Hræðsluáróður Kastljóss

Hræðsluáróður Kastljóss

Fyrir skömmu var Kastljós með fréttaskýringaþætti um fíkniefnaneyslu ungmenna og læknadóp. Þrátt fyrir grafísk skot af fólki að sprauta sig varð ekki mikið vart við djúpa greiningu á samfélagslegum orsökum þess að fólk leiðist út í vímuefnaneyslu.

Þess í stað var púðrinu eytt í að sjálfskipaðir fréttahaukar ríkisútvarpsins reyndu að brjóta niður landlækni og heilbrigðisráðherra með augnarráðinu einu saman, líkt og þeir einir bæru ábyrgð á öllum vímuefnaneytendum þessa lands.

corsi per opzioni binarie Þættirnir voru meðal annars gerðir í þeim tilgangi að vera forvörn fyrir unglinga til þess að þeir gætu séð alvarlegar afleiðingar fíkniefnaneyslu.

Vafalaust munu áhrif þáttanna einnig virka sem hræðsluáróður fyrir foreldra, þar sem þeir gáfu þá ímynd að nánast allir unglingar væru varnarlausir gagnvart vímuefnum sem væri nánast alls staðar að finna.

Eftir að hafa horft á þáttinn mátti áhorfandinn nánast halda að efnin sprautuðu sig sjálf inn í handleggi þeirra til að koma þeim á bragðið. Sem slíkir eru þeir til þess fallnir að ala á tortryggni foreldra gagnvart börnum sínum.

Sem forvörn fyrir unglinga eru þeir því miður því marki brenndir að vera hræðsluáróður, fremur en heiðarleg umræða um umfang og eðli fíkniefna. Sem dæmi má nefna að sífellt var klifað á hættunni við neyslu kannabisefna þar sem þau leiddu iðulega út í neyslu annarra efna.

Ráðið hvatti til þess að forvarnir séu fremur stundaðar með fræðslu sem byggir á áreiðanlegum upplýsingum heldur en með einfeldningslegum frösum.

Hér verður ekki dregið í efa að þeir sem fara út í neyslu harðri vímuefna byrja vafalaust margir í kannabisneyslu. En hins vegar er það ekki svo að allir neytendur kannabisefna leiðist út í neyslu á harðari efnum, eins og umræðan gefur í skyn.

Ungmennin sem eiga að sjá þættina sem forvörn þekkja vafalaust sjálf dæmi um kannabisneytendur sem létu þar við sitja en með því að gefa annað í skyn glatar þátturinn hluta af trúverðugleika sínum.

Dregin er upp sú mynd í þáttunum að kannabisneysla hafi aukist gríðarlega og að viðhorf ungmenna til kannabis sé mun jákvæðara en áður. Stuttu síðar birtist frétt þar sem kemur í ljós að kannabisneysla fimmtán ára unglinga hafi ekki aukist undanfarin 16 ár og er mun minni en í nágrannalöndum okkar.

Hræðsluáróður um vímuefni er í mótsögn við ráðleggingar sem nýlega komu frá (Global Commission on Drug Policy). Í henni er mælt með því að enda ,,glæpavæðingu, útilokun og útskúfun gagnvart þeim sem nota vímuefni en skaða ekki aðra”.

Ráðið hvatti til þess að forvarnir séu fremur stundaðar með fræðslu sem byggir á áreiðanlegum upplýsingum heldur en með einfeldningslegum frösum á borð við: „Segðu bara nei.” Rengja eigi algengan misskilning um vímuefnamarkaði, vímuefnanotkun og fíkn, segir í skýrslunni.

Hvatt til lögleiðingar

Í umræðum um vímuefnaneyslu er gjarnan skautað fram hjá umhverfis- og uppeldisþáttum en farið beint í umræður um harðari löggjöf og hert eftirlit. Með þessu er verið að glæpavæða vímuefnaneytendur og ýta þeim út á jaðarinn sem gerir það að verkum að erfiðara er að hjálpa þeim hluta þeirra sem ánetjast efnunum og þurfa á aðstoð að halda.

Dr. Gabor Maté

Í Kastljósþáttunum er gefið í skyn að allir sem prófi vímuefni ánetjist þeim samstundis. Skautað er fram hjá umhverfis- og uppeldisþáttum og farið beint í umræður um að herða þurfi eftirlit með læknum. Eins og dr. Gabor Maté bendir á, þá eru flest fíkniefni í raun ekki mjög ávanabindandi. Til að útskýra misnotkun þeirra þarf að greina félagslegar og efnahagslegar ástæður þess að fólk leiðist út í reglulega vímuefnaneyslu. Sjá viðtal við dr. Gabor Maté og myndskeið með honum hér fyrir neðan.

Fangelsi í Bandaríkjunum hafa blásið út eftir að farið var af stað með ,,stríðið gegn eiturlyfjum”. Það eru þó ekki allir sem gráta fjölgun fanga því árið 2007 náði einkarekin fangelsi (svokölluð correction companies) .

Það ár skilaði stærsta einkarekna fangelsisfyrirtæki Bandaríkjanna, Corrections Corporation of America, hagnaði up á 35 milljónir dollara. Framkvæmdastjóri annars fyrirtækis í fangelsisrekstri sagði að árið 2008 yrði „enn betra” sökum þess að fleiri fangelsi væru að fyllast.

Í skýrslunni um vímuefnavarnir er þessi nálgun gagnrýnd og „stríðið gegn eiturlyfjum“ sagt vera misheppnað. Þess í stað eru þjóðir hvattar til að kanna það hvort rétt sé að leyfa sum vímuefni, svo sem kannabisefni.

Í skýrslunni er bent á að lögleiðing vímuefna hafi ekki leitt til aukinnar notkunar þar sem það hefur verið reynt. Ráðið hvetur stjórnvöld til að gera tilraunir með lögleiðingu vímuefna til að draga úr valdi skipulagðrar glæpastarfsemi og „tryggja heilsu og öryggi borgara sinna”.

Þess má geta að í ráðinu sitja ekki gamlir hippar sem sitja í hring og söngla rótgróin Bítlalög heldur aðilar á borð við strategie opzioni binarie a 120 secondi Kofi Annan og nokkra fyrrum forsætisráðherra. Í skýrslunni kemur fram að stríðið gegn fíkniefnum hafi misheppnast „með hörmulegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög víða um heiminn”.

Þar segir einnig að fjármagnið sem notað er til að minnka framboð á ólöglegum fíkniefnum og fangelsun fólks sem fremur vímuefnabrot, geti verið betur nýtt með því að leita leiða til að minnka eftirspurn og þann skaða sem vímuefnaneysla hefur í för með sér.

Í Kastljósþáttunum er gefið í skyn að allir sem prófi vímuefni ánetjist þeim samstundis. Samkvæmt skýrslunni sem um ræðir þá eru 250 milljón vímuefnaneytendur í heiminum í dag en einungis um einn tíundi þeirra er skilgreindur sem háður efnunum.

Eins og dr. Gabor Maté bendir á, þá eru flest fíkniefni í raun ekki mjög ávanabindandi, heldur ánetjast fólk áhrifunum. Og þá komum við að samfélagslega þættinum: Það ristir nokkuð grunnt að ætla sér að vera með fimm daga fréttaskýringu um vímuefni án þess að fjalla um félagslegar og efnahagslegar ástæður þess að fólk leiðist út í reglulega vímuefnaneyslu.

Ástæður fíknar

Í rannsókn sem http://www.soundofthesirens.net/?delimeres=bestes-buch-bin%C3%A4re-optionen&d34=03 Angela Garcia gerði í Nýju Mexíkó, þar sem heróínneysla mælist hæst í Bandaríkjunum, tengdi hún vímuefnaneyslu við tilfinningarnar tengdar landmissi og stanslaust niðurbrot samfélagsins. Þessar tilfinningar berast milli kynslóða og blandast saman við sorg tengdar missi vina og fjölskyldumeðlima sem fallið hafa fyrir eigin hendi eða tekið of stóran skammt fíkniefna.

Kenning Garcia gæti skýrt hvers vegna tíðni alkóhólisma og vímuefnafíknar meðal hópa sem misst hafa land sitt eða hefðbundna lifnaðarhætti er jafn há og raun ber vitni en dæmi um það má meðal annars sjá meðal Inúíta á Grænlandi og frumbyggja í Ástralíu.

,,Dr. Gabor Maté hefur bent á mikilvægi þess að skoða áhrif umhverfis og uppeldis þegar kemur að rannsóknum á fíkn.

Dr. Gabor Maté hefur bent á mikilvægi þess að skoða áhrif umhverfis og uppeldis þegar kemur að rannsóknum á fíkn. Að hans sögn koma flestir þeir sem eiga í vandræðum með fíkn úr erfiðum félagslegum aðstæðum þar sem þeir hafa þurft að takast á við vanrækslu eða ofbeldi. Samkvæmt honum er skipulag nútímasamfélags með þeim hætti að börnum skorti aðstæður sem þroski þau á fullnægjandi hátt.

Þessi skortur getur leitt til þess að þau skapi með sér ofvirkni eða athyglisbrest og eigi fremur á hættu að verða fíklar. Neyslan virkar þá sem tilfinningalegt deyfilyf til að takast á við veruleikann.

„Það eru ekki nein ákveðin mörk milli hins viðurkennda fíkils og okkar hinna“ segir Maté, því öll reynum við að öðlast hugarró með neyslu, hvort sem er með neyslu á vörum og þjónustu eða með hugarbreytandi efnum.

Fíkn – hvort sem er spila-, innkaupa- eða vímuefnafíkn – veldur losun á sömu taugaboðefnunum; dópamíni og endorfíni, sem er þess valdandi að nánast hvað sem er getur valdið fíkn hjá einstaklingum. Það sem veldur því hvort fólk verður háð þessum efnum stafar, að mati Maté, fyrst og fremst af umhverfislegum þáttum í uppvexti fólks.

Global Commissoon on Drug Policy

Í skýrslu Alþjóðaráðs um vímuefnavarnir er „stríðið gegn eiturlyfjum“ sagt vera misheppnað. Þess í stað eru þjóðir hvattar til að kanna það hvort rétt sé að leyfa sum vímuefni, svo sem kannabisefni. Í skýrslunni er bent á að lögleiðing vímuefna hafi ekki leitt til aukinnar notkunar þar sem það hefur verið reynt. Ráðið hvetur stjórnvöld til að gera tilraunir með lögleiðingu vímuefna til að draga úr valdi skipulagðrar glæpastarfsemi og ,,tryggja heilsu og öryggi borgara sinna”. Sjá skýrslu Alþjóðaráðsins hér fyrir neðan.

Maté kennir streitu í nútímasamfélagi, um síhækkandi hlutafall barna sem greinast með ýmsar „raskanir”, svo sem ofvirkni, athyglisbrest og „mótþróa-streituröskun” en í flestum tilfellum er tekist á við einkenni þessara raskana með lyfjagjöf í stað þess að leita orsaka þeirra.

Aukning á notkun læknadóps er kannski ekki undarleg í samfélagi þar sem öllum erfiðleikum er mætt með lyfjagjöf en lyfjafyrirtæki hafa verið um að ýta undir ofgreiningu á ofvirkni (ADHD) í þeim tilgangi að auka lyfjasölu.

Samkvæmt Maté fellur nú nærri helmingur bandarískra barna undir skilgreiningu á einhverjum geðrænum röskunum sem hann segir að eitthvað í menningu okkar valdi en það hafi ekki verið viðurkennt.

Aðstæðurnar sem börn alast upp við eru orðnar svo spilltar að það hamli eðlilegri þroskun heilans. Hann segir að það sé auðvelt að leita orsakanna í erfðaþáttum því þá þurfum við ekki að horfast í augu við það hvernig samfélagið mótar það hver við erum:

Ef þetta stafar allt af erfðum þá þurfum við ekki að endurskoða samfélagslega stefnu, við þurfum þá ekki að horfast í augu við stefnu sem kemur sumum minnihlutahópum illa, sem valda þeim aukinni streitu, sem veldur þeim meiri sársauka, með öðrum orðum: gerir þau móttækilegri fyrir fíkn, við þurfum þá ekki að horfa til efnahagslegrar misskiptingar. Ef þetta stafar allt af erfðum þá erum við öll saklaus, og samfélagið þarf ekki að horfa á sín eigin viðhorf og stefnur.

Angela Garcia bendir á að sársaukinn sem býr að baki heróífíkn í Espanola Valley í Nýju Mexíkó sé einungis dýpkaður með núverandi meðferðarúrræðum þar sem þær aðferðir líti á fíkn sem óendanlegt ástand og horfi ekki til samfélagslegra og menningarlegra ástæðna fíknarinnar. „Þessar aferðir … grafa okkur undir byrði sem tekur engan enda.“

Eins og einn af viðmælendum og skjólstæðingum Garcia á meðferðarheimilinu þar sem hún vann lýsti þessu:

The only time I feel really ok is when I don’t feel anything. When I’m high, it’s like . . . it’s hard to explain, but just for a little while everything goes away. But that feeling of nothing . . . It’s gone before you know it.

Heimur þar sem fólk sækist eftir því að finna ekkert er heimur sem þarf að breyta.
 

Helga Tryggvadóttir er höfundur greinarinnar. Hún birtist upphaflega í vefritinu . Róstur eru grasrótarfjölmiðill sem hefur verið starfræktur frá því í mars 2010. Á þeim tíma hafa Róstur farið frá því að vera prentað mánaðarrit yfir í að vera stopull vefmiðill. Aðstandendur Rósta eru þó enn trúir þeim hugsjónum sem lagt var upp með: Að reka fjölmiðil án valdastrúktúrs og gróðamarkmiða.

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Ítarefni

.

.

.

The Genetics Myth & Addiction – Brot úr Zeitgeist 3: Moving Forward

 

Dr. Gabor Maté fjallar um fíkn og orsakir hennar