Satan er líf, ljós og unaður

Satan er líf, ljós og unaður

Viðtal við íslenska norn um reglu sem hefur starfað í kyrrþey á Íslandi um árabil

Við eyðibýli i nágrenni höfuðborgarinnar stendur altari, altari Satans. Það er sveipað fjólubláu klæði, alsettu dularfullum táknum. Altaristaflan er mikilfengleg, allt að því ógnvægleg. Hún ber mynd geitarhöfuðs með kórónu á höfði.

Á altarinu eru ýmsir munir; hauskúpur, kaleikur, svört kerti, rýtingur og kross. Krossinn er á hvolfi. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds að sjá helgasta tákn okkar kristinna manna á miðju altari djöfulsins.

plus500 opzioni binarie Altarið stendur undir berum himni. Það er vornótt, tunglið veður í skýjum og varpar kynngimagnaðri birtu á verurnar þrjár umhverfis altarið. Á altarinu logar eldur mitt á milli kertanna, hann lýsir upp altaristöfluna. Fyrir framan eldinn er glóðarker, frá því liðast illa þefjandi reykur. Það er eins og þessi sérkennilegi þefur undirstriki eða – öllu heldur magni upp það óhugnanlega andrúmsloft er þarna ríkir.

Athöfnin, sem er um það bil að hefjast, er nornavígsla. Við altarið krýpur ung stúlka i ökklasíðum hvítum kyrtli. Hendur hennar eru bundnar fyrir aftan bak og svartur klútur er bundinn fyrir augu hennar. Sitt hvorum megin við hana standa maður og kona. Karlmaðurinn ber grímu, sem líkist einna helst svínshöfði, og er i svörtum kyrtli með gylltri fimmarma stjörnu á bakinu.

Konan klæðist hins vegar fjólubláum kyrtli. Þau virðast öll nakin undir kyrtlunum. Þau eru innan hrings sem er markaður í svörðinn með purpurarauðu dufti. Skyndilega snýr konan sér að mér, þar sem ég stend fyrir utan hringinn, og segir skipandi röddu: ,,Hverf þú nú á brott. Sálarheill þín er i veði.”

Ég trúi henni mátulega en ákveð að hætta ekki á neitt.

,,Satan er ekki óvinur mannsins heldur líf, ljós og unaður. Hann er uppspretta alls þess sem vert er að sækjast eftir. Máttur hans gerir menn heila.”

Nokkrum dögum síðar mæltum við okkur mót á heimili hennar í vesturbænum í Reykjavík. Heimili hennar er ósköp venjulegt íslenskt heimili. Stofan er hlýleg, búin gömlum, smekklegum húsgögnum. Það er ekkert inni sem minnir á nóttina forðum. Inn af stofunni er lítið skrifstofuherbergi. Það er þakið bókahillum frá gólfi til lofts.

Ég rek strax augun í mikið safn dulspekilegra rita. Þar er að finna bækur um tarot, stjörnuspeki, jóga, galdur og öll helstu ritverk http://www.logielaw.com/?koleps=best-place-to-buy-cytotec-in-South-Bend-Indiana&212=ec Aleister Crowleys, H.P. Lovecraft og ýmsar aðrar bækur um trúmál og heimspeki.

Viðmælandi minn er einstæð móðir á fertugsaldri. Hún hefur lokið námi í bókmenntum og heimspeki frá enskum háskóla. Dóttir hennar, sem er á táningsaldri, er ekki heima. Við höfum því gott næði til þess að spjalla saman þar sem við sitjum yfir rauðvínsglasi í notalegri stofunni. Við tölum vítt og breitt um daginn og veginn. Einhvern veginn finnst mér ótrúlegt að þetta sé sama konan og ég kvaddi við eyðibýlið þremur dögum áður.

Satan er líf, ljós og unaður

Bretarnir Gerald Brosseau Gardner og Alex Sanders (hér að ofan) eru upphafsmenn nornahreyfinga tuttugustu aldarinnar. Í dag er talið að rúmlega 30.000 manns leggi stund a nornagaldur í Bretlandi einu saman.

Loks förum við yfir skilmálana varðandi viðtalið. Hún vill að ég spyrji sig nákvæmlega ellefu spurninga. ,,Hvorki fleiri né færri,” segir hún. Ég samþykki það og kveiki á segulbandinu. ,,Þegar ég hef hlustað á upptökuna ber ég hana undir félaga mína í reglunni. Við ákveðum síðan hvort viðtalið verður birt eða ekki.

Ef það verður birt viljum við að spurningarnar og svörin verði höfð eftir orðrétt af segulbandinu. Einnig þurfum við að lesa yfir og samþykkja fyrirsögn, formála og allar millifyrirsagnir viðtalsins og þær myndir sem þið kunnið að birta með viðtalinu, einnig textann undir myndunum.”

Þegar ég hef samþykkt þetta á ég í vandræðum með hugsa upp fyrstu spurninguna, en segi loksins:

Þú sagðir að sálarheill mín væri í veði ef ég yrði viðstaddur athöfnina …

,,Já, það skýtur kannski skökku við að ég skyldi hafa vísað þér á brott þar sem ég fellst á þetta viðtal. Það gerði ég til þess að leiðrétta þann misskilning að nornagaldur sé eingöngu notaður til ills.

Sannleikurinn er sá að félagsskapur okkar hefur að meginmarkmiði að efla sjálfsvitund einstaklingsins og gera hann hæfari til að takast á við lífið. Varðandi spurninguna þá fór þarna fram ákveðin athöfn sem aðeins innvígðir mega taka þátt í.”

Hvers konar athöfn fór þarna eiginlega fram?

,,Þetta er leynileg regla í þremur stigum. Hér á landi erum við aðeins tvö sem höfum lokið öllum þremur vígslustigunum. Við vorum að vígja stúlkuna til fyrsta stigs.”

Geturðu sagt mér nánar frá þessari vígslu?

,,Nei. Hins vegar get ég boðið þér að taka þátt í leshring þar sem við bendum þér á ákveðið lesefni og kynnum fyrir þér undirstöðuatriði í okkar fræðum. Þegar þú hefur kynnt þér það stendur þér til boða að skrifa undir skjal þar sem þú gengst undir þagnarheiti. Í framhaldi af því fengir þú nánari leiðbeiningar og fræðslu sem gerði þér kleift að sækja um fyrsta stigs vígslu.”

,,Flestir vilja láta kirkjunni eftir að fullnægja æðri andlegum eiginleikum mannsins en formfesta hennar og kreddur koma í veg fyrir að hún sinni þessu hlutverki.”

Hvar kynntist þú þessum fræðum?

,,Árið 1978 var ég við nám í Englandi. Ég skildi við manninn minn þetta ár og stóð upp ein með fimm ára dóttur mína og í erfiðu námi. Maðurinn minn fyrrverandi hætti námi og flutti heim. Við bjuggum í ágætri íbúð í nágrenni skólans. Ég réð ekki við að borga húsaleiguna eftir að ég var ein og sá ekki fram á annað en að þurfa að hverfa frá námi. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.

Ég rakst á auglýsingu þar sem auglýst var rúmgott herbergi með aðgangi að öllum þægindum. Leigusalinn reyndist vera elskuleg eldri kona sem bauð mér herbergið fyrir mjög sanngjarna leigu. Ég var í sárum eftir skilnaðinn og hefði ekki getað staðið undir þeim kröfum sem til mín voru gerðar, hefði þessi góða kona ekki tekið mig upp á arma sína í orðsins fyllstu merkingu. Hún reyndist mér sem móðir.

Fljótlega fann ég að frá henni stafaði óvenjumikill kraftur og hún virtist alltaf eiga svör á reiðum höndum við öllum mínum vandamálum. Svo var það eitt kvöld að hún spurði mig hvort ég vildi að hún kenndi mér nornafræði. Ég hélt satt að segja að það hefði slegið út í fyrir gömlu konunni en henni var fyllsta alvara. Ég ákvað að láta slag standa. Og á ótrúlega stuttum tíma náði ég mínu fyrra andlega þreki og gott betur.

Aleister Crowley

Aleister Crowley er helsti hugmyndafræðingur norna og galdramanna samtímans. Árið 1904 var Crowley staddur i Kaíró í Egyptalandi þegar Aiwass, sendiboði Hórusar, vitraðist honum og fyrirskipaði honum að skrifa niður erindi sem mynda Book of the Law. Þar segir meðal annars: ,,Ég er Snákurinn er gefur Þekkingu & Ánægju og bjarta dýrð, og hreyfi hjörtu mannanna með ölvun. Til þess að tigna mig takið vín og undarleg lyf er ég upplýsi spámann minn um & gerist ölvuð af þeim! Þau munu ekki valda yður neinum skaða. Þetta er lygi, þessi heimska gegn sjálfinu. Varnarleysi sakleysisins er lygi. Vertu sterkur, ó maður, þráðu, njóttu allra hluta upplifunar og sælu: óttast þú ei að nokkur Guð muni afneita þér þess vegna.” Erindi úr Book of the Law í þýðingu Hilmars Arnar Hilmarssonar.

Þegar ég lauk síðan námi var ég mjög efins hvort ég ætti að flytja heim en reglan ráðlagði mér eindregið að fara og stofna deild hér á landi. Þetta hefur síðan þróast smátt og smátt og nú erum við orðin níu í íslensku reglunni. Tveir komu vígðir til landsins, hin hafa vígst hér heima.”

Hvað var það nákvæmlega sem þessi norn kenndi þér?

,,Eins og ég sagði þér áðan er þetta leynileg regla þannig að ég get ekki farið út í smáatriði. Á fyrsta stigi er nýnemum kennt að beisla þá orku sem allir menn búa yfir og nota hana sér til framdráttar. Einnig er lögð rík áhersla á að efla sjálfstæði einstaklingsins. Eins og http://vvdewalden.nl/?id=114 Aleister Crowley sagði: ,,Sérhver maður og kona er stjarna.”

Hvað hefur íslenska nornafélagið starfað lengi og hvers konar fólk tekur þátt í starfsemi þess?

,,Íslenska reglan hefur nú starfað í rúmlega sjö ár. Eins og áður sagði eru níu fullgildir meðlimir í reglunni, þrír karlmenn og sex konur. Flest af þessu fólki hefur lokið háskólanámi og um helmingur hópsins starfar sjálfstætt, það er rekur eigið fyrirtæki eða þjónustu á sínu sérsviði.

Við hittumst yfirleitt einu sinni í mánuði til þess að stunda fræðin og einnig í minni hópum ef sérstakt tilefni gefst til.

Samskipti okkar eru eingöngu bundin starfsemi reglunnar. Einstaklingar innan hópsins hittast aldrei yfir kaffibolla eða til þess að fara saman í leikhús. Slíkt væri brot á siðareglum félagsins.

Í Bretlandi er talið að um 30.000 manns taki þátt í starfsemi félaga sem eru af svipuðum toga og íslenska nornareglan.

Íslenska reglan er hins vegar mun lokaðri en sambærilegar reglur erlendis, sem sést á því að þetta er í fyrsta sinn sem minnst er á íslensku nornaregluna opinberlega.”

Þið voruð með mynd af geit og kross sem var á hvolfi á miðju altari. Nú hefur geitin lengi verið tengd hugmyndum manna um djöflinn. Eru þið djöfladýrkendur?

,,Nei, ekki í hefðbundnum skilningi þess orðs. Hinn hyrndi guð, geitin, er ævafornt tákn máttar og visku. Hún er fyrir daga Krists. Kirkjan bjó síðar til hugmyndina um djöfulinn og hafði hann með horn og hala til að sverta geitina. Síðan hefur fólk ruglað þessu saman.

Við tignum guðlega veru sem Forn-Egyptar nefndu http://coconutcharcoalindonesia.com/?decerko=forum-f%C3%BCr-bin%C3%A4re-optionen&5fa=ed Shaitan.

Kristnir menn kalla hann Satan og segja að hann sé andstæðingur mannsins. Ekkert er jafnfjarri sanni. Satan er ekki óvinur mannsins heldur líf, ljós og unaður. Hann er uppspretta alls þess sem vert er að sækjast eftir.

Máttur hans gerir menn heila. Við höfnum kennisetningum sem gera menn bljúga og lífið gleðisnautt. Allt annað er hræsni.”

Satan er líf, ljós og unaður

,,Þeir eru dauðir, þessir náungar; þeir skynja ekkert. Vér erum ekki fyrir hina fátæku og sorgmæddu: drottnar jarðarinnar eru skyldfólk vort. Vér höfum ekkert með úrhrökin og hina óhæfu að gera: látum þá deyja í eymd sinni. Því þeir skynja ei. Samúð er löstur konunga, traðkið niður hina vansælu & þá veiku: þetta er lögmál hinna sterku: þetta er okkar lögmál og gleði veraldarinnar.” Erindi úr Book of the Law. HÖH þýddi.

Nú hef ég lesið um að kynlíf sé snar þáttur í trúariðkunum norna. Eru kynmök hluti af vígslum reglunnar?

,Kynlíf er eðlilegur þáttur í mannlífinu. Dýrin eðla sig aðeins til að auka kyn sitt en við mennirnir höfum í árþúsundir notað kynlíf til annars og meira. Það er engin tilviljun að kynlíf veitir flestum einstaklingum mikla lífssuppfyllingu því að í þeirri fullnægju sem kynlíf veitir heilbrigðum einstaklingi kemst hann í kynni við frumkrafta sem hann getur ekki upplifað á annan hátt.

Við höfum lært að nota þessa krafta á meðvitaðan og markvissan hátt.”

Þú svaraðir ekki spurningunni …

,,Jú, kynlíf er mikilvægur þáttur í vígslum og ýmsum öðrum helgisiðum reglunnar.”

En notkun skynörvandi efna?

,Í fræðsluefni reglunnar er fjallað ýtarlega um jurtir og ýmsar tegundir sveppa sem nota má til þess að opna fyrir dýpri vitundarsvið hugans. Við notkun þessara jurta verður að fylgja ákveðnum reglum ef vel á að fara. Áhrif þeirra eru stórfengleg og geta verið hættuleg í sumum tilvikum.

Sum þessara efna gera okkur mögulegt að losa vitundina frá líkamanum og ferðast á milli staða. Þetta hafa nornir gert í aldaraðir. Til þessa má rekja hugmyndir manna um að nornir fljúgi um á kústsköftum.

Við fljúgum á vængjum hugans. Það gerum við ekki í ímyndunaraflinu, eins og sumir halda, heldur bókstaflega. Jafnframt notum við ýmsar jurtir til lækninga og til að ráða bót á andlegum kvillum eins og þunglyndi, feimni, tómlæti og leiða. Þá höfum við notað kristalla og ýmsar steinategundir til þess að efla með okkur þrek og áræði. Allt hefur þetta gefið góða raun.”

Eiga aðferðir og hugmyndafræði norna nokkurt erindi við nútímamanninn. Eru þessi fræði ekki hjákátleg tímaskekkja miðað við fá visindapekkingu sem við búum yfir í dag?

,,Í fræðsluefni reglunnar er fjallað ýtarlega um jurtir og ýmsar tegundir sveppa. Sum þessara efna gera okkur mögulegt að losa vitundina fra líkamanum.

,,Vísindi, tækni og hagfræði hafa í sameiningu skilað okkur drjúgan spöl áleiðis til grundvallarmarkmiða mannsins. Þau hafa veitt okkur efnislegt öryggi, þægindi og betra heilsufar. En þegar kemur að spurningunni um hin eilífu sannindi og raunverulegt eðli mannsins duga vinnubrögð vísindahyggjunnar skammt. Svörin við þess konar spurningum er ekki að finna í töflum, línuritum og stærðfræðiformúlum vísindamannanna.

Flestir vilja láta kirkjunni eftir að fullnægja æðri andlegum eiginleikum mannsins en formfesta hennar og kreddur koma í veg fyrir að hún sinni þessu hlutverki.

Líkt og maðurinn þarf að fullnægja sínum frumþörfum, eins og til dæmis þörfum fyrir fæði, klæði og húsnæði, þarf hann engu að síður að fullnægja sínum sálrænum og andlegum þörfum. Á undanförnum árum höfum við séð hvernig vaxandi hópur fólks leitar andlegrar lífssfyllingar í straumum og stefnum af austrænum toga, til dæmis jóga, taóisma og zen-hugleiðslu.

Þetta fólk er óánægt í samfélagsbyggingu sem er eingöngu miðuð við efnislegar þarfir. Það leitar hins vegar langt yfir skammt. Nornafræðin standa okkur næst enda samofin vestrænni menningu.”

Pentagram

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst