Lögleyfing: Lausn á fíkniefnavandanum?

Lögleyfing: Lausn á fíkniefnavandanum?

binär optionen strategie Milton Friedman (1912 – 2006), sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1976, var líklega fyrsti hagfræðingurinn sem gagnrýndi opinberlega ríkjandi stefnu þjóða í fíkniefnamálum.

Í þessari grein sem birtist fyrst í Newsweek 1972 fullyrðir hann að fíkniefnabannið sé ,,tilraun til lækningar, sem gerir hlutina verri – bæði fyrir neytandann og okkur hin”.

http://ithu.se/openness-in-education-mooc/feed Í rúmlega þrjá áratugi var Milton Friedman ötull talsmaður afnáms bannsins á ólöglegum fíkniefnum og harðskeyttur gagnrýnandi fíkniefnastríðsins. Stríðs sem vex að umfangi ár frá ári án nokkurs teljanlegs árangurs, en veldur eins og önnur stríð fólki og samfélaginu miklu tjóni.

Milton Friedman skrifaði með reglulegu millibili í dagblöð og tímarit til að benda stjórnvöldum á hvaða ógöngur þau hafa komið sér í með stefnumótun sinni í vímuefnamálum. Stefnumótun sem einkennist af endalausu fjáraustri og skerðingu borgaralegra réttinda, en hefur á sama tíma ekki gert neitt til að minnka aðgengi, framboð né eftirspurn eftir ólöglegum vímugjöfum.

Árlega eyða t.d. stjórnvöld í Bandaríkjunum um í stríð sitt gegn fíkniefnum. Þegar fíkniefnaneysla eykst er það notað sem réttlæting fyrir auknum fjárframlögum svo að unnt sé að herða tökin á fíkniefnasölum. Þegar neyslan minnkar hins vegar er viðkvæðið jafnan að nú sé síst tímabært að draga úr fjárveitingum, loksins þegar árangur sé farinn að nást.

Fíkniefnastríðið er orðin að risavaxinni iðngrein, atvinnuvegur þar sem gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, en kemur fíkniefnum, neyslu þeirra eða dreifingu alltaf minna og minna við. Áætlað hefur verið að ef ólögleg vímuefni væru skattlögð í Bandaríkjunum með sama hætti og áfengi og tóbak myndi það færa ríkinu árlega skatttekjur upp á .

Nýlega var áætlað að Íslendingar verji hátt í árlega í að halda fíkniefnalöggjöfinni til streitu. Hér er aðeins átt við beinan kostnað við eftirfylgni fíkniefnabannsins. Þá eru ótaldar tekjur sem ríkið verður af vegna sölu vímuefna á ólöglegum markaði en áætlað er að götuverð ólöglegra fíkniefna nemi árlega á bilinu um tíu milljörðum króna og allt að .

Þessar upphæðir renna óskiptar í vasa fíkniefnasala og í vaxandi mæli til sem hafa komið sér fyrir í undirheimum hér á landi að undanförnu. Á þeirri þróun, eins og öðrum afleiðingum fíkniefnastríðsins, er ekki séð fyrir endann á.
 

Efnisyfirlit

 
,,Veldi táranna er lokið. Fátækrahverfin verða bráðum aðeins minningar. Við munum breyta fangelsum okkar í verksmiðjur og fangageymslunum í vöruhús og korngeymslur. Menn munu loks ganga uppréttir, konur munu brosa og börn hlæja. Helvíti mun verða útrýmt fyrir fullt og allt.”

Það var þannig sem http://vvdewalden.nl/pr-commissie Billy Sunday, hinn þekkti hvítasunnumaður og leiðtogi baráttunnar gegn ,,djöflarommi”, fagnaði áfengisbanninu árið 1920. Við vitum öll nú hversu hrapallega honum skjátlaðist.

Ný fangelsi og fangageymslur spruttu upp til þess að hýsa þá glæpamenn sem til urðu þegar áfengisdrykkja varð glæpur gegn ríkinu. Áfengisbannið gróf undan virðingu fyrir lögum, spillti laganna vörðum, skapaði úrkynjað siðrænt andrúmsloft – en stöðvaði ekki áfengisneysluna.

Þrátt fyrir þennan sorglega lærdóm virðumst við vera ákveðin í því að endurtaka nákvæmlega sömu mistökin hvað viðkemur fíkniefnaneyslu.

Bann er fávísleg stjórnaraðferð í fíkniefnamálumFara efst

Örn Höskuldsson

Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Milton Friedman var ákafur gagnrýnandi fíkniefnastríðsins. Þegar blaðamaður Der Spiegel spurði hann í viðtali árið 1992 hvort hann sæi fyrir sér valmúaakra í Kansas eða ræktunarstöðvar fyrir maríúana í Kaliforníu svaraði Friedman: ,,Af hverju ekki? Ræktun maríúana á sér sífellt stað þrátt fyrir stórtækar eyðingaráætlanir fíkniefnalögreglunnar. Maríúana gegnir lykilhlutverki í fíkniefnastefnu Bandaríkjastjórnar. Þótt ekki sé vitað um eitt einasta dauðsfall af völdum of stórs skammts af maríúana og tugir vísindarannsókna styðji fullyrðingar um að maríúúana sé skaðlaust, hefur verið lýst yfir stríði gegn grasinu.”

Höfum við rétt til þess, á siðrænum grundvelli, að nota ríkiskerfið til þess að koma í veg fyrir að einstaklingur verði áfengissjúklingur eða fíkniefnaneytandi? Ef um börn væri að ræða myndu flestir svara játandi. En miðað við ábyrgt fullorðið fólk myndi ég, svara neitandi.

Er rétt að rökræða við verðandi neytanda? Já. Gera honum grein fyrir afleiðingunum? Já. Biðja fyrir honum og með honum? Já. En ég trúi því að við höfum engan rétt á því að nota þvingun, beint eða óbeint, til þess að koma í veg fyrir að samborgari okkar fremji sjálfsmorð, svo ekki sé talað um að drekka áfengi eða neyta fíkniefna.

Ég samþykki fúslega að siðræni hlutinn sé erfiður og að menn með góðar gáfur gætu mótmælt þessu. Sem betur fer þurfum við ekki að leysa siðrænu hliðina til þess að samþykkja ríkjandi stjórnaraðferð. Bann er tilraun til lækningar, sem gerir hlutina verri – bæði fyrir neytandann og okkur hin.

Þannig að jafnvel þó svo að litið sé á núverandi stjórnaraðferð í fíkniefnamálim sem rétta frá siðrænum sjónarholi sýnist hún fremur fávísleg með hliðsjón af bláköldum raunveruleikanum.

Lögleiðing hnekkir veldi glæpamannaFara efst

Hugsið fyrst um neytandann. Lögleiðing fíkniefni gæti aukið fjölda fíkinna en það er ekki víst að svo færi. Forboðinn ávöxtur er aðlaðandi, sérstaklega í augum ungs fólks.

Það sem er merkilegast í þessu er að margir fíkniefnaneytendur eru búnir til af sölumönnum sem gefa líklegum viðskiptavinum fyrstu skammtana.

Það borgar sig fyrir sölumanninn vegna þess að þegar kaupandinn hefur ánetjast efninu er hann fanginn viðskiptavinur.

Ef fíkniefni væru fáanleg með löglegum hætti hyrfi mögulegur gróði af slíku ómennsku athæfi þar sem neytandinn gæti keypt af ódýrasta sölumanni.

Hvað sem annars yrði um fjölda fíkinna yrði hinn almenni neytandi mun betur staddur ef fíkniefni yrðu lögleyfð. Nú eru fíkniefni bæði ótrúlega dýr og af mjög vafasömum gæðaflokki.

Fíknir eru þvingaðir til samneytis við glæpamenn til þess að verða sér úti um lyf, verða glæpamenn sjálfir til að fjármagna fíknina og dauði eða sjúkdómar eru stöðugt á næsta leiti.

Fækkar glæpumFara efst

,,Lögleiðing fíkniefna myndi bæði fækka glæpum og auka gæði löggæslu. Geta menn hugsað sér einhverja aðra leið sem fengi svo miklu áorkað í þágu laga og réttar?”

Hugsið síðan um okkur hin. Aðstæðurnar liggja ljóst fyrir. Sú hætta sem okkur er búin af fíkn annarra stafar nær eingöngu af því að lyfin eru ólögleg.

Nýlega skipuð nefnd bandarísku lögmannasamtakanna (American Bar Association) telur að fíkniefnaneytendur fremji einn þriðja til einn fimmta af öllum glæpum sem framdir eru á götum úti í Bandaríkjunum. Lögleiðið fíkniefni og götuglæpum mun fækka sjálfkrafa.

Fíklar og sölumenn eru hreint ekki þeir einu sem verða spillingar að bráð. Gífurlegar fjárhæðir eru í veði. Það er óumflýjanlegt að einhver illa launaður lögregluþjónn eða ríkisstarfsmaður – og einnig nokkrir hátt launaðir – falli fyrir þeirri freistingu að ná sér auðfengið fé.

Lögleiðing fíkniefna myndi bæði fækka glæpum og auka gæði löggæslu. Geta menn hugsað sér einhverja aðra leið fengi svo miklu áorkað í þágu laga og réttar?

Fíkniefnadreifing verður ekki stöðvuð með valdbeitinguFara efst

Verðum við að viðurkenna ósigur, gæti einhver spurt. Hvers vegna ekki að koma einfaldlega í veg fyrir fíkniefnadreifingu? Það er þarna sem reynslan af áfengisbanninu á að koma okkur til góða.

Við getum ekki stöðvað dreifingu fíkniefna. Við gætum kannski komið í veg fyrir ópíum frá Tyrklandi – en það eru óteljandi aðrir staðir þar sem hægt er að rækta ópíumjurtir. Með samvinnu við Frakka gætum við gert Marseilles að borg þar sem ekki er hægt að framleiða heróín – en það eru til óteljandi aðrir staðir þar sem hinar einföldu efnafræðilegu aðferðir eru framkvæmanlegar.

Á meðan miklar fjárhæðir eru í boði – og þær verða það svo lengi sem fíkniefni eru ólögleg – er bókstaflega vonlaust að búast við því að hægt sé að stöðva dreifingu eða framleiðslu, jafnvel að minnka hana að einhverju marki.

Í baráttunni gegn fíkniefnum – eins og á öðrum sviðum – eru fortölur og fordæmi líklegri til að bera árangur en valdbeiting í því skyni að móta aðra eftir okkar höfði.

Hamplauf

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Sjónvarpsviðtal við Milton FriedmanFara efst

Hér má sjá sjónvarpsviðtal við Milton Friedman þar sem hann ræðir um kosti lögleiðingar bannaðra vímugjafa.