Fíkniefnastríðið er tapað

Fíkniefnastríðið er tapað

Í júní 2011 sendi frá sér sem vakti mikla ahygli. Ekki síst vegna þess að Alþjóðaráðið er skipað valdamönnum í heimi stjórnmála, vísinda, viðskipta og lista.

Í ráðinu sitja heimsþekktir einstaklingar á borð við Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kaupsýslumanninn Richard Branson og Nóbelsverðlaunahafann Mario Vargas Llosa. Þá eru fyrrverandi forsetar Brasilíu, Kólombíu og Mexíkó í ráðinu.

Alþjóðaráðið segir að baráttan gegn ólöglegum vímuefnum hafi haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstaklina og samfélög víða um heim.

Aukin áhersla lögreglu og hers á að uppræta vandamálið með valdi hefur ekki gengið upp, þvert á móti hafi markaðurinn fyrir efnin aðeins stækkað og skipulagðir glæpahópar eflast með hverju árinu sem líður.

Mexíkó er tekið sem dæmi en þar hafa rúmlega 40 þúsund manns verið myrtir í átökum sem tengjast sölu ólöglegra vímuefna frá því forseti landsins skar upp herör gegn vandamálinu fyrir fjórum árum.

Skýrsluhöfundar leggja til róttækar breytingar á því hvernig mæta skala vandanum. Stinga meðal annars upp á því að lögregla hætti að eltast við fólk sem neytir ólöglegra vímuefna án þess að gera öðrum mein.

Ríkisstjórnir eru hvattar til að kanna möguleikana á því að lögleiða kannabisefni og gera betur í því að útvega sprautuneytendum hreinar sprautur.

Þá segir í skýrslunni að aðgerðir gegn neytendum dragi kraftinn úr öðrum opinberum aðgerðum á heilbrigðissviði, svo sem baráttu gegn alnæmi.

Höfundur greinarinnar hér fyrir neðan er http://gatehousegallery.co.uk/?myka=trading-puntata-minima&92a=c0 Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Greinin birtist upphaflega á vefritinu .
 

Efnisyfirlit

 

Í byrjun júní síðastliðinn kom út skýrsla á vegum Alþjóðaráðsins um fíkniefnastefnu (Global Commission on Drug Policy) sem lýst var sem umdeildri og róttækri í fjölmiðlum. Þar var fullyrt að stríðið gegn fíkniefnum væri tapað og þess í stað mælt með einhvers konar lögleiðingu eða a.m.k. afglæpavæðingu fíkniefna og sérstaklega kannabisefna.

Höfunda skýrslunnar er þó varla hægt að afskrifa sem hugsjónablindaða róttæklinga eða grunlausa leppa fyrir fíkniefnabaróna. Á meðal þeirra eru:

Vilhelm Vilhelmsson

Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur segir að við séum á þeim tímamótum að þurfa að velja hvort við viljum halda áfram að sóa tíma, peningum og lýðræðislegum gildum í bannstefnu sem hefur engum árangri skilað eða finna nýjar leiðir sem byggja á mannúð og frelsi, en ekki valdboði, refsingum og höftum. ,,Lögleiðing kannabisefna er engin kraftaverkalausn,” segir hann, ,,en Ísland varð ekki fíkniefnalaust árið 2000 (líkt og ónefndir popúlískir stjórnmálamenn lofuðu) og verður það ekki í bráð.”

http://sweetsweetjamaica.com/?pte=xe-xe-currency Kofi Annan fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, traiding on line Fernando Henrique Cardoso fyrrum forseti Brasilíu, Ruth Dreifuss fyrrverandi forseti Sviss, http://gayfootclub.com/page/8/?kontyry=what\\\'s-the-legal-dating-age-in-arkansas César Gaviria fyrrum forseti Kólumbíu, خبراء خيار ثنائي Thorvald Stoltenberg fyrrum utanríkisráðherra Noregs, top benry tareding markiting in ita George Schültz fjármálaráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og utanríkisráðherra í tíð Reagans, http://www.selectservices.co.uk/?propeler=demo-operazioni-binarie&764=3a demo operazioni binarie Ernesto Zedillo fyrrum forseti Mexíkó, strategie operative di trading su forex e cfd download Javier Solana fyrrum framkvæmdastjóri Evrópusambandsins og George Papandreou forsætisráðherra Grikklands.

Auk fleiri stjórnmálamanna og nokkurra rithöfunda, kaupsýslumanna og embættismanna. Varla upptalning á öfgafrjálshyggjumönnum og róttækum anarkistum líkt og sumir vilja meina að séu helstu talsmenn lögleiðingar kannabisefna.

Niðurstöður skýrslunnar eru m.a. að hið áratugalanga stríð gegn fíkniefnum hafi ekki dregið úr fíkniefnanotkun, hafi yfirfyllt öll fangelsi af fólki sem á ekkert erindi þangað inn, kostað skattgreiðendur um heim allan milljarða dollara án nokkurs ávinnings, stuðlað að eflingu skipulagðrar glæpastarfsemi með tilheyrandi voðaverkum, kostað þúsundir einstaklinga líf sitt og kallað hörmungar yfir heilu landsvæðin.

Stefna ætti að afglæpavæðingu fíkniefna, jafnvel lögleiðingu af einhverju tagi, og taka upp heildstæða stefnu byggða á fordómalausri umræðu um fíkniefni, fræðsluherferðum sem forðist einfaldaðar just say no klisjur og viðurkenningu á fíkn sem sjúkdómi með tilheyrandi uppbyggingu heilbrigðisþjónustu fyrir fíkla. Virða eigi mannréttindi fíkniefnaneytenda í stað þess að meðhöndla þá sem glæpamenn.

Skýrsla Alþjóðaráðsins er ekki sú fyrsta sem kemst að þessari niðurstöðu. Þvert á móti hafa svipaðar niðurstöður einkennt þann aragrúa skýrslna sem gerðar hafa verið um málið víða um heim allt frá því Nixon hóf núverandi stríð gegn fíkniefnum fyrir um 40 árum síðan. En sjaldan hafa þær verið jafn afgerandi.

Skýrsla Alþjóðaráðsins segir það berum orðum að núverandi stefna lögbanns og refsinga hafi haft „hrikalegar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélög um heim allan“ án þess að skila neinum haldbærum árangri.

Skýrslan vakti talsverða athygli þegar hún kom út og maður hefði mátt ætla að þegar svo stór nöfn í alþjóðastjórnmálum lýsa yfir stuðningi við jafn umdeilt mál eins og lögleiðingu kannabisefna myndu stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn hér á landi a.m.k. taka upp umræðuna.

Varla hefur samt heyrst minnst á skýrsluna síðan. Hún hefur drukknað í hinu endalausa flóði fréttatilkynninga frá lögreglunni um upprættar kannabisræktanir sem fjölmiðlar birta gagnrýnis- og athugasemdalaust.

Tapað (áróðurs)stríðFara efst

Þó skýrslan hafi ekki vakið það umtal sem hún hefði átt að gera, þá er umræða um lögleiðingu og neyslu kannabisefna stanslaust í gangi á Íslandi. Verst að hún er pikkföst í skotgröfum stríðandi fylkinga sem standa mjög ójafnt að vígi.

,,Áhersla er lögð á kenningar sem aldrei hefur tekist að sanna vísindalega en eru endurteknar í sífellu til þess að auka á lögmæti þeirra eins og að neysla kannabis sé hlið inn í harðari neyslu.”

Fylgismenn lögleiðingar standa undir sífelldum ásökunum um allt frá því að vera grunlausir leppar fyrir dópmafíur heimsins yfir í að vilja drepa börn með því að dæla í þau ,,eiturlyfjum”. Stundum eru það valda- og áhrifamiklir hópar sem vísvitandi úthrópa pólitíska andstæðinga sína á þann hátt.

Nýlega tóku um 20 félagasamtök og opinberar stofnanir sig saman og stofnuðu átakið Bara gras?, sem samkvæmt heimasíðu þeirra er ætlað að „koma upplýsingum til foreldra og annarra uppalenda um skaðleg áhrif kannabisneyslu”. Allt gott og blessað með það.

Ein af fræðsluleiðum þeirra er hræðsluáróðursleikritið http://unikeld.nu/?ioweo=imparare-a-investire-nelle-opzioni-binarie&d1a=6d Hvað ef. Aðstandendur þess segja m.a. um lögleiðingarsinna að þeir hafi „búið sér til sannfærandi rök fyrir skaðleysi [kannabisefna] sem lítið mál er að falla fyrir ef viljinn er fyrir hendi”.

Sjálf segja þau hins vegar áhrifagjörnum unglingum að „það að reykja eina hasspípu eða vera í félagskap þeirra sem leggja stund á fíkniefnaneyslu getur hrundið af stað dapurlegri atburðarás … getur verið fyrsta skrefið á langri og miður fallegri ævisögu”.

Þannig er lögleiðingarsinnum brigslað um að skálda upp („búið sér til“) staðreyndir til að þjóna pólitískum tilgangi sínum og á sama tíma stuðlað að félagslegri einangrun fíkniefnaneytenda (hættur þess að vera „í félagsskap“ með þeim sem nota fíkniefni) og viðhaldið klisjum um fíkniefni og neytendur þeirra þvert á niðurstöður flestra rannsókna sem undirstrika m.a. að skaðleg áhrif kannabisefna séu iðulega ofmetin.

No More Drug War

Í umræðu um vímuefnamál sem fór fram í janúar 2004 á spjallasvæðinu kom Ólafur Skorrdal ljóðskáld inn á athyglisverð atriði. Hann spyr: ,,Hefur núverandi stefna í fíkniefnamálum skilað þeim árangri sem til var ætlast: 1. Hefur þeim sem ánetjast vímuefnum fækkað undanfarin 20 ár? 2. Hafa innbrot og gripdeildir, tengdar vímuefnanotkunn, minnkað s.l. 20 ár? 3. Hefur ofbeldi minnkað þessi ár sem barist hefur verið við fíkniefnavandann? 4. Hefur náðst að minnka magn af ólöglegum vímuefnum á götunni? 5. Hefur náðst að uppræta ,,glæpahringi” sem stunda verslun með efni og þýfi? 6. Hefur unglingum fækkað sem nota ólögleg vímuefni? 7. Hefur dómsmálum, vegna vörslu og neyslu vímuefna fækkað s.l. 20 ár? 8. Hefur sjálfsmorðum, tengdum neyslu vímuefna, fækkað undanfanin 20 ár? Ef hægt er að svara einni af þessari spurningu játandi, má segja að einhver árangur hafi náðst í “stríðinu gegn fíkniefnum”.”

Áhersla er lögð á kenningar sem aldrei hefur tekist að sanna vísindalega en eru endurteknar í sífellu til þess að auka á lögmæti þeirra eins og að neysla kannabis sé hlið inn í harðari neyslu (hin svokallaða hliðkenning (gateway theory) er fræðilegt álitamál þar sem pólitík spilar ekki lítinn þátt í niðurstöðum fræðimanna) eða að kannabisefni séu sterkari og þ.a.l. hættulegri í dag en þau voru áður.

Slíkt er erfitt að sanna því ekki eru til marktækar tölur um eiturhrif (toxicity) kannabisefna eldri en frá 9. áratugnum, og sé borið saman við þær tölur hefur ekki orðið veruleg aukning.

Algengast er þó að hunsa efnisleg rök lögleiðingarsinna sem benda á samfélagslega skaðleg áhrif stríðsins gegn fíkniefnum, jafnvel þó um sé að ræða hófsama stjórnmálaleiðtoga með áratuga reynslu af umræddu stríði líkt og höfundar fyrrnefndrar skýrslu Alþjóðaráðsins, og halda bara áfram sama viðkvæðinu eins og rispuð plata.

Bara gras? átakið er rekið af um 20 félagasamtökum og stofnunum sem eru virtar í samfélaginu og eiga greiðan aðgang að öllum fjölmiðlum, skólastofum og félagsmiðstöðvum landsins og þau hafa aðgang að nánast botnlausri tunnu fjármagns frá einkafyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um land allt.

Þau eru því í kjör aðstæðum til að efna til raunverulegrar og vitsmunalegrar umræðu um málefni sem varða okkur öll, fíkniefnaneytendur jafnt sem almenna borgara. En í stað þess að ræða vitsmunalega um fíkniefnavandann út frá öllum hliðum hans halda þau úti einhliða áróðri í formi „málþinga“ um kannabisefni víða um land.

Hvort það var meðvituð ákvörðun að nota þessa orwellísku nýlensku um fyrirlestraröð þar sem aðeins ein skoðun er leyfð veit ég ekki, en hún er ekki vænleg til árangurs nú frekar en fyrri daginn. Hið tapaða stríð heldur því áfram á þessum vígvelli fordóma og valdboðs.

Af lífrænum gulrætum, fairtrade súkkulaði og vímuefnumFara efst

Nýjasta útspil bannista er svo að höfða til samviskusamra neytenda, að með því að neyta fíkniefna sé maður að fjármagna ofbeldi og spillingu um víða veröld og þeir sem kjósi að kaupa fairtrade og lífrænar vörur geti ekki með góðri samvisku neytt efna sem framleidd eru af glæpaklíkum sem svífast einskis.

Það er uppistaða greinar eftir Sölku Guðmundsdóttur sem birtist í Stúdentablaðinu í vor þar sem viðurstyggileg háttsemi fíkniefnabaróna og og glæpaklíka á heimsvísu er tíunduð og samviskusamir neytendur lífræns fairtrade varnings eru spurðir hvort dópneysla þeirra „á djamminu“ eigi samleið með siðferðislegri afstöðu þeirra.

Svarið er augljóslega nei, en eftir stendur blikkandi neonskilti sem öskrar á mann spurningu sem Salka virðist ekki sjá ástæðu til að varpa fram: Hverju hefur núverandi bannstefna áorkað?

Svarið er jafn einfalt við þeirri spurningu: Engu. Þvert á móti hefur stríðið gegn fíkniefnum stuðlað að aukinni hörku í hinum ólöglega fíkniefnaiðnaði, brotið á mannréttindum milljóna manna um heim allan, tekið milljarða króna í skattpeningum frá þarfari samfélagsverkefnum, ýtt undir tilvist lögregluríkja og kostað milljónir manna frelsi þeirra eða jafnvel líf. Án þess að skila neinum mælanlegum árangri.

Það skoðun lögleiðingarsinna að einhvers konar lögleiðing geti til langs tíma litið losað um tök glæpaklíka á þessum markaði og boðið neytendum fíkniefna upp á eitthvað val, val sem ekki er til staðar undir núverandi fyrirkomulagi.

En í stað þess að glíma við þessa erfiðu spurningu setur Salka fram skrípamynd af rökum lögleiðingarsinna sem hún tætir svo auðveldlega í sig. Þannig eignar hún lögleiðingarsinnum þá skoðun að lögleiðing fíkniefna muni „breyta þessum rótgróna iðnaði í siðlega, gegnsæja maskínu sem sér hamingjusömum og heilbrigðum neytendum fyrir hreinum efnum sem framleidd eru og seld af ámóta hamingjusömu og heilbrigðu starfsfólki”.

En það hefur enginn haldið því fram. Þetta er einfaldur strámaður sem á sér enga stoð í raunverulegri röksemdafærslu lögleiðingarsinna. Það er hins vegar skoðun lögleiðingarsinna – skoðun sem endurspeglast í skýrslu Alþjóðaráðsins – að einhvers konar lögleiðing geti til langs tíma litið losað um tök glæpaklíka á þessum markaði og boðið neytendum fíkniefna upp á eitthvað val, val sem ekki er til staðar undir núverandi fyrirkomulagi.

Það þýðir m.a. sá valkostur að kaupa innlenda ræktun, eða lífrænt ræktaða fairtrade vöru, eða að rækta sjálf/ur sín efni. Tilvist lífrænna gulróta og fairtrade súkkulaðis í hillum stórverslana hafa ekki útrýmt siðlausum viðskiptaháttum og lénsskipulagi arðráns vestrænna stórfyrirtækja á framleiðsluafurðum þriðjaheims ríkja.

En sú tilvist hefur gefið neytendum á Vesturlöndum kost á því að velja boðlegri afurðir og taka þannig afstöðu, einmitt af því að það er löglegt og öllum frjálst að rækta gulrætur og kakóbaunir. Hví ætti það sama ekki að eiga við um kannabis eða kókaín?

Lögleiðing kannabisefna er engin kraftaverkalausn, en Ísland varð ekki fíkniefnalaust árið 2000 (líkt og ónefndir popúlískir stjórnmálamenn lofuðu) og verður það ekki í bráð.

Við erum á þeim tímamótum að þurfa að velja hvort við viljum halda áfram að sóa tíma, peningum og lýðræðislegum gildum í bannstefnu sem hefur engum árangri skilað eða finna nýjar leiðir sem byggja á mannúð og frelsi, ekki valdboði, refsingum og höftum.

Hamplauf

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Viðtal dr. Ethan NadelmannFara efst

Dr. Ethan Nadelmann ræðir um skýrslu Alþjóðaráðs um fíkniefnastefnu