin, en fíkniefnasala er nú á dögum stærsta óskattlagða atvinnugreinin í heiminum. Skatttekjum af sölunni mætti síðan nota til þess að standa straum af endurhæfingu þeirra sem misnota efnin og öðrum kostnaði sem samfélagið ber af neyslunni.

Í skýrslum Evrópusambandsins (EMCDDA) kemur fram að hlutfallslega fleiri á aldrinum 15-34 ára neyta kannabisefna í Austurríki, Englandi, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku heldur en í Hollandi.

Stórneytendur kannabisefna meðal 15 ára ungmenna eru að sama skapi hlutfallslega færri í Hollandi en í Englandi, Spáni, Belgíu, Skotlandi, Frakklandi, Írlandi, Slóveníu og Þýskalandi.

Ávinningur af stefnu hollenskra stjórnvalda er einnig augljós þegar kemur að neyslu sterkari efna. Verulega hefur dregið úr nýliðun í hópi heróínneytenda í Hollandi, en hún er hvergi minni miðað við öll önnur lönd Evrópusambandsins.

Hollendingar eru í hópi þjóða þar sem sprautuneysla er með því minnsta á meginlandi Evrópu. Þannig hefur neysla heróíns og misnotkun örvandi efna dregist saman í Hollandi s.l. áratug á sama tíma og hún hefur vaxið í löndum eins og Danmörku, Lúxemborg, Finnlandi, Svíþjóð, Bretlandi og Noregi.

Í ljósi þess að Íslendingar líta gjarnan á Svía sem fyrirmynd í þessum málaflokki er vert að geta þess að þar í landi eru hlutfallslega helmingi fleiri misnotendur sterkra fíkniefna en í Hollandi.1

Sömu sögu er að segja af Portúgal. Árið 2001 ákváðu stjórnvöld að afnema refsingu fyrir vörslu neysluskammta af kannabisi, kókaíni og heróíni. Síðan eru liðin rúm 10 ár. Hver hefur árangurinn verið? Neysla efnanna hefur ekki aukist. Öðru nær. Hún hefur dregist saman!

Könnun sem var gerð árið 2006 sýndi að neysla portúgalskra ungmenna á aldrinum 15-19 ára dróst saman á efnum eins og kannabisi, kókaíni, heróíni, e-töflum, LSD og skynörvandi sveppum.

Í skýrslu sem fjallar um breytingar á fíkniefnalöggjöf Portúgala segir:

None of the parade of horrors that decriminalization opponents in Portugal predicted, and that decriminalization opponents around the world typically invoke, has come to pass. In many cases, precisely the opposite has happened, as usage has declined in many key categories and drug-related social ills have been far more contained in a decriminalized regime …

Since decriminalization, lifetime prevalence rates (which measure how many people have consumed a particular drug or drugs over the course of their lifetime) in Portugal have decreased for various age groups. For students in the 7th–9th grades (13–15 years old), the rate decreased from 14.1 percent in 2001 to 10.6 percent in 2006.

For those in the 10th–12th grades (16–18 years old), the lifetime prevalence rate, which increased from 14.1 percent in 1995 to 27.6 percent in 2001, the year of decriminalization, has decreased subsequent to decriminalization, to 21.6 percent in 2006.

For the same groups, prevalence rates for psychoactive substances have also decreased subsequent to decriminalization. In fact, for those two critical groups of youth (13–15 years and 16–18 years), prevalence rates have declined for virtually every substance since decriminalization.2

Nú er svo komið að í Portúgal eru 50% og í sumum tilvikum 75% minni líkur á því að fólk á aldrinum 15-64 ára neyti kannabis en í flestum öðrum ríkjum Evrópusambandsins.

Kannabisneysla í Portúgal er með minnsta móti miðað við ríki Evrópusambandsins, eins og sést á kökuritinu hér fyrir neðan:

[easychart type=”pie” title=”Prósentufjöldi 15-64 ára sem prófað hafa kannabis einu sinni eða oftar” groupnames=”Danmörk,Bretland,Frakkland,Belgía,Írland,Spánn,Þýskaland,Holland,Noregur,Svíþjóð,Finland,Portúgal” group1values=”31″ group2values=”27″ group3values=”24″ group4values=”21″ group5values=”20″ group6values=”20″ group7values=”19″ group8values=”15″ group9values=”14″ group10values=”14″ group11values=”9″ group12values=”7″ chartfadecolor=”FFFFFF”]
 
Heimild: Instituto da Droga e da Toxicodependência de Portugal (Stofnun um vímuefni og fíkn í Portúgal), Draft 2007 Annual Report, skyggna 9. Sjá nánar , bls. 21.

Svipaða sögu er að segja um neyslu kókaíns í Portúgal. Þar er hún aðeins brot (0,9%) af því sem þekkist í löndum eins og Bretlandi (6,1%), Eistlandi (5,9%), Ítalíu (4,6%), Hollandi (3,6%), Þýskalandi (3,2%), Noregi (2,7%) og Danmerkur (2,5%).3

Í Bandaríkjunum er áætlað 16,2% þjóðarinnar hafi prófað kókaín einu sinni eða oftar á ævinni. Bandaríkjamenn slá einnig heimsmet í neyslu kannabis en yfirvöld þar áætla að 42,4% þjóðarinnar hafi neytt þess.

,,Miðað við gefin gögn má sjá að jafnvel þó að kannabisefni væru lögleidd væri fjöldi stórneytenda kannabisefna aðeins örlítið brot af öllum þeim sem þjást af áfengisvanda á Íslandi. Því er erfitt að skilja rökfræði yfirvalda fyrir þvi að heimila áfengisnotkun en banna neyslu kannabisefna.”

Það er því undarlegt hvers vegna Bandaríkjamenn telja sig vera þess umkomna að leiðbeina öðrum þjóðum hvernig draga megi úr neyslu ólöglegra vímuefna.

Þá er umhugsunarvert afhverju íslensk stjórnvöld leita til Bandaríkjamanna um ráðgjöf í þessum málaflokki í stað þess að taka mið af stefnumótun Evrópuþjóða, einkum Hollendinga og Portúgala, sem hafa náð mun betri árangri í fíkniefnavörnum.

Kostnaðurinn við íslenska fíkniefnastríðið

Í lokaverkefni Önnu Guðrúnar Ragnarsdóttur við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Lögleiðing kannabisefna – Hagfræðileg greining, er áætlað að ef kannabis yrði lögleitt á Íslandi myndi fjölgun einstaklinga sem prófuðu kannabisefni vera 3,87%.

Rannsóknin bendir til að það yrðu helst ungir, efnalitlir en menntaðir reykvískir karlar sem líklegastir væru til að prófa kannabisefni væru þau lögleg.

Hún segir um þessa áætluðu fjölgun kannabisneytenda:

Hlutfall landsmanna sem prófar kannabisefni verður þar með komi upp í um 28,87% eða um 58.983 einstaklingar. Ef við gefum okkur að 18,9% þeirra neyti kannabisefna reglulega og að 6,6% af þeim verði stórneytendur kannabisefna [samkvæmt könnun Lýðheilsustöðvar (2003) og áætlun SÁÁ] jafngildir það um 736 einstaklingum eða um 0,36% landsmanna árið 2003.

Samsvarandi niðurstöður fyrir árið 2008 eru að 65,991 einstaklingar muni prófa kannabisefni í stað 57.145 einstaklinga og er aukningin því 8.846 einstaklingar. Ætla má að stórneytendur kannabisefna verði þá um 823 talsins eða tæp 0,36% landsmanna.4

,,Miðað við gefin gögn má sjá að jafnvel þó að kannabisefni væru lögleidd væri fjöldi stórneytenda kannabisefna aðeins örlítið brot af öllum þeim sem þjást af áfengisvanda á Íslandi,” segir Anna Guðrún. ,,Því er enn erfitt að skilja,” bætir hún við, ,,rökfræði yfirvalda fyrir þvi að heimila áfengisnotkun en banna neyslu kannabisefna.”

Henni finnst margt benda til þess að það kunni að vera þjóðhagslega hagkvæmt að leyfa sölu og notkun kannabisefna. ,,Því er eðlilegt,” segir Anna Guðrún, ,,að stjórnvöld taki það til skoðunar hvort lögleiðing kannabisefna kunni að vera hagkvæmari þjóðfélagslega séð heldur en núgildandi bann.”

Ber að lögleiða kannabisefni?

Lítil hætta er á því að lögleiðing kannabisefna verði til þess að auka neyslu þeirra til frambúðar. Það sýndi sig í þeim ríkjum Bandaríkjanna sem leyfðu neyslu á maríúana á áttunda áratugnum að neyslan þar jókst hlutfallslega ekki meira en í þeim ríkjum þar sem efnið var ólöglegt. Í Hollandi þar sem sala kannabisefna er háð litlum takmörkunum hefur neysla efnanna, þvert ofan í allar væntingar, ýmist staðið í stað undanfarin ár eða farið minnkandi, einkum meðal ungs fólks. Í þessu sambandi er vert að benda á að kannanir á kannabisneyslu meðal skólanema í Reykjavík hafa sýnt að hún er engu minni hér á landi en hjá portúgölskum ungmennum, sem hafa þó árum saman haft frjálsan aðgang að efnunum á miklu lægra verði.

Jónas Kristjánsson áætlar að fíkniefnamarkaðurinn nemi um 10 milljörðum á ári. Jóhannes Stefánsson laganemi álítur að andvirði sölu ólöglegra vímuefna á Íslandi kunni jafnvel að vera meira.

Í BA verkefni sínu við lagadeild Háskóla Reykjavíkur, – Refsistefna í fíkniefnalöggjöf: blessun eða böl? – bendir hann á að árið 2006 hafi löggæsluyfirvöld lagt hald á fíkniefni sem áætluð voru á götuvirði um 16.000 kr. á hvern íbúa hér á landi.

Jóhannes segir:

Miðað við þær forsendur að haldlagningar löggæsluaðila séu áætlaðar 5-15% af heildarmagni efna má gera ráð fyrir því að ólögleg efni í umferð árið 2006 hafi því verið að andvirði á bilinu kr. 106.666 til kr. 320.000 á hvern Íslending, eða samtals að heildarvirði á bilinu 32 milljarðar til 96 milljarðar króna árið 2006.5

Jóhannes telur þó rétt að gera fyrirvara við þessa útreikninga, en engin vissa er um það hversu hátt hlutfall efna var í raun haldlagt og gæti verðmæti hinna ólöglegu efna verið minna. Ef rétt reynist, eru tölurnar að hans mati nokkuð sláandi og þó að þær væru talsvert lægri.

Eðli málsins samkvæmt er erfitt að meta hversu háar upphæðir skipta um hendur á hinum ólöglega íslenska fíkniefnamarkaði. Kostnað hins opinbera við eftirfylgni laga um fíkniefni má aftur á móti meta nærri lagi.

Í nýlegri BA ritgerð í hagfræði við Háskóla Íslands eftir Júlíu Birgisdóttir kemur fram að refsivörslukerfið á Íslandi verji hátt í tveimur milljörðum króna árlega í að halda fíkniefnalöggjöfinni til streitu.

Þar segir:

Framlög hins opinbera 2009 til embættanna sem voru til rannsóknar voru samtals 11.824.650.838 kr. Hæst var framlag til lögregluumdæma eða 6.175.096.853 kr. Lægst voru framlög hins opinbera til Hæstaréttar eða 104.400.000 kr. Metið hlutfall verkefna vegna fíkniefnamála var hæst hjá Fangelsismálastofnun eða 29,6% en lægst hjá Hæstarétti eða 4,4%.

Hlutfall á verkefnum vegna fíkniefna hjá öllum embættum samtals var metið 14,4% af heildarverkefnum. Heildarkostnaður hins opinbera vegna fíkniefnamála árið 2009 var hæstur hjá lögreglunni eða 494.406.214 kr. og lægstur hjá Hæstarétti eða 4.698.000 kr. Heildarkostnaður hins opinbera vegna fíkniefnamála er metinn 1.701.917.282 kr. árið 2009.6

Hér er aðeins vikið að kostnaðinum við eftirfylgni fíkniefnabannsins. Ótaldar eru þær tekjur sem ríkið verður af vegna sölu vímuefna á ólöglegum markaði.

Júlía tekur fram að rannsókn hennar veki fleiri spurningar en hún svarar. Hún telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld rannsaki frekar kostnað og ábata sem hlytist af lögleiðingu kannabisefna.

,,Umræða um jafn veigamikið mál,” segir Júlía, ,,þarf að vera upplýst og fordómalaus en til þess að það sé hægt þurfa að vera til ítarlegar og vandaðar rannsóknir um efnið.”

Er orðið tímabært að lögleiða kannabis? Hafa eftirlit með framleiðslu þess og sölu? Eða er þessu milljarða viðskiptaveldi best borgið neðanjarðar?

Hvert er þitt álit?

Hamplauf

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.
 

Heimildir

1EMCDDA. 2011. . Sjá einnig .

2Glenn Greenwald. 2009. , bls. 11-12. Cato Institute.

3Glenn Greenwald. 2009. , bls. 24. Cato Institute.

4Anna Guðrún Ragnarsdóttir. 2009. , bls. 38. Hagfræðideild Háskóla Íslands.

5Jóhannes Stefánsson. 2011. , bls. 35. Lagadeild Háskólans í Reykjavík.

6Júlía Birgisdóttir. 2011. , bls. 5. Hagfræðideild Háskóla Íslands.
 

Hér má sjá heimildarmyndina Grass – The History of Marijuana frá 1999.

Í heimildarmyndinni Grass: The History of Marijuana er saga kannabisbannsins í Bandaríkjunum rakin. Fjallað er um þau málsrök sem liggja banninu til grundvallar og reynt að meta hvaða árangri bannstefnan hefur skilað.
 

 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/logleiding-kannabisefna/feed/ 3
Geirfinns- og Guðmundarmál http://www.sigurfreyr.com/geirfinns-og-gudmundarmal/ http://www.sigurfreyr.com/geirfinns-og-gudmundarmal/#comments Sat, 14 Apr 2012 08:35:31 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=112

,,Margt er stórfurðulegt við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Sjálfur kynntist ég þeim ákaflega vel sem fangavörður í Síðumúlafangelsi allan þann tíma þegar sakborningar voru vistaðir þar. Annaðist yfirheyrslur og var viðstaddur aðrar. Sumir voru hreinsaðir af öllum grun en aðrir dæmdir í þyngstu refsingar. Aldrei hef ég efast um sakleysi þeirra sem dæmd voru. Leitt var […]]]>

,,Margt er stórfurðulegt við Guðmundar- og Geirfinnsmálin.

Sjálfur kynntist ég þeim ákaflega vel sem fangavörður í Síðumúlafangelsi allan þann tíma þegar sakborningar voru vistaðir þar. Annaðist yfirheyrslur og var viðstaddur aðrar.

Sumir voru hreinsaðir af öllum grun en aðrir dæmdir í þyngstu refsingar.

Aldrei hef ég efast um sakleysi þeirra sem dæmd voru.

Leitt var í ljós með óyggjandi hætti að sakborningar, bæði þeir sem voru hreinsaðir og þeir sem voru dæmdir, sættu andlegum og líkamlegum pyndingum til að reyna að knýja fram játningar.

Eitt af því furðulegasta fannst mér þó og finnst enn, að enginn þeirra sem slíkt stunduðu skyldi sæta neinum viðurlögum.

Þvert á móti voru menn verðlaunaðir fyrir.”

Þessa athugasemd við bloggfærslu Jóns Daníelssonar skráði Hlynur Þór Magnússon þann 16. júlí 2011. Þá voru liðin 31 ár frá því að Sævar Ciesielski og aðrir sakborningar voru dæmdir í svonefndu Geirfinnsmáli.

Ummæli Hlyns sýna vel, að þrátt fyrir að þrír áratugir séu liðnir frá því að Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn, eru þessi mál í reynd enn óuppgerð.

Endurupptökubeiðni Sævars var tvisvar sinnum hafnað af Hæstarétti, fyrst 1997 og síðan 1999. Sævar fékk því ekki þá uppreisn æru, sem honum dreymdi um, en viðhorfið til hans hefur svo sannarlega breyst. Álit fólks á Sævari óx í réttu hlutfalli við hvað það minnkaði í garð dómstóla.

Ég man sem dæmi frá þeim tíma þegar Sævar var að taka saman gögn í það sem síðar varð endurupptökubeiðnin, að félagi minn spurði mig áhyggjufullur: ,,Er það rétt sem ég heyri, að þú hafir verið á gangi með Sævari Ciesielski upp í háskóla?!!!

Þegar ég jánkaði því sagði hann alvarlegur: ,,Barnsmóðir mín sá til þín! Er þér virkilega alveg sama um mannorðið? Svo áttu líka ung börn sem þú verður að taka tillit til.”

Ég held að sé óhætt að fullyrða að svona viðhorf eru ekki algeng lengur. Þetta var sagt nokkru áður en ummælin féllu sem hér verður vitnað í.

Þau er öll, nema þrjú fyrstu, tekin af vef .

Þeir sem vilja kynna sér Guðmundar- og Geirfinnsmál nánar er bent á , sem er hafsjór upplýsinga. Þar er einnig að finna tengil í .

 

Nokkrar tilvitnanir

Björgvin Sigurðsson
Björgvin Sigurðsson Pressan, 2011
Lagðar voru fram með endurupptökubeiðninni nýjar, skriflegar skýrslur fjölda fólks sem kom að málum. Skýrslur með nýjum upplýsingum frá Erlu Bolladóttur, Albert K. Skaftasyni, Gísla Guðmundssyni fyrrverandi yfirlögregluþjóni, rekstaraðilum Alþýðuhússins, nágrönnum Erlu, Hlyni Þór Magnússyni fyrrverandi fangaverði, Jóni Bjarman fangelsispresti, Magnúsi Leópoldssyni og Magnúsi Gíslasyni fréttamanni. Þá höfðu að auki komið fram yfirlýsingar um málið frá Guðjóni Skarphéðinssyni í fjölmiðlum árið 1996, dagbækur Síðumúlafangelsis, útdrættir úr þeim ásamt dagbókum Hegningarhússins, lokaskýrsla Karls Schütz, sem lýsa efasemdum hans um sekt hinna grunuðu og margvísleg önnur gögn sem gata gömlu rannsóknina.
Hrafn Jökulsson
Hrafn Jökulsson Vikublaðið, 1997
Þetta mál er ennþá fleinn í holdi samfélagsins. Ég dáist að þrautseigju Sævars og vona að réttlætið sigri að lokum. Fyrir þremur öldum tók það Jón Hreggviðsson 32 ár að fá sig sýknaðan af Hæstarétti Danmerkur fyrir morð á Sigurði böðli Snorrasyni. Nú eru 23 ár síðan Geirfinnur hvarf og við höfum því enn níu ár til að sanna að kvörn réttlætisins snúist ekki hægar en á myrkustu öldum Íslandssögunnar.
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri Thorsson Fréttablaðið, 2011
Sérstakur saksóknari sem skipaður var við meðferð Hæstaréttar á beiðni Sævars um endurupptöku málsins, Ragnar Hall, sagði háðslega þegar þeirri beiðni var hafnað að þetta væru svo sem ekki neinir kórdrengir sem hefðu verið sóttir í fermingarveislu. Hann átti við að þetta hefðu verið illmenni og þess vegna fengið makleg málagjöld hvað sem sekt liði í þessu tiltekna máli. Þannig var viðhorf valdsins alla tíð: mátulegt á pakkið. Þessir krakkar voru guðslömbin sem tóku á sig syndir heimsins. En þetta var óvart alveg rétt hjá þessum fulltrúa valdsins: Sævari Ciesielski stóð aldrei til boða að gerast kórdrengur. Líf hans var fjarri því að líkjast fermingarveislu – en farmurinn sem hann bar með sér um sína daga var þungur. Hann var hrakinn, smáður og fyrirlitinn frá fyrstu tíð og þurfti að beita klækjum til að komast af. Strax sem barn er hann sendur í útlegð á hið alræmda drengjafangelsi sem rekið var í Breiðavík. Um tvítugt er hann smákrimmi í Reykjavík með listamannsdrauma – langar að að læra kvikmyndagerð. Þá kemst upp um ávísanamisferli af því tagi sem íslenskir smákrimmar sérhæfðu sig í og hinn langi armur laganna læsir krumlum sínum í hann. Hann slapp ekki undan honum fyrr en hann gekk frjáls maður út úr fangelsi mörgum árum síðar. Um hríð barðist hann hetjulega fyrir því að hreinsa nafn sitt og ekki var hægt annað en að dást að elju hans og þreki í þeirri baráttu. En öllum umleitunum hans var hafnað af hinu gráa valdi, og loks gafst hann upp á þessu samfélagi. Undir lokin var hann kominn á þann stað þar sem samfélagið vildi alla tíð hafa hann: utangarðs, orðinn útilegumaður á ný.
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson Þingræða, 1998
Ég segi það fyrir mig persónulega að mér urðu mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki séð sig geta haft lagaskilyrði til að taka Geirfinnsmálið upp á nýjan leik. Ég hef fyrir mitt leyti kynnt mér þetta mál rækilega í gegnum tíðina og tel að þar hafi mönnum orðið á í messu í stórkostlegum mæli á nánast öllum stigum málsins. Reyndar tek ég undir með hæstv. dómsmrh. að slíkir hlutir gætu ekki gerst í dag eins og þarna gerðust. En þeir gerðust. Ég held að þó að það hefði verið mjög sársaukafullt fyrir íslenska dómstólakerfið, þá hefði það verið gott og nauðsynlegt, hundahreinsun fyrir okkur ef nota má það óvirðulegt orð, að fara í gegnum það mál allt og með hvaða hætti það var unnið. Þeir sem hafa kynnt sér það mál rækilega geta ekki annað en sagt að þar var víða pottur brotinn … Það hefur þau áhrif á sálarlíf okkar Íslendinga að menn telja sig ekki geta treyst dómskerfinu.
Megas
Megas Erindi úr söngtextanum Dráttarbrautin
mér hefur verið falið / að flytja yður þessi tíðindi / án þess ég ætli sjálfum mér / að uppskeru nein fríðindi / ég hef verið hér ég hef villst þar / og jafnvel víðar / það var enginn ekki neinn / þessa nótt á dráttarbrautinni / né heldur síðar … margt er haft fyrir satt / sumt með litlum rökum / annað jafnt haldið / uppspuni af skyldum sökum / ef brautin er út í hött bönnuð / er þér gert að bíða / samt var engin nema þá fyrir / náð þarna á dráttarbrautinni / né heldur víðar … sofandi hunda / er synd og skömm að vekja / úrillan illa tengdan / getur orðið vonlaust að spekja / sjálfum einum getur sérhver kennt / er bitin þau svíða / það var ég og næstum líka þú / þessa nótt á dráttarbrautinni / nema hvað það var miklu síðar …
Illugi Jökulsson
Illugi Jökulsson Morgunútvarp Rásar 2, 1997
Það er hagsmunamál okkar allra að að hreinsað verði til í því réttarkerfi sem nú hefur reynst vera í senn svo feyskið og þó svo rammlega víggirt, og kórdrengjunum verði úthýst úr þeirri fermingarveislu sem er í raun lokið í hugum allra annara en þeirra sjálfra. En hvort heldur formlegt réttlæti næst fram eður ei, þá mun framtíðin fella sinn dóm og sá verður harður. Það skulu þeir ekki efast um – Allan Vagn Magnússon, Arnljótur Björnsson, Garðar Gíslason, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Þetta mál er ekki úr sögunni þrátt fyrir ,,úrlausn” þeirra, það verður ekki úr sögunni og blygðun mun hjúpa nöfn þeirra.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson Morgunblaðið, 1997
Í framburðarskýrslum sakborninga komu fram ýmis atriði sem síðar kom í ljós að ekki fengu staðist. Þetta var vitaskuld til þess fallið að rýra gildi þessara skýrslna fyrir dómi. Dæmi um þetta er framburður Alberts Klahns Skaftasonar, þar sem hann lýsti af nákvæmni aðstæðum við Hamarsbraut í Hafnarfirði, þegar hann var fenginn til að koma á Toyota-bifreið föður síns til að flytja lík Guðmundar Einarssonar. Sú nákvæma lýsing hrundi til grunna þegar í ljós kom að faðir hans hafði ekki átt Toyota heldur Volkswagen á þessum tíma. Hafi játningarnar verið sannleikanum samkvæmar, hvernig stóð þá á því að enginn sakborninga gat bent á hvar a.m.k. annað líkið væri að finna? Málið ber með sér að ýmsar frásagnir hafi komið fram um þetta hjá sakborningunum en engin þeirra hafi reynst rétt, þegar líkanna var leitað. Voru játningarnar trúverðugri en þessar frásagnir af staðsetningu líkanna? Í raun og veru hefur aldrei verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnin við hvarf þessara tveggja manna. Fjöldi fólks hefur horfið á undanförnum áratugum á Íslandi án þess að skýringar hafi fundist. Mér finnst eins standa á um þessa tvo menn. Mikill þrýstingur var á rannsóknarmönnum og raunar dómskerfinu sem slíku um að upplýsa þessi mannshvörf. Málið var mikið fjölmiðlamál og furðuleg pólitísk upphlaup urðu sem gerðu alla þjóðina upptekna af því um langan tíma. Enginn vafi er á að þessar kringumstæður höfðu veruleg áhrif á rannsakendur og síðar dómara.
Sigursteinn Másson
Sigursteinn Másson Heimsmynd, 1997
Þegar háttsettir embættismenn bregðast svo hrapalega sem Hæstiréttur gerði í þessu máli og er síðan umbunað af vinum sínum í lögmannafélaginu með tuttugu prósenta launahækkun, þá ber íslenskum almenningi að láta í sér heyra … Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða og það er í því skálkaskjóli sem hrokafullir valdhafar veigra sér ekki við að misbjóða réttlætiskennd þjóðarinnar í þágu samtryggingar á toppnum.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mál 214, 1997
Hæstiréttur var að svara ákveðinni spurningu, og hún var, hvort skilyrðum laga fyrir endurupptöku þessara mála væri fullnægt, og rétturinn svaraði þeirri spurningu neitandi. Engin ný gögn hafa komið fram, sem breyta málinu verulega. En fyrir mér er það ekki kjarni málsins. Nýju gögnin skipta eki eins miklu máli og gömlu gögnin. Aðalatriðið í mínum huga er það, hvort gömlu gögnin hafi nægt til þess að fella hinn upphaflegi dóm. Um það hef ég verulegar efasemdir. Gallinn við Geirfinns- og Guðmundarmálin er sá, að þau eru enn óupplýst. Ég er áreiðanlega ekki einn um þá skoðun, að það nægi varla til sakfella menn fyrir morð, að fyrir liggi játning þeirra, sem þeir hafa síðan tekið aftur, en hvort tveggja vantar, líkið af hinum myrta og einhver skiljanleg ástæða til verknaðarins. Það hefur aldrei tekist að sanna, að þeir Geirfinnur og Guðmundur hafi í raun verið myrtir. Fólk hverfur, án þess að það hafi verið myrt.
Þorsteinn Antonsson
Þorsteinn Antonsson Eintak, 1994
Ég er leikmaður í fræðunum en eftir að hafa skoðað málsskjöl og annað það sem komið hefur fram opinberlega í þessum málum tel ég að dæmt hafi verið af fullkomnum vanefnum og lítil ástæða til að leggja á sakborninga þunga dóma.
Hjörtur Howser
Hjörtur Howser Howser blogg, 2008
Maður líttu þér nær … Og skammist ykkar svo til að taka mál 214 upp aftur svo hreinsa megi þá einstaklinga sem þar voru bornir röngum sökum og þjóðina alla af þeirri svívirðu sem Guðmundar-og Geirfinnsmálin voru í heild sinni.
Jón Daníelsson
Jón Daníelsson Helgapósturinn, 1997
Endurupptökumálið snýst ekki bara um endurupptöku. Það snýst ekki bara um það hvort saklaust fólk hafi verið dæmt. Ef horft er aðeins lengra fram kemur í ljós að þetta mál snýst jafnframt um “starfsheiður” þeirra manna sem unnu að rannsókninni og dæmdu í málinu. Til að unnt sé að taka aftur upp mál sem búið er að dæma þurfa að liggja fyrir nýjar upplýsingar. Fjöldi nýrra upplýsinga liggur fyrir. Gallinn er sá þær upplýsingar lúta ekki að lausn Guðmundar og Geirfinnsmálanna. Það er meira en hæpið að lausn þeirra mála finnist úr því sem komið er. Nýjar upplýsingar liggja hins vegar fyrir varðandi rannsókn málsins. Þessar upplýsingar varða fyrst og fremst það að játningarnar sem dómarnir byggðust á, voru fengnar fram með gjörsamlega ólögmætum hætti. Nú verður ekki betur séð en þær hafi fengist með pyndingum, lyfjagjöf, hótunum, jafnvel líflátshótunum og svo e.t.v. loforðum. Þessu til viðbótar liggur fyrir að játningarnar voru yfirleitt – eða a.m.k. mjög oft – dregnar til baka mjög skömmu eftir að þær voru gefnar, jafnvel samdægurs eða daginn eftir.
Guðmundur Sigurfreyr
Guðmundur Sigurfreyr DV, 1995
Hann var hafður í hámarkseinangrun í tvö ár. Ljós var látið loga í klefanum allan sólarhringinn, vikum saman. Haldið var vöku fyrir honum með háreysti og ryskingum. Honum var meinað um útivist og sviptur tóbaki, lesefni og skriffærum mánuðum saman. Tvívegis var hann hafður í fótjárnum í sex vikur alls og í níu mánuði þurfti hann að vera án sængurfatnaðar. Hann var hafður á sterkum lyfjum, þunglyndis- og vöðvaslakandi án þess að gangast undir læknisskoðun sérfræðings. Þegar hann losnaði úr einangruninni var hann því sem næst mállaus sökum fásinnis … Hæstiréttur Íslands lét hafa sig í það að flokka slíka meðhöndlun ekki undir harðræði.
Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson Eintak, 1994
Þegar málið kom fyrir Sakadóm og síðar Hæstarétt vað það löngu hætt að vera venjulegt sakamál sem snerist um sannanlega sekt sakborninga. Ef sakborningar hefðu fengið að njóta þess mikla vafa sem leikur á sekt þeirra og skort á sönnunum hefðu dómarnir í raun fellt ægi þungan dóm yfir íslensku réttarkerfi. Miðað við afstöðu íslenskra dómara í öðrum málum, litla virðingu fyrir grundvallarmannréttindum og þær ákúrur sem þeir hafa fengið frá dómstólum ytra er ekki erfitt að ímynda sér að sú staðreynd hafi vegið þyngra í huga dómaranna en raunveruleg efnisatriði málsins. Það er svo fjölmörgum spurningum ósvarað í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum að það er nauðsynlegt að einhver rannsókn fari fram á þeim. Og það áður en allir aðstandendur þeirra falla frá.
Guðmundur Einarsson
Guðmundur Einarsson Mál 214, 2008
Kom sannleikur málsins nokkurn tíma í ljós? Ein leiðin til að svara þeirri spurningu er að setja sig í spor dómaranna og líta á hlutlausum augum.
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur Eintak, 1994
Já, í sumum tilfellum hefur komið fram að menn hafa játað á sig glæpi til að losna úr gæsluvarðhaldi og stundum er það eina ástæðan.
Baldvin Björn Haraldsson
Baldvin Björn Haraldsson Morgunblaðið, 1997
Þótt snærisþjófur frá Akranesi hafi að lokum verið sýknaður af gamalli ákæru yfirvalds um að myrða böðul Sívert Snorresen, kallaður frjáls maður og sendur aftur til Íslands, eru ekki allir sýknaðir í Hæstarétti. Og það er eðlilegt. Hitt er jafneðlilegt og hlýtur að vera hluti af réttindum þegnanna, að óháður aðili kveði upp dóm, ef um dómstól er að ræða, eða taki stjórnvaldsákvörðun ef um stjórnvald er að ræða, um það hvort efni séu til að endurupptaka mál eður ei, og ekki síst að dómendur séu alltaf dómendur en ekki stundum stjórnvald.
Tryggvi Hübner
Tryggvi Hübner Mál 214
Dómur féll í Geirfinnsmáli 22. Febrúar 1980. Þó einstaka “kverúlanti” þætti á þeim tíma að seilst væri um skör fram í að dæma menn seka án fullnægjandi gagna, ríkti einhugur með þjóðinni um að dæma skyldi. Hvatinn að þessari samstöðu Íslendinga var þó fremur sá að þjóðin var langþreytt á þessu vafstri, en að fólk hefði raunverulega skilning á málatilbúnaðinum. Hafi venjulegir Íslendingar dottað yfir hinni 15 klst. löngu sóknarræðu ríkissaksóknara gátu þeir varla efast um að öllum spurningum hafi þar verið svarað. Almenningur treysti einfaldlega fagmönnum til verksins.

 

Skjaldamerki Íslands

 

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.
 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/geirfinns-og-gudmundarmal/feed/ 1
Dáleiðsla, sjálfsefjun og beiting ímyndunaraflsins http://www.sigurfreyr.com/daleidsla/ http://www.sigurfreyr.com/daleidsla/#respond Fri, 23 Mar 2012 15:23:14 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=1229

Þegar vikið er að höfundum eins og Dale Carnegie, Norman Vincent Peele, Napoleon Hill eða Earl Nightingale brosa sumir góðlátlega. Hugmyndir þeirra um jákvætt hugarfar, jákvæðar staðhæfingar og jákvæðar leiðir til að bæta gæði eigin lífs þykja ekki töff og því stundum léttvægar fundnar. Engum dettur samt í hug að neita því að hugmyndir sem […]]]>

Þegar vikið er að höfundum eins og , , eða brosa sumir góðlátlega.

Hugmyndir þeirra um jákvætt hugarfar, jákvæðar staðhæfingar og jákvæðar leiðir til að bæta gæði eigin lífs þykja ekki töff og því stundum léttvægar fundnar.

Engum dettur samt í hug að neita því að hugmyndir sem menn gera sér um sjálfan sig og getu sína hafi áhrif á líf þeirra.

Hér er ekki aðeins átt við meðvitaðan hugsunarhátt einstaklingsins heldur jafnvel þær hugmyndir sem finna má í undirmeðvitund hans.

Um þetta er ekki deilt. Hér eru nokkur dæmi:

Efnisyfirlit

Rannsóknir hafa leitt í ljós að væntingar fólks – við hverju það býst eða ætlast – hefur afgerandi áhrif á framvindu mála. Þannig geta fyrirfram skoðanir vísindamanna haft áhrif á niðurstöður tilrauna hvort sem um menn eða dýr er að ræða.

Hópi tilraunamanna var sagt að ákveðin rotta byggi yfir meiri greind en aðrar rottur sem þeir höfðu. Fljótlega kom í ljós að þessi sama rotta var sneggri að fara í gegnum völundarhús og skaraði að öllu leyti fram úr öðrum rottum. Ímyndunin var þannig orðin að veruleika.

Þunglyndislyf

Því hefur verið haldið fram að sá árangur sem næst með lyfjanotkun sé ekki vegna lítt skilinna verkana lyfjanna heldur sökum þess að bæði læknirinn og sjúklingurinn búast við árangri og trúa staðfestlega að lyfin geri gagn.

Kennara var talið trú um að ákveðinn hópur barna hefði hærri greindarvísitölu en annar hópur í sama bekk. Í raun var enginn teljanlegur munur á börnunum. Hópnum var síðan skipt í tvo bekki og kennarinn beðinn um að koma eins fram við báða bekkina.

Átta mánuðum síðar reyndust ,,gáfuðu” börnin undantekningarlaust vera með hærri einkunnir. Árangur þeirra á greindarprófi var einnig 28% betri en hinna barnanna. Væntingar kennarans höfðu þannig mótandi áhrif á frammistöðu nemendanna.

Þá eru dæmi um að læknar noti svonefnt placebolyf með góðum árangri. Lyfleysu sem hefur akkúrat ekkert læknisfræðilegt gildi. Lyfleysan er gefin til að fullnægja þörfum sjúklingsins fyrir lyfjameðferð og bætir í framhaldi af því líðan hans. Sjúklingurinn býðst við því að líða betur og verður því að ósk sinni.

Athugun við Harvard-háskóla gaf ótvírætt til kynna að sefjun og væntingar hefðu mikil áhrif í þá veru að minnka sársauka hjá sjúklingum er gengið höfðu undir uppskurð. Sumum sjúklinganna var gefið morfín til að stilla kvalirnar en aðrir fengu lyfleysu.

Niðurstaðan var sú að af þeim hópi manna er fékk morfín losnaði um 52% við sársaukann en um 40% af þeim sem fengu placebolyfið eða lyfleysuna.

Fyrir vikið eru sumir vísindamenn á þeirri skoðun að stór hluti af því gagni sem lyfjameðferð gerir sé ekki vegna lítt skilinna verkana lyfjanna heldur vegna hina huglægu áhrifa. Læknirinn býst við því að lyfið virki, sjúklingurinn gerir það sömuleiðis – og þess vegna virkar það.

Franski líffræðingurinn (stundum kallaður ,,samviska læknisfræðinnar”) fullyrðir að ,,níutíu prósent allra meinsemda, sem fólk leitar með til læknis, læknist án nokkurrar meðferðar”. Dubos telur að gagnsemi lækna felist fyrst og fremst í því að þeir veiti fólki huggun og uppörvun og það sé uppörvunin sem geri það að verkum að fólk lækni sig sjálft.

Umbreytingarmáttur hugansFara efst

Sú skoðun að hugræn iðkun stuðli að lækningu krabbameins þykir heldur fjarstæðukennd. Samt sem áður er , sérfræðingur í geisla- og krabbameinslækningum, sannfærður um að hugarástand hafi áhrif á tilurð, þróun og lækningu krabbameins.

,,Læknismeðferð Simotons byggist meðal annars á mætti ímyndunaraflsins og jákvæðrar hugsunar í baráttunni við krabbameinið.”

Hann segir beint samband vera á milli hugarafstöðu sjúklingsins, lífsvilja hans og framvindu krabbameinsins.

Simonton hefur þróað læknisaðferð sem byggir meðal annars á mætti ímyndunaraflsins og jákvæðrar hugsunar í baráttunni við krabbameinsfrumunar. Sjúklingurinn sér í huga sér vígbúinn og baráttuglaðan riddara sem berst með góðum árangri gegn ,,krabbameinsdrekanum”.

Árangur sem náðst hefur með þessum hugaræfingum lofar góðu. Í sumum tilfellum hefur verið um algeran bata að ræða.

DáleiðslaFara efst

Önnur aðferð, sem færir sér í nyt máttarafl hugans, er dáleiðsla. Um notagildi dáleiðslu er ekki lengur deilt. Hún var snemma á síðustu öld úthrópuð sem svikabrögð og forboðin eða talin gagnslaus af hinu hefðbundna valdi læknisfræðinnar.

Í marga áratugi lokuðu vísindamenn – kröfuhafar alls sannleikans – augunum fyrir lækningamætti dásvefnsins og ásökuðu jafnvel sjúklingana um að gera sér upp bæði veikindin og lækninguna.

Núna er dáleiðsla notuð til að ráða bót á fjölmörgum kvillum eins og t.d. kvíða, ofnæmi, svefnleysi, ristilbólgu, mígreni og kyndeyfð svo nokkur dæmi séu nefnd.

Big red, myndverk eftir Agnar Agnarsson

Émile Coué (1857-1926) kenndi fólki hvernig það gæti hjálpað sér sjálft með því að endurtaka í sífellu: ,,Sérhvern dag, á sérhvern hátt, líður mér betur og betur”. Myndverk eftir Agnar Agnarsson.

Þó að dáleiðsla teljist hentug til lækninga vita menn enn ekki hvað hún raunverulega er né hvernig hún virkar. Heilalínurit af manni sem er í leiðslu líkist til að mynda venjulegu vökulínuriti. Þrátt fyrir þetta er hægt að fá þann sem hefur fallið í dá til að gera ótrúlegustu hluti.

Hann finnur ekki fyrir sársauka þótt hann brenni sig á kertaloga, skellihlær að ímyndaðri grínmynd, verður kófdrukkinn af því að drekka vatn og fer eftir beiðni aftur í tímann og hagar sér eins og smábarn. Bandarískur kraftlyftingamaður gat sem dæmi ekki lyft upp blýanti eftir uppástungu þess efnis frá dávaldi.

SjálfsefjunFara efst

Á síðustu árum hefur sú afstaða átt vaxandi fylgi að fagna að öll dáleiðsla sé í raun og veru sjálfsdáleiðsla. Dáþolinn hefur þannig frumkvæði að því að dáleiða eða sefja sjálfan sig og telur sjálfum sér síðan trú um að leiðslan sé komin til vegna tilmæla dávaldsins.

Sumir dávaldar hafa því tekið upp á því að kenna skjólstæðingum sínum sjálfsefjun svo þeir geti sjálfir beitt dáleiðslu til að leysa vandamál sín.

Sjálfsefjun hefur þann kost að viðtakandi sefjunarinnar stjórnar sjálfur ferðinni og er ekki öðrum háður um árangur. Sefjunartækni gefur einstaklingnum möguleika á að beita vitundarástandi sínu til að hætta reykingum, neyta minni fæðu og losa sig við kvíðatilfinningu án þess að þurfa að grípa til róandi og oft vanamyndandi lyfja.

Aðferðin felst í því að koma sér í slökunarástand og biðja síðan undirmeðvitundina um að vinna bug á því vandamáli sem verið er að vinna með hverju sinni. Reynsla sállækna hefur sýnt að dulvitundin býr yfir langtum meiri þekkingu en hin venjulega vökuvitund. Þess vegna þarf stundum eingöngu að upplýsa dulvitundina um markmiðið sem sjúklingurinn hefur sett sér.

Franski lyfjafræðingurinn áleit að í baráttunni við sjúkdóma væri áhersla á hlutverk viljans alltof mikil. Hann hélt því fram að þegar viljinn og ímyndunaraflið eiga í rimmu bíði ímyndunin undantekningarlaust hærri hlut.

Coué ítrekaði þetta margoft. ,,Viljinn má umfram allt ekki grípa fram í fyrir sjálfsefjun,” skrifaði hann. ,,Það sem við þurfum að stefna að er þroski ímyndunaraflsins. Það er þessum mun að þakka að mér hefur oft tekist að ná árangri í tilvikum þegar öðrum mönnum, mönnum með ótvíræða og mikla hæfileika, hefur mistekist.”

,,Íþróttamenn æfa í huganum viðbrögð sín á leikvellinum og sjá fyrir sér sigur eða nýtt vallarmet áður en til sjálfrar keppninnar kemur.”

Í þessa veru bjó Coué til sérstaka þulu sem hann hvatti sjúklinga sína til að hafa yfir: ,,Sérhvern dag, á sérhvern hátt, líður mér betur og betur.” Þessa einföldu tækni má nota til að sía inn í dulvitundina jákvæðar staðhæfingar sem skila sér síðan í betri heilsu.

Þýskur læknir, að nafni, þróaði þessa tækni lengra. Hann tók mið af iðkun indverskra jóga og taldi að besta leiðin til að nýta sér ummyndunarmátt hugans væri að þróa með sér hæfileikann til að sjá í huganum myndir af því sem einstaklingurinn vildi raungerva.

Schultz vissi að taugakerfið gerir engan greinarmun á raunverulegum atburði og atburði sem gerist eingöngu fyrir tilverknað ímyndunaraflsins. Þess vegna er hægt að tileinka sér færni, til dæmis á sviði íþrótta, með stýrðri ímyndun án þess að venjuleg iðkun eða æfing komi til.

Þessa staðreynd hafa sumir íþróttamenn nýtt sér með góðum árangri. Þeir æfa í huganum viðbrögð sín á leikvellinum og sjá fyrir sér sigur eða nýtt vallarmet áður en til sjálfrar keppninnar kemur.

Stýrðar hugsýnir hjálpa fólki að ná fram markmiðum sínum og hafa gagnger áhrif á framvindu mála.

Breytt sjálfsímyndFara efst

Sjálfsefjun og önnur beiting ímyndunaraflsins nær þó ekki tilgangi sínum ef tilmælin, sem gefin eru, stríða gegn þeirri sjálfsímynd sem einstaklingurinn hefur.

People. Myndverk Agnar Agnarsson

segir í bók sinni Psycho-Cybernetics að sjálfsímyndin virki eins og hitastillir. Til þess að hækka hitann í herberginu verður að færa hitastillinn. Sá sem vill breyta hátterni sínu eða aðstæðum verður á sama hátt að endurskapa sjálfsímyndina. Sjálfsímyndin er yfirleitt þrengri en hún þarf að vera, fólki sést yfir fjölmarga möguleika og mótast af takmarkaðri nýtingu á hæfileikum sínum. Myndverk eftir Agnar Agnarsson.

Hugtakið sjálfsímynd gefur til kynna heildarskoðun einstaklingsins á sjálfum sér, eðli sínu, hæfileikum og sérstöðu. Fólk framkvæmir, stýrir hegðun sinni og finnur til í samræmi við ríkjandi sjálfsímynd og bregður sjaldan út af því munstri.

Persóna sem hefur t.d. þá sjálfsímynd að hún sé ,,of feit” eða ,,hafi ekkert peningavit” getur ekki vænst þess að bæta líkamsþyngd sína né fjárhagsstöðu nema breyta fyrst þeirri sjálfsímynd sem liggur til grundvallar.

Sjálfsímyndin virkar eins og hitastillir. Til þess að hækka hitann í herberginu verður að færa hitastillinn. Sá sem vill breyta hátterni sínu eða aðstæðum verður á sama hátt að endurskapa sjálfsímyndina.

Sjálfsímyndin er yfirleitt þrengri en hún þarf að vera, fólki sést yfir fjölmarga möguleika og mótast af takmarkaðri nýtingu á hæfileikum sínum.

Einstaklingar með neikvæða sjálfsímynd hafa tilhneigingu til að þjást af hugarafstöðu fórnarlambsins. Samkvæmt skilgreiningu fórnarlambsins ákveður umhverfið að öllu leyti hegðun þess; maður er það sem umhverfið hefur gert manni.

Auðveldast er að kenna foreldrum, samfélaginu, fyrri reynslu eða óréttlæti annarra um eigin vandamál. Enginn getur búist við að geta breytt sjálfsímynd sinni fyrr en hann eða hún hefur tekið ábyrgð á henni.

Hver og einn hefur skapað sjálfsímyndina og þann veruleika sem viðkomandi lifir í og getur umskapað hana að vild. Það er enginn þarna úti, sem mun gera það né getur gert það nema þú.

Aðrar fyrirstöður jákvæðrar sjálfsímyndar eru gremja og vandlæting. Báðar þessar tilfinningar festa einstaklinginn í fortíðinni og svipta honum tækifærinu til að vera uppspretta eigin líðanar og kringumstæðna.

Það sem hefur gerst hefur gerst og það er tilgangslaust að velta sér upp úr því. Gremja er hugrænt viðnám gegn því liðna. Það þjónar engum tilgangi að rifja það upp.

,,Viðnám tryggir viðhald, er gömul speki. Tilgangslaust er að bæla, ýta til hliðar eða reyna að breyta því sem er. Innra með þér. Með því að upplifa það sem þú upplifir, þegar þú upplifir það, þá hverfur það af sjálfu sér.”

Vandlæting yfir óréttlæti, mistökum eða heimsku annarra er náskyld gremju því hún færir einstaklingnum gagnslausa svölun yfir því að hafa rétt fyrir sér.

Í báðum tilvikum er persónan fórnarlamb eða afleiðing einhvers annars, leiksoppur þess sem einhver gerði, eða gerði ekki, einhvern tímann.

Hún hefur með hugarfari sínu afhent öðrum stjórnartauminn yfir eigin lífi, í stað þess að taka fulla ábyrgð á því sjálf, og öðlast þar með mátt, þrek eða kraft til að breyta því eftir eigin höfði.

Ef vandamálið er einhverjum öðrum að kenna, en þér sjálfum, ef þú ert ekki uppspretta þess sjálfur, þarftu að bíða þolinmóður uns viðkomandi einstaklingur, fjölskylda, stofnun, stjórnmálaflokkur eða samfélag breyti því fyrir þig.

Sektarkennd er önnur tilfinning, nátengd gremju, sem einkennir neikvæða sjálfsímynd. Sektarkennd er tilraun til að bæta fyrir eitthvað sem þú gerðir eða gerðir ekki, eða heldur að þú hafir gert eða ættir að hafa gert í fortíðinni.

Gremja er viðnám gegn því sem einhver gerði á hlut þinn, sektarkennd viðnám gegn því sem þú gerðir sjálfur eða gerðir ekki. Sökum þess að þú getur ekki breytt fortíðinni er hvoru tveggja óviðeigandi og tilgangslaus hugarafstaða.

, höfundur Psycho-Cybernetics, segir að besta leiðin til að umbreyta neikvæðum tilfinningum eins og sektarkennd, gremju og vandlætingu sé einfaldlega að vera meðvitaður um þegar þær gera vart við sig.

Taka eftir þeim, upplifa þær, leyfa þeim að vera og þá hverfa þær af sjálfu sér. Viðnám tryggir viðhald, er gömul speki. Tilgangslaust er að bæla, ýta til hliðar eða reyna að breyta því sem er. Innra með þér.

Með því að upplifa það sem þú upplifir, þegar þú upplifir það, hverfur það af sjálfu sér. Upplifun á því sem er, skapar rými fyri nýja upplifun.

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.

 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/daleidsla/feed/ 0
Endurupptökubeiðni Sævars Ciesielskis http://www.sigurfreyr.com/endurupptokubeidni/ http://www.sigurfreyr.com/endurupptokubeidni/#respond Wed, 21 Mar 2012 18:22:44 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=103

Þann 23. nóvember 1994 lagði Sævar Ciesielski fram greinargerð til ráðuneytis dómsmála og fór formlega fram á endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála. Í fyrsta hluta greinargerðar sinnar rekur Sævar aðdraganda Guðmundarmálsins. Í öðrum hluta sýnir hann fram á að lögreglan hafi staðið ólöglega að rannsókn mannshvarfanna. Þar tekur hann einstök atriði fyrir lið fyrir lið. Þá […]]]>

Þann 23. nóvember 1994 lagði Sævar Ciesielski fram greinargerð til ráðuneytis dómsmála og fór formlega fram á endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála.

Í fyrsta hluta greinargerðar sinnar rekur Sævar aðdraganda Guðmundarmálsins.

Í öðrum hluta sýnir hann fram á að lögreglan hafi staðið ólöglega að rannsókn mannshvarfanna. Þar tekur hann einstök atriði fyrir lið fyrir lið.

Þá tekur við kafli sem hann kallar „Rannsóknarverð atriði”. Þar heldur hann því meðal annars fram að játningar sakborninga hafi verið þvingaðar fram með harðræði og pyntingum. Sævar var sviptur svefni, útveggur fangaklefans barinn með grjóti og rafmagnsljós látið loga allan sólahringinn.

Sævar var einnig beittur vatnspyntingum. Höfuð hans fært á kaf í vatn en fangavörðunum var kunnugt um að Sævar var vatnshræddur. Sævar var hafður í fótajárnum í niðurlægingarskyni og þess dæmi að strekkt hafi verið á sakborningum, þeir járnaðir á höndum og fótum og teygt á þeim.

Niðurstöður Sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar eru reifaðar í fjórða og fimmta hluta. Sævar gerir ítarlegar athugasemdir við þær og birtir eigin andsvör við einstök atriði.

Þá fylgir greinargerðinni fjölmörg fylgiskjöl sem Sævar aflaði sér meðal annars í Þjóðskjalasafninu eftir að hann hafði fengið leyfi til að kynna sér gögn málsins sem áður höfðu verið lokuð.

Kaflinn sem hér fer á eftir var eftirmáli við umrædda greinargerð.

Myndtexta og millifyrirsögnum hefur verið bætt við.

 

Efnisyfirlit

 

Geirfinns- og Guðmundarmálin hafa verulega sérstöðu í íslenskri réttarfarssögu. Tveir ævilangir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Sakdómi Reykjavíkur. Eru hinir þyngstu dómar á þessari öld.

Sakborningar héldu því fram að þeir hefðu sætt illri og löglausri meðferð af hálfu rannsóknaraðila. Hæstiréttur staðfesti refsingu yfir ákærðu en mildaði dóma.

Afturköllun á framburði ákærðu var ekki tekin til greina, þrátt fyrir að ýmislegt í gögnum málsins benti til þess að ákærðu hafi verið þvingaðir til játninga. Í dómi Hæstaréttar uppkveðnum 22. febrúar, 1980 segir:

Þegar hin rækilega rannsókn bæði fyrir og eftir uppsögn héraðsdóms varðandi harðræði og ólögmæta rannsóknarhætti er virt, verður ekki séð að játningar ákærðu hafi verið fengnar með ólögmætum hætti af hálfu þeirra, er fóru með rannsókn málsins.

Sævar Ciesielski

Sævar Marinó Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn 13. júlí s.l., 56 ára gamall. Sævar hlaut ævilangan fangelsisdóm vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. Hæstiréttur mildaði dóm hans síðar og Sævar sat inni í níu ár af sautján ára dómi. Dómurinn var byggður á játningu sem Sævar sagði hafa verið knúna fram með miklu harðræði. Hann sat lengi í einangrun á meðan málin voru rannsökuð, eða alls 742 daga í einangrunarvist! Þegar hann varð látin laus úr fangelsi árið 1984 barðist hann fyrir því að málið yrði tekið upp aftur. Sævar lýsti alltaf yfir sakleysi sínu og taldi að á sér hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 og 1999 fór hann formlega fram á endurupptöku málanna, en því var hafnað. Hæstiréttur hefur alla tíð síðan haft skömm fyrir þessa höfnun svo og þeir dómarar og embættismenn, sem að henni stóðu. Þessi grein er eftirmáli við greinargerð Sævars Ciesielskis um endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála. Hana er einnig að finna í bók Sævars Dómsmorð sem kom út 1997.

Og þar með var afturköllun á framburði hafnað. Þetta var aðalforsendan sem Hæstiréttur lagði til grundvallar eins og um væri að ræða sönnun fyrir sekt sakborninga.

Ég tel að Hæstiréttur hafi ekki haft heimild til að kveða upp slíkan dóm byggðum á svo vafasömum forsendum. Dómstóllinn var að fjalla um morðákæru, mjög alvarlega ákæru, og hafði örlög manna í hendi sér.

Hæstarétti bar skv. lögum að krefja ákæruvaldið um sannanir. Í dómsniðurstöðu telur Hæstiréttur sig hafa fundið sönnun, sem hann sjálfur býr til. Hann telur sakleysi rannsóknaraðila sannað. Þar með sannist sekt sakborninga. Sú rannsókn sem dómstóllinn vitnar til var umdeild og takmörkuð við ákveðin atriði eins og ég hef rakið hér að framan.

,,Það var ekki spurt hvað gerðist heldur reynt að sanna hvað gerðist ekki.” Eins og Sr. Jón Bjarmann fv. fangaprest orðaði það, þegar hann var spurður um álit sitt á Harðræðisrannsókninni.

Dómararnir hljóta að hafa áttað sig á því, að hér var ekki eðlilegt mál á ferð. Vegna lesturs ýmissa dómsmála og réttarfarsreglna mátti þeim vera fullkunnugt um, að ekki væri allt með felldu.

Margvíslegir og síbreytilegir framburðir sakborninga, hefðu átt að gefa tilefni til, alvarlegrar endurskoðun á sakarefninu.

Tveir rannsóknarlögreglumenn sátu að allri rannsókn á fyrstu mánuðum, ásamt rannsóknardómara. Þá bættust fleiri í hópinn og síðan kom hingað til lands glæpasérfræðingur frá Þýskalandi, sem var fenginn til að taka við stjórn rannsóknarinnar.

Ólöglegar rannsóknaraðferðirFara efst

Rannsókn stóð yfir í rúmt ár þar til að framburðir voru samrýmanlegir. Það sem olli rannsóknaraðilum erfiðleikum var að sakborningar voru ekki ,,samvinnuþýðir” og neituðu sakargiftum. Í gögnum málsins er hvergi að finna áþreifanleg gögn nema skýrslur sem hnoðað var saman undir þeim þrýstingi sem þegar hefur verið lýst.

,,Skýrslutökur voru afsprengi óformlegra yfirheyrslna sem stóðu yfir í marga daga, vikur og jafnvel mánuðum saman án þess að skýrsla væri gerð.”

Hvorki líkamsleifar Guðmundar né Geirfinns hafa fundist. Hvorki blóð né önnur ummerki gátu varpað ljósi á atburði. Það sem upp úr stendur eru óeðlileg vinnubrögð rannsóknaraðila t. d. óformlegar yfirheyrslur lögreglumanna og viðurkenndur ásetningur þeirra um að fá sakborninga til að játa á sig sakir. Rannsóknaraðilar viðurkenndu fyrir sakadómi að ekki voru vottar að yfirheyrslum eða skýrslutöku, heldur voru þeir kvaddir til eftir á.

Skýrslutökur voru afsprengi óformlegra yfirheyrslna sem stóðu oft yfir í marga daga, vikur og jafnvel mánuðum saman án þess að skýrsla væri gerð. Þær spurningar sem lagðar voru fyrir sakborninga koma hvergi fram. Þannig höfðu rannsóknaraðilar frjálsar hendur um að ásaka sakborninga með allskyns lygum og rangindum, sem ollu því, að framburðir komu í kjölfarið.

Það var ekki hjá því komist, að eitthvað gæfi sig hjá ráðvilltum ungmennum, þegar ýtt var undir það með öllum tiltækum ráðum. Ekki má gleyma því, að þarna var um að ræða fullorðna menn, sem ætla mætti að hefðu töluverða yfirburði.

Á sama tíma og þessar aðfarir áttu sér stað, lá fyrir fjarvist mín í Guðmundarmáli, en Ásgeir Friðjónsson dómari í ávana- og fíkniefnum hafði afhent rannsóknaraðilum gögn þar að lútandi. Fjarvistarsönnun, sem byggir ekki á óljósum minningum sakborninga eða annarra aðila, heldur má finna í lögregluskýrslum sem, gerðar voru á sama tíma og glæpurinn átti að hafa verið framinn.

Einar Bollason

,,Einar Bollason skýrði frá því í sjónvarpsviðtali rúmu ári eftir að honum var sleppt, að hann hafi í lok þriggja mánaða einangrunar verið farinn að efast um sakleysi sitt. Hvað hefði gerst, ef hann hefði setið inni einn, tvo eða þrjá mánuði í viðbót? Hefði hann þá setið á sakamannabekk í Geirfinnsmálinu, kannski dregið framburð sinn til baka, en fáir eða engir trúað honum?”, segir Sævar Ciesielski m.a. í greinargerð sinni. Sjálfur var Sævar í rúm tvö ár í einangrun, eða 106 vikur. Þegar dómur féll í máli hans hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í heil fimm ár. „Ég var í tvö ár í gluggalausum klefa og meira að segja hlekkjaður. Í heilt ár fékk ég ekki að fara út undir bert loft,” sagði Sævar síðar um reynslu sína.

Við yfirheyrslur í sakadómi á meintu harðræði, voru rannsóknaraðilar og fangaverðir allir yfirheyrðir sem vitni. Framburðir sakborninga um harðræði voru lesnir fyrir þá. Skv. VI. kafla, 32 gr. embættislaga nr. 38/1954 gátu fangaverðir leynt vitneskju sinni úr starfi.

Í lögunum segir: ,,Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði, er hann fær vitneskju um í starfi og leynt skulu fara skv. lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli málsins. Þagmælskan helst, þótt látið sé af starfi.”

Ekki var þeim bent á, að þeir væru lausir frá þessari skyldu, sem maður skyldi ætla að hefði verið fyrsta verk sakadómaranna. Ég fékk ekki að láta leggja fyrir spurningar, hvorki fyrir þá né aðra. Ég fékk ekki að kynna mér sakagögn, fyrr en eftir að ég var dæmdur í sakadómi Reykjavíkur.

,,Þessi mál eru áfellisdómur yfir íslenskum fjölmiðlum. Þeim var nokkuð sama um þá sem inni sátu og skemmtu sér við að spinna upp alls kyns sögur.”

Við rannsókn á meintu harðræði 1979, undir stjórn Þóris Oddssonar vararannsóknarlögreglustjóra ríkisins, sannaðist þó, að fangaverðir og rannsóknaraðilar gerðust sekir um harðræði, þótt þeir neituðu því fyrir sakadómi. Þar héldu þeir því fram að sakborningar hafi ekki orðið fyrir neins konar harðræði, þrátt fyrir vitnisburð eins fangavarða um að fangelsisstjórinn hafi gengið í skrokk á mér.

Við rannsóknina var aðeins byggt á einum kinnhesti sem sannaðist að fangelsisstjórinn hefði gefið mér. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið hið eina sem var aðfinnsluvert! Hæstiréttur leit alveg framhjá framburði Jónu Sigurðardóttur, fangavarðar. Við rannsókn á harðræði var ég aldrei spurður út í einstök atriði er komu fram í framburði hennar.

Þetta gerir rannsóknina ómerka að mínu mati. Ég var þolandi þess sem hún lýsti og gat gefið nánari lýsingu á atburðum, sem hún sagði frá. En ég var aldrei spurður. Framburður Hlyns Þórs Magnússonar sýnir ótvírætt, að fangaverðir og lögreglumenn gáfu rangan framburð í Sakadómi Reykjavíkur. Með vísan til þessa eru ásakanir sakborninga réttar og felldur dómur skal því dæmast ómerkur.

Þessi mál eru einnig áfellisdómur yfir íslenskum fjölmiðlum. Þeim var nokkuð sama um þá einstaklinga, sem inni sátu og skemmtu sér við að spinna upp alls kyns sögur. Ég var af erlendum uppruna og það var eins og menn fengju sprautu í afturendann við að veita slíkum aðila högg. Ég átti ekki sterka að, en það hefur vafalaust haft töluvert að segja.

EinangrunarvistinFara efst

Einangrunarvistin í Síðumúla miðaði að því að gera mann að aumingja. Einangrunin var eins og sálrænt skrúfstykki, sem gerir manninn að engu. Erfitt er fyrir þá sem ekki þekkja einangrunarvist að gera sér í hugarlund, hvaða áhrif hún hefur á mannssálina. Rökhugsun, dómgreind og aðrir hæfileikar, sem tengdir eru andlegu jafnvægi, eru alls ekki sjálfgefnir, heldur þróast þeir í samspili við umhverfið og þurfa stöðugt staðfestingar við.

Langvarandi einangrun og tilbreytingaleysi brýtur niður allar frumhvatir mannsins, viljann til að lifa og hæfileikann til að skilja. Dómgreindin brenglast og skilin milli draums og veruleika hverfa.

Af margs konar rannsóknum, sem gerðar hafa verið, er ljóst, að skynhrif eru mannshuganum jafnnauðsynleg og matur líkamanum. Einangrun er grimmileg refsing. Ekki verður séð, hvaða tilgangi það þjónar að láta fanga búa við kost hellisbúa, pína hann og kvelja. Langvarandi einangrun og tilbreytingaleysi brýtur niður allar frumhvatir mannsins, viljann til að lifa og hæfileikann til að skilja.

Dómgreindin brenglast og skilin milli draums og veruleika hverfa. Ekki fer milli mála, að þessi einangrun var brot á mannréttindum. Til hvers að refsa grunuðum manni með þessum hætti, þegar ekki er einu sinni vitað, hvort hann sé sekur. Langvarandi einangrun leiðir alltaf til syndajátninga. Það vissu þeir, sem að rannsókn stóðu.

Einar Bollason skýrði frá því í sjónvarpsviðtali rúmu ári eftir að honum var sleppt, að hann hafi í lok þriggja mánaða einangrunar verið farinn að efast um sakleysi sitt. Hvað hefði gerst, ef hann hefði setið inni einn, tvo eða þrjá mánuði í viðbót? Hefði hann þá setið á sakamannabekk í Geirfinnsmálinu, kannski dregið framburð sinn til baka, en fáir eða engir trúað honum?

Ungverski kardínálinn Jezsef Mindszenty var tekinn til fanga árið 1948 eftir valdatöku kommúnista. Lýsing hans er víða tekin sem dæmi um svokallaðar þvingunarfortölur. Eftir fimm vikna einangrunarvist og yfirheyrslur, án beinna líkamlegra pyndinga, játaði hann á sig ýmsa glæpi, meðal annars að hafa verið amerískur njósnari. Hann segir svo frá:

Líkamsstyrkur minn fór greinilega minnkandi. Ég tók að óttast um heilsu mína og líf m.a. gagntekinn þeirri tilfinningu að ég væri algerlega yfirgefinn og varnarlaus. Mótstöðukraftur minn fór smám saman þverrandi. En sinnuleysi mitt óx. Mörkin milli sannleika og lygi, raunveruleika og óraunveruleika, urðu æ óljósari, … Ég hætti að treysta eigin dómgreind. Sólarhringum saman höfðu ákæru ,,syndir” mínar verið barðar inní hausinn á mér, og nú tók ég sjálfur að trúa því, að á einhvern hátt hlyti ég að vera sekur. Aftur og aftur voru sömu hlutirnir endurteknir í ýmsum myndum … Ég gat aðeins verið viss um eitt: Að það var engrar undankomu auðið … Skekið taugakerfið veikti mótstöðuafl hugans, brenglaði minni mitt, gróf undan sjálftrausti mínu og viljastyrk – gerði í stuttu máli að engu þá eiginleika sem gera mann að manni … Eftir aðra viku mína í gæsluvarðhaldi gat ég fundið, hvernig mótstöðukraftur minn var að fjara út. Ég var ekki lengur fær um að rökstyðja mál mitt, né gat ég varist lygum og útúrsnúningi. Við og við gafst ég upp og sagði eitthvað á þá leið, að það væri ástæðulaust að hafa um þetta fleiri orð, því kannski hefði þetta alltsaman gerst á þann hátt sem aðrir sögðu … Án þess að vita hvað hafði gerst með mig, var ég orðinn annar en ég hafði verið.

Ég er aðeins að benda á, hvernig einangrunarvist getur brotið menn niður andlega, menn sem ætla má að hafi styrkleika meiri en í meðallagi. Og fyrst kardínálinn var orðinn amerískur njósnari og glæpamaður að auki eftir fimm vikur, hvað hefði hann ekki getað játað á sig eftir fimm mánuði, svo ekki sé minnst á tuttugu og fimm?

HarðræðiðFara efst

Einar Bollason

,,Martröð er létt af þjóðinni,” var haft eftir dómsmálaráðherra Ólafi Jóhannessyni, þegar rannsókninni lauk með miklum blaðamannafundi 2. febrúar 1977. Þar kynnti hinn þýski rannsóknarmaður Karl Schütz niðurstöður sínar. Ólafur reyndist þó ekki sannspár, martröðinni var ekki létt af þjóðinni. Enda kannski ekki hægt að búast við því að sakborningar fengju réttláta dómsmeðferð þegar stjórnmálamenn, fjölmiðlar, lögregla, ákæruvald og nær þjóðin öll var búinn að kveða upp úr um sekt þeirra.

Við rannsókn Geirfinns- og Guðmundarmála var dóms- og framkvæmdavald á sömu hendi. Réttarstaðan var frábrugðin því, sem hún er nú. Fangelsisstjóri og fangaverðir tóku þátt í yfirheyrslum. Ég var beittur líkamlegu ofbeldi m. a. kaffærður í álvaski af fangaverði.

Stöðugt þurfti ég að sæta niðurlægingu og vanmáttur minn óx að sama skapi. Ég varð fyrir stöðugu ónæði fangavarða, og hótunum frá rannsóknaraðilum. Mér var meinuð útivist í marga mánuði, sviptur lesefni og skriffærum mánuðum saman, eða þar til ég játaði aðild að Geirfinnsmáli.

Ég var hafður í fótjárnum tvívegis í sex vikur alls. Meinað að hafa sængurfatnað og skriffæri í níu mánuði. Ljós var látið loga stöðugt í klefanum vikum saman. Haldið var vöku fyrir mér með háreysti og öðrum vitleysisgangi.

Ég var hafður í rúm tvö ár í 6 fm. klefa í Síðumúlafangelsi með óopnanlegum glugga og suðandi loftræstikerfi dag og nótt, að undaskildum tveimur mánuði þegar ég var hafður í einangrun á Skólavörðustíg 9.

Fangelsið í Síðumúla var ólögleg vistarvera skv. alþjóðlegum stöðlum. Borgaryfirvöld gáfu leyfi fyrir breytingum á húsnæðinu við Síðumúla, sem yrði þá breytt í fangageymslu lögreglunnar. Aðeins var gert ráð fyrir að menn væru hafðir þar í haldi í mestalagi sólarhring. En 1972 var því breytt í úttektar- og varðhaldsfangelsi án tilskilinna leyfa.

,,Einangrunarvistin miðaði að því að gera mann að aumingja. Einangrunin var eins og sálrænt skrúfstykki, sem gerir manninn að engu.”

Í byrjun ársins 1976 var því alfarið breytt í gæsluvarðhaldsfangelsi án tilskilinna leyfa. Sú ákvörðun dómsmálaráðuneytisins fór hvorki fyrir borgarráðsfund né tóku heilbrigðisyfirvöld það út. Fyrst árið 1978 var úttekt gerð vegna kvartana á hitasveiflum í loftræstikerfi fangelsisins.

Ég var hafður á sterkum lyfjum, þunglyndis og vöðvaslakandi, án þess að gangast undir læknisskoðun sérfræðings, sem olli því að ég yfirbugaðist á sál og líkama.

Langvarandi einangrun og sá djöfulsskapur, er ég varð fyrir af fangavörðum og rannsóknaraðilum auk lyfjagjafa, olli því, að ég var ekki dómbær á það sem ég staðfesti í skýrslum hjá rannsóknaraðilum. Einangrunardvölin hafði mikið að segja og spilaði stóran þátt í játningum sakborninga.

Ég tel víst, að lögreglumennirnir hefðu gengið endanlega frá mér, hefði ég þráast lengur við að staðfesta frásögn þeirra. Öll meðferðin miðaði að því að gera mig að ómarktækum aumingja. Eftir þessa einangrunarvist tók við önnur þjáning. Ég átti erfitt með að tala og þurfti að læra málið upp á nýtt. Andlegar og líkamlegar aukaverkanir eru varanlegar og marka djúp spor í sálarlíf mitt. Hvernig er hægt að fyrirgefa kerfi, sem kemur svona fram við mann?

Ég geri kröfu um að vera hreinsaður af fyrrnefndum málum og að mér verði bætt sú niðurlæging, sem ég hef þurft að þola, með hæstu leyfilegu fjárbótum.

Skjaldamerki Íslands

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.

Ítarefni um Geirfinns- og GuðmundarmálFara efst

.

.

.

 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/endurupptokubeidni/feed/ 0
Umdeild efni – Mannfræðileg úttekt á vímuefnum http://www.sigurfreyr.com/umdeild-vimuefni/ http://www.sigurfreyr.com/umdeild-vimuefni/#respond Tue, 20 Mar 2012 18:44:28 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=766

Umdeild efni – Mannfræðileg úttekt á vímuefnum er lokaverkefni til BA-gráðu í mannfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands eftir Hilmar Már Gunnarsson. Í útdrátti verkefnisins segir: ,,Vímuefni hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Í ritgerðinni er leitast við að skoða stöðu vímuefnarannsókna innan mannfræðinnar og í hvaða átt þær beinast. Út frá því er rýnt í […]]]>

er lokaverkefni til BA-gráðu í mannfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands eftir Hilmar Már Gunnarsson.

Í útdrátti verkefnisins segir: ,,Vímuefni hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Í ritgerðinni er leitast við að skoða stöðu vímuefnarannsókna innan mannfræðinnar og í hvaða átt þær beinast.

Út frá því er rýnt í þætti sem skipta máli fyrir félagslega og menningarlega nálgun en einnig komið inn á nálgun raunvísindamanna sem og orðræðu samfélagsins. Ætlunin er að nálgast vímuefni sem hluta af neyslumenningu mannkynsins óháð siðferðilegum gildum.

Sýnir ritgerðin þannig fram á að þrátt fyrir landlæga vímuefnafælni Vesturlanda hefur aukin neysla þeirra á tuttugustu öldinni haft gríðarleg áhrif á aðra menningarheima sem eiga oft að baki langa menningarbundna neyslusögu á efnum sem hafa verið gerð ólögleg á síðustu áratugum.

Mikilvægi félagslegrar formgerðar og menningarlegra gilda er þannig skoðað í samhengi með þeim vandamálum sem hafa í auknu mæli verið í forgrunni umræðunnar um vímuefni.

Einnig er komið inn á formgerð valds og hvernig valdhafar hafa oft notað vímuefnaneyslu minnihlutahópa sem afsökun til ofsókna og hefur slíkt jafnvel verið ráðandi í lagasetningum. Valdahafar hafa einnig sett mannfræðingum skorður þegar kemur að styrkveitingum til vímuefnarannsókna og þannig í raun mótað stefnu fræðigreinarinnar.

Markmið ritgerðarinnar er ekki að vera tæmandi heldur frekar innlegg inn á svið sem hefur að mörgu leyti verið vanrækt af mannfræðingum þrátt fyrir mikilvægi þess fyrir menningu og félagslegt umhverfi samfélagsins.”

Sigurfreyr.com hefur fengið góðfúslegt leyfi hjá Hilmari Már Gunnarssyni til að birta 7. og 8. kafla ritgerðarinnar. Þeir sem vilja kynna sér hana í heild sinni, og þær heimildir sem hún styðst við, er bent á .

Skemman er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru einkum geymd lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna.

 

 

Umdeild efni – Mannfræðileg úttekt á vímuefnum

 

Efnisyfirlit

Orðræðan og staða vímuefna í nútímasamfélagiFara efst

Vímuefni koma daglega fyrir í helstu fréttamiðlum á Íslandi en orðræðan er samt einsleit. Ef maður opnar fréttasíðu á netinu er ekki ólíklegt að allavega ein frétt sé um að lögreglan hafi stöðvað kannabisframleiðslu. Um helgar eru fréttir um ölvunar- og vímuefnaakstur tíðar
og upp á síðkastið hefur umræðan um lyfseðlaskyld lyf orðið háværari.

Fíkniefnastríðið í Mexikó er einnig fyrirferðamikið í fréttum og gengjavæðing hins íslenska undirheims sem stólar að stærstum hluta á vímuefni sem tekjulind hefur ekki farið fram hjá neinum. Sameinuðu þjóðirnar telja að ólöglegi fíkniefnamarkaðurinn velti árlega 320 billjónum Bandaríkjadala (www.economist.com, 2009) en taka þarf þeim tölum samt með fyrirvara þar sem engin leið er að reikna slíkt nákvæmlega.

Auðveldara er að sjá bein áhrif markaðarins á samfélög eins og í tilfelli Marokkó þar sem kannabisframleiðsla hefur farið úr 5000 tonnum í 250.000 tonn á síðustu 30 árum og er í dag stærsta tekjulind landsins þótt opinberlega sé það ferðamannaiðnaðurinn (www.guardian.co.uk, 2003).

Tilraunir Evrópusambandsins til að bjóða þeim bændum fé sem hætta framleiðslu á kannabisi hafa fallið í grýttan jarðveg og benda margir á að vandamálið sé fyrst og fremst nálægð landsins við tuttugu milljón manna kannabismarkað í Evrópu (www.guardian.co.uk, 2003).

Sigurfreyr.com

Hilmar Már Gunnarsson bendir á í ritgerð sinni Umdeild efni – Mannfræðileg úttekt á vímuefnum að oft sé sagt að bann við vímuefnum sé það eina sem glæpahópar og lögreglan sé sammála um. Þar er um að ræða efnahagslega hagsmuni á báða bóga og þarft að rannsaka slíkt heildrænt og án siðferðilegra gilda.

Fréttaflutningur af vímuefnum er oft litaður af hagsmunum Vesturlanda og áherslan er á framboðið og framleiðsluna en lítið komið inn á þá staðreynd að slíkt helst aðeins í hendur við eftirspurn.

Þannig óma oft gamlar tuggur um að framleiðsluríkin séu að ýta vímugjafanum að neytendum á Vesturlöndum, þó að líkt og með flestar vörur sé það neytandinn sem stjórni ferðinni.

Þegar kemur að forvörnum hefur orðræðan lítið breyst í áraraðir og oftast er helsta vopnið hræðsluáróður. Í nýlegu viðtali við Ísland í bítið tjáði Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi hjá Marita samtökunum sig um kannabisneyslu ungmenna og kom þar meðal annars með nokkur dæmi.

Þar á meðal voru sögur af grunnskólabörnum sem svæfu úti með hníf sér við hlið í kjölfar kannabisneyslu. Hann varaði einnig við því að ungir íþróttamenn á keppnisferðalögum erlendis væru að hitta menn niðrí bæ með ,,rastafléttur” og versla af þeim kannabis.

Hann hélt svo áfram og sagði að vísbendingar um neyslu væru meðal annars þær að unglingurinn gæti í stað ,,venjulegrar” tónlistar verið farinn að hlusta á reggae tónlist þar sem hún væri sprottin upp úr kannabistrúarbrögðum (www.pressan.is, 2011).

Ummæli Magnúsar líkjast ansi mikið því sem mannfræðingar þekkja sem þjóðhverfu og vonandi að foreldrar fari ekki með borgaralegum handtökum á alla með “rastafléttur” eða brenna Hjálmadiska í kjölfarið.

Það er hins vegar verra að unglingurinn sér í gegnum slíkan áróður og því hafa yfirlýsingar Magnúsar þveröfug áhrif þegar kemur að forvörnum. Ronald K. Siegel bendir á að þegar forvarnarstefnan var hvað virkust í Bandaríkjunum á níunda áratugnum, hafi birst sjónvarpsauglýsing sem sýndi venjulegt egg og lýst yfir; ,,hér er heilinn á þér” síðan var skipt yfir í mynd af spæleggi á pönnu og lýst yfir ,,hér er heilinn á þér á eiturlyfjum”.

Hann segir að ef þessar auglýsingar hafi átt að sýna heila eftir langvarandi áfengisneyslu þá gæti höfundum þeirra verið fyrirgefin slík einföldun en hvað varðar skaðminni vímuefni (í tilfelli heilans), eins og kókaín, LSD, kannabis og mörg önnur ólögleg efni, séu slíkar ýkjur ekki vænlegar til árangurs (Siegel, 2005, 287).

,,Það loðir oft við vímuefna umræðuna að fáir þora að andmæla og benda á rangfærslur, jafnvel þótt að ,,keisarinn sé kviknakinn“, því að þegar einhver gerir það getur það leitt til uppsagnar og samfélagslegrar fordæmingar.”

Hann bendir ennfremur á að sagan sýni það svart á hvítu. Hin svokallaða ,,baby boomers” kynslóð hafi fengið sömu viðvaranir í æsku en engu að síður orðið sú kynslóð sem hvað sólgnust er í vímugjafa.

Sjónarhorn Siegels er auðvitað mjög kalt og vísindalegt. Þannig er hann ekki að efast um skaðsemi vímuefna eins og kókaíns, heldur benda á að þegar kemur að forvörnum þá er mikilvægt að koma fram með réttar upplýsingar, ekki bara sjokkera með myndmáli eða hryllingsögum. Slíkt hafi verið stundað í áratugi og árangurinn sé sama sem enginn.

Í dag ætti að vera enn mikilvægara að setja hlutina fram með vísindalegum rökum þar sem sú kynslóð sem nú vex úr grasi á í engum erfiðleikum með að afla sér upplýsinga í gegnum internetið.

Ef við skoðum svo aðeins nánar rök Magnúsar þá er það fyrst hið framandi útland sem er varhugavert. Þar leynast margar hættur og þá helst menn með ,,rastafléttur” sem eru á öllum götuhornum að selja börnum vímuefni.

Hugmyndir hans um tónlist kallast svo óneitanlega á við orðræðuna í Bandaríkjunum eftir fyrra stríð þar sem blökkumenn voru sagðir leika djöflatónlist (jazz) svo sturlaðir af kannabisi að þeir réðust að öllum hvítum konum sem urðu á vegi þeirra.

Slík umræða náði einnig alla leið til Íslands þar sem frétt í Morgunblaðinu frá 1938 kennir jazz tónlistarmönnum um að hafa flutt ,,eiturnautnina” marijúana frá Mexíkó til Bandaríkjanna (timarit.is).

Þarna eru því komin þrástef sem hafa einkennt orðræðuna í marga áratugi og enn í dag sér ekki fyrir endann á þeim. Orðræðugreining í anda Michel Foucault kennir manni að sjá út slík þrástef og einnig að sjá áhrif ráðandi gilda samfélagsins á umræðuna.

David Nutt

David Nutt, aðalráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla um ólögleg vímuefni sem hann sagði einkennast af hræðsluáróðri. Hann nefndi sem dæmi að á 10 ára tímabili í Skotlandi hafi eitt af hverjum 250 dauðsföllum af völdum paracetamóls verið tilkynnt, eitt af hverjum 50 í tilfelli diazepam, en eitt af hverjum 3 þegar kom að amfetamíni og í tilfelli MDMA hvert eitt og einasta. Í kjölfar þessara skrifa var Nutt ávítaður af þáverandi heimamálaráðherra Breta Jacqui Smith og skipað að biðja fjölskyldur fórnarlamba MDMA afsökunar. Nokkrum mánuðum seinna var hann svo rekinn úr stöðu sinni og útskýringin var sú að hann væri að vinna gegn stefnu ríkistjórnarinnar.

Öll mótumst við að þeirri menningu sem við búum við og þannig litast skoðanir okkar af hefðum og gildum samfélagsins. Kristín Björnsdóttir telur upp nokkra hluti sem rannsakandi þarf að hafa í huga þegar hann tekur viðtöl en þessir hlutir eiga einnig vel við þegar almenn viðtöl eru skoðuð líkt og í tilfelli Magnúsar.

Fyrst er það að hvað miklu marki hefur reynsla viðmælandans mótast af ríkjandi hugmyndum og hefðum sem endurspeglast í fjölmiðlum og fræðsluefni sem haldið er að fólki? Að hve miklu marki hefur viðmælandi samsamað sig ákveðnum skilningi sem hefur birst t.d sem rannsóknarniðurstöður í fjölmiðlum (Kristín Björnsdóttir, 2003)?

Það má því ekki dæma Magnús of hart, málflutningur hans er afsprengi samfélags þar sem hræðsluáróður hefur lengi verið talin besta leiðin. Maður setur frekar spurningamerki við þá aðila sem stjórna viðtalinu að hafa ekki fundið að málflutningi hans þegar hann dró upp staðalmyndir líkt og tengsl blökkumanna við kannabis.

En það loðir oft við vímuefnaumræðuna að fáir þora að andmæla og benda á rangfærslur jafnvel þótt að ,,keisarinn sé kviknakinn”, því að þegar einhver gerir það getur það leitt til uppsagnar og samfélagslegrar fordæmingar, eða stimplunar líkt og hefur verið bent á hér áður í tilfelli neytenda efnana.

Gott dæmi um það er brottrekstur David Nutts doktors í sálfræði og taugasállyfjafræði úr stöðu sinni sem aðalráðgjafi bresku ríkistjórnarinnar í vímuefnamálum. Nutt sem hefur 30 ára reynslu í því að rannsaka vímuefni skrifaði leiðara í tímaritið Journal of Physcopharmacology árið 2009. Þar ber hann saman áhættuþætti þess að vera haldin svokölluðu Equine Addicton Syndrome sem mætti þýða sem útreiðafíkn við neyslu á MDMA betur þekktu sem ecstacy.

Útreiðar leysa úr læðingi adrenalín og endorfín og eru stundaðar af milljónum manna á hverju ári í Bretlandi. Nutt fékk áhuga á að skoða þær betur eftir að hafa fengið til sín sjúkling með alvarlegan taugaskaða eftir að hafa dottið af baki hests. Þegar hann skoðaði þær nánar þá kom í ljós að meðaltali 10 deyja á ári og fjöldi annarra verða fyrir óafturkræfum taugaskaða líkt og sjúklingur hans.

Einnig sýndu þær niðurstöður að mun meiri líkur voru á að hljóta skaða við útreiðar heldur við notkun MDMA, þannig er líkur á skaða í 1 af hverjum 350 tilfellum í útreiðum en hjá MDMA í 1 af hverjum 10.000 tilfellum (Nutt,2009).

Nutt valdi útreiðar einnig vegna þess að þær eru álitnar heilbrigð skemmtun og það væri auðvelt að fylgja eftir banni á þeim þar sem ólíkt flestum vímugjöfum er ekki hægt að stunda þær í skjóli heimilisins. En það sem kannski skiptir hvað mestu máli er að í samanburði við margt annað sem er leyft, líkt og fallhlífastökk, teygjustökk og aðrar jaðaríþróttir, þá eru þær frekar saklausar þrátt fyrir fyrrgreindar tölur.

Út frá því spyr hann hvers vegna svo skaðlegar íþróttir eru leyfðar, á meðan tiltölulega hættulítil vímuefni eru gerð refsiverð. Þar er að hans mati um að ræða samfélagslega mótaða afstöðu sem fylgir ekki vísindalega sannaðri greiningu á áhættu (Nutt, 2009).

,,Mál Nutt sýnir hversu mikið bil hefur myndast á milli ráðamanna og þeirra sem stunda rannsóknir á vímuefnum. Þar mætist pólitík og vísindi, fyrri hópurinn byggir á mórölskum gildum á meðan sá seinni styðst við töluleg gögn eða það sem er betur þekkt sem megindlegar rannsóknir.”

Stjórnvöld skilja að hans mati ekki ástæðurnar á bakvið vímuefnaneyslu fólks og vanmeta getu þeirra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir út frá áhættuþáttum tengdum þeim. Hann heldur því ennfremur fram að almenningur, og þá sérstaklega ungt fólk, sé meðvitaður um skort á skynsamlegri og rökrænni umræðu um áhættur vímuefna. Þetta leiði svo til þess, líkt og ég kom inn á fyrr, að fólk hættir að taka mark á þeim boðskap sem stjórnvöld hafi í þeim málum (Nutt, 2009).

Nutt gagnrýnir einnig fréttaumfjöllun sem hann segir einkennast af hræðsluáróðri. Hann nefnir sem dæmi að á 10 ára tímabili í Skotlandi hafi eitt af hverjum 250 dauðsföllum af völdum paracetamóls verið tilkynnt, eitt af hverjum 50 í tilfelli diazepam, en eitt af hverjum 3 þegar kom að amfetamíni, og í tilfelli MDMA hvert eitt og einasta (Nutt, 2009).

Í kjölfar þessara skrifa var Nutt ávítaður af þáverandi heimamálaráðherra Breta Jacqui Smith og skipað að biðja fjölskyldur fórnarlamba MDMA afsökunar, nokkrum mánuðum seinna var hann svo rekinn úr stöðu sinni og útskýringin var sú að hann væri að vinna gegn stefnu ríkistjórnarinnar (www.guardian.co.uk, 2009).

Mál Nutt sýnir hversu mikið bil hefur myndast á milli ráðamanna og þeirra sem stunda rannsóknir á vímuefnum. Talar Nutt sjálfur um að þar mætist pólitík og vísindi, fyrri hópurinn byggir á mórölskum gildum á meðan sá seinni styðst við töluleg gögn, eða það sem er betur þekkt sem megindlegar rannsóknir.

Það má því spyrja sig hvort þar á milli sé ekki pláss fyrir eigindlega nálgun mannfræðinnar þar sem bæði sértæk dæmi og töluleg gögn geta lifað góðu lífi saman.

Refsing, lækning og völdFara efst

Við erum í dag öll þátttakendur í stríði, stríði sem hefur að vissu leyti geysað síðustu 100 ár en var formlega lýst yfir árið 1971 af Richard Nixon þáverandi Bandaríkjaforseta (Siegel, 2005).

Ísland er ekki undanskilið og muna margir kannski eftir loforði stjórnvalda á tíunda áratugnum um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Ekki rættist úr þeim draumi og mætti kannski frekar segja að hann hafi snúist upp í andhverfu sína. Í dag virðist Ísland að mörgu leyti sjálfbært þegar kemur að framleiðslu á vímuefnum og jafnvel sögusagnir uppi um útflutning á þeim (www.pressan.is, 2009).

Nýjasta stríðsyfirlýsingin kom svo árið 2006 frá þá nýkjörnum forseta Mexíkó Felipe Calderon og hét hann að ráða niðurlögum glæpahringja sem stjórna þar vímuefnamarkaðinum. Sú ósk rættist ekki og í dag er mannfallið komið í 35.000 síðan Calderon blés til sóknar og ástandið síst að batna (www.guardian.co.uk, 2011). Afhöfðuð lík finnast nú á vinsælum ferðamannastöðum og mætti í raun segja að borgarastyrjöld geysi í landinu.

Sigurfreyr.com- Umdeild vímuefni

Illa ígrundað bann á vímuefnum getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Gott dæmi er Indland. Þar er um að ræða menningu sem hefur langa sögu um notkun vímuefna sem í dag eru ólögleg. Á nítjándu öld var landið meðal annars stærsti ópíumræktandi í heimi en þrátt fyrir það eru engar heimildir um ofneyslu eða samfélagsleg vandamál tengd efninu. Vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu voru innleiddar harðar refsingar við ræktun, vörslu og neyslu ólöglegra efna árið 1985. Í kjölfarið kom heróínfaraldur og voru heróínfíklar taldir vera um ein milljón þremur árum síðar og þá aðallega ungt fólk. Til samanburðar fannst ekki eitt tilfelli heróínfíknar árið 1981.

Einhverjir spyrja sig kannski afhverju mannfræðin ætti að rýna í ríkismálefni og er þá ekki úr vegi að víkja aftur að orðum Hunt og Barker (2001) um að setja þurfi vandamála sjónarhornið í samhengi valds. Í raun má segja að í dag sé samfélagið að vinna gegn sjálfu sér í trú um að það leiði til betri tíma, en þrátt fyrir allt virðist ástandið aðeins versna.

Siegel (2005) lýsir því hvernig múgæsingur hafi gripið um sig í bandarísku samfélagi á níunda áratugnum í kjölfar yfirlýsinga Ronalds Reagan um að fíkniefnasalar verskulduðu dauðarefsingu. Einn lögreglumaður ákvað eftir að hafa stöðvað vörubílstjóra með ,,grænar” plöntur á pallinum að sleppa réttarhöldunum og setja frekar tvær kúlur í hnakkann á honum þar sem hann lá handjárnaður á jörðinni. Og móðir sem kom að dóttir sinni við kókaínneyslu fékk stundarbrjálaði og stakk hana til dauða.

Staðreyndin er sú að stjórnvöld móta afstöðu okkar til efnana og það sem er kannski mikilvægast, þau móta hvaða stefnu löggjafarvaldið tekur gagnvart þeim. Þannig hefur lengi verið tvískinnungur í gangi gagnvart neytendum ólöglegra vímuefna, annars vegar er fíkn skilgreind sem sjúkdómur og ýmis meðferðarúrræði eru í boði fyrir þá sem haldnir eru henni. Hins vegar er varsla á efnunum ólögleg og sértu tekin með þau er þér refsað.

Hver refsingin er fer eftir landinu og getur verið allt frá sekt til dauða. Í Bandaríkjunum eru fangelsisdómar vegna smærri neysluskammta algengir en á Íslandi sleppa neytendur oftast með sekt. En hvernig sem á það er litið þá skýtur það nokkuð skökku við að refsa sjúklingum, spurningin er hvar liggja mörkin milli glæpamanns og sjúklings? Eins og er virðast þau ansi óljós.

Hunt og Barker (2001) benda einnig á, að líkt og með áfengi, sé munur á sjúklegri notkun ólöglegra vímugjafa og hefðbundnari notkun, þótt að þeir sem málum ráða sjái engan mun. Herferðina gegn neytendum verða líka að setja í samhengi með völdum. Þannig benda Carol R. Embler og Melvin Embler (2003) á að slíkar herferðir hafi í upphafi beinst gegn innflytjendum og minnihlutahópum, eins og í tilfelli ópíums þar sem skotmörkin voru Kínverjar eða fræg herferð Harry J. Anslinger gegn kannabisi þar sem sjónunum var beint að blökkumönnum og Mexikóskum innflytjendum.

Þessar áherslur hafi svo rutt veginn fyrir ofsóknum á peyote menningu indjána í kringum 1960. Svipað átti sér stað á sjöunda áratugnum þegar yfirvöld einbeittu sér að kannabisneyslu sem vinsæl var hjá ungum róttæklingum en litu framhjá stórfelldum innflutningi á heróíni vegna hagsmunatengsla við uppreisnarhópa í Asíu sem treystu á það til að fjármagna vopnakaup. Afleiðingin var sú að á tíu árum fór fjöldi heróínfíkla úr 50.000 í 560.000 manns og meðal annars voru FBI útsendarar staðnir að verki við sölu á efninu í fátækrahverfum New York (Escohotado, 1999, 128).

Völd skipta líka höfuðmáli þegar kemur að vímuefnarannsóknum innan mannfræðinnar. Stjórnvöld hafa í raun mótað þá stefnu sem fræðigreinin hefur tekið með stjórn á styrkjum og upp á síðkastið sett enn harðari skilyrði sem krefjast þess að rannsóknirnar ,,leiði til framfara fyrir heilsu og öryggi almennings” (Marshall, Ames og Bennett, 2001).

Hunt og Barker (2001) benda á að þessi áhersla á vandamál tengdum vímuefnum sé hugsanlega ástæðan fyrir því að áhrifamiklir fræðimenn innan mannfræðinnar hafi litið framhjá þeim í skrifum sínum um inntökuefni, jafnvel þótt mannfræði fæðuhátta hafi laðað að sér marga af helstu kenningarsmiðum fagsins. Staðreyndin er samt sú að eitt af hlutverkum mannfræðinnar er að vera menningarlegur rýnir.

,,Stjórnvöld hafa í raun mótað þá stefnu sem fræðigreinin hefur tekið með stjórn á styrkjum og upp á síðkastið sett enn harðari skilyrði sem krefjast þess að rannsóknirnar ,,leiði til framfara fyrir heilsu og öryggi almennings.“”

Vímuefni hafa, eru og munu að öllum líkindum vera hluti af menningu okkar um ókomna tíð. Það er því hættuleg þróun ef að mannfræðingar fara að taka upp hugmyndafræði samfélagsins í rannsóknum sínum, án þess að rýna nánar í hvað þar liggur að baki. Hunt og Barker (2001) telja að það sé hluti af faglegri ábyrgð mannfræðinga að setja til hliðar eigin siðferðileg gildi, sem og samfélagsins, þegar kemur að vímuefnum.

Með því að meðtaka flokkun þeirra í lögleg og ólögleg og neita að setja þau í heildrænt sjónarhorn líkt og mannfræðin hefur gert með aðra þætti samfélagsins þá sé fræðigreininni stjórnað af ráðandi sjónarhornum samfélagsins.

Mannfræðin hefur verið leiðandi í því að skoða áhrif alþjóðavæðingarinnar á samfélög. Þegar nýlendustefnunni lauk og með auknu flæði fólks milli menningarheima hefur mannfræðin ötullega unnið að því að brjóta niður ráðandi staðalmyndir í samfélaginu. En hluti af alþjóðavæðingunni er það sem við þekkjum í dag sem vímefnavandann.

Í raun er sláandi að sjá þær breytingar sem hafa orðið og þá jafnvel bara á síðustu 20–30 árum. Gott dæmi er Indland sem komið var inn á í fyrri kafla. Þar er um að ræða menningu sem hefur langa sögu um notkun vímuefna sem í dag eru ólögleg. Á nítjándu öld var landið meðal annars stærsti ópíumræktandi í heimi en þrátt fyrir það eru engar heimildir um ofneyslu eða samfélagsleg vandamál tengd efninu. Vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu voru innleiddar harðar refsingar við ræktun, vörslu og neyslu ólöglegra efna árið 1985 (Escohotado, 1999).

Í kjölfarið kom heróínfaraldur og voru heróínfíklar taldir vera um ein milljón þremur árum síðar og þá aðallega ungt fólk. Til samanburðar fannst ekki eitt tilfelli heróínfíknar árið 1981. Svipaðir hlutir hafa gerst í öðrum löndum eins og Malasíu og Taílandi, sem eru í dag með hörðustu vímefnalög í heimi en fjöldi fíkla og samfélagsleg vandmál þar virðist bara aukast í kjölfar harðari lagasetningar (Escohotado, 1999).

Þá eru ótalin þau vandamál sem skipulögð glæpastarfsemi hefur í för með sér en oft er sagt að bann við vímuefnum sé það eina sem glæpahópar og lögreglan sé sammála um. Þar er um að ræða efnahagslega hagsmuni á báða bóga og þarft að rannsaka slíkt heildrænt og án siðferðilegra gilda.

Vettvangurinn er því til staðar og vonandi að mannfræðingar 21. aldarinnar eigi eftir að ráðast í að greina betur áhrif lagasetninga og beitingu valds í tengslum við vímuefni.

Hamplauf

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.

Viðtal við dr. David NuttFara efst

Howards Marks ræðir við David Nutt um vímuefni og stefnumótun í vímuefnamálum

 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/umdeild-vimuefni/feed/ 0
Undir sönnunarbyrðinni http://www.sigurfreyr.com/undir-sonnunarbyrdinni/ http://www.sigurfreyr.com/undir-sonnunarbyrdinni/#respond Tue, 20 Mar 2012 14:42:34 +0000 http://www.sigurfreyr.com/?p=180

,,Vitnisburður um tíma nornaveiða á Íslandi” – segir William O´Connor, höfundur eftirfarandi greinar sem tekur einhverja mestu ráðgátu íslenskra sakamála, svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál, til gagnrýninnar endurskoðunar. Guðmundar- og Geirfinnsmál eru trúlega einhver mesta ráðgáta í sögu íslenskra sakamála. Um það bil 37 ár eru liðin frá því tveir ungir menn, Guðmundur Einarsson og Geirfinnur […]]]>

,,Vitnisburður um tíma nornaveiða á Íslandi”

– segir William O´Connor, höfundur eftirfarandi greinar sem tekur einhverja mestu ráðgátu íslenskra sakamála, svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál, til gagnrýninnar endurskoðunar.

Guðmundar- og Geirfinnsmál eru trúlega einhver mesta ráðgáta í sögu íslenskra sakamála. Um það bil 37 ár eru liðin frá því tveir ungir menn, Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson, hurfu hvor í sínu lagi – nánast sporlaust.

Þótt nokkur ungmenni hafi síðan verið dæmd fyrir aðild að þessum mannshvörfum og hafi nú afplánað dóma sína, fer því fjarri að eining sé um það meðal þjóðarinnar að með þeim dómum hafi Guðmundar- og Geirfinnsmálin verið leyst. Þar vegur þungt að jarðneskar leifar mannanna tveggja hafa aldrei fundist.

Grein sú sem hér fer á eftir birtist fyrst í tímaritinu Mannlífi í nóvember 1987. Höfundur hennar, William O´Connor, er írskur rithöfundur sem fylgdist með Guðmundar- og Geirfinnsmálum frá upphafi. Hann segist hafa orðið gagntekinn af því og greinin sem hann sendi Mannlífi til birtingar var árangur margra ára sjálfstæðra athugana.

Þótt margir hafi strax í upphafi haft efasemdir um úrlausn Hæstaréttar er grein O´Connors sennilega fyrsta umfjöllunin þar sem vandlega var farið yfir brotalamir í rannsókn og dómsniðurstöðu GG-mála.

Textar með myndum er fengnir héðan og þaðan úr greinum, pistlum og fréttum sem birst hafa undanfarin ár um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þar á meðal úr greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns sem lögð var fyrir Hæstarétt í framhaldi af því að Sævar Ciesielski fór fram á endurupptöku málsins á sínum tíma.

Lesefnið hér að neðan er töluvert og þess vegna getur verið gott að bókamerkja síðuna, eða prenta greinina út, svo hægt sé taka upp lestur hennar síðar.

og tóku saman.

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it.

 

Efnisyfirlit

Viðtal við höfund greinarinnar William O’ConnorFara efst

William O´Connor fæddist í litlum bæ í suðvesturhluta Írlands, en hélt til náms í Englandi. Þar með hófst útlegð frá föðurlandi hans sem staðið hefur síðan. ,,En ég er engu að síður eindreginn Íri í hjarta mínu,” segir hann. Og eftir að hafa komið til Íslands í jólafrí snemma á áttunda áratugnum hefur hann dvalið hér meira og minna síðan.

En hvers vegna fékk hann, erlendur maðurinn, áhuga á þessu séríslenska sakamáli?

,,Þegar ég hugsa um þetta rifjast upp fyrir mér vetrarkvöld eitt snemma árs 1976. Sambýliskona mín þurfti að vinna fram eftir en æskuvinur hennar kom í heimsókn. Þetta var ungur maður sem hafði orðið að brjóta sér leið upp á eigin spýtur, bjó yfir skýrri greind og innsæi í íslenskt þjóðfélag, ekki síst undirheima þess.”

,,Við fórum að spjalla saman um hið skuggalega unga fólk sem þá var í gæsluvarðhalid í tengslum við rannsókn Guðmundarmálsins. Ég spurði hann hvort hann teldi þetta fólk bera ábyrgð á hvarfi unga mannsins. Svari hans gleymi ég aldrei. Hann svaraði því eindregið játandi. Hann þekkti hina grunuðu persónulega og lét einkum mjög hörð orð falla um Sævar Ciesielski.”

,,Þú talar eins og hann sé Charles Manson,” sagði ég. Og hann svaraði um leið: ,,Einmitt; hann er svar Íslands við Charles Manson.”

,,Eftir þessa kvöldstund velti ég æ meira fyrir mér þessum voðalega manni með þetta óvenjulega nafn: Sævar Ciesielski. Hann fór að breytast í táknmynd myrkraaflanna í þessu þjóðfélagi sem mér var orðið svo kært. En til að vera alveg hreinskilinn var ég ekki síður heillaður af þessu máli sem efnivið fyrir rithöfund. Ég skrifaði ekki mikið um þetta leyti en var nýbúinn að lesa In Cold Blood (Með köldu blóði) eftir Truman Capote.”

,,Hópur ungmenna skelfir heilt þjóðfélag árum saman ekki með því að sprengja veitingastaði í loft upp eða ræna diplómötum, heldur með því að sitja í einangrunarklefum og spinna furðusögur. Það er kaldhæðnislegt að þessi þjóðfélagslega martröð stafaði ekki af því sem þau áttu að hafa gert af sér; hún stafaði af því að þau vildu ekki segja allt af létta.”

,,Ég fór að velta fyrir mér að skrifa bók í anda Capote um þetta mál. Það var barnalegt af mér. En frá sjónarhóli rithöfundar var hér óneitanlega um forvitnilegt mál að ræða: Hópur ungmenna skelfir heilt þjóðfélag árum saman ekki með því að sprengja veitingastaði í loft upp eða ræna diplómötum, heldur með því að sitja í einangrunarklefum og spinna furðusögur.”

,,Það er kaldhæðnislegt að þessi þjóðfélagslega martröð stafaði ekki af því sem þau áttu að hafa gert af sér; hún stafaði af því að þau vildu ekki segja allt af létta. Ef þau hefðu játað fljótlega eftir handtökurnar hefði ekki orðið um neina martröð að ræða, heldur aðeins eitt af þessum voðaverkum sem við lesum daglega um í blöðunum.”

Hann segir að hann hafi hreinlega ekki getað vikist undan því að skrifa um efnið.

,,Við höfum þennan mikla áhuga á glæpsamlegu atferli vegna þess að það snýst um líf á ystu nöf. Aftur á móti er Geirfinnsmálið ekkert venjulegt sakamál. Og það snýst ekki heldur um það hvort og þá hvernig þessum ungmennum tókst að láta tvo menn hverfa sporlaust, heldur öllu frekar um þá dularfullu spurningu hvernig þeim tókst að halda leyndarmáli sínu frá okkur, þrátt fyrir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í næstum tvö ár áður en þau komu fyrir dóm.”

,,Flestir Íslendingar kannast við úrslit málsins – hina opinberu skýringu. Fjöldi manna tekur hana gilda án þess að geta stutt hana. Maður fær það á tilfinninguna að misstu þeir trú á hina opinberu skýringu, myndu þeir missa trú á sjálfa sig um leið. Ég þjáist hins vegar ekki af slíkum vangaveltum. Og löngu áður en ég fór að vinna að greininni vissi ég að eitthvað gekk ekki upp varðandi afgreiðslu yfirvalda á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.”

,,En mig óraði hins vegar aldrei fyrir því að jafn margt hefði farið úrskeiðis og raun varð á. Þótt ég hafi byrjað þessa vinnu hlutlægt, frá sjónarhóli rithöfundar, dró þetta dapurlega mál mig að sér; mér blöskraði ranglæti þess og ruddamennska. Og á endanum var ég með grein í höndunum sem sannarlega var óhlutlæg í hæsta máta.”

Sævar Marinó Ciesielski

Guðmundar- og Geirfinnsmál eru án efa einhver mesta ráðgáta íslenskra sakamála. Þótt nokkur ungmenni hafi fengið þunga dóma eru margir þeirrar skoðunar að bæði mannshvörfin séu enn óupplýst. Engin lík fundust. Það er ekkert sem sannar að þessir tveir eistaklingar séu í raun látnir. Ekkert morðvopn hefur komið í leitirnar. Engin áþreifanleg sönnunargögn birst jafnvel þótt fullyrt sé að meint fórnarlömb hafi verið barin til dauða. Hvorki fingraför, blóð, hár né húðsýni. Ekki einu sinni í lítilli íbúð í Hafnarfirði, þar sem fullyrt er að morð hafi verið framið. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á nein tengsl, milli þeirra sex einstaklinga sem dæmdir voru, og hina tveggja sem ennþá er saknað. Sú leið sem líkin eru sögð hafa verið flutt og grafin, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar árið 1980, stenst ekki nánari athugun. Þann 27. janúar 1974 er sakborningum ætlað að hafa ekið 17 ára gamallri Volkswagen bjöllu (alls fjórir einstaklingar með 180 sm lík innanborðs) í 60 sm djúpum snjó og yfir hraun. Hinn 21. nóvember sama ár hafa sakborningar í Geirfinnsmálinu þurft að grafa gröf í frosinni jörð með engu öðru verkfæri en skóflu. Allir sem grunaðir voru hafa afturkallað játningar sínar. Öll vitni sem studdu ákæruvaldið hafa tekið yfirlýsingar sínar til baka.

William O´Connor nefnir dæmi um það sem hann telur hafa farið úrskeiðis:

,,Ég veit að ég er ekki einn um að mótmæla því af siðferðislegum ástæðum að maður sé hnepptur í gæsluvarðhald á grundvelli svokallaðs vitnisburðar, sem oft er þvingaður út úr vitnum. Lögreglan hefur tilhneigingu til að beita vitni sem ekki er samstarfsfúst, þrýstingi og hótunum um langa fangelsisvist. Vitni eru þannig oft jafnvel erfiðari stöðu en sá grunaði sem vitninu er ætlað að koma upp um.”

,,Ég tel að grundvallar mannréttindi séu brotin hér í lögreglurannsóknum og slíkt átti sér stað í Geirfinnsmálinu. Rannsóknarlögreglumenn hér hafa að vísu lesið leiðbeiningar um aðferðir við rannsóknir og yfirheyrslur. En það gerir þá ekki að raunverulegum rannsóknarlögreglumönnum. Ég hef líka lesið slíkar bækur!”

,,Hér virðist landlægt að brjóta grunaða niður og ná þannig fram játningum, en ekki að skapa trúnaðartraust milli rannsóknaraðila og þeirra sem rannsakaðir eru, og vinna að sjálfstæðri öflun sönnunargagna, sem síðan leiðir til þess að málin upplýsast með raunverulegum og ótvíræðum hætti.”

,,Því var ekki fyrir að fara í Geirfinnsmálinu, eins og fram kemur í grein minni. Þar skapaðist til dæmis andrúmsloft ofbeldis í yfirheyrslum yfir Sævari Ciesielski vegna þess að hann virðist hafa fundið sig knúinn til að ögra og veita rannsóknaraðilum mótspyrnu; fyrir menn sem haldið er í jafn strangri einangrun og þar var um að ræða geta slík andófsviðbrögð orðið leið til þess hreinlega að halda sönsum.”

Og hann bætir við:

,,Flestir Íslendingar kannast við úrslit málsins – hina opinberu skýringu. Fjöldi manna tekur hana gilda án þess að geta stutt hana. Maður fær það á tilfinninguna að misstu þeir trú á hina opinberu skýringu, myndu þeir missa trú á sjálfa sig um leið.”

,,Þegar upp er staðið vegur þó kannski þyngst, að flestir menn sem sekir eru um glæpi vita innst inni að þeir hafa gert eitthvað rangt, og hafa raunverulega þörf – hversu bæld sem hún annars kann að vera – til að játa á sig verknaðinn. Þetta munu flestir afbrotafræðingar og sálfræðingar vera sammála um.”

,,Eins og Dostojefski sýndi fram á í Glæpi og refsingu einangrar glæpurinn glæpamanninn frá venjulegu samfélagi með þeim hætti sem flestu fólki reynist að lokum um megn; að játa sekt fylgir sálrænn léttir, þrátt fyrir það að játning leiði til refsingar.”

,,Þótt allir sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi á einum eða öðrum tíma látið frá sér fara framburð sem fól í sér sekt þeirra sjálfra, þá getur enginn þeirra staðist sem ótvíræð játning. Á grundvelli þessa framburðar var þetta fólk hins vegar dæmt. Áður höfðu þau dregið saklaust fólk inn í málið, ef til vill að undirlagi rannsóknaraðila. Og eins og fram kemur í greininni er alls ekki útilokað að sama eigi við um framburði þessa unga fólks – að það hafi gefið framburð um atriði sem það vissi ekkert um, að undirlagi vegna þrýstings rannsóknaraðila.”

,,Þessi framburður var tekinn sem góðar og gildar játningar af dómstólum hér á landi. Samt veitir hann langt í frá heildstæða mynd af atburðarásinni og engar upplýsingar um hvað varð um jarðneskar leifar mannanna tveggja. Á grundvelli þessara framburða var niðurstaða dómsins engu að síður: Sek af öllum ákæruatriðum.”

O´Connor segir greinina vera tilraun sína, fyrir hönd þeirra sem trúi á muninn á réttu og röngu, til að nálgast sannleikann í Geirfinnsmálinu örlítið betur en réttarhöldin gerðu.

,,Hún er jafnframt eins konar vitnisburður um þann tíma nornaveiða sem ríkti í íslensku þjóðfélagi á þessum árum, þegar flestir landsmenn vildu trúa því að nokkur ungmenni bæru ábyrgð á öllu því sem miður fór.”

,,Ég vil taka fram” segir William O´Connor að lokum, ,,að ég er reiðubúinn að ræða áfram og svara gagnrýni sem hugsanlega kann að koma fram á þessa grein, hvort heldur er við fulltrúa yfirvalda eða fjölmiðla, finnist þeim ég hafa farið rangt með staðreyndir eða hagrætt sannleikanum.”

-ÁÞ.

 

Formáli William O’ConnorsFara efst

Síðumúlavörður - Myndverk: Elísabet Olka

Sú var tíðin að mér þótti áhugavert að forvitnast um mannanna mein og vekja samvisku þjóðfélagsins af værum blundi. Mér þykir það ekki lengur. Ég lít ekki á mig sem talsmann hinna undirokuðu eða málsvara mannréttinda. Og ég býst ekki við að þessi saga komi miklu róti á hugi manna. En ég hef gengið með hana í alllangan tíma, ég hef leiðrétt hana og farið höndum um hana eins og barn sem stundum virtist andvana fætt.

Niðurstaða mín er hins vegar sú sannfæring að eina leiðin til að komast til botns í þeim hryggilegu málum sem kölluð eru Guðmundar- og Geirfinnsmál sé að taka þau upp aftur. Örugglega eru fyrir hendi nægilegir málavextir til að heimila slíkt. En þær óhugnanlegu afleiðingar sem ný rannsókn myndi hafa gerir það afar ósennilegt. Og þar fyrir utan eru þeir sem með völdin fara lítt gefnir fyrir sjálfskönnun. Því verður það mitt vanþakkláta verk að velja þá úr sem bera ábyrgð á málalyktum. Sé unnt að telja málinu lokið á annað borð er það raunar á svipaðan hátt og þegar djúpt sár lokast án þess að gróa rétt.

Þessari sögu er ekki ætlað að græða sár. Reyndar ætti sviðinn að hafa aukist verulega þegar sögu minni lýkur. En ef þýska þjóðin getur sætt sig við fortíð sína eins og hún virðist hafa gert, þá ætti íslenska þjóðin einnig að geta fellt sig við þá hugsun að Guðmundar- og Geirfinnsmálið sé búið og gert án þess að skeyta frekar um ásakanir um harðneskju lögreglunnar, langar fangelsisvistir án réttarhalda, vitnisburði sem fengnir eru með harðræði og svo framvegis; ef þetta allt er tekið með í reikninginn væri sá möguleiki vissulega fyrir hendi að yfirvöld hafi ákært og sakfellt rangt fólk eftir mjög svo tortryggilega lögreglurannsókn.

,,Niðurstaða mín er að eina leiðin til að komast til botns í þeim hryggilegu málum sem kölluð eru Guðmundar- og Geirfinnsmál sé að taka þau upp aftur. Örugglega eru fyrir hendi nægilegir málavextir til að heimila slíkt. En þær óhugnanlegu afleiðingar sem ný rannsókn myndi hafa gerir það afar ósennilegt.”

Auðvitað kysu þeir sem stjórnuðu rannsókninni frá Reykjavík helst að málið lægi áfram í þagnargildi; ekki síst vegna þess að mér virðist ekki einn einasti þáttur rannsóknarinnar vera lofsverður. En vissulega nutu ýmsir góðs af þessari rannsókn. Í kjölfar hennar var til dæmis vararíkissaksóknari gerður að yfirmanni rannsóknarlögreglu ríkisins, – sennilega í beinu framhaldi af störfum sínum við málið. Þessi grein á þó ekkert skylt við nornaveiðar með nýju sniði. Hún er heiðarleg tilraun til að skýra hvað gerðist og hvers vegna.

Frá mínu sjónarmiði glataði þetta land sakleysi sínu um jólin 1975, þegar það var kunngert að nokkrir hippar hefðu verið hnepptir í varðhald, grunaðir um að hafa orðið 19 ára pilti að bana. Upp frá því lá óhugnaður í loftinu og hann magnaðist stöðugt eftir því sem á rannsókn málsins leið. Árið áður hafði þjóðin haldið hátíðlegt að 1100 ár voru liðin frá því landið byggðist. En árið 1974 mun einnig í minnum haft sem árið þegar tveir menn hurfu og sáust aldrei meir.

Aðalástæða þess að málið er þrátt fyrir allt enn ofarlega í hugum manna er sú að undirniðri eru fáir sáttir við lausn þess. Ekki svo að skilja að þjóðin telji hippana saklausa: Hipparnir litu út fyrir að vera sekir. Blaðafréttir á þessum tíma fullvissuðu áhyggjufullan almenning um að þeir hefðu allt að því játað. Og auðvitað voru þeir sekir fundnir. Þótt sumum fyndist undarlegt að lögreglan gæti ekki fundið lík mannanna sem hurfu voru þeir engu að síður fáir sem ekki héldu að hipparnir væru viðriðnir málið. En lausu endarnir voru samt of margir.

Í greininni nota ég orðið ,,hippi” af þeim sökum að með því að líkjast boðberum þeirrar vestrænu menningarbyltingar sem þá gekk yfir urðu sakborningarnir kjörnir blórabögglar: Hárið, klæðnaðurinn, músíkin, fíkniefnin. Allt var þetta hluti af þeirra samtíð. Flestir táningar á árunum upp úr 1970 höfðu sítt hár og klæddust á óhefðbundinn hátt. Þeir voru í uppreisn gegn umhverfi sínu. Og vissulega var í tísku að reykja hass. Svo að í rauninni voru hipparnir okkar ekki ólíkir jafnöldrum sínum, – nema hvað það átti fyrir þeim að liggja að setja varanlegan blett á kynslóðina.

Örn Höskuldsson

Í greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar sem lögð var fram í tengslum við endurupptökubeiðni Sævars Ciesielskis kemur fram að Örn Höskuldsson hafi neitað að bóka afturköllun á ,,játningu” í Guðmundarmálinu. Ragnar segir: ,,Varðandi „játningu“ Sævars um aðild hans í Guðmundarmálinu er vert að nefna að Sævar dregur hana til baka fyrst 11. Janúar 1976, aðeins nokkrum dögum eftir að svo kölluð „játning“ var gefin, en hann skrifaði ekki undir skýrslu þar sem sú „játning“ að aðild var fengin. Í þinghaldi 11. Janúar 76‘ ber Sævar að hann hafi verið þvingaður til þeirra játningu og vill draga hana til baka. Örn Höskudsson dómarafulltrúi sakadóms (sem var einnig sá sem stýrði rannsókn málsins) sagði hins vegar í bréfi til Gunnlaugs Briem sakadómara sem dagsett er 22. ágúst 1977. „Sævar Marinó reyndi í þinghaldi hinn 11. janúar að bera fyrir sig að hann hefði verið þvingaður til þess að játa á sig sakir í „Guðmundarmálinu”. Ég tók ekkert mark á framburði hans þar sem ég vissi betur.“ Fyrrnefnt bréf var lagt fyrir Sakadóm en samt sem áður var dæmt og dæmdi Hæstiréttur á þeirri forsendu að það hafi ekki verið fyrr en í mars 1977 að Sævar hefði dregið játningu sína til baka, þó fyrr nefnt bréf liggi fyrir þar sem Örn Höskuldsson viðurkennir að hafa ekki skráð að Sævar hafi dregið játningu sína til baka í janúar 1976, nokkrum dögum eftir að „játningin“ að aðild hans var fengin.”

Sagt hefur verið að þeir hafi verið vondir strákar, og ég býst við að þeir hafi verið frekar óstýrilátir. Sævar Ciesielski og hinir piltarnir sem sátu einir í klefum sínum í Síðumúla lifðu unglingsár sín á tímum taumlauss frelsis og vaxandi velmegunar, – en nutu í fjölskyldulífi sínu engrar föðurlegrar verndar. Já, þeir voru slæmir strákar, segjum það. En þjóðfélagið sem ól þá upp og er þekkt af því að vanrækja æskuna hlýtur að bera hluta af sökinni.

Þegar horft er um öxl núna gæti virst eins og þeir hafi verið kallaðir til sögunnar í þeim tilgangi einum að hlífa þjóðinni við þeirri hneisu að þurfa að búa við tvö óleyst mannshvörf. Ekki fyrir guðlega tilstilli og ekki af völdum dularfulls samsæris, heldur vegna þeirrar miskunarlausu rásar atburðanna sem gerir raunveruleikann skáldsöguni lygilegri. Að sjálfsögðu áttu blöðin með sína heimildarmenn sinn þátt í þeirri mynd sem almenningur gerði sér, furðu og felmtri sleginn, af gæsluföngunum. Og svo fór að allir fengust til að trúa því að þeir væru kolruglaðir eiturlyfjaneytendur og kaldrifjaðir morðingjar.

Það gleymdist hins vegar að stjórnarskráin veitir mönnum vissan rétt sem ekki verður frá þeim tekinn og án þess réttar er lýðræðið einskis virði. Það gleymdist að minnast á lagalegan rétt þeirra sem haldið var í einangrun, að miklu leyti að geðþótta þeirra sem höfðu handtekið þá, meðan rannsóknin dróst æ meir á langinn. Það er þessi dauðadans, baráttan um undirtökin, sem grein þessi fjallar um fyrst og fremst.

Það er ekki falleg saga. Hún sýnir alvarlega brotalöm í rannsóknaraðferðum og réttarkerfi hér á landi. Enn í dag beitir lögreglan sömu Gestapoaðferðinni þegar grunaðir menn eru handteknir, hún fer til verksins seint að nóttu eða snemma morguns þegar helst er hægt að koma þeim í opna skjöldu. Þar eð ekki er unnt að fá menn lausa gegn tryggingu og einangrunarklefi bíður þeirra er lögreglunni gert málið afar auðvelt: Hún þarf bara að bíða, – það er allt og sumt.

Eftirfarandi grein er ákæra gegn þessu kerfi, sem metur sinn rétt æðri en rétt einstaklingsins.

Áður en ég byrja vil ég geta um grein sem ég skrifaði nær eingöngu um upphaflegu rannsóknina á Geirfinnsmálinu og birtist fyrir nokkrum árum hér í afþreyingartímariti einu. Án þess að ég vilji á nokkurn hátt gera lítið úr umræddu riti þá var það ekki réttur vettvangur fyrir jafn alvarlega grein. Hún átti að birtast í tveimur hlutum, en aðeins fyrri hlutinn birtist og því er ég nú feginn. Þar sem seinni hlutinn átti að birtast voru hins vegar birt mótmæli rannsóknaraðila.

Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður sem stjórnaði hinni staðbundnu rannsókn í Keflavík fyrstu þrjá mánuðina á vegum sakadómarans þar og Kristján Pétursson, tollvörður sem vann að rannsókninni með Hauki þótt hann gerði það ekki á embættisvegum, mótmæltu eins og við var að búast, ýmsum atriðum í grein minni. Jafnframt birtust meinlegar athugasemdir frá mönnum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.

Ég fagna allri jákvæðri gagnrýni, en staðreyndin er hins vegar sú að eina atriði sem var hrakið með gildum rökum var að Kristján Pétursson hefði unnið með Keflavíkurlögreglunni allan tímann, jafnframt því sem mótmælt var að hann hefði verið í beinum tengslum við þá sem létu geta hina frægu leirstyttu, sem kölluð var manna á meðal. ,,Leirfinnur”. Látum það gott heita.

,,Auðvitað kysu þeir sem stjórnuðu rannsókninni frá Reykjavík helst að málið lægi áfram í þagnargildi; ekki síst vegna þess að mér virðist ekki einn einasti þáttur rannsóknarinnar vera lofsverður. En vissulega nutu ýmsir góðs af þessari rannsókn. Í kjölfar hennar var til dæmis vararíkissaksóknari gerður að yfirmanni rannsóknarlögreglu ríkisins, – sennilega í beinu framhaldi af störfum sínum við málið.”

Leirmyndin sjálf er enn umdeilt atriði í rannsókninni. Vissulega var hafður mjög undarlegur háttur við gerð hennar: Þrír sjónarvottanna sem sáu þann mann, sem styttan á að líkjast, – manninn sem hringdi í Geirfinn Einarsson úr Hafnarbúðinni í Keflavík sama dag og hann hvarf – voru ekki hafðir með í ráðum þegar hún var mótuð. Aftur á móti áttu þeir hlut að máli er gerðar voru nokkrar samsettar teikningar sem myndhöggvarinn fór eftir. Og þeim fannst öllum styttan vel gerð eftir teikningunum og líkjast manninum sem þeir sáu.

Reyndar var leirmyndin svo góð að einn sjónarvottana grunaði lögregluna um að hafa notað ljósmynd af tilteknum manni. En hinn óþekkti maður er týndi hlekkurinn í Geirfinnsmálinu. Allar líkur benda til að hann eigi aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Niðurstaðan var hins vegar sú að hipparnir voru dæmdir fyrir morð en þessi maður leikur lausum hala og er eilíf ráðgáta: Þrír menn voru ákærðir fyrir morð án þess að vitað sé til að þeir hafi haft nokkurt samband við hið meinta fórnarlamb sem hins vegar er vitað að átti stefnumót við einhvern annan raunverulega á sömu stundu og þeir áttu að hafa drepið hann.

Þetta óvenjulega ósamræmi ætti að vera flestum næg ástæða til að staldra við. Dæmin um ósamrýmanleg efnisatriði í Geirfinnsmálinu eru þó mun fleiri.

Fyrri helmingur eftirfarandi greinar fjallar um Guðmundarmálið. Og þó það snerti aðeins yfirborð ísjakans skýrir það hvernig lögreglan lagði grunn að málinu sem á eftir kom, Geirfinnsmálinu. Það var því nauðsynlegt fyrir mig að rekja atburðarásina þar sem nákvæm tímasetning skipti svo miklu máli til skilnings á gangi rannsóknarinnar.

Öll greinin byggir beint á viðtölum við sakborninga, vitni, lögmenn og marga fleiri sem nálægt málinu komu, skriflegum gögnum eins og framburðum við yfirheyrslur, réttarbókum og öðrum frumheimildum sem ég hef haft aðgang að við þetta verk undanfarin ár. Með hliðsjón af stíl og rými hef ég umorðað vitnisburðina frá yfirheyrslum lögreglunnar en merkingin er óbreytt.

– William O´Connor.

 

Undir sönnunarbyrðinniFara efst

Eru dularfyllstu sakamál síðustu aldar, Guðmundar- og Geirfinnsmál enn óleystar gátur?

Við hvarf ungs manns, Guðmundar Einarssonar aðfaranótt 27. janúar 1974 fékk lögreglan dularfullt mál til meðferðar. Engar vísbendingar gátu gefið til kynna hvað af honum hafði orðið og allar tilraunir til að finna hann reyndust árangurslausar. Um sumarið, þegar leitarflokkar höfðu farið nákvæmlega yfir nálæg svæði, virtist lögreglan komin á þá skoðun að hér væri um enn eitt óskýranlegt mannshvarfið að ræða: Ekki það fyrsta, og áreiðanlega ekki það síðasta.

Ef ekki hefði komið til annað mannshvarf nær 10 mánuðum síðar hefði mál þetta hæglega getað fallið í gleymsku smám saman. En í síðara tilvikinu voru kringumstæður mannshvarfs í Keflavík grunsamlegar fremur en dularfullar. Von bráðar hafði lögreglan í Keflavík sett saman atburðarás sem benti til þess að hinn horfni, Geirfinnur Einarsson hefði átt stefnumót við ókunnan mann um það leyti er hann hvarf.

Og þar eð fjórir sjónarvottar sáu þennan ókunna mann er hann hringdi til Geirfinns úr Hafnarbúðinni leitaði rannsóknarlögreglumaður úr Keflavík liðsinnis myndhöggvara sem innan viku hafði gert leirmynd af manninum. En lögreglunni á staðnum var ekki leyft að ljúka rannsókn sinni, því lögregluyfirvöld í Reykjavík tóku Geirfinnsmálið í sínar hendur í byrjun árs 1975.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Í greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar er fjallað um þann áburð sem lengi hefur loðað við sakborninga í GG-málunum að þau hafi borið sakir á fjórmenningana svonefndu. Þar segir: ,,„Niðurstaðan um að sökunautar hefðu borið rangar sakir á fjórmenningana og þeim hefði verið haldið í gæslu í 90-105 daga vegna frásagna skjólstæðings míns fær ekki staðist. Í gögnum málsins virðist koma fram, að lögreglan hafi spurt sökunauta um viðurvist margra annarra en fjórmenninganna í Dráttarbrautinni og sökunautar jafnan jánkað við nöfnum þeim sem um var spurt. Voru þeim sýndar myndir af 20 mönnum. Þetta er sama aðferðin og var notuð við Albert K. Skaftason þegar hann var spurður um kirkjugarða sem lík hefði verið grafið í að hann jánkaði öllum kirkjugörðum sem nefndir voru.“

Rúmt ár leið áður en eitthvað markvert kom fram í málinu og á þeim tíma varð hvarf mannsins og leirmyndin tilefni margvíslegra og mótsagnarkenndra sögusagna sem birtust í blaðagreinum, mögnuðu slúðri og grályndu gamni. Í október 1975 komu hins vegar fram nýjar upplýsingar. Ung kona skýrði lögreglunni frá því að faðir hennar hefði trúað sér fyrir því að hann hefði verið með Geirfinni hið örlagaríka kvöld.

Þeir hafi verið saman á bát undan Keflavík og notað köfunarbúnað til að ná upp stórum gám með smygluðu áfengi. Köfunarbúnaðurinn hefði bilað og Geirfinnur hefði drukknað. Þegar lögreglan yfirheyrði manninn nokkrum dögum síðar dró hann alla frásögnina til baka. Staðreyndin er engu að síður sú að hann var í tengslum við tiltekna aðila í brennivínsbransanum og jafnframt hafði hann verið mjög miður sín eftir að Geirfinnur hvarf. Þarna voru tvö atriði sem vert hefði verið að rannsaka frekar. Lögreglan kaus aftur á móti að ýta frásögninni til hliðar sem hverju öðru drykkjurausi.

Tveimur mánuðum síðar, 12 desember 1975, var ungur maður úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald, grunaður um að hafa svindlað 200.000 krónur út úr póstinum. Maðurinn hét Sævar Ciesielski og brátt komst hann að raun um að hann var í brennidepli rannsóknar á morðmáli, sem átti eftir að hvíla eins og mara á íslensku þjóðinni næstu árin. Næsta dag var svo sambýliskona Sævars, Erla Bolladóttir tekin föst fyrir sama afbrot og hjónaleysin voru sett í varðhald í einingrunarfangelsinu í Síðumúla.

Í vikunni áður en þau voru handtekin höfðu tveir fangar af Litla-Hrauni strokið og haldið til Reykjavíkur, þar sem þeir náðust fljótt aftur. Í stað þess að vera sendir aftur á vinnuhælið var þeim haldið um nóttina í Reykjavík. Morguninn eftir var annar strokufanganna sendur austur aftur. Hinum héldu rannsóknarmenn sem störfuðu við Geirfinnsmálið eftir og yfirheyrðu um kjaftasögur sem sagðar voru á kreiki meðal fanganna á Hrauninu og áttu að geyma einhverjar upplýsingar um hvarf Guðmundar Einarssonar.

Nú er ljóst að framburður þessa manns var fyrsta vísbendingin sem lögreglan fékk um að Sævar Ciesielski og fleiri hefðu staðið að baki hvarfs Guðmundar.

Tveir rannsóknarmenn yfirheyrðu Sævar og Erlu í þaula meðan þau voru í einangrunarklefunum. Þeir höfðu ekki nokkurn áhuga á því hvernig þau höfðu svikið fé út úr póstinum. Þess í stað vildu þeir vita hvað hjónaleysin hefðu hafst að nær tveim árum fyrr, hinn 27. janúar 1974, – nóttina sem ungi maðurinn hvarf.

Í viðtölum heldur Sævar því fram að þegar hann hafi neitað að svara spurningum um önnur atriði en þau sem hann var ákærður fyrir hafi spyrjendurnir orðið ofsafengnir. Að hans sögn var hann þráfaldlega barinn þennan tíma sem hann var í einangrun en þó sérstaklega fyrstu mánuðina, þegar barsmíðarnar voru kerfisbundnar. ,,Ég fann strax”, segir hann ,,að eitthvað mikið var í aðsigi. Það var eins og spenna í loftinu í hvert sinn sem þessir tveir rannsóknarmenn komu inn í klefann til mín. Það var engu líkara en þeir héldu að ég stæði á bak við alla meiriháttar glæpi sem framdir voru á þessu landi.”

Sömu glæparannsóknarmennirnir tveir önnuðust allar yfirheyrslurnar. Þeir heimsóttu hinn grunaða seint á kvöldin og voru hjá honum fram undir morgun. Oft komu þeir aftur snemma næsta dag til að ítreka spurningarnar frá kvöldinu áður. Að sögn Sævars var ein pyntingaraðferðin sú að herða að hálsinum á honum með flibbanum á skyrtunni þangað til hann var við það að missa meðvitund.

Erla Bolladóttir var sagt að ef hún gengi ekki að fullu til samstarfs fengi hún aldrei að sjá dóttur sína; á þessum tíma þriggja mánaða barn þeirra Sævars, aftur.

Þetta gerði annar rannsóknarmannanna á meðan félagi hans spurði spurninganna. Nokkrum mánuðum síðar þegar mynd af Sævari birtist í blöðunum var andlit hans bólgið. En án ítarlegrar rannsóknar er óljóst hvort það hefur stafað af harðræði eða margra mánaða varðhaldi. Síðar var gerð rannsókn á meintu harðræði við þessar yfirheyrslur en þá rannsókn er varla unnt að kalla ítarlega eða marktæka, því þegar stofnun fer að rannsaka sjálfa sig hljóta spurningar um hlutleysi, hagsmunaárekstra og jafnvel yfirhylmingu að fylgja niðurstöðunum.

Vararannsóknarlögreglustjóri sen stjórnaði þessari rannsókn var í raun og veru að rannsaka mál yfirmanns síns, Hallvarðar Einvarðssonar, fyrrverandi vararíkissaksóknara og nýskipaðs yfirmanns Rannsóknarlögreglu ríkisins. Það sem úr þessari rannsókn kom var ekki mikið en þó allmerkilegt, þ.e. að Sævar Ciesielski var barinn í sérstakri yfirheyrslu þar sem átta menn voru viðstaddir og þeirra á meðal vararíkissaksóknari, Hallvarður Einvarðsson.

Aðeins tveir viðstaddra viðurkenndu að hinn grunaði hefði verið sleginn. Þá er eðlilegt að menn hugsi sem svo að fyrst aðeins tveir af átta sögðu satt um frekar vægt dæmi um misþyrmingu hvernig var þá hægt að sanna að jafnvel hörkulegri aðferðum hefði verið beitt þegar aðeins tveir rannsókarlögreglumenn voru viðstaddir?

Svo virðist sem yfirvöld hafi skort hugrekki til að rannsaka harðræðismálið til hlítar. Hver veit hver niðurstaðan hefði orðið ef t.d. óhlutdræg nefnd hefði annast gagngera rannsókn. Sú niðurstaða sem þó fékkst er brot á 3.grein Mannréttindasáttmálans, þar sem segir að engan megi beita misþyrmingu eða ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu.

Rannsóknarmennirnir tveir sem yfirheyrðu Sævar voru Eggert N. Bjarnason og Sigurbjörn Víðir Eggertsson. Þeim var falið að vinna að báðum málunum, Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem þá voru tvær aðgreindar rannsóknir.

Geirfinns- og Guðmundarmál

Frá því dómurinn var upp kveðinn hefur Haukur Guðmundsson, þáverandi rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, verið sannfærður um að saklausrir einstaklingar hafi verið dæmdir á grundvellli ófullnægjandi sannana. Þegar Geirfinnur hvarf árið 1974 var Haukur rannsóknarlögreglumaður í Keflavík og kom þegar í upphafi að rannsókninni. „Ég held því fram enn í dag að ekkert mannshvarf hafi verið rannsakað eins rækilega og hvarf Geirfinns. Hún fór fram undir handleiðslu Valtýs Sigurðssonar fyrrverandi ríkissaksóknara, en hann var þá fulltrúi sýslumanns í Keflavík. Strax í upphafi var ljóst að einhverjar mannaferðir voru í kringum Geirfinn þegar hann hvarf. Þegar ég las dómana þegar sakborningarnir voru loks dæmdir í Hæstarétti fannst mér ekkert þar sem hönd var á festandi varðandi afgerandi sannanir. Engin áþreifanleg sönnunargögn var að hafa. Hin ákærðu höfðu verið beitt harðræði, þau voru undir áhrifum lyfja og voru að ýmsu leyti brotnar manneskjur þegar þessir atburðir urðu. Hvernig ætli það hafi til dæmis verið fyrir Erlu Bolladóttur að hafa verið hneppt í gæsluvarðhald rétt nýorðin móðir? Ég ímynda mér að því hafi fylgt mikill sálrænn þrýstingur.“

Erla Bolladóttir sætti ekki líkamlegu harðræði í varðhaldinu. En hún heldur því fram að sér hafi verið sagt að gengi hún ekki að fullu til samstarfs við rannsóknarmennina fengi hún aldrei að sjá dóttur sína aftur; á þessum tíma var þriggja mánaða barn þeirra Sævars í umsjá barnaverndarnefndar. Nákvæmlega viku eftir handtöku hennar, 20. desember kom loks fyrsti framburður Erlu. Samkvæmt opinberum gögnum opnaði þessi framburður Guðmundarmálið og bendlaði Sævar og fleiri við þetta undarlega mál.

Framburðurinn sýnir að rannsóknarmennirnir urðu að hafa einhverjar upplýsingar undir höndum sem voru óhagstæðar fyrir hjónaleysin áður en þau væru sett í gæsluvarðhald. Svo virðist nú sem þessar upplýsingar hafi verið lítið annað en fyrrgreindar sögusagnir sem gengu á Litla-Hrauni þess efnis að Sævar Ciesielski vissi eitthvað um hvarf Guðmundar Einarssonar.

Ljóst er að rannsóknarmennirnir beittu vafasömum, nánast lævíslegum aðferðum við rannsókn sína frá upphafi. Með því að halda hjónaleysunum í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fjársvik gátu þeir yfirheyrt þau að vild um Guðmundarmálið án þess að nægilegar sannanir væru fyrir hendi um aðild þeirra að því. Og þegar að framburðum kom voru hinir grunuðu notaðir sem vitni hver gegn öðrum uns þeir voru orðnir svo flæktir í vef ósamkvæmina framburða að þeir sátu þar fastir og síðar mátti líta á þessa framburði sem tillraunir þeirra til að leyna sannleikanum, þ.e. um tengsl þeirra við málið.

Eftir að fyrsti framburður Erlu hafði verið skráður fór að fjölga í gæsluvarðhaldinu. Meginefni hans var á þá leið að hún hefði eitt sinn komið heim til sín að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði seint um nótt og þá séð hvar Sævar og tveir félagar hans voru að bera eitthvað þungt út úr íbúð hennar. Taldi hún að þar hefði verið um lík að ræða.

Nóttin var að sjálfsögðu 27. janúar 1974. Félagarnir tveir voru Kristján Viðar Viðarsson, 19 ára sem þá var þegar í haldi á Litla-Hrauni, og Tryggvi Rúnar Leifsson, 23 ára. Þarna var búð að tengja nokkra glæpahneigða unga menn saman í nána glæpaklíku og framburður Erlu sem var vandlega orðaður sannfærði yfirvöldin um að rannsóknarmennirnir væru komnir á rétta slóð í hinu dularfulla máli.

Og þar sem morð eru eins sjaldgæf á Íslandi og hlýindi að vetri hver gat þá vitað hvað hin grunuðu hefðu meira á samviskunni? Í það minnsta var þessi nýja stefna í málinu til þess fallin að draga úr þrýstingnum vegna rannsóknarinnar á Geirfinnsmálinu og endurvekja traust manna á rannsóknarlögreglunni.

Þremur dögum síðar var Erla Bolladóttir látin laus úr gæsluvarðhaldi eftir að hafa aðstoðað rannsóknarmennina við að setja saman heilmikla skýrslu sem hún hélt síðar fram að hefði verð gerð úr punktum sem lögreglan gaf henni úr framburðum annarra.

Sama dag var Tryggvi Rúnar handtekinn í Reykjavík, aðeins þremur dögum eftir að honum hafði verið sleppt frá Litla-Hrauni. Þegar hann var yfirheyrður um Guðmundarmálið neitaði hann allri vitneskju um það umfram það sem hann hafði fengið úr blöðum. Síðan var hann hnepptur í gæsluvarðhald í Síðumúla. Síðdegis þennan dag var svo Kristján Viðar fluttur frá Litla-Hrauni til Síðumúla. Við komuna þangað var hann einnig yfirheyrður um Guðmundarmálið en án árangurs. Hann viðurkenndi þó að hafa verið skólabróðir hins týnda manns.

Um kvöldið var Albert Klahn Skaftason, 20 ára handtekinn og færður inn í Síðumúla. Framburður hans gaf einnig til kynna að morð hefði verið framið. Albert kvaðst hafa ekið bíl föður síns, gulum Toyota, til Hafnarfjarðar kvöldið 27. janúar 1974 og lagt honum fyrir framan Hamarsbraut 11. Hann hefði beðið um stund þar til Sævar kom út úr íbúðinni og bað um lyklana að skottinu á bílnum. Skömmu síðar birtust Kristján og Tryggvi og báru eittvað á milli sín.

Ekki gat hann lýst því hvað það var en sagði þá hafa látið það í skottið. Síðan komu þeir allir þrír inn í bílinn til hans og Sævar, sem settist við hlið hans fram í, sagði honum að aka út úr bænum í áttina að Álverksmiðjunni. Þegar hann ók fram hjá verksmiðjunni beygði hannn til vinstri inná malarveg, þar sem honum var sagt að nema staðar og láta Sævar fá lyklana. Hann fór ekki út úr bílnum sjálfur en hinir þrír stóðu fyrir aftan bílinn og áttu í brösum við að ná einhverju þungu úr skottinu. Ekki kveðst hann hafa séð þá frekar en áður hvað það var en svo virtist sem þeir væru að bera stóran poka þegar þeir gengu frá bílnum og hurfu út í myrkrið.

,,Þegar sérfræðingar fóru loks að rannsaka íbúðina, þar sem morðið átti að hafa verið framið, tókst þeim heldur ekki að finna það sem sköpum getur skipt við morðrannsókn, þ.e. áþreifanleg sönnunargögn.”

Framburður Alberts virtist gefa til kynna að Guðmundur Einarsson hefði verið myrtur í Hafnarfirði og að lík hans hafi verið falið einhvers staðar í hrauninu utan við bæinn. Þessa skýringu tóku menn trúanlega og gera eflaust enn í dag. Þennan Þorláksmessudag 1975 virtist málið því vera að taka skýra stefnu. Tveir aðgreindir vitnisburðir báru að morð hefði verið framið og nú þurfti aðeins fá fram játningar hinna þriggja.

En þegar þessi framburður Alberts er endurskoðaður er örðugt að sjá hvernig menn gátu verið svona vissir. Hvernig stóð á því að rannsóknarmennirnir tveir skyldu ekki fara með Albert á staðinn, þangað sem hann átti að hafa flutt líkið, undir eins og hann hafði sagt þeim sögu sína? Hefði ekki verið eðlilegast að senda strax á vettvang flokk með leitarljós og sporhunda til að finna lík manns sem hafði verið týndur í 22 mánuði?

En leitin er síðan var framkvæmd á svæðinu sem svo nákvæmlega var lýst í framburðinum leiddi aldrei í ljós neitt lík. Leitað var æ ofan í æ. Ef lík hefði verið þar hefði það fundist. Þegar sérfræðingar fóru loks að rannsaka íbúðina, þar sem morðið átti að hafa verið framið, tókst þeim heldur ekki að finna það sem sköpum getur skipt við morðrannsókn, þ.e. áþreifanleg sönnunargögn.

Tökum dæmi: Slík gögn voru úrslitaatriði, hinn ,,þögli vitnisburður” í hinum frægu barnamorðum í Atlanta fyrir nokkrum árum. Engir sjónarvottar voru að glæpnum og engin fingraför fyrir hendi. En menn fundu hins vegar mikið af óbeinum sönnunum eins og þræði sem fundust á fötum hinna myrtu og voru sömu gerðar og þræðir sem fundust á heimili hins ákærða. Vitnisburður dómkvaddra sérfræðinga um þetta atriði réði úrslitum um að kviðdómur felldi sektardóm.

Örfá hár geta veitt vitneskju um kyn, kynferði og önnur einkenni manna. Þar sem hár vex um u.þ.b. 1 mm á dag geta sérfræðingar sagt til um hvort viðkomandi hafi tekið inn panodil daginn áður eða drukkið pepsi úr dós fyrir viku. Nú á dögum er orðið svo algengt að vísindaleg gögn af þessu tagi séu lögð fram fyrir rétti að saksóknari sem hefur engin slík gögn fram að færa ber nánast skylda til að gefa skýringu á því.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

,,Ég hef lítið annað að segja en það að ég hef ekkert traust á íslensku réttarkerfi. Það hefur heldur betur reynt á það og ég hef enga ástæðu til að ætla að eitthvað annað gerist nú en áður. Bara alls ekki,“ segir Hlynur Þór Magnússon aðspurður um starfshóp sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað til að rannsaka aðkomu framkvæmdavaldsins að GG-málum. Hlynur Þór var fangavörður í Síðumúlafangelsinu á þeim tíma sem sakborningarnir í Geirfinnsmálinu sátu þar í gæsluvarðhaldi og einangrun. Þegar óskað var eftir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála sendi Hlynur frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið. Hann var eitt af lykilvitnum sem þá komu fram. Í yfirlýsingu hans segir m.a.: „Sævar Marinó var sviptur öllu því sem venja er að gæsluvarðhaldsfangi njóti í einangrun, svo sem bókum, tóbaki, pappír og skriffærum. Allt virtist þetta vera gert í því skyni að fá fram játningar sakborninganna sem allra fyrst, en í fangelsinu ríkti sú fyrirvaralausa skoðun að sakborningarnir væru sekir. Þá var þeirri aðferð beitt í tilviki Sævars að svipta hann svefni. Ég hafði af því spurnir hjá samstarfsmönnum mínum, að áður en ég kom til starfa í febrúar 1976 hefði þeirri aðferð meðal annars verið beitt að taka rofa á rafmagnsljósi í klefa Sævars úr sambandi þannig að rafmagnsljós logaði allan sólarhringinn. Þá var og þeirri aðferð beitt að halda Sævari vakandi með því að berja útvegg klefa hans með grjóti. Minnist ég þess að fangavörður á minni vakt hafi farið út gagngert í því skyni að „skemmta“ sér við að hræða Sævar með þessum hætti og halda honum vakandi.“ Hlynur greindi einnig frá því að rætt hefði verið meðal fangavarða að þeirri aðferð hefði verið beitt að færa höfuð Sævars á kaf í vatn.

En jafnvel þótt ekki hafi tekist að finna lík í þessu máli og skortur á áþreifanlegum sönnunum stafi einfaldlega af ónákvæmni eða yfirsjón, er einnig slíkt ósamræmi í frásögn aðalvitnisins að það ætti að gera allan hans framburð marklausan fyrir sakadómi.

Að sögn Alberts ók hann gulum Toyotabíl föður síns til Hafnarfjarðar nóttina 27. janúar 1974. Í rauninni keypti faðir hans ekki umræddan bíl fyrr en árið eftir. Afturámóti var hann með Volkswagen bjöllu um það leyti sem Guðmundur hvarf og hann viðurkenndi þetta í skýrslu sem tekin var af honum þremur mánuðum seinna, 19. mars 1976. En þetta misræmi kom þó ekki í veg fyrir að rannsóknarmennirnir notuðu hann sem vitni.

Eins og flestum er kunnugt er vélin í VW-bjöllu aftur í bílnum, þar sem piltarnir áttu samkvæmt framburði Alberts að hafa komið pokanum fyrir og hann segir ennfremur að þeir hafi verið fyrir aftan bílinn og átt erfitt með að ná pokanum úr skottinu. Það er ekki ótrúlegt því skottið var að framan! Varla er unnt að kalla þetta venjulega ónákvæmni.

Hugleiðum augnablik hvernig hægt hefði verið að koma 180 sm líki inn í fólksvagn án þess að öllu viðstöddum yrði það minnisstætt. Slíkt væri erfitt nema allir hafi verið frávita vegna áhrifa sterkra eyturlyfja. En jafnvel þótt Albert hefði verið undir slíkum áhrifum hefði hann munað þetta atvik betur. Augljóst er að framburður Alberts – eins og Erlu á undan – var rangur og villandi.

Hvers vegna? Með tilliti til þess hvaða mynd málið var að taka á sig er hugsanleg og ekki ósennileg skýring að framburðurinn sé til kominn við harðræði. Albert virtist geta munað hvar hann var og hvað hann hafði verið að gera 22 mánuðum áður en hann gat hins vegar ekki rifjað upp á hvers konar bíl hann var. Engu að síður var þessi vitnisburður tekinn góður og gildur í gegnum allt dómskerfið.

Rétt er að lesandinn hafi í huga að verulegur munur er á dvöl á Litla-Hrauni og í einangrunarfangelsinu í Síðumúla. Á síðarnefnda staðnum hafa menn ekki útvarp, blöð eða bækur, góðan mat, skóla o.s.frv., en þó umfram allt engin mannleg samskipti; menn geta ekki spilað fótbolta við strákana eða haft vinkonu sína hjá sér einslega allan sunnudaginn. Og þegar menn búa við þau kjör að geta jafnvel ekki farið í sturtu nema einu sinni í viku er von a þeim þyki gamanið vera farið að kárna.

Eftir að hafa verið í fimm daga í einangrun féllst Kristján Viðar, sem vafalaust hefur þótt gamanið orðið grátt, á að gefa skýrslu. Það var á annan í jólum 1975. Yfirheyrslurnar byrjuðu kl. 7.45. og stóðu fram á nótt. Þetta voru einhverjar lengstu yfirheyrslur sem um getur en þrátt fyrir það varð útkoman óvenju stuttur framburður. Augljóst er að enn var verið að ráðskast með grunaðan mann og gera hann að vitni; það gekk ekki betur en svo að engu er líkara en menn hafi verið að draga út tennur. Við þennan framburð Kristjáns er athyglisvert að hann ber ekki kennsl á sinn gamla skólabróður.

Þess í stað er gefið í skyn að Tryggvi og Sævar hafi barið einhvern óþekktan mann til bana á meðan Kristján hafi setið afskiptalaus álengdar eins og hann hafi verið að horfa á áflog á skemmtistað. Furðulegasta atriðið í framburði Kristjáns er þó að hann heldur því fram að Tryggvi og Sævar hafi borið líkið og sett það í skottið á gula Toyotabílnum hans Alberts.

Hvernig gátu tvö vitni sem voru í algerri einangrun gert nákvæmlega sömu skyssu varðandi gerð bílsins sem líkið áttti að hafa verið flutt í? Þar fyrir utan héldu bæði vitnin því fram að líkið hefði verið í skottinu, að ekið hefði verið út úr Hafnarfirði, framhjá Álverksmiðjunni, inná malarveg og hókus pókus. Líkið hvarf!

Viku síðar breytti Kristján bílgerðinni í VW-bjöllu. Það verður að ætla að rannsóknarmönnunum hafi verið orðið ljóst að guli Toyotabíllinn var ekki keyptur fyrr en sumarið 1975. En sú staðreynd að Kristján breytti framburði sínum sýnir aðeins að hann gerði allt sem hann gat til að gera rannsóknarmönnunum til geðs.

Hvernig gátu tvö vitni sem voru í algerri einangrun gert nákvæmlega sömu skyssu varðandi gerð bílsins sem líkið áttti að hafa verið flutt í? Þar fyrir utan héldu bæði vitnin því fram að líkið hefði verið í skottinu … Það verður að ætla að lögreglunni hafi verið orðið ljóst að guli Toyotabíllinn var ekki keyptur fyrr en sumarið 1975.

Daginn eftir, 4. janúar 1976, féllst Sævar á að gefa skýrslu. Framburður hans, sem var svipaðrar gerðar og Kristjáns, var einnig saminn út frá sjónarmiði vitnis enda þótt hann hafi í nær mánuð verið grunaður um að vera höfuðpaurinn í málinu.

Ólíkt vitnisburði Kristjáns bendlaði framburður Sævars honum við morð. Hann var samt skráður í viðurvist Jóns Oddssonar, lögmanns hins grunaða. Samkvæmt framburði Sævars var líkið flutt úr íbúðinni vafið í teppi og því komið fyrir milli Kristjáns og Tryggva í aftursæti bíls sem Albert Klahn ók; gerð bílsins er ekki nefnd. Hann lýsir síðan nákvæmlega sömu leið og þeir Albert og Kristján höfðu áður lýst, – þangað sem líkið átti að hafa verið falið.

Fimm dögum síðar gefur Tryggvi skýrslu. Áhrif einangrunarinnar höfðu einnig hresst upp á minni hans. Að sögn Tryggva var hann einhverju sinni staddur í húsi með Sævari og Kristjáni og einhverjum öðrum manni sem hann gat ekki lýst. Þar upphófust slagsmál, vitnið varð fyrir höggi þessa ókunna manns og svaraði fyrir sig með því að berja hann. Maðurinn féll í gólfið og þegar hann reyndi að rísa á fætur sparkaði Sævar í höfuðið á honum og drap hann þannig. Tryggvi gat hins vegar ekki munað hvað gert var við líkið en bjóst við að það myndi renna upp fyrir sér. Vel að orði komist miðað við aðstæður.

Það sem síðar rann upp fyrir honum var hversu alvarleg staða hans var orðin. En þá var það of seint. Fyrir rétti kvaðst hann aldrei hafa komið á Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði fyrr en rannsóknarmennirnir óku honum þangað frá Síðumúla nokkrum dögum áður en hann gaf sína fyrstu skýrlsu. Hann sagði ennfremur að sér hefði verið sýnd teikning af íbúðinni eftir ferðina til Hafnarfjarðar.

Þessir fyrstu vitnisburðir í Síðumúlafangelsinu skipta mjög miklu máli þegar reynt er að skoða Guðmundarmálið í réttu samhengi. Jafnframt eru þeir nauðsynlegir til skilnings á því hvernig eitt morðmál gat blandast öðru.

Lítum á málsatvik: 19 ára piltur sást síðast kl. 2.00 að nóttu á leið heim til Reykjavíkur frá dansleik í Hafnarfirði. Tveimur árum síðar bera fimm ungmenni vitni á meðan þau eru í varðhaldi og votta að þessi piltur hafi verið myrtur í lítilli íbúð í Hafnarfirði. Við nánari athugun reynast þessir vitnisburðir ótrúverðugir.

Aldrei hefur t.a.m. fengist fullnægjandi skýring á því hvernig maðurinn sem sagður er hafa verið myrtur komst til baka til Hafnarfjarðar frá Reykjavíkurvegi þar sem síðast sást til hans. Það er ljóst af þessum framburðum að hinir grunuðu reyna að koma sök hver á annan sem síðan gerði þá alla líklega vitorðsmenn. En hafa ber í huga að þeir voru hafðir í einangrun, eða þeir voru yfirheyrðir í þaula löngum stundum daglega og að þeir kvörtuðu allir yfir illri meðferð af ýmsu tagi. Í þvi samhengi verður skiljanlegra að menn fallist á að gefa vitnisburði sem eiga sér enga stoð í veruleikanum.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Þann 8. ágúst 1997 skrifaði Jón Steinar Gunnlaugsson grein í Morgunblaðið um synjun Hæstaréttar á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Þar segir m.a.: ,,Ég hef lengi talið að áfellisdómar Hæstaréttar 22. febrúar 1980 í þessu fræga dómsmáli hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verði til sönnunarfærslu í opinberum málum. Dómarnir voru byggðir á játningum sakborninga sem fengnar voru við afar “frumstæðar” aðstæður. Að mínum dómi fela játningar einar ekki í sér fullnægjandi sönnunarfærslu í sakamálum. Þær hljóta að þurfa að styðjast við önnur “áþreifanlegri” sönnunargögn til að verða lagðar til grundvallar dómi. Margt var athugavert við þessar játningar … Hafi játningarnar verið sannleikanum samkvæmar, hvernig stóð þá á því að enginn sakborninga gat bent á hvar a.m.k. annað líkið væri að finna? Málið ber með sér að ýmsar frásagnir hafi komið fram um þetta hjá sakborningunum en engin þeirra hafi reynst rétt, þegar líkanna var leitað. Voru játningarnar trúverðugri en þessar frásagnir af staðsetningu líkanna? Í raun og veru hefur aldrei verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnin við hvarf þessara tveggja manna. Fjöldi fólks hefur horfið á undanförnum áratugum á Íslandi án þess að skýringar hafi fundist. Mér finnst eins standa á um þessa tvo menn.”

Mergurinn málsins er sá að fram til þessa dags hefur ekkert komið til, enginn vottur af sönnunum, sem tengir þá við þetta meinta morð, annað en þessir vitnisburðir. Og hér er um morðmál að ræða sem byggt var á framburðum grunaðra manna í stöðu vitna. Nú virðist enginn vafi leika á því að þessir framburðir voru ekki játningar: Enginn þeirra er heilleg frásögn af því sem átti að hafa gerst, – það vantar mikið í þá alla.

Niðurskipan endurtekinna og samsvarandi hluta framburðanna bendir til þes að mynstur hafi verið sett saman, ekki af því að hinir grunuðu væru fúsir til að leysa frá skjóðunni heldur vegna þess að þvingun hafi verið beitt. Ef svo hefur verið þá eru þessir framburðir frá lagalegu sjónarmiði einfaldlega ekki til. Og án þeirra er Guðmundarmálið enn óleyst mannshvarf.

Seint í janúar 1976 sagði Erla Bolladóttir rannsóknarliðinu, – Erni Höskuldssyni, Eggert N. Bjarnasyni og Sigurbirni Víði Eggertssyni – að eigin frumkvæði að hún væri óttaslegin vegna hótana sem henni hefðu borist símleiðis. Aðspurð um hverja hún teldi standa á bak við þessar hótanir nefndi hún þrjú nöfn og sagði að þetta væri í sambandi við Geirfinnsmálið. Daginn eftir gáfu bæði Erla og Sævar framburði sem gáfu í skyn að þau væru vitni í Geirfinnsmálinu.

Þetta leiddi strax til handtöku Einars Bollasonar, Valdimars Ólsen og Magnúsar Leopoldssonar. Tveimur vikum síðar var Sigurbjörn Eiríksson handtekinn. Þessir fjórir menn urðu þeir fyrstu sem grunaðir voru í Geirfinnsmálinu. Þannig gaf Erla rannsóknarmönnunum tilefni til að tengja mannshvörfin tvö saman í tvö morðmál.

Hér gerðu rannsóknarmennirnir sín alvarlegustu mistök. Að fjórum mönnum skuli haldið í einangrunarvarðhaldi við morðrannsókn vegna framburðar óttasleginnar ungrar stúlku, studdum af framburði grunaðs manns í öðru máli, er yfirgengilegt. En því miður heimila íslensk lög slíkar aðgerðir, því til að létta mönnum þá byrði að leysa sakamál með venjulegri lögreglurannsókn geta framburðir tveggja, hverra sem er, trúlegir eða ótrúlegir, orðið til þess að koma grunuðum manni í gæsluvarðhald.

Síðan tekur fangaklefinn við og biðin hefst. Þetta er ljómandi góð aðferð til að leysa glæpamál, en hún tilheyrir miðöldum. Með svona harðneskjuleg lög sér til fulltingis er óhætt að segja að rannsóknarlögreglumenn hérlendis muni aldrei komast út úr vítahring meðalmennskunnar.

Erla dró Einar bróður sinn og Valdimar Ólsen inn í málið af persónulegum ástæðum. Þeir voru aldrei bendlaðir við það að öðru leyti. Aftur á móti höfðu ,,Klúbbmennirnir” svokölluðu, Magnús og Sigurbjörn verið um hríð orðaðir við málið eins og fram kom í mörgum æsifengnum blaðagreinum löngu áður en Erla varð hráefni í slíkan áburð.

Vitaskuld hefðu rannsóknaraðilar átt að taka allt þetta með í reikninginn áður en þeir ruku til og handtóku mennina. En þeim var mikið í mun að sýna að rannsókninni miðaði eitthvað áfram. Staðreynd var að Klúbbmennirnir höfðu verið efstir á lista yfir grunaða við rannsóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík í nokkurn tíma.

Framburðir Erlu, Sævars og síðar Kristján voru einvörðungu réttlætingin sem rannóknaraðilar töldu sig þurfa að láta til skarar skríða gegn þessum mönnum. En á þessu stigi var kominn grundavallarbrestur í rannsókn lögregluyfirvalda í Reykjavík, nefnilega sá að framburður sem bendlaði einhverja manneskju við málið gat hæglega orðið til undir áhrifum frá öllum þeim mögnuðu blaðaskrifum og fjölmiðlafári sem geisað hafði um rannsóknina. Þetta virðast yfirvöld ekki hafa tekið nógsamlega tillit til.

Eins og Keflavíkurlögreglan hafði áður gert var Reykjavíkurliðið – eða átti að vera – að leita að manninum sem hringdi í Geirfinn og hann átti stefnumót við. Keflavíkurrannsóknin hafði leitt fram fjóra sjónarvotta sem sáu þennan mann hringja í Geirfinn úr Hafnarbúðinni. Það sem færri vita er að tveir þessara sjónarvotta sáu þennan mann einnig um kl. 18.30-19.00 þetta örlagaríka kvöld. Þá var hann akandi ljósri sendiferðabifreið af Mercedes gerð sem hann lagði fyrir utan Hafnarbúðina, áður en hann fór inn til að hringja í Geirfinn.

,,Allar tilraunir til að leysa Geirfinnsgátuna hljóta að byrja á því að upplýsa hver þessi maður var sem mótaður var í leir.

Einn sjónarvottana sá hann síðan aftur u.þ.b. tíu mínútum síðar, þar sem hann hafði lagt bílnum fyrir utan aðra búð og gæddi sér á pylsu. Þegar hann kom aftur u.þ.b. þremur klukkustundum síðar og fór aftur inn í Hafnarbúðina till að hringja í Geirfinn er ekkert sem bendir til að hann hafi verið á sömu bifreið. Ekki er vitað um neinn sem sá bíl af þessu tagi í Keflavík eftir kl. rúmlega 19.00 þetta kvöld. Vitnisburður sjónarvottanna fjögurra tekur af öll tvímæli um að þetta var einn og sami maðurinn. Og lítill vafi leikur á því að þessi maður hitti Geirfinn um kl. 22.15 fyrir utan Hafnarbúðina.

Þetta eru blákaldar staðreyndir málsins. Hvernig sem yfirvöldin sneru þessum staðreyndum öll þau ár sem rannsóknin stóð yfir tókst þeim aldrei í raun og veru að koma fjórum grunsamlegum hippum fyrir meðal þeirra. Keflavíkurrannsóknin glataði síðar tiltrú vegna framgöngu tveggja forvígismanna hennar í öðru sakamáli, en framburður sjónarvottanna fjögurra hefur hins vegar aldrei verið svertur og verður ekki dreginn í efa. Hann var, og er enn, mikilvægustu upplýsingarnar sem lögreglan fékk í hendur. Allar tilraunir til að leysa Geirfinnsgátuna hljóta að byrja á því að upplýsa hver þessi maður var sem mótaður var í leir.

Vorið 1976, þegar flestir klefar í Síðumúla voru uppteknir, hófst lögreglan einmitt handa við það verk. Fyrstu vitnin sem voru yfirheyrð voru Guðlaug Jónsdóttir, 40 ára afgreiðslustúlka sem vísaði manninum á símann kvöldið sem Geirfinnur hvarf, og Ásta Grétarsdóttir, 16 ára, sem var stödd af tilviljun í Hafnarbúðinni sama kvöld. Þessi tvö vitni voru aðskilin á lögreglustöðinni í Reykjavík. Ásta Grétarsdóttir sat ein í dimmu herbergi á meðan Guðlaug Jónsdóttir var beðin um að virða fyrir sér í gegnum gler sjö menn í röð.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Guðjón Skarphéðinsson, einn sakborninga í Geirfinnsmálinu, sagði í viðtali við Stöð 2 að hann hafi fljótlega orðið vankaður vegna lyfja sem honum voru gefin í einangruninni í Síðumúlafangelsi. Vítaverðar lyfjagjafir bættu gráu ofan á svart fyrir gæsluvarðhaldsfanganna, eins og bréf landlæknisembættisins til Ragnars Aðalsteinssonar skýrir: ,,Á árunum 1970 – 1980 tíðkaðist að ávísa svefn- og róandi lyfjum í tiltölulega stórum skömmtum. Læknar þekktu ekki fylgikvilla lyfjanna er síðar komu fram, og varla hægt að álasa G.Þ. Í ljósi síðari þekkingar eru 30 mg af Diazepam ásamt 3 töflum af Librax, Mogadon o.fl. að öllu jöfnu of stór skammtur. Þetta lyfjamagn veldur gjarnan óæskilegu hugarástandi sem einkennist af litlum viðnámsþrótti, uppgjöf, sljóleika, kæruleysi og jafnvel skertu minni. Helmingatími þessara lyfja er langur og magnið skilast ekki út á einum sólarhring. Þar af leiðandi hafa þessi lyf hlaðist upp en áhrif framangreindra lyfja aukast við viðhaldsskammta sem gefnir eru í langan tíma eins og fram kemur í gögnum.”

Tilgangurinn var auðvitað að reyna að finna ,,sambandsmann” Geirfinns. Guðlaug valdi úr röðinni mann í grænni yfirhöfn. Maðurinn var Magnús Leóopoldsson. Síðan var Ásta beðin að virða mennina fyrir sér á sama hátt. Hún valdi mann í rauðum jakka, – lögreglumann. Á eftir gáfu vitnin skýrslu hvort í sínu lagi. Guðlaug áréttaði að maðurinn í græna frakkanum væri nauðalíkur manninum í Hafnarbúðinni. Að auki kom hún með óvæntar upplýsingar:

,,Einhvern tíma á s.l. sumri kom ég við í skranbúð við Skólavörðustíginn, þar sem körfurnar hanga utan á veggnum, og þá var þar inni eitthvað af fólki, m.a. maður og kona sem voru saman. Það var kona með mér sem tók eftir því að þessi maður horfði mikið á mig og þá leit ég á manninn og fannst ég kannast við hann, en þá flýtti hann sér út ásamt konunni. Bíllinn minn sem er með Ö – númeri stóð beint fyrir framan dyrnar og ég tók eftir að þessi maður hallaði sér niður og leit á bílnúmerið um leið og hann fór fram hjá. Ég hugsaði svo ekki meira um þetta fyrr en um kvöldið og þá fannst mér endilega að þetta myndi hafa verið maðurinn sem kom í Hafnarbúðina í umrætt skipti og mér finnst það vera sami maðurinn og ég sá áðan í grænu úlpunni.”

Þótt undarlegt megi virðast voru hin vitnin tvö, Sigurbjörg Árnadóttir, 36 ára og sonur hennar Jóhannes Helgi Einarsson, 11 ára ekki beðin að vera viðsödd umrædda sakbendingu. Jafnvel enn furðulegra er að þau voru ekki yfirheyrð fyrr en átta mánuðum síðar. Og þá snerist sakbendingin um Kristján Viðar Viðarsson. Sigurbjörg bar ekki kennsl á Kristján Viðar þar sem honum var stillt upp í röðinni. En eftir að hún hafði virt fyrir sér mennina í röðinni sýndi lögreglan henni nokkrar tölusettar myndir og valdi úr mynd af Magnúsi Leópodssyni sem hún sagði líkjast mest manninum sem hún sá við tvö tækifæri umrætt kvöld. Sonur Sigurbjargar, Jóhannes Helgi var ekki beðinn að líta á mennina, en hann tók fram síðar við yfirheyrslu í Keflavík að leirmyndin væri mjög lík manninum sem hann sá í Hafnarbúðinni.

Það er óvenjulegt að lögreglan skyldi ekki hafa leitt alla sjónarvottana saman sama daginn og gæti bent til þess að rannsóknarmennirnir hafi leitt hjá sér eða sést yfir vitnisburð tveggja þeirra. En það breytir ekki því að tveir fullorðnir sjónarvottar halda því fram að Magnús Leópoldsson hafi líkst manninum sem hringdi í Geirfinn úr Hafnarbúðinni. Afgreiðslustúlkan taldi sig svo þekkja hann aftur hálfu ári síðar í búð í Reykjavík.

Það er svo ekki síður athyglisvert að Sigurbjörg Árnadóttir taldi sig einnig hafa séð þennan mann sex mánuðum síðar og þá ók hann Mercedes Benz sendibifreið eins og umrætt kvöld. En þrátt fyiri gildan vitnisburð tveggja traustra vitna er að ýmsu að hyggja í þessu sambandi. Ógerlegt er að meta áhrif margra mánaða blaðaskrifa og bollalegginga í fjölmiðlum, þar sem myndir að Magnúsi Leopoldssyni birtust við hliðina á leirmyndinni, á framburð þeirra. Og þar fyrir utan voru vanngaveltur í gangi um að gömul passamynd af Magnúsi hefði verið höfð til hliðsjónar við gerð leirmyndarinnar.

Á því var gerð athugun sem ekki var hins vegar fullnægjandi að mati þess lögmanns sem krafðist hennar. Vel er því hugsanlegt að Magnús Leopoldsson hafi frá upphafi verið hafður að miðpunkti rannsóknarinnar, – og hefur síðan þurft að lifa í skugga hennar.

Menn ættu þannig að varast að draga ákveðnar ályktanir um annað en það sem varðar þau sérkennilegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við rannsóknina. Geirfinnsmálið hefur alltaf verið álitið morðmál án þess að nægileg rök styðji þá skoðun. Vitaskuld gat hafa orðið slys. En opinberlega hefur alltaf verið litið á málið sem morð. Menn mæltu sér mót og maður hvarf af völdum fyrirfram ákveðins morðs. Það sem vitað er um málið nægir engan veginn til svo einfaldrar ályktunar. Við vitum hins vegar að Geirfinnur velti því fyrir sér í samræðum við vin sinn, annað hvort í gamni eða alvöru, að hann ætti að fara vopnaður á stefnumótið.

En brátt áttu andlit hinna grunuðu eftir að breytast. Staðreyndum var hagrætt til að styðja nýja atburðarás og sjónarvottum var ýtt til hliðar sem léttvægum. Vorið 1976 var mörgum nýjum lögreglumönnum bætt við rannsóknarliðið og unnið af krafti. En kvöld eitt hrundi spilaborgin. Erla Bolladóttir, aðalvitnið í málinu, kom með nýja furðusögu sem sló fyrri met. Hún kvaðst hafa skotið Geirfinn augliti til auglitis á meðan flestir hinna sem sátu í varðhaldi horfðu á.

,,Karl Schütz var í rauninni fenginn til að raða brotunum saman. Hvað sem öðru leið höfðu heimamenn eytt árum í rannsóknina. Það þurfti aðeins sérfræðing til að koma einhvers konar mynd á verkið svo að það stæðist fyrir dómstólum. Þetta var miklu auðveldara verk en að byrja á nýrri rannsókn.

Fljótlega rann sú átakanlega staðreynd upp fyrir rannsóknarmönnunum að þeir höfðu haldið mönnum í gæsluvarðhaldi mánuðum saman á grundvelli sem var jafn traustur og þetta nýja framlag aðalvitnisins. Hér hlýtur ábyrgðin að liggja hjá yfirsakadómaranum, þótt rannsóknarlögreglumennirinir tveir og dómarinn sem undirritaði handtökuskipunina eigi líka mikla sök.

Mennirinir fjórir, sem höfðu verið í gæsluvarðhaldi á svo röngum forsendum, höfðu allan tímann aldrei sagt neitt sem bendlaði þá við málið. Hvernig stóð á því að lögreglumönnunum sem gengið hafði svo vel að fá hina grunuðu í Guðmundarmálinu til að játa á sig eitt og annað tókst ekki að fá neitt slíkt úr neinum fjórmenninganna?

Enginn vafi er á því að ungmennin í Guðmundarmálinu fengu mun verri meðferð í fangelsinu en hinir fjórmenningarnir í sama fangelsi. Þótt lífið í Síðumúlanum hafi ekki verið dans á rósum fyrir hvorugan hópinn þá komu þeir úr ólíkum þjóðfélagsáttum og það gerði gæfumuninn. Fjórmenningarnir í Geirfinnsmálinu voru ekki barðir og niðurlægðir eins og hipparnir í Guðmundarmálinu og þvingaðir til játninga með harðræði.

Um sumarið rann önnur tilraunin til lausnar Geirfinnsmálsins út í sandinn og ágreiningur kom upp í rannsóknarliðinu. Örn Höskuldsson undirritaði skipun um að mönnunum fjórum yrði sleppt úr haldi. Hallvarður Einvarðsson, vararíkissaksóknari var andvígur þessari ákvörðun og þegar hann fékk ekki sínu framgengt rauk hann út úr einangrunarfangelsinu og skellti hurðum.

Rannsóknin var aftur komin á byrjunarreit. Þremur dögum síðar var Erla Bolladóttir, – vitnið sem með framburði sínum hafði komið fjórmenningunum í fangelsi og út úr því aftur-, sett á ný inn í Síðumúla, þar sem hún eyddi 21. afmælisdeginum sínum í einangrun.

Viku síðar kom nýr maður til sögunnar. Guðjón Skarphéðinsson var þá fyrst yfirheyrður vegna Geirfinnsmálsins í framhaldi af ummælum Kristjáns Viðars í einum framburði sínum um ,,útlendingslegan” mann, sem væri vinur Sævars. Þegar Guðjón yfirgaf Síðumúlann eftir yfirheyrsluna renndi hann varla grun í hvert átti eftir að verða hlutverk hans og hlutskipti. Hann kom eins og kallaður inn í rannsókn sem sárlega vantaði nýja og grunsamlega menn. Og nú fór verulega að halla undan fæti fyrir þeim ungmennum sem eftir sátu í fangelsinu. Allt virtist leggjast á eitt til að skapa þessum ódælu piltum örlög.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Tryggvi Rúnar Leifsson var einn sakborninganna í Guðmundarmáli. Hann sat nær samfellt í tvö ár í einangrun ásamt Sævari Ciesielski og Kristjáni Viðari Viðarssyni. Tryggvi hlaut 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Hann hélt dagbækur þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Þar greindi hann frá öllu því sem átti sér stað meðal annars samskiptum við fangaverði, rannsakendur og lækna. Tryggvi lést úr krabbameini fyrir tveimur árum en hann hefði orðið sextugur í ár. Dagbækurnar hafa verið í vörslu dóttur Tryggva, en upplýsingar úr þeim hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en núna nýlega. Úr dagbókarfærslu sem Tryggvi Rúnar ritaði 24.10.77 kemur fram: ,,Ég hef dvalið rúmlega 22 mánuði af lífi mínu, og saklaus. Það er meiri raun heldur en margur heldur. Klefastærðin er ca 2×2 kannski rétt rúmlega. Já hér er ég búin að eyða tveimur árum ævi minnar. Lokaður burtu frá öllum ! Hef ekki fengið að sjá mína fjölskyldu allan þennan tíma.” Í dagbókunum greinir Tryggvi frá lyfjagjöfum sem hann fékk þrisvar á dag, meðal annars róandi lyf, þunglyndislyf og svefnlyf. Þá kemur einnig fram að hann fékk eingöngu að fara út einu sinni á dag fimmtán mínútur í senn.

Í júlílok var staðan í rannsókninni nánast þrátefli. Rannsóknarmennirnir höfðu í höndunum einhverskonar sannanir í Guðmundarmálinu en Geirfinnsmálið hékk enn í lausu lofti. Á síðum blaðanna var hins vegar mikið um að vera. Eitt þeirra sérstaklega, Dagblaðið sem hafði nýlega hafið göngu sína reyndi að auka útbreiðslu sína með því að birta hverja greinina af annari um hin ,,dularfullu mannshvörf”.

Þar hlutu þeir grunuðu sem enn voru í haldi illa meðferð; í Dagblaðinu voru þeir fordæmdir löngu áður en réttarhöld hófust. Upphrópanir kjallaragreinanna og annara æsingaskrifa sem gjarna slitu framburði þeirra úr samhengi,urðu vitaskuld til að sverta þessa ungu menn í hugum almennra lesenda og hver veit hvaða áhrif þau höfðu á þá lögmenn sem síðan áttu eftir að sitja í dómarasæti í málinu?

Seint í júlí kom frægur vesturþýskur afbrotafræðingur, Karl Schütz að nafni til Íslands. Við lá að heyra mætti óminn af James Bond -stefinu bergmála á æðri stöðum. Nú virtist orðið ljóst að heimamenn gátu ekki annast þessa erfiðu rannsókn sem tekið hafði á sig mynd pólitísks vandamáls í landinu. Þessi erlendi rannsóknarlögreglumaður sem kominn var á eftirlaun, var fenginn til að koma þessu klúðurslega máli í einhverskonar höfn.

Karl Schütz var nútímalegur rannsóknarmaður sem færði sér í nyt nýjustu tækni á tölvuöld og naut mikils álits á sínu sviði- var einn af gulldrengjum yfirvaldanna í Wiesbaden. Rannsóknarlögreglustofnun ríkisins í Wiesbaden er upplýsinga og samskiptamiðstöð lögreglunnar í Vestur-Þýskalandi og annast samskiptin við Interpol. Þessi öfluga stofnun veitir lögreglunni víðsvegar um landið margþætta sérfræðilega aðstoð í erfiðum málum. Hún hefur vald til að taka mál í sínar hendur þegar greinilega er um hryðjuverk að ræða sem hinir háu herrar í Wiesbaden kalla gjarna afbrot af stjórnmálaástæðum.

Árangursrík barátta gegn Baader-Meinhof hryðjuverkaflokknum og klofningshópunum sem á eftir komu er þessari stofnun að þakka.
Skömmu eftir komu sína til Íslands fór Karl Schütz ásamt túlki sínum til Keflavíkur til að ræða Geirfinnsmálið við þá menn sem hófu rannsóknina nær tveimur árum fyrr. Eftirfarandi skýrsla um þann fund gefur til kynna álit hans sjálfs á upphaflegu rannsókninnni og þeim mönnum sem önnuðust hana:

,,Kristján Pétursson var kurteis en mjög hlédrægur. Hann virtist vera í geðshræringu. Hann gat ekki gefið neinar raunhæfar vísbendingar í Geirfinnsmálinu. En hann varpaði þó fram nokkrum tilgátum sem hann rökstuddi ekki nánar. Hann lagði áherslu á að hann væri ákafur glæparannsóknarmaður (kriminilist) og ynni að rannsóknarmálium utan vinnutíma sem nokkurs konar dægrastyttingu. Eins og væri hefði saksóknari höfðað mál á hendur honum vegna vanrækslu í starfi. Orsökina væri að finna í grein í íslensku blaði sem birtist fyrir skömmu. Hann yrði því að fara varlega í öllum sínum framburði. Hann væri tilbúinn að aðstoða undirritaðan eða gefa honum vísbendingar ef hann gæti. Hann sagði að sér þætti það leitt að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar í Geirfinnsmálinu í langan tíma.

Haukur Guðmundsson var fyrst mjög hlédrægur en varð smám saman opinskárri og mjög vinsamlegur. Eftir um það bil 15 mínútur bættist sakadómarinn í Keflavík í hópinn. Mennirnir vita báðir hvers konar maður Geirfinnur var og hafa góða yfirsýn yfir rannsóknina sem þeir höfðu með höndum. Þeir kvörtuðu báðir yfir því að hafa fengið lélegan stuðning frá yfirmönnum sínum hvað fé og mannafla snerti, jafnvel þótt þeir hefðu oft óskað eftir slíkri aðstoð. Eftir dálítinn tíma hafi þeim verið sagt að gefa máli þessu engan sérstakan gaum. Þeir ættu heldur að einbeita sér að öðrum verkefnum. Síðan hefði rannsóknin verið tekin gjörsamlega úr höndum þeirra.

Síðan lagði ég fyrir þá nokkrar nákvæmar spurningar varðandi skapgerð Geirfinns til að fá sem besta mynd af persónugerð hans og sambandi við umheiminn. Þeir lýstu báðir Geirfinni sem mjög hlédrægum manni sem ætti ekki til neinar öfgatilhneigingar. Aldrei hafi verið kunnugt um framhjáhald hjá honum né að hann hefði lifað ,,öðru lífi”. Lögreglumennirnir telja það útilokað vegna þess hvernig hann var gerður.

Sakadómarinn vakti þó athygli á því að Geirfinnur hefði oft borið kvenskartgripi (hringi og armbönd) sem væru í algerri andstöðu við skapgerð hans. Einu sinni hefði hann orðið mjög vandræðalegur þegar kona hans uppgötvaði armbönd hjá honum einn morguninn. Ekki væri þó neitt sem benti ákveðið til þess að Geirfinnur hefði verið kynvilltur …”

,,Hvernig stóð á því að lögreglunni sem gengið hafði svo vel að fá hina grunuðu í Guðmundarmáli til að játa á sig eitt og annað tókst ekki að fá neitt slíkt úr neinum fjórmenninganna? Enginn vafi er á því að ungmennin í Guðmundarmáli fengu mun verri meðferð í fangelsinu en hinir … þeir voru ekki barðir og niðurlægðir eins og hipparnir í Guðmundarmáli og þvingaðir til játninga með harðræði.”

Af þessari stuttu skýrslu sést m.a. að yfirvöldin í Reykjavík vildu hafa málið í sínum höndum frá upphafi og ekki beint reynt að auðvelda hana eða efla. Þegar Karl Schütz kom fyrst til Íslands hafði hann aðstöðu til að taka til við Geirfinnsmálið með hvaða hætti sem hann vildi. Hann gat byrjað eigin rannsókn frá rótum, unnið 70 tíma á viku og látið Reykjavíkurlögregluna eiga sitt klúður. Auðvitað hefði sú leið komið mörgum í uppnám en hún var fær. Schütz hins vegar taldi hana ekki hyggilega.

Ljóst er að hann kom til Íslands ekki að beiðni stjórnvalda í heimalandi sínu heldur gegn greiðslu. Ekki var beinlínis við því að búast að hann færi að koma þeim í vandræði sem áttu eftir að undirrita reikningana fyrir vinnu hans. Þar að auki voru takmörk fyrir því hversu miklum tíma hann var tilbúinn að eyða í málið. Maður eins og Schütz þjáðist ekki af neinni minnimáttarkennd og hann var ekki á þeim buxunum að endurtaka ómerkilegar aðferðir heimamanna. Hann kom til að ná árangri, – vandræðalaust.

Schütz var í rauninni fenginn til að raða brotunum saman. Hvað sem öðru leið höfðu heimamenn eytt árum í rannsóknina. Það þurfti aðeins sérfræðing til að koma einhvers konar mynd á verkið svo að það stæðist fyrir dómstólum. Þetta var miklu auðveldara verk en að byrja á nýrri rannsókn. Og að sjálfsögðu var þetta sú stefna sem hann tók: Að byrja þar sem heimamenn höfðu orðið frá að hverfa, þ.e. vinna bug á þeim grunuðu sem enn sátu í haldi.

Þessi gamalreyndi rannsóknarlögreglumaður sem áður hafði færst meira í fang lét sér nú nægja að skjóta sitjandi endur. Og þótt hann reyndi fyrst að beita sínum aðferðum, leita fyrst að áþreifanlegum sönnunargögnum með hina voldugu Rannsóknarlögreglustofnun í Wiesbaden að bakhjarli og yfirheyra svo hina grunuðu, þá tókst ekki betur til en svo, að hann neyddist að lokum til að nota ,,aðferð” heimamanna í Geirfinnsmálinu.

Hann reyndi að bæta úr þeim hrikalega galla sem var skortur á slíkum gögnum, fékk stofnunina í Wiesbaden til að rannsaka t.d. hárlokka, blóðsýni, þræði, greiður og jafnvel heilt gólfteppi í von um að finna vott af óbeinum sönnunum. En þegar sýnin höfðu verið rannsökuð til þrautar varð niðurstaðan því miður neikvæð, – neikvæð fyrir Schütz en ekki hina grunuðu.

Eftir þetta einbeitti Schütz sér að því að fá fram stöðugan straum nýrra framburða í fangaklefunum í Síðumúla. Eftir þrjá mánuði komst hann í feitt: Þann 12 nóvember 1976 var síðasta persónan í þessum hildarleik, Guðjón Skarphéðinsson, 33 ára, handtekinn. Guðjón sem var skólakennari þegar hann var hnepptur í varðhald, féll síst inn í þennan illræmda hóp. Hann var ekki aðeins miklu eldri heldur var ekkert sem benti til að hann hafi umgengist sama fólk og hinir.

Svo virðist sem Guðjón hafi um þetta leyti verið nýbúinn að ganga í gegnum erfiðleika og sorgaraatburði í fjölskyldu sinni og ekki verið í fullkomnu jafnvægi og ástæða er til að ætla að þetta hafi ráðið miklu um viðbrögð hans við yfirheyrslur í einangruninni sem nú tók við. Hann var að sjálfsögðu handtekinn vegna framburða hinna. Hann var síðasti kubburinn sem féll í þessu dómínótafli.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Gísli Guðjónsson, einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag, hefur verið búsettur í Lundúnum um margra ára skeið. Hann hefur komið að allt að þúsund sakamálum á sínum ferli og þykir einn hæfasti á sviði falskra játninga. Gísli hefur aldrei tjáð sig opinberlega um Guðmundar-og Geirfinnsmálið fyrr en núna nýlega. Hann telur að með tilkomu dagbóka Tryggva Rúnars Leifssonar sé tilefni til að hefja rannsókn á þessu máli að nýju. Gísli hefur lesið dagbækurnar sem ná frá lok október 1976 til loka ársins 1977. „Það sem er sláandi við þessar dagbækur, þó þær fari ekki eins langt aftur í tímann eins og æskilegt væri til að gefa okkur mynd af yfirheyrslum og upphafi rannsóknar málsins, þá er greinilegt að hann talar eins og saklaus maður. Hann hafi rangar sakir og játað falskt. Hann hafi í raun og veru játað á sig sakir til að forðast það að vera lengi í gæsluvarðhaldi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt að taka þetta mál upp og rannsaka það,” segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Tryggvi Rúnar hafi trúað því að um leið og hann kæmi fyrir dóm mundi enginn taka mark á játningunum því hann hafi talið að öllum ætti að vera ljóst að málið væri byggt á þvingunum og sögum sem ekki stæðust. „Hugsunin er hvað er að ske núna, ekki hvað gerist eftir 1-2 ár,“ sagði Gísli og sagði þetta dæmigert fyrir fanga í gæsluvarðhaldi, sem hugsi: „Ég vil losna út, lögfræðingurinn minn mun koma mér út úr þessu, það trúir þessu engu, þetta er þvæla.“

Hér vakna margar spurningar. Rannsóknin hafði vakið gífurlega athygli og um hana vissi hvert einasta mannsbarn í landinu. Því var undarlegt að Guðjón skyldi ekki hverfa af landi brott ef hann var á einhvern hátt viðriðinn málið. Til þess hlýtur hann að hafa haft fjölda tækifæra; reyndar hafði hann ferðast víða og átti vini í jafn fjarlægu landi og Argentínu.

Jafnvel enn undarlegra er þó að það skyldi taka rannsóknarmennina nærri ár að toga nafn hans upp úr hinum grunuðu sem þó höfðu verið lausmálgir allan þann tíma. Þegar hann var handtekinn sagði hann rannsóknarmönnum að hann hefði aldrei heyrt Geirfinns getið fyrr en hann las um málið í blöðunum. Hann var góður kunningi Sævars, sagði hann, og þekkti Erlu lítillega, en hann neitaði því með öllu að hann þekkti Kristján Viðar Viðarsson, og raunar má geta þess að rannsóknarmönnunum tókst aldrei að færa sönnur á nein tengsl milli þeirra Guðjóns og Kristjáns.

Guðjón sagði ennfremur að héldi einhver því fram að hann hefði tekið þáttt í ráðabruggi um morð væri það ósvífin lygi. Við þessa yfirheyrslu sem tók sex tíma kallaði hann iðulega þá framburði sem höfðu bendlað hann við málið lygaþvælu.

Mánuði síðar varð heldur en ekki breyting á framburði hans. 14. desember 1976 setti hann saman handskrifaða skýrslu sem fól í sér ásakanir á hendur Sævari og Kristjáni og gaf jafnframt til kynna að hann hefði framið morðið. Nú horfði málið öðru vísi við en áður, því þetta var í fyrsta sinn sem einn hinna grunuðu hafði beinlínis skrifað frásögn af því sem átti að hafa gerst. Engu að síður getur þessi skýrsla ekki talist marktæk játning. Höfundur hennar var ekki aðeins undir miklu álagi; frásögning kemur einfaldlega ekki heim við þekkta staðreyndir í málinu.

Seinna hélt Guðjón því fram að skýrslan hefði orðið til í beinu framhaldi af samræðum sem hann hafði átt við Karl Schütz og rannsóknarmennina. Það er kannski þess vegna sem hann reit í skýrsluna á þessa leið: að lýsa þeim þætti sem ég átti í dauða Geirfinns væri aðeins sögulegur hugarburður …Ég átti að hafa verið með barefli og notað það á Geirfinn … Ég man þetta ekki … Ég man ekki eftir að hafa séð dauðan mann …

Að þessi framburður skuli hafa verið notaður fyrir rétti til sakfellingar sýnir ekki aðeins lævísi rannsóknarmannana heldur og sterka stöðu ákæruvaldsins. Þessi svokallaða játning var samin af manni á barmi taugaáfalls sem getur sér til um þessa háskalegu atburði af því hann var rekinn til þes. En hún varð megin sönnunargagnið í þeim réttarhöldum sem síðan fylgdu.

Dæmi um hvernig lögreglan gat hagrætt og snúið vitnum í þágu rannsóknar sinnar er atburður sem gerðist um miðjan desember 1976. Maður nokkur, sem á daginn kom að var ekki á nokkurn hátt viðriðinn Geirfinnsmálið, var kallaður til yfirheyrslu vegna þess að daginn áður hafði einn hinna grunuðu borið að þessi maður hefði ekið sendiferðabifreið til Keflavíkur um kvöldið 19. nóvember 1974. Maðurinn skýrði frá því, eins og segir í málsskjölum, ,,að hann hafi starfað sumarið 1974 við akstur sendibifreiðar af Sendibílastöðinn hf. – Þetta var sendibifreið af tegundinni Mercedes Benz, árgerð 1971, gul að lit og frambyggð – en hætti akstri í ágústmánuði.”

Hann var ekki viss um ferðir sínar umrætt kvöld en var alveg viss um að hann hefði ekki farið til Keflavíkur. Vitnið hélt því síðar fram að þegar þessi neikvæðu svör lágu fyrir hafi Eggert N. Bjarnason rannsóknarlögreglumaður tilkynnt sér ,,að það yrði látið sæta 30 daga gæsluvarðhaldi ef það samþykkti ekki skýrsluna og yrði þægt.” Vitnið hins vegar hélt sig við fyrri framburð og sat inni um nóttina. Árla næsta morgun var vitnið tekið að nýju til yfirheyrslu.

,,Schütz reyndi að bæta úr þeim hrikalega galla sem var skortur á slíkum gögnum, fékk stofnunina í Wiesbaden til að rannsaka t.d. hárlokka, blóðsýni, þræði, greiður og jafnvel heilt gólfteppi í von um að finna vott af óbeinum sönnunum. En þegar sýnin höfðu verið rannsökuð til þrautar varð niðurstaðan því miður neikvæð, – neikvæð fyrir Schütz en ekki hina grunuðu.

Um kl. 11.00 tók Karl Schütz við stjórninni og fór sú yfirheyrsla vel og rólega fram. Þegar Schütz og túlkur hans tóku sér hins vegar kaffihlé segir vitnið að einn rannsóknarmanna hafi komið inn í herbergið ,,með herðatré í höndum og slegiöð því í lófa sér og lær. Hann hafi gengið að vitninu og spurt hann um málið og fannst því hann vera ógnandi. Einnig man það að annar hafi verið með ,,bendipinna” sem hann sló í lófa sér meðan hann yfirheyrði það.” Og þegar yfirheyrslu Schütz lauk síðdegis þennan dag hafði vitnið viðurkennt að hafa ekið sendibifreið til Keflavíkur umrætt kvöld.

Vitnið var látið laust um miðnættið. Daginn eftir kom vitnið á skrifstofu Róberts Árna Hreiðarssonar, lögmanns og rakti fyrir honum atburðarásina sem lauk með því að það hafði undirritað yfirlýsingu um að hafa ekið sendibifreiðinni til Keflavíkur 19. nóvember 1974. Sér hafi verið hótað einangrunarvist þar til það gæfi réttan framburð. Þegar lögmaðurinn spurði manninn hvort hann vildi draga yfirlýsinguna til baka sagðist vitnið ,,ekki gera sér grein fyrir því eftir yfirheyrslurnar hvað væri raunveruleiki og hvað ekki, og sagði að þetta væri allt sem vondur draumur.”

Málinu hefði hæglega getað verið lokið á þessum punkti ef ekki hefði komið til ákveðinn ,,leki” í Tímann. Vitnið sneri þá aftur til lögmannsins og sagði að þar eð sér hefði verið lofað því að nafn sitt yrði ekki birt opinberlega í sambandi við málið væri nauðsynlegt að senda fjölmiðlum leiðréttingu þar sem fram kæmi að það hefði enga vitneskju um þessa atburði. Eftir að hafa borið sig saman við lögregluna gerði lögmaðurinn þetta.

Enn var furðulegasti kafli þessarar sögu eftir. Í maí 1977 kom vitnið fyrir rétt án þess að skýrt kæmi fram að umræddur vitnisburður væri gefinn undir þrýstingi. Hann er því enn þann dag í dag partur af málatilbúnaðinum sem leiddi til sektardóms yfir þremur mönnum. Þann 10. október komu lögmenn tveggja sakborninganna, þeir Jón Oddsson og Páll A. Pálsson til fundar við vitnið á skrifstofu lögmanns þess, Róberts Árna, ekki aðeins til að ræða þá staðreynd að rangur vitnisburður væri kominn inn í dómssskjölin heldur einnig leiðir til að leiðrétta svo alvarleg mistök.

Ef vitnið hefði á þessu stigi málsins viljað draga framburðinn til baka ætti það yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm. Vitnið hafði hins vegar meiri áhyggjur af því að ,,menn yrðu í og með dæmdir vegna framburðar hans sem væri rangur” og bað lögmann sinn um að afturkalla hann.

Eins og við var að búast varð sprenging innan réttarkerfisins. Eftir að yfirvöldum hafði verið skýrt frá þessari beiðni daginn eftir var Róbert Árni Hreiðarsson, lögmaður tekinn höndum á skrifstofu sinni og fluttur í húsnæði sakadóms þar sem hann vaar yfirheyrður í sex klukkustundir af Braga Steinarssyni, vararíkissaksóknara og Hallvarði Einvarðssyni, nýskipuðum rannsóknarlögreglustjóra.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, var starfsmaður bæjarfógetaembættisins í Keflavík þegar Geirfinnur Einarsson hvarf þar 1974. Valtýr sagði í viðtalið við Stöð 2 að það hefði komið mjög á óvart þegar Sævar Ciesielski og aðrir sakborningar voru tengd málinu hjá lögreglu í Reykjavík. Ekkert hefði komið fram í rannsókn hans og Hauks Guðmundssonar rannsóknarlögreglumanns í Keflavík sem tengdi ungmennin við hvarf Geirfinns. Við rannsókn málsins í Reykjavík hafi aldrei verið haft samband við þá.

Að sögn lögmannsins notaði Bragi þennan tíma mest til þess ,,að æpa á mig að ég væri að reyna að vinna skemmdarverk á máli ákæruvaldsins”. Mikið fjaðrafok varð í fjölmiðlum og í lögmannskreðsum eftir þennan atburð, en hið ólánsama vitni slapp við að verða ákært og dæmt eins og allir hinir. Og er það úr þessari sögu sem betur fer.

Karl Schütz brást ekki yfirvöldum sem var mikið í mun að fá þetta mál út úr heiminum. Þrátt fyrir allt tókst honum að ljúka rannsókninni vorið 1977. Á sérstökum blaðamannafundi staðhæfði hann afdráttarlaust að Kristján Viðar hefði verið ,,sambandsmaður” Geirfinns, þótt hann vissi fullvel að sjónarvottarnir væru ósammála slíkri fullyrðingu.

Honum hafði ekki tekist að sanna að hinir grunuðu hefðu haft neitt samband áður við þann mann sem þeir voru taldir hafa myrt. Og hann gat ekki sýnt fram á neina sennilega ástæðu glæpsins. En þeir voru engu að síður ákærðir. Hrikalegasta réttarmorð í sögu landsins fékk lögformlegt samþykki.

Á meðan Karl Schütz og samstarfsmenn hans voru að fagna lokum vel unnins verks í Stjörnusalnum á Hótel Sögu spurði blaðamaður Morgunblaðsins Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráðherra hvað hann vildi helst segja um málið. Ráðherrann var stuttorður: Martröð létt af þjóðinni, var kjarni þess sem blaðið birti eftir honum daginn eftir.

Að fagnaður skyldi haldinn áður en dómur var fallinn sýndi enn á ný hvernig hugarfar hafði grafið um sig í íslensku þjóðfélagi í kringum Geirfinnsmálið. Skyldi nokkrum þeim sem skálaði í kampavíni þetta kvöld hafa verið hugsað til hinna grunuðu sem setið höfðu 15 mánuði í einangrun?

Þeir stóðu að sönnu ekki vel að vígi. Vitnisburðir þeirra, sem stundum voru á ská og skjön, höfðu birst reglulega í blöðunum ásamt óvönduðum og vægast sagt ófrýnilegum myndum sem teknar höfðu verið af þeim í varðhaldi. Um þá var fátt fallegt að segja.

Þeir voru ekki ofarlega á lista yfir heiðvirða borgara. Sumir þeirra voru hreinir vandræðamenn í þjóðfélaginu með langar sakaskrár yfir smáhnupl og uppí nauðgunarmál. Það var svo sem ekkert skrýtið við að ætla að jafn fjölskrúðugur ferill myndi einn góðan veðurdag ná hápunkti í morði.

Ólíklegt verður hins vegar að telja að málatilbúnaður ákæruvaldsins hefði nægt til að ná fyrir dómstóla í öðrum löndum, t.d. í Bandaríkjunum. Ef við höldum okkur augnablik við bandaríska kerfið þarf ákæruvaldið, sem sönnunarbyrðin hvílir á, andstætt því sem virtist vera í Geirfinnsmálinu hér þar sem hún virtist hvíla á vörninni, að sanna A) að morð hafi verið framið, B) hvernig morðið var framið og C) aðild sakborninga að morðinu.

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafði saksóknari engin sakargögn eða ummerki afbrots og gat þess vegna ekki rekið málið á þeim forsendum. Það eina sem hann gat gert var að skýra fyrir réttinum hvernig morðin hefðu verið framin og hvernig aðild sakborninga væri háttað. Þar eð hann varð að hlaupa yfir fyrsta atriðið, A), varð hann freista þess að byggja málið á framburðunum sem fengust í Síðumúla.

Ákæruvaldið var með öðrum orðum reiðubúið til málflutnings án líka hinna myrtu, án nokkurra beinna sönnunargagna, án staðreynda, vegna þess að Karl Schütz fékk Guðjón Skarphéðinsson til að játa á sig morð.

,,Á sérstökum blaðamannafundi staðhæfði Karl Schütz afdráttarlaust að Kristján Viðar hefði verið “sambandsmaður” Geirfinns, þótt hann vissi fullvel að sjónarvottarnir væru ósammála slíkri fullyrðingu.”

Þegar sakborningarnir komu loks fyrir rétt mánuði síðar áttu þeir og lögmenn þeirra í vök að verjast, m.a. vegna þess að enginn þeirra gat lagt fram fjarvistarsönnun fyrir margumrætt kvöld. Ákæruvaldið átti að vísu í dálitlum erfiðleikum með þá staðreynd að þetta kvöld hafði Sævar Ciesielski fylgt móður sinni á listsýningu. Kl. 21.00, nákvæmlega 75 mínútum áður en Geirfinnur fór að heiman hinsta sinni, bað móðir Sævars um að sér yrði ekið heim því hún væri orðin þreytt.

Það hefur tekið Sævar a.m.k. 30 mínútur að aka henni heim og í bæinn aftur. En þegar kemur að vegalengdum og hversu hratt sé unnt að komast á bíl verða mörkin milli eðlilegs hraða og hugsanlegs hraða óljós. Saksóknari sannfærði dóminn um að Sævar gæti hafa snúið aftur til Reykjavíkur og hitt Guðjón, Kristján og Erlu, farið úr Land Rover yfir í fólksvagnsbjöllu og þeyst á henni til Keflavíkur eftir ótilgreindu magni af áfengi, en að sögn saksóknarans var tilefni morðsins deila um nokkrar flöskur af smygluðu áfengi.

Frammi fyrir dómurunum þremur reyndi hver sakborningur með sínum hætti að draga framburði sína til baka. En auðvitað var það árangurslaust því að þeir voru saksóttir einvörðungu á grundvelli þessara sömu framburða. Orð Guðjóns Skarphéðinssonar fyrir rétti þegar hann var spurður um handrituðu skýrsluna sem olli straumhvörfum í rannsókninni, lýsa þessu vel: ,,Mér var ljóst frá upphafi,” sagði hann, ,,að ég var í þeirri hættulegu aðstöðu að geta játað öllu eða neitað öllu um þessa atburði. Ég mundi ekkert sjálfstætt og gat sjálfur enga grein gert mér fyrir því hvað gerst hafði, gat hvorki gert mér grein fyrir mínum þætti né annarra sem þarna voru.”

Hann var spurður hvort þesssi handritaði framburður væri sannur. Guðjón svaraði: ,,Ég treysti því að rannsóknarlögreglumenn og herra Karl Schütz hafi ekki vísvitandi farið með rangt mál við mig í ýmsum þeim lýsingum sem þeir gáfu mér, sem áttu að hafa gerst á umræddum stað og á umræddum tíma.”

Það var þó fyrrum nemandi hans, Sævar Ciesielski sem komst að kjarna málsins. Þegar dómforseti spurði hann af hverju hann og hinir sakborningarnir hefði öll gefið þessa framburði ef þeir væru ekki sannir, eins og hann héldi nú fram, svaraði hann að bragði: ,,Sá sem flýr undan dýri spyr ekki til vegar.”

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Fangelsið að Síðumúla var ólögleg vistarvera samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þegar húsnæðinu var breytt í fangageymslu var gert ráð fyrir því að menn væri hafðir þar í haldi í mesta lagi sólarhring. Sævar var hafður í eitt og hálft ár í sex fermetra klefa með óopnanlegum glugga og suðandi loftræstikerfi dag og nótt, er blés misheitu lofti inn í klefann. Hann var hafður í hámarkseinangrun í tvö ár. Ljós var látið loga í klefanum allan sólarhringinn, vikum saman. Haldið var vöku fyrir honum með háreysti og ryskingum. Honum var meinað um útivist og sviptur tóbaki, lesefni og skriffærum mánuðum saman. Tvívegis var hann hafður í fótjárnum í sex vikur alls og í níu mánuði þurfti hann að vera án sængurfatnaðar. Hann var hafður á sterkum lyfjum, þunglyndis- og vöðvaslakandi án þess að gangast undir læknisskoðun sérfræðings. Þegar hann losnaði úr einangruninni var hann því sem næst mállaus sökum fásinnis. Það tók hann langan tíma að venjast því að vera innan um margmenni. Hæstiréttur Íslands lét hafa sig í það að flokka slíka meðhöndlun ekki undir harðræði.

Skoðum aðeins nánar kringumstæður þeirra framburða sem sakborningarnir reyndu í örvæntingu að draga til baka fyrir réttinum. Síðumúlafangelsið mun ekki eiga sér margar hliðstæður í siðmenntuðum löndum. Þar er fanginn lokaður inni í löngum og mjóum klefa sem er raunar eins og líkkista í laginu. Klefinn er gluggalaus, gólfið flísalagt og veggirnir skærgrænir. Fanginn sefur á svampdýnu í krossviðarumgerð. Á rúminu eru tvö lök, ábreiða og svampkoddi. Flúorljósapípur eru í lofti í álumgjörð utan seilingar fangans.

Ljósinu er stjórnað að utan eins og hitanum. Á veggnum rétt við stáldyrnar er bjalla sem á að nota þegar fanginn þarf að fara á salerni. Hann fær ekki að hafa hjá sér bækur eða skriffæri. Hann er því einn með hugsunum sínum. Eftir nokkurn tíma verða bjartar minningar í móðu og að lokum er síðasta yfirheyrslan það eina sem hann getur munað glöggt. Og hvort sem mennn fá lítið sofið eða mikið er síðasta yfirheyrslan ekki falleg tilhugsun til að sofna út frá.

Þess ber að geta að fangarnir fengu ekki allir sömu meðferð. Sævar var sá eini sem kvartaði yfir barsmíðum. Kristján sagði að sér hefðu verið gefin ,,sterk lyf” af þeirri gerð sem eru til að róa geðsjúklinga og að hann hefði verið eins og draugur á ferli allan tímann. Hinir kvörtuðu einnig yfir því að ákveðinn læknir hefði gefið þeim ,,einhver lyf” sem gerðu meira en að auðvelda þeim að sofna.

Að sögn Tryggva vöktu fangaverðir hann af fasta svefni um kl. 4. eina nóttina og spurðu hann af hverju hann hefði ýtt á bjölluna. Þegar hann kvaðst hafa verið steinsofandi og gæti varla hafa snert bjölluna létu þeir vantrú sína í ljós. Næstu nótt um sama leyti gerðist þetta aftur. Og þar næstu nótt. Eftir fjórðu nóttina fór Tryggvi hálfvegis að trúa því að hann hefði þrýst á bjölluna en hafði vit á að sannreyna það. Skömmu eftir miðnætti kraup hann á kné á gólfinu og hélt báðum höndum í umgjörð dýnunnar. Þegar verðirnir komu nokkrum stundum síðar hélt hann enn fast í umgjörðina, var kófsveittur en orðinn sannfærður um að hann væri með öllum mjalla.

Þetta eru nokkur dæmi um þær aðstæður sem ríktu er þeir framburðir urðu til sem voru höfuðgögn ákæruvaldsins fyrir dómnum. Ekki þarf ýkja mikið ímyndunarafl til að gera sér ljóst að með lyfjagjöfum og svefntruflunum, að ekki sé minnst á sífellt ónæði, hótanirog hreint harðræði, getur hvaða fangi sem er farið snarlega yfirum. Jafnvel hryðjuverkamenn sem gjarnan eru sterkt tengdir ákveðnum málstað eða hugsjón og búnir undir slíkar kringumstæður, geta fallið saman.

Venjulegur afbrotamaður sem ekki þarf um annað að hugsa en eigið líf getur brotnað eins og kvistur. Um hugsanleg áhrif skammtímaálags af völdum ágengrar yfirheyrslu segir sérfræðingur á þessu sviði, Dr. Jan Bastiaans við háskólann í Leidin, m.a. ,,Grunaðir liðsmenn Írska lýðveldishersins sem voru þaulspurðir við yfirheyrslur í sjö daga sýndu eftirköst sem voru að meira eða minna leyti hin sömu og hjá þeim sem lifað höfðu af vist í fangabúðum og orðið að þola margra ára einangrun.”

Guðjón Skarphéðinsson varð að reyna þess konar yfirheyrslur í 30 daga og kom út úr þeim með það á vörunum að hann hefði lamið Geirfinn í hel, – en sagði einnig að hann myndi ekki eftir að hafa orðið neinum að bana eða séð dauðan mann. Verður hann sekur þar með, – án líks hins meinta fórnarlambs, án nokkurrar minnstu áþreifanlegrar sönnunar, án trúlegs tilefnis og án þess að eitt einasta vitni beri að hafa séð hann nálægt meintum morðstað?

,,Bifreiðin sem hann átti að hafa ekið var að auki á þessum tíma í notkun hjá öðrum manni og hann hefði því orðið að taka hana ófrjálsri hendi og án þess að nokkur tæki eftir því. Hvorki hann né bifreiðin koma heim og saman við lýsingar sjónarvottanna. Maðurinn var þvingaður til að gefa framburð sem fleytti málinu gegn sakborningunum áfram.”

Því miður eru slíkar spurningar nauðsynlegar ti að komast að kjarnanum. Því Guðjón Skarphéðinsson féll ekki saman og játaði á sig morð; hann yfirbugaðist og gekkst við morði sem spyrjendur hans sögðu honum að hann hefði framið. Í 30 daga var troðið í hann tilbúnum smáatriðum í kringum ímyndað morð. Að lokum gerði hann þessaar lýsingar að sínum. Aðeins maður í þeirri einstöku stöðu sem Karl Schütz hafði gat náð svo ógnarlegum árangri, þótt undirbúningurinn hafi verið unninn af íslenskum starfsbræðrum hans og ábyrgði sé íslenskra yfirvalda.

Þetta er mín niðurstaða. Hin opinbera niðurstaða var önnur. Samkvæmt henni höfðu Sævar og Kristján hitt Geirfinn í Klúbbnum tveimur dögum fyrir hvarf hans og samið um að kaupa af honum ákveðið magn af smygluðu áffengi. Daginn eftir á Kristján að hafa gengið frá láni á sendiferðabifreið með ökumanni til flutninganna. Ökumaðurinn var hið ólánsama vitni sem áður er sagt frá og dregið hafði framburð sinn til baka. Næsta kvöld um kl. 21..30 var lagt af stað til Keflavíkur í blárri fólksvagnsbjöllu sem tekin var á leigu og Erla ók; í bílnum voru einnig Sævar og Kristján Viðar.

Þau óku að Lambhól og þar kom Guðjón upp í bílinn, settist undir stýri og ók áfram til Keflavíkur. Mercedes Benz sendibíllinn fylgdi á eftir. Þegar komið var til Keflavíkur um kl 22.00 fór Kristján inn í Hafnarbúðina og hringdi í Geirfinn. Þau fóru síðan öll í gamla slippinn í Keflavík, deilur urðu um viðskiptin og morðið var framið. Á meðan beið ökumaður sendibílsins álengdar og heyrði aðeins raddir í myrkrinu.

Stuttu síðar sagði Kristján honum að fara heim og um svipað leyti flúði Erla af vettvangi. Ekki er fullkomlega ljóst hvaða bifreið flutti líkið til Reykjavíkur, en hvað sem því líður var breytt yfir það kápu Erlu sem hún hafði skilið eftir í látunum og farið með það í íbúð Kristjáns að Grettisgötu 82. Þar var það falið í kjallaranum uns Erla, Sævar og Kristján fluttu það nokkrum dögum síðar að Rauðhólum, þar sem það var brennt og grafið.

Lítum á þessa sögu. Engin vitni fundust til að staðfesta að Sævar og Kristján hefðu verið í Klúbbnum kvöldið 17. nóvember 1974. Vitað er hins vegar að Geirfinnur var þar með tveimur félögum sínum í þrjár klukkustundir. Þrátt fyrir mikla leit gat lögreglan ekki fundið neinn úr hópi þeirra sem Geirfinnur hitti í Klúbbnum sem staðfesti að hann hefði talað við Sævar og Kristján. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að Geirfinnur Einarsson hafi nokkurn tíma selt smyglað áfengi, þótt hann hafi stöku sinnum fengið lánuð tæki til heimabruggs.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Erla Bolladóttir var tvítug þegar hún var tekin frá þriggja mánaða gömlu barni sínu og höfð í einangrun í Síðumúlafangelsi fyrir meinta hlutdeild sína í GG-málum. Henni var haldið langtímum saman í yfirheyrslum, þar til hún vissi ekki sjálf muninn á sínum vitnisburði og þess sem hún var sökuð um. Einnig lýsti Erla því í viðtali við Stöð 2 að hún hefði verið misnotuð kynferðislega af einum rannsakanda í gæsluvarðhaldi í júlí 1976 og hefði síðan verið sett á getnaðarvarnarpillur af rannsakendum og fangavörðum.

Upplýsingar liggja fyrir um að umrætt kvöld hafi maður lagt ljósum Mercedes sendibíl fyrir utan Hafnarbúðina um kl. 18.30-19.00; vel að merkja, – hann var einn í bílnum. Hann gekk að almenningssímanum í búðinni og hringdi í Geirfinn. Þar eð gengið er út frá því að maðurinn hafi komið frá Reykjavík og símtalinu var ætlað að ákveða stefnumót kl 22.00 má telja undarlegt að hann hafi ekið alla þessa leið fyrir eitt símtal.

Eftir símtalið fór maðurinn inn í Keflavík og keypti sér pylsu í sjoppu rétt við miðbæinn. Ekki er vitað hvað hann gerði næstu þrjár klukkustundirnar en skömmu eftir kl. 22.00 var hann aftur kominn í Hafnarbúðina. Af lýsingum sjónarvotta að dæma var hann taugaóstyrkur þegar hann hringdi öðru sinni í Geirfinn og svo virðist sem hann hafi ekki ekið sömu bifreið.

Þessi illvefengjanlega atburðarás kippir ekki aðeins stoðunum undan málatilbúnaði ákæruvaldsins heldur staðfestir þá yfirlýsingu ,,aðalvitnisins”, fyrrnefnds ökumanns, að hann hafi alls ekki verið í Keflavík þetta kvöld. Bifreiðin sem hann átti að hafa ekið var að auki á þessum tíma í notkun hjá öðrum manni og hann hefði því orðið að taka hana ófrjálsri hendi og án þess að nokkur tæki eftir því.

Hvorki hann né bifreiðin koma heim og saman við lýsingar sjónarvottanna. En maðurinn var með þeim hætti sem áður hefur verið lýst þvingaður til að gefa framburð sem fleytti málinu gegn sakborningunum áfram. Einnig hefur áður komið fram að lögreglan horfði alveg fram hjá mikilvægum framburði sjónarvottanna tveggja sem sáu ,,sambandsmanninn” milli kl 18.30 og 19.00 þetta kvöld og í skjölum hæstaréttarins yfir málið er ekki minnst einu orði á þessa sjónarvotta, annað hvort vegna þess að ákæruvaldið lagði vitnisburð þeirra ekki fram eða hæstarétti varð á alvarleg yfirsjón.

Margt fleira mætti nefna en þetta ætti að nægja til að sýna fram á hvers konar hrákasmíð sá málatilbúnaður var sem æðstu dómstólar Íslands létu sér sæma að taka mark á við dómsuppkvaðningu í erfiðasta og dularfyllsta sakamáli aldarinnar. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski voru sekir fundnir fyrir aðild að báðum málunum og dæmdir í ævilangt fangelsi. Harðasti dómur fram að því var 16 ár.

Tryggvi Rúnar Leifsson var fundinn sekur um aðild að Guðmundarmálinu og hlaut 16 ára fangelsi. Guðjón Skarphéðinsson fékk nokkru vægari dóm eða 12 ára fangelsi fyrir þátt sinn í Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir hlaut 3 ár fyrir hlutverk sitt sem stjörnuvitni. Og Albert Klahn Skaftason fékk 18 mánuði fyrir að hafa grunlaus ekið hinum dularfulla poka á ókunnan stað.

Í febrúar 1980 staðfestsi hæstiréttur dóm undirréttar en felldi þó niður lífstíðardóminn: Kristján Viðar fékk 16 ár og Sævar 17 ár. Þá lækkaði hann einnig dómana yfir Guðjóni og Tryggva um 2 ár. Sakborningarnir þurftu þó ekki að afplána refsinguna nema að hluta og miklu skemur en að ofan greinir.

Nú eru þeir allir frjálsir menn og vilja sennilega gleyma auðmýkingu og harðri raun. En ef til vill koma þau augnablik stundum að þeir minnast þess hvernig það var að finna andardrátt dýrsins á hnakkanum.

Skjaldamerki Íslands

Note: There is a print link embedded within this post, please visit this post to print it. Note: There is an email link embedded within this post, please visit this post to email it.

Ítarefni um Geirfinns- og GuðmundarmálFara efst

.

.

.

.

.

 

]]>
http://www.sigurfreyr.com/undir-sonnunarbyrdinni/feed/ 0