Umdeild efni – Mannfræðileg úttekt á vímuefnum

Umdeild efni – Mannfræðileg úttekt á vímuefnum

er lokaverkefni til BA-gráðu í mannfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands eftir Hilmar Már Gunnarsson.

Í útdrátti verkefnisins segir: ,,Vímuefni hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Í ritgerðinni er leitast við að skoða stöðu vímuefnarannsókna innan mannfræðinnar og í hvaða átt þær beinast.

Út frá því er rýnt í þætti sem skipta máli fyrir félagslega og menningarlega nálgun en einnig komið inn á nálgun raunvísindamanna sem og orðræðu samfélagsins. Ætlunin er að nálgast vímuefni sem hluta af neyslumenningu mannkynsins óháð siðferðilegum gildum.

Sýnir ritgerðin þannig fram á að þrátt fyrir landlæga vímuefnafælni Vesturlanda hefur aukin neysla þeirra á tuttugustu öldinni haft gríðarleg áhrif á aðra menningarheima sem eiga oft að baki langa menningarbundna neyslusögu á efnum sem hafa verið gerð ólögleg á síðustu áratugum.

Mikilvægi félagslegrar formgerðar og menningarlegra gilda er þannig skoðað í samhengi með þeim vandamálum sem hafa í auknu mæli verið í forgrunni umræðunnar um vímuefni.

Einnig er komið inn á formgerð valds og hvernig valdhafar hafa oft notað vímuefnaneyslu minnihlutahópa sem afsökun til ofsókna og hefur slíkt jafnvel verið ráðandi í lagasetningum. Valdahafar hafa einnig sett mannfræðingum skorður þegar kemur að styrkveitingum til vímuefnarannsókna og þannig í raun mótað stefnu fræðigreinarinnar.

Markmið ritgerðarinnar er ekki að vera tæmandi heldur frekar innlegg inn á svið sem hefur að mörgu leyti verið vanrækt af mannfræðingum þrátt fyrir mikilvægi þess fyrir menningu og félagslegt umhverfi samfélagsins.”

Sigurfreyr.com hefur fengið góðfúslegt leyfi hjá trading broker Hilmari Már Gunnarssyni til að birta 7. og 8. kafla ritgerðarinnar. Þeir sem vilja kynna sér hana í heild sinni, og þær heimildir sem hún styðst við, er bent á .

http://www.bgroads.com/?prosturadlo1=strategie-nel-trading-in-opzioni-corso&262=e7 Skemman er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru einkum geymd lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna.

 

 

Umdeild efni – Mannfræðileg úttekt á vímuefnum

 

Efnisyfirlit

Orðræðan og staða vímuefna í nútímasamfélagiFara efst

Vímuefni koma daglega fyrir í helstu fréttamiðlum á Íslandi en orðræðan er samt einsleit. Ef maður opnar fréttasíðu á netinu er ekki ólíklegt að allavega ein frétt sé um að lögreglan hafi stöðvað kannabisframleiðslu. Um helgar eru fréttir um ölvunar- og vímuefnaakstur tíðar
og upp á síðkastið hefur umræðan um lyfseðlaskyld lyf orðið háværari.

Fíkniefnastríðið í Mexikó er einnig fyrirferðamikið í fréttum og gengjavæðing hins íslenska undirheims sem stólar að stærstum hluta á vímuefni sem tekjulind hefur ekki farið fram hjá neinum. Sameinuðu þjóðirnar telja að ólöglegi fíkniefnamarkaðurinn velti árlega 320 billjónum Bandaríkjadala (www.economist.com, 2009) en taka þarf þeim tölum samt með fyrirvara þar sem engin leið er að reikna slíkt nákvæmlega.

Auðveldara er að sjá bein áhrif markaðarins á samfélög eins og í tilfelli Marokkó þar sem kannabisframleiðsla hefur farið úr 5000 tonnum í 250.000 tonn á síðustu 30 árum og er í dag stærsta tekjulind landsins þótt opinberlega sé það ferðamannaiðnaðurinn (www.guardian.co.uk, 2003).

Tilraunir Evrópusambandsins til að bjóða þeim bændum fé sem hætta framleiðslu á kannabisi hafa fallið í grýttan jarðveg og benda margir á að vandamálið sé fyrst og fremst nálægð landsins við tuttugu milljón manna kannabismarkað í Evrópu (www.guardian.co.uk, 2003).

Sigurfreyr.com

Hilmar Már Gunnarsson bendir á í ritgerð sinni Umdeild efni – Mannfræðileg úttekt á vímuefnum að oft sé sagt að bann við vímuefnum sé það eina sem glæpahópar og lögreglan sé sammála um. Þar er um að ræða efnahagslega hagsmuni á báða bóga og þarft að rannsaka slíkt heildrænt og án siðferðilegra gilda.

Fréttaflutningur af vímuefnum er oft litaður af hagsmunum Vesturlanda og áherslan er á framboðið og framleiðsluna en lítið komið inn á þá staðreynd að slíkt helst aðeins í hendur við eftirspurn.

Þannig óma oft gamlar tuggur um að framleiðsluríkin séu að ýta vímugjafanum að neytendum á Vesturlöndum, þó að líkt og með flestar vörur sé það neytandinn sem stjórni ferðinni.

Þegar kemur að forvörnum hefur orðræðan lítið breyst í áraraðir og oftast er helsta vopnið hræðsluáróður. Í nýlegu viðtali við Ísland í bítið tjáði http://boersenalltag.de/blog/blog-from/2009-05-01/blog-to/2009-05-31/ Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi hjá Marita samtökunum sig um kannabisneyslu ungmenna og kom þar meðal annars með nokkur dæmi.

Þar á meðal voru sögur af grunnskólabörnum sem svæfu úti með hníf sér við hlið í kjölfar kannabisneyslu. Hann varaði einnig við því að ungir íþróttamenn á keppnisferðalögum erlendis væru að hitta menn niðrí bæ með ,,rastafléttur” og versla af þeim kannabis.

Hann hélt svo áfram og sagði að vísbendingar um neyslu væru meðal annars þær að unglingurinn gæti í stað ,,venjulegrar” tónlistar verið farinn að hlusta á reggae tónlist þar sem hún væri sprottin upp úr kannabistrúarbrögðum (www.pressan.is, 2011).

Ummæli Magnúsar líkjast ansi mikið því sem mannfræðingar þekkja sem þjóðhverfu og vonandi að foreldrar fari ekki með borgaralegum handtökum á alla með “rastafléttur” eða brenna Hjálmadiska í kjölfarið.

Það er hins vegar verra að unglingurinn sér í gegnum slíkan áróður og því hafa yfirlýsingar Magnúsar þveröfug áhrif þegar kemur að forvörnum. http://www.ivst-vz.de/?debin=bin%C3%A4re-optionen-watchdog Ronald K. Siegel bendir á að þegar forvarnarstefnan var hvað virkust í Bandaríkjunum á níunda áratugnum, hafi birst sjónvarpsauglýsing sem sýndi venjulegt egg og lýst yfir; ,,hér er heilinn á þér” síðan var skipt yfir í mynd af spæleggi á pönnu og lýst yfir ,,hér er heilinn á þér á eiturlyfjum”.

Hann segir að ef þessar auglýsingar hafi átt að sýna heila eftir langvarandi áfengisneyslu þá gæti höfundum þeirra verið fyrirgefin slík einföldun en hvað varðar skaðminni vímuefni (í tilfelli heilans), eins og kókaín, LSD, kannabis og mörg önnur ólögleg efni, séu slíkar ýkjur ekki vænlegar til árangurs (Siegel, 2005, 287).

,,Það loðir oft við vímuefna umræðuna að fáir þora að andmæla og benda á rangfærslur, jafnvel þótt að ,,keisarinn sé kviknakinn“, því að þegar einhver gerir það getur það leitt til uppsagnar og samfélagslegrar fordæmingar.”

Hann bendir ennfremur á að sagan sýni það svart á hvítu. Hin svokallaða ,,baby boomers” kynslóð hafi fengið sömu viðvaranir í æsku en engu að síður orðið sú kynslóð sem hvað sólgnust er í vímugjafa.

Sjónarhorn Siegels er auðvitað mjög kalt og vísindalegt. Þannig er hann ekki að efast um skaðsemi vímuefna eins og kókaíns, heldur benda á að þegar kemur að forvörnum þá er mikilvægt að koma fram með réttar upplýsingar, ekki bara sjokkera með myndmáli eða hryllingsögum. Slíkt hafi verið stundað í áratugi og árangurinn sé sama sem enginn.

Í dag ætti að vera enn mikilvægara að setja hlutina fram með vísindalegum rökum þar sem sú kynslóð sem nú vex úr grasi á í engum erfiðleikum með að afla sér upplýsinga í gegnum internetið.

Ef við skoðum svo aðeins nánar rök Magnúsar þá er það fyrst hið framandi útland sem er varhugavert. Þar leynast margar hættur og þá helst menn með ,,rastafléttur” sem eru á öllum götuhornum að selja börnum vímuefni.

Hugmyndir hans um tónlist kallast svo óneitanlega á við orðræðuna í Bandaríkjunum eftir fyrra stríð þar sem blökkumenn voru sagðir leika djöflatónlist (jazz) svo sturlaðir af kannabisi að þeir réðust að öllum hvítum konum sem urðu á vegi þeirra.

Slík umræða náði einnig alla leið til Íslands þar sem frétt í Morgunblaðinu frá 1938 kennir jazz tónlistarmönnum um að hafa flutt ,,eiturnautnina” marijúana frá Mexíkó til Bandaríkjanna (timarit.is).

Þarna eru því komin þrástef sem hafa einkennt orðræðuna í marga áratugi og enn í dag sér ekki fyrir endann á þeim. Orðræðugreining í anda http://irinakirilenko.com/?deribaska=professionelle-trading-signale-bin%C3%A4re-optionen&3dd=8f Michel Foucault kennir manni að sjá út slík þrástef og einnig að sjá áhrif ráðandi gilda samfélagsins á umræðuna.

David Nutt

David Nutt, aðalráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla um ólögleg vímuefni sem hann sagði einkennast af hræðsluáróðri. Hann nefndi sem dæmi að á 10 ára tímabili í Skotlandi hafi eitt af hverjum 250 dauðsföllum af völdum paracetamóls verið tilkynnt, eitt af hverjum 50 í tilfelli diazepam, en eitt af hverjum 3 þegar kom að amfetamíni og í tilfelli MDMA hvert eitt og einasta. Í kjölfar þessara skrifa var Nutt ávítaður af þáverandi heimamálaráðherra Breta Jacqui Smith og skipað að biðja fjölskyldur fórnarlamba MDMA afsökunar. Nokkrum mánuðum seinna var hann svo rekinn úr stöðu sinni og útskýringin var sú að hann væri að vinna gegn stefnu ríkistjórnarinnar.

Öll mótumst við að þeirri menningu sem við búum við og þannig litast skoðanir okkar af hefðum og gildum samfélagsins. http://hardware2u.com.au/?kasas=stillwater-mn-dating&c0b=de Kristín Björnsdóttir telur upp nokkra hluti sem rannsakandi þarf að hafa í huga þegar hann tekur viðtöl en þessir hlutir eiga einnig vel við þegar almenn viðtöl eru skoðuð líkt og í tilfelli Magnúsar.

Fyrst er það að hvað miklu marki hefur reynsla viðmælandans mótast af ríkjandi hugmyndum og hefðum sem endurspeglast í fjölmiðlum og fræðsluefni sem haldið er að fólki? Að hve miklu marki hefur viðmælandi samsamað sig ákveðnum skilningi sem hefur birst t.d sem rannsóknarniðurstöður í fjölmiðlum (Kristín Björnsdóttir, 2003)?

Það má því ekki dæma Magnús of hart, málflutningur hans er afsprengi samfélags þar sem hræðsluáróður hefur lengi verið talin besta leiðin. Maður setur frekar spurningamerki við þá aðila sem stjórna viðtalinu að hafa ekki fundið að málflutningi hans þegar hann dró upp staðalmyndir líkt og tengsl blökkumanna við kannabis.

En það loðir oft við vímuefnaumræðuna að fáir þora að andmæla og benda á rangfærslur jafnvel þótt að ,,keisarinn sé kviknakinn”, því að þegar einhver gerir það getur það leitt til uppsagnar og samfélagslegrar fordæmingar, eða stimplunar líkt og hefur verið bent á hér áður í tilfelli neytenda efnana.

Gott dæmi um það er brottrekstur http://factsboard.com/tag/garden/feed David Nutts doktors í sálfræði og taugasállyfjafræði úr stöðu sinni sem aðalráðgjafi bresku ríkistjórnarinnar í vímuefnamálum. Nutt sem hefur 30 ára reynslu í því að rannsaka vímuefni skrifaði leiðara í tímaritið Journal of Physcopharmacology árið 2009. Þar ber hann saman áhættuþætti þess að vera haldin svokölluðu Equine Addicton Syndrome sem mætti þýða sem útreiðafíkn við neyslu á MDMA betur þekktu sem ecstacy.

Útreiðar leysa úr læðingi adrenalín og endorfín og eru stundaðar af milljónum manna á hverju ári í Bretlandi. Nutt fékk áhuga á að skoða þær betur eftir að hafa fengið til sín sjúkling með alvarlegan taugaskaða eftir að hafa dottið af baki hests. Þegar hann skoðaði þær nánar þá kom í ljós að meðaltali 10 deyja á ári og fjöldi annarra verða fyrir óafturkræfum taugaskaða líkt og sjúklingur hans.

Einnig sýndu þær niðurstöður að mun meiri líkur voru á að hljóta skaða við útreiðar heldur við notkun MDMA, þannig er líkur á skaða í 1 af hverjum 350 tilfellum í útreiðum en hjá MDMA í 1 af hverjum 10.000 tilfellum (Nutt,2009).

Nutt valdi útreiðar einnig vegna þess að þær eru álitnar heilbrigð skemmtun og það væri auðvelt að fylgja eftir banni á þeim þar sem ólíkt flestum vímugjöfum er ekki hægt að stunda þær í skjóli heimilisins. En það sem kannski skiptir hvað mestu máli er að í samanburði við margt annað sem er leyft, líkt og fallhlífastökk, teygjustökk og aðrar jaðaríþróttir, þá eru þær frekar saklausar þrátt fyrir fyrrgreindar tölur.

Út frá því spyr hann hvers vegna svo skaðlegar íþróttir eru leyfðar, á meðan tiltölulega hættulítil vímuefni eru gerð refsiverð. Þar er að hans mati um að ræða samfélagslega mótaða afstöðu sem fylgir ekki vísindalega sannaðri greiningu á áhættu (Nutt, 2009).

,,Mál Nutt sýnir hversu mikið bil hefur myndast á milli ráðamanna og þeirra sem stunda rannsóknir á vímuefnum. Þar mætist pólitík og vísindi, fyrri hópurinn byggir á mórölskum gildum á meðan sá seinni styðst við töluleg gögn eða það sem er betur þekkt sem megindlegar rannsóknir.”

Stjórnvöld skilja að hans mati ekki ástæðurnar á bakvið vímuefnaneyslu fólks og vanmeta getu þeirra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir út frá áhættuþáttum tengdum þeim. Hann heldur því ennfremur fram að almenningur, og þá sérstaklega ungt fólk, sé meðvitaður um skort á skynsamlegri og rökrænni umræðu um áhættur vímuefna. Þetta leiði svo til þess, líkt og ég kom inn á fyrr, að fólk hættir að taka mark á þeim boðskap sem stjórnvöld hafi í þeim málum (Nutt, 2009).

Nutt gagnrýnir einnig fréttaumfjöllun sem hann segir einkennast af hræðsluáróðri. Hann nefnir sem dæmi að á 10 ára tímabili í Skotlandi hafi eitt af hverjum 250 dauðsföllum af völdum paracetamóls verið tilkynnt, eitt af hverjum 50 í tilfelli diazepam, en eitt af hverjum 3 þegar kom að amfetamíni, og í tilfelli MDMA hvert eitt og einasta (Nutt, 2009).

Í kjölfar þessara skrifa var Nutt ávítaður af þáverandi heimamálaráðherra http://wcminerals.com.au/?gvozd=binary-option-ecn&93f=ca Breta Jacqui Smith og skipað að biðja fjölskyldur fórnarlamba MDMA afsökunar, nokkrum mánuðum seinna var hann svo rekinn úr stöðu sinni og útskýringin var sú að hann væri að vinna gegn stefnu ríkistjórnarinnar (www.guardian.co.uk, 2009).

Mál Nutt sýnir hversu mikið bil hefur myndast á milli ráðamanna og þeirra sem stunda rannsóknir á vímuefnum. Talar Nutt sjálfur um að þar mætist pólitík og vísindi, fyrri hópurinn byggir á mórölskum gildum á meðan sá seinni styðst við töluleg gögn, eða það sem er betur þekkt sem megindlegar rannsóknir.

Það má því spyrja sig hvort þar á milli sé ekki pláss fyrir eigindlega nálgun mannfræðinnar þar sem bæði sértæk dæmi og töluleg gögn geta lifað góðu lífi saman.

Refsing, lækning og völdFara efst

Við erum í dag öll þátttakendur í stríði, stríði sem hefur að vissu leyti geysað síðustu 100 ár en var formlega lýst yfir árið 1971 af source link Richard Nixon þáverandi Bandaríkjaforseta (Siegel, 2005).

Ísland er ekki undanskilið og muna margir kannski eftir loforði stjórnvalda á tíunda áratugnum um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Ekki rættist úr þeim draumi og mætti kannski frekar segja að hann hafi snúist upp í andhverfu sína. Í dag virðist Ísland að mörgu leyti sjálfbært þegar kemur að framleiðslu á vímuefnum og jafnvel sögusagnir uppi um útflutning á þeim (www.pressan.is, 2009).

Nýjasta stríðsyfirlýsingin kom svo árið 2006 frá þá nýkjörnum forseta Mexíkó source link Felipe Calderon og hét hann að ráða niðurlögum glæpahringja sem stjórna þar vímuefnamarkaðinum. Sú ósk rættist ekki og í dag er mannfallið komið í 35.000 síðan Calderon blés til sóknar og ástandið síst að batna (www.guardian.co.uk, 2011). Afhöfðuð lík finnast nú á vinsælum ferðamannastöðum og mætti í raun segja að borgarastyrjöld geysi í landinu.

Sigurfreyr.com- Umdeild vímuefni

Illa ígrundað bann á vímuefnum getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Gott dæmi er Indland. Þar er um að ræða menningu sem hefur langa sögu um notkun vímuefna sem í dag eru ólögleg. Á nítjándu öld var landið meðal annars stærsti ópíumræktandi í heimi en þrátt fyrir það eru engar heimildir um ofneyslu eða samfélagsleg vandamál tengd efninu. Vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu voru innleiddar harðar refsingar við ræktun, vörslu og neyslu ólöglegra efna árið 1985. Í kjölfarið kom heróínfaraldur og voru heróínfíklar taldir vera um ein milljón þremur árum síðar og þá aðallega ungt fólk. Til samanburðar fannst ekki eitt tilfelli heróínfíknar árið 1981.

Einhverjir spyrja sig kannski afhverju mannfræðin ætti að rýna í ríkismálefni og er þá ekki úr vegi að víkja aftur að orðum http://www.eyesinthewoods.org/?promak=things-to-say-on-dating-sites-about-yourself&780=c9 Hunt og Barker (2001) um að setja þurfi vandamála sjónarhornið í samhengi valds. Í raun má segja að í dag sé samfélagið að vinna gegn sjálfu sér í trú um að það leiði til betri tíma, en þrátt fyrir allt virðist ástandið aðeins versna.

gioca in borsa azioni binarie Siegel (2005) lýsir því hvernig múgæsingur hafi gripið um sig í bandarísku samfélagi á níunda áratugnum í kjölfar yfirlýsinga Ronalds Reagan um að fíkniefnasalar verskulduðu dauðarefsingu. Einn lögreglumaður ákvað eftir að hafa stöðvað vörubílstjóra með ,,grænar” plöntur á pallinum að sleppa réttarhöldunum og setja frekar tvær kúlur í hnakkann á honum þar sem hann lá handjárnaður á jörðinni. Og móðir sem kom að dóttir sinni við kókaínneyslu fékk stundarbrjálaði og stakk hana til dauða.

Staðreyndin er sú að stjórnvöld móta afstöðu okkar til efnana og það sem er kannski mikilvægast, þau móta hvaða stefnu löggjafarvaldið tekur gagnvart þeim. Þannig hefur lengi verið tvískinnungur í gangi gagnvart neytendum ólöglegra vímuefna, annars vegar er fíkn skilgreind sem sjúkdómur og ýmis meðferðarúrræði eru í boði fyrir þá sem haldnir eru henni. Hins vegar er varsla á efnunum ólögleg og sértu tekin með þau er þér refsað.

Hver refsingin er fer eftir landinu og getur verið allt frá sekt til dauða. Í Bandaríkjunum eru fangelsisdómar vegna smærri neysluskammta algengir en á Íslandi sleppa neytendur oftast með sekt. En hvernig sem á það er litið þá skýtur það nokkuð skökku við að refsa sjúklingum, spurningin er hvar liggja mörkin milli glæpamanns og sjúklings? Eins og er virðast þau ansi óljós.

Hunt og Barker (2001) benda einnig á, að líkt og með áfengi, sé munur á sjúklegri notkun ólöglegra vímugjafa og hefðbundnari notkun, þótt að þeir sem málum ráða sjái engan mun. Herferðina gegn neytendum verða líka að setja í samhengi með völdum. Þannig benda Carol R. Embler og Melvin Embler (2003) á að slíkar herferðir hafi í upphafi beinst gegn innflytjendum og minnihlutahópum, eins og í tilfelli ópíums þar sem skotmörkin voru Kínverjar eða fræg herferð Harry J. Anslinger gegn kannabisi þar sem sjónunum var beint að blökkumönnum og Mexikóskum innflytjendum.

Þessar áherslur hafi svo rutt veginn fyrir ofsóknum á peyote menningu indjána í kringum 1960. Svipað átti sér stað á sjöunda áratugnum þegar yfirvöld einbeittu sér að kannabisneyslu sem vinsæl var hjá ungum róttæklingum en litu framhjá stórfelldum innflutningi á heróíni vegna hagsmunatengsla við uppreisnarhópa í Asíu sem treystu á það til að fjármagna vopnakaup. Afleiðingin var sú að á tíu árum fór fjöldi heróínfíkla úr 50.000 í 560.000 manns og meðal annars voru FBI útsendarar staðnir að verki við sölu á efninu í fátækrahverfum New York (Escohotado, 1999, 128).

Völd skipta líka höfuðmáli þegar kemur að vímuefnarannsóknum innan mannfræðinnar. Stjórnvöld hafa í raun mótað þá stefnu sem fræðigreinin hefur tekið með stjórn á styrkjum og upp á síðkastið sett enn harðari skilyrði sem krefjast þess að rannsóknirnar ,,leiði til framfara fyrir heilsu og öryggi almennings” (Marshall, Ames og Bennett, 2001).

Hunt og Barker (2001) benda á að þessi áhersla á vandamál tengdum vímuefnum sé hugsanlega ástæðan fyrir því að áhrifamiklir fræðimenn innan mannfræðinnar hafi litið framhjá þeim í skrifum sínum um inntökuefni, jafnvel þótt mannfræði fæðuhátta hafi laðað að sér marga af helstu kenningarsmiðum fagsins. Staðreyndin er samt sú að eitt af hlutverkum mannfræðinnar er að vera menningarlegur rýnir.

,,Stjórnvöld hafa í raun mótað þá stefnu sem fræðigreinin hefur tekið með stjórn á styrkjum og upp á síðkastið sett enn harðari skilyrði sem krefjast þess að rannsóknirnar ,,leiði til framfara fyrir heilsu og öryggi almennings.“”

Vímuefni hafa, eru og munu að öllum líkindum vera hluti af menningu okkar um ókomna tíð. Það er því hættuleg þróun ef að mannfræðingar fara að taka upp hugmyndafræði samfélagsins í rannsóknum sínum, án þess að rýna nánar í hvað þar liggur að baki. Hunt og Barker (2001) telja að það sé hluti af faglegri ábyrgð mannfræðinga að setja til hliðar eigin siðferðileg gildi, sem og samfélagsins, þegar kemur að vímuefnum.

Með því að meðtaka flokkun þeirra í lögleg og ólögleg og neita að setja þau í heildrænt sjónarhorn líkt og mannfræðin hefur gert með aðra þætti samfélagsins þá sé fræðigreininni stjórnað af ráðandi sjónarhornum samfélagsins.

Mannfræðin hefur verið leiðandi í því að skoða áhrif alþjóðavæðingarinnar á samfélög. Þegar nýlendustefnunni lauk og með auknu flæði fólks milli menningarheima hefur mannfræðin ötullega unnið að því að brjóta niður ráðandi staðalmyndir í samfélaginu. En hluti af alþjóðavæðingunni er það sem við þekkjum í dag sem vímefnavandann.

Í raun er sláandi að sjá þær breytingar sem hafa orðið og þá jafnvel bara á síðustu 20–30 árum. Gott dæmi er Indland sem komið var inn á í fyrri kafla. Þar er um að ræða menningu sem hefur langa sögu um notkun vímuefna sem í dag eru ólögleg. Á nítjándu öld var landið meðal annars stærsti ópíumræktandi í heimi en þrátt fyrir það eru engar heimildir um ofneyslu eða samfélagsleg vandamál tengd efninu. Vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu voru innleiddar harðar refsingar við ræktun, vörslu og neyslu ólöglegra efna árið 1985 (Escohotado, 1999).

Í kjölfarið kom heróínfaraldur og voru heróínfíklar taldir vera um ein milljón þremur árum síðar og þá aðallega ungt fólk. Til samanburðar fannst ekki eitt tilfelli heróínfíknar árið 1981. Svipaðir hlutir hafa gerst í öðrum löndum eins og Malasíu og Taílandi, sem eru í dag með hörðustu vímefnalög í heimi en fjöldi fíkla og samfélagsleg vandmál þar virðist bara aukast í kjölfar harðari lagasetningar (Escohotado, 1999).

Þá eru ótalin þau vandamál sem skipulögð glæpastarfsemi hefur í för með sér en oft er sagt að bann við vímuefnum sé það eina sem glæpahópar og lögreglan sé sammála um. Þar er um að ræða efnahagslega hagsmuni á báða bóga og þarft að rannsaka slíkt heildrænt og án siðferðilegra gilda.

Vettvangurinn er því til staðar og vonandi að mannfræðingar 21. aldarinnar eigi eftir að ráðast í að greina betur áhrif lagasetninga og beitingu valds í tengslum við vímuefni.

Hamplauf

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Viðtal við dr. David NuttFara efst

Howards Marks ræðir við David Nutt um vímuefni og stefnumótun í vímuefnamálum