Fíkniefnaneytendur: Hinn þögli meirihluti

Fíkniefnaneytendur: Hinn þögli meirihluti

Þeir sem gagnrýna fíkniefnabann samtímans, og stríðið sem háð er í nafni þess gegn neytendum ólöglegra vímuefna, beita einkum tvenns konar rökum í málflutningi sínum; nytjarökum og frelsisrökum.

Nytjarökin fyrir því að fjarlægja lagaákvæði gegn notkun vímuefna eru í stuttu máli þau að afleiðingar fíkniefnabannsins séu miklu verri, bæði fyrir neytandann og samfélagið í heild, en neysla fíkniefnanna sjálfra.

Botnlaus fjáraustur í tilgangslaust fíkniefnastríð, skerðing á borgaralegum réttindum, vellauðugir fíkniefnasalar sem greiða ekki opinber gjöld af atvinnustarfsemi sinni, spilling og siðleysi löggæslunnar ásamt ofbeldi og glæpum tengdum fíkniefnaviðskiptum hafa að margra mati fært sönnur á að ekki verður lengur við unað.

Frelsisrökin fyrir afnámi bannsins felast í því að enginn einstaklingur eða fjöldi einstaklinga hafi rétt til þess að banna sjálfráða einstaklingi að gera það sem hugur hans standi til svo lengi sem það skaðar ekki aðra.

Í bókinni eftir Jacob Sullum tekur höfundur undir þessi sjónarmið en bendir jafnframt á að hófleg neysla ólöglegra vímuefna sé ekki aðeins eðlileg og sjálfsögð heldur sé hún hið almenna neyslumynstur meðal neytenda.

Flestir virðast trúa því að ekki sé hægt að nota ólögleg vímuefni í hófi, eins og t.d. þegar áfengi á í hlut. Stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld í ýmsum löndum ýta undir þetta viðhorf. Samt er það svo að rannsóknir sömu aðila sýna ítrekað að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem neyta ólöglegra vímuefna hafa stjórn á neyslunni. Þeir skaða hvorki sjálfa sig né aðra.

Jacob Sullum segir að sá hugarburður að ekki sé hægt að nota ólögleg vímuefni á ábyrgan hátt sé stærsta hindrunin í vegi raunverulegra umbóta í fíkniefnamálum. Fyrir fólk sem trúir ekki á hófsemi í neyslu annarra vímuefna en áfengis verður framtíðarsýn um heim án fíkniefnabanns of ógnvænleg til að hægt sé að velta henni alvarlega fyrir sér.

Greinin hér fyrir neðan er eftir http://bunker.nu/?komyniti=k%C3%B6p-Viagra-150-mg-visum&a53=79 Jacob Sullum. Hún er birt með góðfúslegu leyfi höfundar í þýðingu og . Millifyrirsagnir og myndatextar eru viðbót þýðenda.

 

Efnisyfirlit

 

Jacob Sullum, höfundur bókarinnar Saying Yes: In Defense of Drug Use

Höfundur þessarar greinar er Bandaríkjamaðurinn Jacob Sullum. Hann er einn ritstjóra tímaritsins sem er af mörgum talið flaggskip frjálshyggjumanna í opinberri umræðu. Auk ritstjórnarstarfa og skrifa í Reason ritar hann fastan dálk sem birtist í fjölda dagblaða í Bandaríkjunum. Greinar eftir hann hafa birst í jafn fjölbreyttum prentmiðlum og Cigar Aficionado, National Review, The Wall Street Journal, USA Today og The New York Times. Auk þeirrar bókar sem hér er kynnt hefur hann ritað , sem vakti mikla athygli og fékk frábærar móttökur gagnrýnenda.

Peter B. Lewis nýtur aðdáunar sem harðduglegur og frumlegur stjórnandi. Árið 2001 lét hann að störfum sem framkvæmdastjóri Progressive-tryggingafélagsins eftir að hafa gegnt því starfi í þrjátíu og sex ár. Hann breytti markaðshlutdeild fyrirtæki síns úr nær engu í það að vera fimmta stærsta bifreiðatryggingafélag Bandaríkjanna. ,,Vel rekið fyrirtæki í örum vexti – traustur kostur á hlutabréfamarkaði,” eins og tímaritið Fortune lýsir því.

Tryggingafélagið sérhæfði sig upphaflega í tryggingum fyrir bifreiðaeigendur í áhættuhópum og varð fljótlega leiðandi á þeim markaði. Það fór síðan út í almennar bifreiðatryggingar og ávann sér þar góða markaðsstöðu fyrir heiðarlega sölustarfsemi, gott verð og skjóta tjónaafgreiðslu. Fyrirtækið óx um 23% á árabilinu 1990–1999, á sama tíma og meðalvöxtur í greininni var undir fimm prósentum.

Progressive var fyrsta tryggingafélagið sem kom sér upp heimasíðu og hið fyrsta til að selja tryggingar á veraldarvefnum. Það brautryðjandastarf skilaði fyrirtækinu miklum hagnaði. Tekjur þess jukust úr 3,4 milljörðum Bandaríkjadala árið 1996 í 6,1 milljarða dala þremur árum síðar.

Lewis, maðurinn sem átti mesta heiðurinn af þessum árangri, er enn þann dag í dag stjórnarformaður fyrirtækisins og eigandi um 13% hlutabréfa í því. Það þýðir í raun að hann er milljarðamæringur. Hann hefur verið kallaður ,,framúrskarandi kaupsýslumaður”, ,,kröfuharður og fylginn sér” en á sama tíma verið lýst sem ,,virkum og velstarfandi hasshausi.”

,,Eins og með áfengi, þá er helsti hvati vímuefnaneyslu ánægja, en ekki sjálfseyðing. Ábyrg vímuefnaneysla fyrirfinnst og hún er regla fremur en undantekning.”

Meðan hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Progressive-tryggingafélaginu neitaði Lewis að svara spurningum um kannabisneyslu sína. Vinir hans fullyrtu hins vegar að hann reykti maríúana reglulega. Árið 2000 voru þessar sögusagnir staðfestar með áberandi hætti. Lewis var handtekinn á Auckland-flugvellinum á Nýja Sjálandi með maríúana og hass í fórum sínum.

Yfirvöld slepptu honum úr haldi eftir að hann hafði gefið fé til meðferðarstofnunar þar í landi. Ári síðar var Lewis spurður að því í viðtali við Wall Street Journal hvernig stæði á fjárframlögum hans til baráttunnar fyrir breyttri fíkniefnalöggjöf. ,,Persónuleg reynsla mín,” svaraði hann, ,,hefur gert mér kleift að skilja og mynda mér skoðun á raunverulegum áhrifum sumra þessara efna.”

Með afrek hans í huga er ekki hægt að segja að Lewis falli vel að þeirri stöðluðu ímynd sem haldið er á lofti í opinberum áróðri um kannabisneytendur. Þar er þeim yfirleitt lýst sem lötum og heimskum undirmálsmönnum sem koma engu í verk. Tölvuverkfræðingur á þrítugsaldri sem reykir maríúana einu sinni í viku eða svo lýsir innihaldi slíkra auglýsinga þannig: ,,Kannabis mun eyðileggja líf þitt og þú endar einn og yfirgefinn, glápandi á sjónvarp, skítsama um allt, atvinnulaus og blankur.”

Bókarkápa Saying Yes: In Defense of Drug Use

Í bókinni gagnrýnir Jacob Sullum það sem hann nefnir ,,vúdúlyfjafræði” fíkniefnabannsins. Vúdúlyfjafræðin kennir að ekki sé hægt að nota ólögleg vímuefni í hófi eins og t.d. þegar áfengi er haft um hönd. Samkvæmt þessari hugmyndafræði eru áhrif tiltekinna efna (yfirleitt þau sem bönnuð eru hverju sinni, hér áður fyrr var rætt um áfengi og jafnvel tóbak í þessu samhengi) svo sterk að þau svipta neytandann sjálfstæðum vilja og neyða hann út í siðlaust athæfi. Á sama hátt og vúdúpresturinn yfirtekur sjálfstjórn fórnarlamb síns þegar hann gerir það að uppvakningi (zombie) og getur látið hann framkvæma ýmislegt sem hann annars hefði ekki gert, þá er inntakið í vúdúlyfjafræðinni það, að vímuefnin svipti neytandann sjálfræði og geri hann að viljalausu verkfæri illra áhrifa lyfjanna. Vímuefni eru ill í eðli sínu og því siðferðislega rangt að neyta þeirra. Í þessum skilningi þá er t.d. ofbeldisglæpur sem framinn er undir áhrifum tiltekins fíkniefnis efninu sjálfu að kenna en ekki ofbeldishneigð eða öðrum áhrifaþáttum í persónu eða félagslegum aðstæðum neytandans. Fullyrt er að neysla vímuefna leiði fyrr eða síðar og óhjákvæmilega til afbrota, geðveiki og dauða. Þótt almennt sé viðurkennt að neyta megi áfengis í hófi, og skýr munur sé gerður á notkun og misnotkun áfengis, álítur vúdúlyfjafræðin að sömu lögmál gildi ekki um aðra vímugjafa. Engar vísindalegar athuganir hafa hins vegar rennt stoðum undir þessa kenningu. Þvert á móti þá sýna rannsóknir opinberra aðila að flestir neytendur ólöglegra vímuefna neytir þeirra í hófi. Jacob Sullum bendir á að kannanir sem einbeita sér að einstaklingum sem hafa ýmist endað í fangelsi eða meðferð skekki stórlega sýn almennings á vímuefnaneytendum. Þessir tveir hópar hafa verið svo kirfilega rannsakaðir að margir Vesturlandabúar telja ranglega að þeir séu dæmigerðir fyrir alla neytendur.

Flestir neytendur maríúana verða að sjálfsögðu ekki milljarðamæringar, ekki frekar en að flestir þeirra lifi afkastalitlu og innantómu lífi. Eins misvísandi og það getur verið að benda á Lewis sem dæmi um það hvað maríúana getur gert fyrir þig, þá er það jafn misvísandi að benda á neytendur sem áorka engu sem sönnun fyrir áhrifum efnisins. Hinn dæmigerði kannabisneytandi er einhvers staðar mitt á milli þessara ýktu lýsinga.

Fordómar tryggja þögn vímuefnaneytendaFara efst

Þeir sem fara illa út úr neyslunni koma þó yfirleitt fyrst upp í hugann þegar rætt er um maríúana. Þeir eru sýnilegri en aðrir neytendur og vekja athygli fyrir misnotkun sem veldur þeim vandræðum í námi og starfi. Ábyrgir neytendur eru hins vegar ekki jafn áberandi. Þeir hafa meiri hagsmuna að gæta og hafa því tilhneigingu til að fara hljótt með neyslu sína.

Ef þeir gangast við notkun sinni á ólöglegum fíkniefnum eiga þeir á hættu að vera bendlaðir við þá stöðluðu ímynd sem fólk gerir sér almennt um fíkniefnaneytendur – ímynd sem á sannanlega ekki við þá.

Árið 2001 skrifaði Nick Gillespie, ritstjóri tímaritsins Reason (þar sem ég starfa), ritstjórnargrein þar sem hann vék að notkun sinni á ólöglegum vímuefnum við hátíðleg tækifæri.

Hann lét svo um mælt: ,,Það er langt frá því að neyslan stjórni okkur, við stjórnum yfirleitt neyslunni; eins og með áfengi, þá er helsti hvati vímuefnaneyslu ánægja, en ekki sjálfseyðing … Ábyrg vímuefnaneysla fyrirfinnst og hún er regla fremur en undantekning.”

Fyrir þessi orð var hæðst að honum og samstarfsmönnum hans á ritstjórnarsíðum The Wall Street Journal. Af því tilefni stóð þar: ,,Við sjáum fyrir okkur ritstjórnarfund hjá Reason: Alvarlegir og snyrtilegir menntamenn með slaufur um hálsinn sitja umhverfis borð og ræða flókin smáatriði umbóta á almannatryggingakerfinu í þykku hassskýi.”

Húmorinn (ef svo má að orði komast) í þessu veltur á þeirri hugmynd að kannabisneytendur séu af þeirri manngerð að þeim finnist sjálfsagt að vera undir áhrifum vímuefna í vinnunni. Ef Gillespie hefði á hinn bóginn játað dálæti sitt á skosku maltviskí hefði ritstjórum The Wall Street Journal væntanlega ekki þótt ástæða til að ímynda sér starfsmenn Reason veltast um blindfulla í vinnunni.

,,Í opinberri umræðu er aldrei talað um neytendur vímuefna sem stunda vinnu, standa við afborganir sínar og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þetta er eins og að ganga út frá því að rænulaus róninn í göturæsinu sé fulltrúi fyrir meirihluta áfengisneytenda.”

Þegar haft er í huga hversu almennir svona fordómar eru má vera ljóst hvers vegna dæmigerðir kannabisneytendur kjósa að þegja þunnu hljóði. Eins og viðskiptafræðingur á þrítugsaldri orðaði það: ,,Ef ég þyrfti að taka það fram í starfsumsókn minni fengi ég aldrei vinnu.” Aðrir þurfa að hafa áhyggjur af missi fagréttinda og neikvæðum viðbrögðum ættingja og vina.

Kjarni málsins er, að þeir neytendur sem mest ber á – þeir sem illa fara með efnið og sjálfa sig – verða fulltrúar fyrir alla neytendur í huga almennings. Félagslega hæfir neytendur sem njóta velgengni í lífinu hafa tilhneigingu til að fara hljótt með neyslu sína og eru því ekki einu sinni skilgreindir sem neytendur af umhverfi sínu – nema þeir lendi í því að vera handteknir, eins og Peter Lewis.

Almennt má segja, að þeir sem neyta ólöglegra vímuefna á ábyrgan og óáberandi hátt hafa ekki ástæðu til að standa upp og auglýsa þá staðreynd. Bannstefnan gerir þá ósýnilega, vegna þess að þeir óttast hinar lagalegu, félagslegu og efnahagslegu afleiðingar þess að segja hug sinn.

Neytendur ólöglegra vímuefna sem almenningur tekur eftir eru þeir sem valda vandræðum eða eru til vandræða. Við sjáum þá fíkniefnaneytendur sem eru dregnir burt af lögreglu, sem liggja rænulausir á bekkjum, sem betla á götunni og brjótast inn í bíla.

Við sjáum aldrei þá neytendur vímuefna sem stunda vinnu, standa við afborganir sínar og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þar sem sannanir skortir fyrir hinu gagnstæða, er eðlilegt að almenningur gangi út frá því að flestir fíkniefnaneytendur séu eins og þeir sem tekið er mið af í opinberri umræðu.

Neytendur sem líklegir eru til að fara ekki vel með neyslu sína og haga sér með andfélagslegum hætti. Þetta er eins og að ganga út frá því að rænulaus róninn í göturæsinu sé fulltrúi fyrir meirihluta áfengisneytanda.

Dæmigerðir neytendur ólöglegra vímuefnaFara efst

Albert Gore reykti reglulega kannabis

Flestir neytendur ólöglegra vímuefna fara sér ekki að voða. Sumir þeirra byggja meira að segja upp vel heppnaðan feril í stjórnmálum. Í Bandaríkjunum eru George W. Bush, Bill Clinton og Al Gore gott dæmi um slíkt. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, viðurkenndi að hann hefði oftar en einu sinni reykt maríúana, en sagðist hafa gert það ,,sjaldan og með löngum hléum”. John Warnecke, æskufélagi Gore og starfsbróðir á dagblaðinu Nashville Tennessean fullyrðir hins vegar að Gore hafi ekki sagt almenningi allan sannleikann þegar hann ræddi um reynslu sína af maríúana. Samkvæmt Warnecke var Gore stórneytandi kannabisefna. ,,Við reyktum,” segir hann, ,,oftar en einu sinni, oftar en nokkrum sinnum. Við reyktum mikið. Við reyktum í bílnum hans, heima hjá honum, heima hjá foreldrum hans, heima hjá mér … Við reyktum um helgar. Við reyktum oft.” Warnecke segir að þeir hafi haldið áfram að reykja maríúana saman þar til stuttu áður en Gore tilkynnti framboð sitt til þings árið 1976. Eins og Hendrik Hertzberg benti á í vikuritinu The New Yorker þá var ,,Gore í nokkur ár tækifærisneytandi (samkvæmt frásögn hans sjálfs) eða stórneytandi (samkvæmt Warnecke) kannabisefna. Á sömu árum gegndi hann herþjónustu í Víetnam, nam bæði guð- og lögfræði, starfaði sem fréttamaður á dagblaði og undirbjó framboð sitt til þings. Hvaða áhrif sem maríúana kann annars að hafa haft á hann, þá hefur það að minnsta kosti ekki dregið úr getu hans til að vera virkur þátttakandi í þjóðfélaginu.”

Í bók minni Saying Yes: In Defense of Drug Use reyni ég að leiðrétta þessar ranghugmyndir um neytendur ólöglegra vímuefna með því að lýsa fólki sem lifir ábyrgu, árangursríku og hamingjusömu lífi þrátt fyrir að val þeirra á vímuefnum sé ekki rétt frá pólitísku sjónarmiði.

Þessir einstaklingar eru m.a.:

Frumkvöðull í hugbúnaðargerð á sextugsaldri sem hefur reykt maríúana nær daglega í 15 ár. Hann fær sér yfirleitt einn eða tvo reyk á kvöldin á meðan hann les dagblaðið eða dreypir á glasi af rauðvíni.

Taugasérfræðingur á þrítugsaldri sem notar LSD og önnur skynvíkkunarlyf til að auka hjá sér sjálfsskilning og bæta gæði eigin lífs.

Prófessor á eftirlaunum sem segir að MDMA (öðru nafni alsæla) sé ,,dásamleg” leið til að ,,öðlast innilegt andlegt samband, ástúðleg tengsl og einlæg tjáskipti, sem engin önnur jafnast við”.

Markaðsfræðingur á þrítugsaldri sem muldi og sniffaði rítalín [örvandi lyf skylt amfetamíni] í menntaskóla þegar hann hafði slegið slöku við námið og þurfti að undirbúa sig fyrir próf.

Framkvæmdastjóri verksmiðju sem notaði kókaín um það bil hundrað sinnum í samkvæmum og fannst það ,,veita sér ánægjulega líðan”, auka hugmyndaflug og málgefni.

Garðyrkjufræðingur á fimmtugsaldri sem neytir morfíntaflna um helgar til að slaka á og lina verki og sársauka sem fylgir oft erfiðisvinnunni sem hann stundar.

Félagsráðgjafi sem notar heróín stöku sinnum til að hvíla sig og vinda ofan af streitu hversdagslífsins.

Vísindalegar kannanir sýna að einstaklingar eins og þessir sem hér hafa verið nefndir til sögunnar gefa sannari mynd af fólki sem neytir ólöglegra vímuefna en hinn dofni hasshaus, þjófótti djönkari eða árásargjarni spíttneytandi sem bregður fyrir í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og auglýsingum gegn neyslu vímuefna.

Aðeins lítill minnihluti þeirra sem neyta ólöglegra vímuefna eru stórneytendur. Þetta á ekki aðeins við um maríúana heldur einnig hin svonefndu ,,hörðu efni” eins og kókaín, metamfetamín og heróín.

Flestir neytendur nota vímuefni í hófiFara efst

Rannsóknir sem kanna vandamál sem tengjast neyslu ólöglegra vímuefna, eins og t.d. fjárhagserfiðleika, heilsubrest, óhóflega notkun, truflanir á fjölskyldulífi eða vandkvæði í starfi, sýna – líkt og þegar áfengi á í hlut – að aðeins lítill minnihluti neytenda tileinkar sér neyslu sem veldur alvarlegum röskunum á lífi þeirra.

Samkvæmt fíkniefnakönnun heimilanna (National Household Survey on Drug Abuse) frá árinu 2001 (nafn könnunarinnar endurspeglar þá afstöðu stjórnvalda að ekki skuli gerður greinarmunur á notkun og misnotkun ólöglegra vímuefna) hafa um það bil 94 milljónir Bandaríkjamanna, sem eru meira en 40% íbúa landsins eldri en 12 ára, einhvern tímann neytt ólöglegra vímugjafa. Meira en 12% – eða um 28 milljónir manna – höfðu neytt þeirra á síðastliðnu ári.

,,Kannanir stjórnvalda benda til þess að meirihluti heróínneytenda verði annað hvort ekki háðir efninu, eða ef þeir ánetjast því, þá takist þeim að gefa neyslu þess upp á bátinn.”

Maríúana er langvinsælast ólöglegra vímuefna, en um 75% neytenda ólöglegra vímuefna höfðu neytt þess á síðastliðnu ári. Til samanburðar má geta þess að innan við 2% höfðu notað heróín. Um það bil 12% þeirra sem árlega neyta maríúana, og í kringum 3% þeirra sem prófað höfðu það einhvern tímann á ævinni, sögðust hafa reykt það í 300 daga eða oftar á síðastliðnu ári.

Jafnvel þessi tíða neysla þarf í sjálfu sér ekki að bera vott um vandamál, því meðal daglegra neytenda er ekki aðeins að finna þá sem eru í kannabisvímu allar stundir heldur einnig fólk sem reykir lítið magn af maríúana á kvöldin, á sama hátt og aðrir fá sér bjór eða kokkteil að loknu dagsverki.

Af þeim 28 milljónum Bandaríkjamanna sem einhvern tímann hafa notað kókaín, höfðu aðeins 1,7 milljón, eða 6%, neytt þess í síðastliðnum mánuði. Þegar neysla krakks [eða reykkókaíns], sem sagt er meira vanabindandi en kókaínduft, var könnuð kom í ljós að hlutfall neytenda sem höfðu neytt þess í liðnum mánuði var um það bil hið sama.

Önnur könnun, sem gerð var árið 1993 meðal ungs fólks, sýndi að aðeins 7% þeirra sem neytt höfðu kókaíns síðastliðinn mánuð notuðu það daglega. Þegar neysla annarra örvandi lyfja er könnuð, hvort sem þau eru fengin gegn lyfseðli (eins og amfetamín) eða keypt á svarta markaðinum (t.d. metamfetamín) er niðurstaðan sú sama: Aðeins lítill minnihluti amfetamínneytenda höfðu notað lyfið á undangegnum mánuði og af þeim höfðu aðeins örfá prósent notað það daglega.

Sama virðist eiga við um heróín. Ekki er hægt að fullyrða með góðu móti að meirihluti heróínneytenda séu fíklar. Neyslukönnun heimilanna sem hér hefur verið vitnað í bendir til þess að um 3 milljónir Bandaríkjamanna hafi einhvern tímann notað heróín, 15% þeirra á liðnu ári og 4% á undangegnum mánuði.

Þessar tölur benda til þess að meirihluti heróínneytenda verði annað hvort ekki háðir efninu, eða ef þeir ánetjast því, þá takist þeim að gefa neyslu þess upp á bátinn.

Árið 2002 sýndi könnun meðal gagnfræðiskólanema að 1% þeirra höfðu notað heróín á síðastliðnu ári, á meðan 0.1 % höfðu notað það daglega í tuttugu daga eða oftar á síðastliðnum mánuði.

Þessi niðurstaða er í samræmi við rannsókn frá árinu 1976 sem vísindamennirnir Leon G. Hunt og Buy Tastylia Tadalafil Without Prescription Online Carl D. Chambers stóðu að, en þeir áætluðu að það væru á bilinu 3 til 4 milljónir heróínneytenda í Bandaríkjunum og líklega væru 10% þeirra háðir efninu.

Það er löngu orðið viðurkennd staðreynd meðal vísindamanna, eins og Mark Kleinman við UCLA-háskólann hefur sem dæmi bent á, að yfirgnæfandi meirihluti vímuefnaneytenda verða ekki fíklar. Flestir þeirra vinna hvorki sjálfum sér né öðrum mein. Það er hafið yfir allan vafa að fíkniefnaneyslu fylgir viss áhætta, en sú áhætta útilokar ekki umræðu um hófstillta neyslu. Þvert á móti þá undirstrikar hún þörfina fyrir slíka umræðu.

Hófleg vímuefnaneysla er eðlileg og sjálfsögðFara efst

Brian Paddick sér ekki ástæðu til að handtaka almenna neytendur ólöglegra vímuefna

Brian Paddick, yfirmaður í lögreglu Lundúnaborgar útskýrði fyrir breskri þingnefnd árið 2001 hvers vegna hann eltist ekki við helgarneytendur ólöglegra vímuefna. ,,Fjöldi fólks kaupir fíkniefni – ekki bara kannabis, heldur einnig kókaín og e-töflur – fyrir fé sem það hefur unnið sér inn með lögmætum hætti. Þessir einstaklingar neyta efnanna í litlum mæli, margir eingöngu um helgar. Neyslan hefur engin neikvæð áhrif á fólk í kringum þá, hvorki það fólk sem þeir umgangast né samfélagið í heild. Þeir mæta aftur til vinnu á mánudagsmorgna og eru ekki undir áhrifum út vikuna. Í starfi mínu sem lögregluforingi þarf ég að forgangsraða verkefnum og þá lenda þessir einstaklingar mjög neðarlega á blaði.”

Undanfarna áratugi hafa vísindamenn eins og Norman Zinberg við Harvard-háskóla og Craig Reinarman við háskólann í Santa Cruz stundað rannsóknir á því hvernig fólki tekst að hafa stjórn á vímuefnaneyslu sinni.

Í því sambandi leggur Zinberg áherslu á mikilvægi ástands og umhverfis (set and setting). Persónuleiki, væntingar og tilfinningaástand neytandans ásamt efnislegu, félagslegu og menningarlegu umhverfi hans mótar áhrifin og þær afleiðingar sem neyslan hefur í för með sér.

Eins og glöggur samfélagsrýnir komst eitt sinn að orði: ,,Tiltekið vímuefni er hvorki gott né slæmt – það er einfaldlega efnasamband. Efnið er í sjálfu sér engin ógn við samfélagið, að minnsta kosti ekki fyrr en einhver tekur þá afstöðu að neysla þess veiti honum tímabundið leyfi til að haga sér eins og fífl.”

Með öðrum orðum: Vímuefni valda ekki tiltekinni hegðun. Viðbrögð og atferli einstaklings undir áhrifum vímugjafa stjórnast af flókinni samverkan innri og ytri áhrifavalda. Væntingar og val neytandans gegna þar mikilvægu hlutverki. Zinberg vekur athygli á því að hófsemi byggi á reglum sem neytendur setja sér um hvar, hvernig og með hverjum þeir neyta vímuefna.

Rannsóknir Reinarmans og samstarfsmanna hans hafa sýnt að þeir sem hafa stjórn á neyslunni hafi hagsmuni að gæta þegar kemur að því að lifa venjulegu lífi. Þeir vilja ekki að neyslan fari úr böndunum svo að hún bitni á starfi þeirra eða námi og samskiptum við fjölskyldu, vini, starfsfélaga og aðra sem standa þeim næst.

Í samtölum mínum við hófsama vímuefnaneytendur hef ég komist að sömu niðurstöðu. Þeir fylgja yfirleitt settum reglum sem einskorða neysluna við ákveðin tilefni og aðstæður. Sem dæmi þá nota þeir aldrei vímuefni í vinnunni, aðeins um helgar, ekki þegar þeir eru niðurdregnir, eingöngu með vinum o.s.frv.

Þeir nota vímuefni í sérstökum tilgangi, til slökunar, til að blanda geði við aðra, til að efla sköpunargáfuna eða þekkingu á sjálfum sér, auka einbeitingu eða úthald, til að njóta tónlistar, matar, kynlífs eða göngutúra í almenningsgarðinum.

Þeir nota ekki vímuefni linnulaust af sömu ástæðu og áfengisneytendur kjósa að vera ekki stanslaust undir áhrifum áfengis; þeir hafa annað við tímann að gera. Þeim reynist auðvelt að halda neyslunni í jafnvægi enda vilja þeir ekki að hún skerði getu þeirra til að sinna öðrum áhugamálum sem þeir meta mikils og vilja síður vera án.

,,Sú staðreynd að ábyrg neysla vímuefna er ekki aðeins möguleg heldur dæmigerð hefur mikla þýðingu fyrir stefnumótun í fíkniefnamálum.”

Sú staðreynd að ábyrg vímuefnaneysla er ekki aðeins möguleg heldur dæmigerð hefur mikla þýðingu fyrir umræðu um stefnumótun í fíkniefnamálum. Heiðarlegir málsvarar núgildandi fíkniefnalaga verða að viðurkenna að forsendur fíkniefnabannsins hvíla á vafsömum siðferðislegum grunni.

Nefnilega að það sé ásættanlegt að refsa hópi fólks fyrir yfirsjónir annarra – í þessu tilviki að meirihluti vímuefnaneytenda, sem skaða hvorki sjálfa sig né aðra, skuli líða fyrir bresti minnihlutans sem hafa ekki stjórn á neyslunni.

Núgildandi fíkniefnalög er aðeins hægt að verja með sömu rökum og áfengisbannið var gert á sínum tíma, sem sagt að jafnvel þótt flestir áfengisneytendur væru ekki alkóhólistar, væri áfengisbann réttlætanlegt í ljósi þess tjóns sem minnihluti neytenda áfengra drykkja bakaði sjálfum sér og öðrum.

Í hugum margra er stefna sem réttlæt er með þessum hætti í grundvallaratriðum ósanngjörn. Vissulega leit hinn nafntogaði lögmaður http://chalkstreamflyfishing.co.uk/ÂÂ Clarence Darrow þannig á málið. ,,Bann,” sagði hann, ,,er svívirðilegt og heimskulegt brot á friðhelgi einkalífs milljónir greindra og hófsamra einstaklinga sem sjá ekkert hættulegt eða siðlaust við það að neyta áfengra drykkja stöku sinnum.”

Þeir sem neyta annarra vímuefna í hófi hafa ekki síður ástæðu til að þykja sér misboðið.

Jóna á bókarkápu Saying Yes

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Sjónvarpsviðtöl við Jacob Sullum, ritstjóra ReasonFara efst

KSAZ News, u.þ.b. 3,47 mínútur

Russia Today’s The Alyona Show , u.þ.b. 7,07 mínútur

The O’Reilly Show, u.þ.b. 5,01 mínútur