Undir sönnunarbyrðinni

Undir sönnunarbyrðinni

,,Vitnisburður um tíma nornaveiða á Íslandi”

– segir William O´Connor, höfundur eftirfarandi greinar sem tekur einhverja mestu ráðgátu íslenskra sakamála, svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál, til gagnrýninnar endurskoðunar.

Guðmundar- og Geirfinnsmál eru trúlega einhver mesta ráðgáta í sögu íslenskra sakamála. Um það bil 37 ár eru liðin frá því tveir ungir menn, Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson, hurfu hvor í sínu lagi – nánast sporlaust.

Þótt nokkur ungmenni hafi síðan verið dæmd fyrir aðild að þessum mannshvörfum og hafi nú afplánað dóma sína, fer því fjarri að eining sé um það meðal þjóðarinnar að með þeim dómum hafi Guðmundar- og Geirfinnsmálin verið leyst. Þar vegur þungt að jarðneskar leifar mannanna tveggja hafa aldrei fundist.

Grein sú sem hér fer á eftir birtist fyrst í tímaritinu Mannlífi í nóvember 1987. Höfundur hennar, William O´Connor, er írskur rithöfundur sem fylgdist með Guðmundar- og Geirfinnsmálum frá upphafi. Hann segist hafa orðið gagntekinn af því og greinin sem hann sendi Mannlífi til birtingar var árangur margra ára sjálfstæðra athugana.

Þótt margir hafi strax í upphafi haft efasemdir um úrlausn Hæstaréttar er grein O´Connors sennilega fyrsta umfjöllunin þar sem vandlega var farið yfir brotalamir í rannsókn og dómsniðurstöðu GG-mála.

Textar með myndum er fengnir héðan og þaðan úr greinum, pistlum og fréttum sem birst hafa undanfarin ár um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þar á meðal úr greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns sem lögð var fyrir Hæstarétt í framhaldi af því að Sævar Ciesielski fór fram á endurupptöku málsins á sínum tíma.

Lesefnið hér að neðan er töluvert og þess vegna getur verið gott að bókamerkja síðuna, eða prenta greinina út, svo hægt sé taka upp lestur hennar síðar.

og tóku saman.

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa

 

Efnisyfirlit

Viðtal við höfund greinarinnar William O’ConnorFara efst

William O´Connor fæddist í litlum bæ í suðvesturhluta Írlands, en hélt til náms í Englandi. Þar með hófst útlegð frá föðurlandi hans sem staðið hefur síðan. ,,En ég er engu að síður eindreginn Íri í hjarta mínu,” segir hann. Og eftir að hafa komið til Íslands í jólafrí snemma á áttunda áratugnum hefur hann dvalið hér meira og minna síðan.

En hvers vegna fékk hann, erlendur maðurinn, áhuga á þessu séríslenska sakamáli?

,,Þegar ég hugsa um þetta rifjast upp fyrir mér vetrarkvöld eitt snemma árs 1976. Sambýliskona mín þurfti að vinna fram eftir en æskuvinur hennar kom í heimsókn. Þetta var ungur maður sem hafði orðið að brjóta sér leið upp á eigin spýtur, bjó yfir skýrri greind og innsæi í íslenskt þjóðfélag, ekki síst undirheima þess.”

,,Við fórum að spjalla saman um hið skuggalega unga fólk sem þá var í gæsluvarðhalid í tengslum við rannsókn Guðmundarmálsins. Ég spurði hann hvort hann teldi þetta fólk bera ábyrgð á hvarfi unga mannsins. Svari hans gleymi ég aldrei. Hann svaraði því eindregið játandi. Hann þekkti hina grunuðu persónulega og lét einkum mjög hörð orð falla um Sævar Ciesielski.”

,,Þú talar eins og hann sé Charles Manson,” sagði ég. Og hann svaraði um leið: ,,Einmitt; hann er svar Íslands við Charles Manson.”

,,Eftir þessa kvöldstund velti ég æ meira fyrir mér þessum voðalega manni með þetta óvenjulega nafn: Sævar Ciesielski. Hann fór að breytast í táknmynd myrkraaflanna í þessu þjóðfélagi sem mér var orðið svo kært. En til að vera alveg hreinskilinn var ég ekki síður heillaður af þessu máli sem efnivið fyrir rithöfund. Ég skrifaði ekki mikið um þetta leyti en var nýbúinn að lesa In Cold Blood (Með köldu blóði) eftir Truman Capote.”

,,Hópur ungmenna skelfir heilt þjóðfélag árum saman ekki með því að sprengja veitingastaði í loft upp eða ræna diplómötum, heldur með því að sitja í einangrunarklefum og spinna furðusögur. Það er kaldhæðnislegt að þessi þjóðfélagslega martröð stafaði ekki af því sem þau áttu að hafa gert af sér; hún stafaði af því að þau vildu ekki segja allt af létta.”

,,Ég fór að velta fyrir mér að skrifa bók í anda Capote um þetta mál. Það var barnalegt af mér. En frá sjónarhóli rithöfundar var hér óneitanlega um forvitnilegt mál að ræða: Hópur ungmenna skelfir heilt þjóðfélag árum saman ekki með því að sprengja veitingastaði í loft upp eða ræna diplómötum, heldur með því að sitja í einangrunarklefum og spinna furðusögur.”

,,Það er kaldhæðnislegt að þessi þjóðfélagslega martröð stafaði ekki af því sem þau áttu að hafa gert af sér; hún stafaði af því að þau vildu ekki segja allt af létta. Ef þau hefðu játað fljótlega eftir handtökurnar hefði ekki orðið um neina martröð að ræða, heldur aðeins eitt af þessum voðaverkum sem við lesum daglega um í blöðunum.”

Hann segir að hann hafi hreinlega ekki getað vikist undan því að skrifa um efnið.

,,Við höfum þennan mikla áhuga á glæpsamlegu atferli vegna þess að það snýst um líf á ystu nöf. Aftur á móti er Geirfinnsmálið ekkert venjulegt sakamál. Og það snýst ekki heldur um það hvort og þá hvernig þessum ungmennum tókst að láta tvo menn hverfa sporlaust, heldur öllu frekar um þá dularfullu spurningu hvernig þeim tókst að halda leyndarmáli sínu frá okkur, þrátt fyrir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í næstum tvö ár áður en þau komu fyrir dóm.”

,,Flestir Íslendingar kannast við úrslit málsins – hina opinberu skýringu. Fjöldi manna tekur hana gilda án þess að geta stutt hana. Maður fær það á tilfinninguna að misstu þeir trú á hina opinberu skýringu, myndu þeir missa trú á sjálfa sig um leið. Ég þjáist hins vegar ekki af slíkum vangaveltum. Og löngu áður en ég fór að vinna að greininni vissi ég að eitthvað gekk ekki upp varðandi afgreiðslu yfirvalda á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.”

,,En mig óraði hins vegar aldrei fyrir því að jafn margt hefði farið úrskeiðis og raun varð á. Þótt ég hafi byrjað þessa vinnu hlutlægt, frá sjónarhóli rithöfundar, dró þetta dapurlega mál mig að sér; mér blöskraði ranglæti þess og ruddamennska. Og á endanum var ég með grein í höndunum sem sannarlega var óhlutlæg í hæsta máta.”

Sævar Marinó Ciesielski

Guðmundar- og Geirfinnsmál eru án efa einhver mesta ráðgáta íslenskra sakamála. Þótt nokkur ungmenni hafi fengið þunga dóma eru margir þeirrar skoðunar að bæði mannshvörfin séu enn óupplýst. Engin lík fundust. Það er ekkert sem sannar að þessir tveir eistaklingar séu í raun látnir. Ekkert morðvopn hefur komið í leitirnar. Engin áþreifanleg sönnunargögn birst jafnvel þótt fullyrt sé að meint fórnarlömb hafi verið barin til dauða. Hvorki fingraför, blóð, hár né húðsýni. Ekki einu sinni í lítilli íbúð í Hafnarfirði, þar sem fullyrt er að morð hafi verið framið. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á nein tengsl, milli þeirra sex einstaklinga sem dæmdir voru, og hina tveggja sem ennþá er saknað. Sú leið sem líkin eru sögð hafa verið flutt og grafin, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar árið 1980, stenst ekki nánari athugun. Þann 27. janúar 1974 er sakborningum ætlað að hafa ekið 17 ára gamallri Volkswagen bjöllu (alls fjórir einstaklingar með 180 sm lík innanborðs) í 60 sm djúpum snjó og yfir hraun. Hinn 21. nóvember sama ár hafa sakborningar í Geirfinnsmálinu þurft að grafa gröf í frosinni jörð með engu öðru verkfæri en skóflu. Allir sem grunaðir voru hafa afturkallað játningar sínar. Öll vitni sem studdu ákæruvaldið hafa tekið yfirlýsingar sínar til baka.

http://comforteforpms.com/?dies3=opxioni-binarie William O´Connor nefnir dæmi um það sem hann telur hafa farið úrskeiðis:

,,Ég veit að ég er ekki einn um að mótmæla því af siðferðislegum ástæðum að maður sé hnepptur í gæsluvarðhald á grundvelli svokallaðs vitnisburðar, sem oft er þvingaður út úr vitnum. Lögreglan hefur tilhneigingu til að beita vitni sem ekki er samstarfsfúst, þrýstingi og hótunum um langa fangelsisvist. Vitni eru þannig oft jafnvel erfiðari stöðu en sá grunaði sem vitninu er ætlað að koma upp um.”

,,Ég tel að grundvallar mannréttindi séu brotin hér í lögreglurannsóknum og slíkt átti sér stað í Geirfinnsmálinu. Rannsóknarlögreglumenn hér hafa að vísu lesið leiðbeiningar um aðferðir við rannsóknir og yfirheyrslur. En það gerir þá ekki að raunverulegum rannsóknarlögreglumönnum. Ég hef líka lesið slíkar bækur!”

,,Hér virðist landlægt að brjóta grunaða niður og ná þannig fram játningum, en ekki að skapa trúnaðartraust milli rannsóknaraðila og þeirra sem rannsakaðir eru, og vinna að sjálfstæðri öflun sönnunargagna, sem síðan leiðir til þess að málin upplýsast með raunverulegum og ótvíræðum hætti.”

,,Því var ekki fyrir að fara í Geirfinnsmálinu, eins og fram kemur í grein minni. Þar skapaðist til dæmis andrúmsloft ofbeldis í yfirheyrslum yfir Sævari Ciesielski vegna þess að hann virðist hafa fundið sig knúinn til að ögra og veita rannsóknaraðilum mótspyrnu; fyrir menn sem haldið er í jafn strangri einangrun og þar var um að ræða geta slík andófsviðbrögð orðið leið til þess hreinlega að halda sönsum.”

Og hann bætir við:

,,Flestir Íslendingar kannast við úrslit málsins – hina opinberu skýringu. Fjöldi manna tekur hana gilda án þess að geta stutt hana. Maður fær það á tilfinninguna að misstu þeir trú á hina opinberu skýringu, myndu þeir missa trú á sjálfa sig um leið.”

,,Þegar upp er staðið vegur þó kannski þyngst, að flestir menn sem sekir eru um glæpi vita innst inni að þeir hafa gert eitthvað rangt, og hafa raunverulega þörf – hversu bæld sem hún annars kann að vera – til að játa á sig verknaðinn. Þetta munu flestir afbrotafræðingar og sálfræðingar vera sammála um.”

,,Eins og Dostojefski sýndi fram á í Glæpi og refsingu einangrar glæpurinn glæpamanninn frá venjulegu samfélagi með þeim hætti sem flestu fólki reynist að lokum um megn; að játa sekt fylgir sálrænn léttir, þrátt fyrir það að játning leiði til refsingar.”

,,Þótt allir sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi á einum eða öðrum tíma látið frá sér fara framburð sem fól í sér sekt þeirra sjálfra, þá getur enginn þeirra staðist sem ótvíræð játning. Á grundvelli þessa framburðar var þetta fólk hins vegar dæmt. Áður höfðu þau dregið saklaust fólk inn í málið, ef til vill að undirlagi rannsóknaraðila. Og eins og fram kemur í greininni er alls ekki útilokað að sama eigi við um framburði þessa unga fólks – að það hafi gefið framburð um atriði sem það vissi ekkert um, að undirlagi vegna þrýstings rannsóknaraðila.”

,,Þessi framburður var tekinn sem góðar og gildar játningar af dómstólum hér á landi. Samt veitir hann langt í frá heildstæða mynd af atburðarásinni og engar upplýsingar um hvað varð um jarðneskar leifar mannanna tveggja. Á grundvelli þessara framburða var niðurstaða dómsins engu að síður: Sek af öllum ákæruatriðum.”

O´Connor segir greinina vera tilraun sína, fyrir hönd þeirra sem trúi á muninn á réttu og röngu, til að nálgast sannleikann í Geirfinnsmálinu örlítið betur en réttarhöldin gerðu.

,,Hún er jafnframt eins konar vitnisburður um þann tíma nornaveiða sem ríkti í íslensku þjóðfélagi á þessum árum, þegar flestir landsmenn vildu trúa því að nokkur ungmenni bæru ábyrgð á öllu því sem miður fór.”

,,Ég vil taka fram” segir William O´Connor að lokum, ,,að ég er reiðubúinn að ræða áfram og svara gagnrýni sem hugsanlega kann að koma fram á þessa grein, hvort heldur er við fulltrúa yfirvalda eða fjölmiðla, finnist þeim ég hafa farið rangt með staðreyndir eða hagrætt sannleikanum.”

-ÁÞ.

 

Formáli William O’ConnorsFara efst

Síðumúlavörður - Myndverk: Elísabet Olka

Sú var tíðin að mér þótti áhugavert að forvitnast um mannanna mein og vekja samvisku þjóðfélagsins af værum blundi. Mér þykir það ekki lengur. Ég lít ekki á mig sem talsmann hinna undirokuðu eða málsvara mannréttinda. Og ég býst ekki við að þessi saga komi miklu róti á hugi manna. En ég hef gengið með hana í alllangan tíma, ég hef leiðrétt hana og farið höndum um hana eins og barn sem stundum virtist andvana fætt.

Niðurstaða mín er hins vegar sú sannfæring að eina leiðin til að komast til botns í þeim hryggilegu málum sem kölluð eru http://ajbush.com.au/?pivnuk=%D8%A7%D9%84%D8%AE%D9%8A%D8%A7%D8%B1%D8%A7%D8%AA-%D8%A7%D9%84%D8%AB%D9%86%D8%A7%D8%A6%D9%8A%D8%A9-%D8%A7%D9%84%D8%AE%D8%A7%D8%B5%D8%A9-%D8%A8%D9%8A&7ca=48 Guðmundar- og Geirfinnsmál sé að taka þau upp aftur. Örugglega eru fyrir hendi nægilegir málavextir til að heimila slíkt. En þær óhugnanlegu afleiðingar sem ný rannsókn myndi hafa gerir það afar ósennilegt. Og þar fyrir utan eru þeir sem með völdin fara lítt gefnir fyrir sjálfskönnun. Því verður það mitt vanþakkláta verk að velja þá úr sem bera ábyrgð á málalyktum. Sé unnt að telja málinu lokið á annað borð er það raunar á svipaðan hátt og þegar djúpt sár lokast án þess að gróa rétt.

Þessari sögu er ekki ætlað að græða sár. Reyndar ætti sviðinn að hafa aukist verulega þegar sögu minni lýkur. En ef þýska þjóðin getur sætt sig við fortíð sína eins og hún virðist hafa gert, þá ætti íslenska þjóðin einnig að geta fellt sig við þá hugsun að Guðmundar- og Geirfinnsmálið sé búið og gert án þess að skeyta frekar um ásakanir um harðneskju lögreglunnar, langar fangelsisvistir án réttarhalda, vitnisburði sem fengnir eru með harðræði og svo framvegis; ef þetta allt er tekið með í reikninginn væri sá möguleiki vissulega fyrir hendi að yfirvöld hafi ákært og sakfellt rangt fólk eftir mjög svo tortryggilega lögreglurannsókn.

,,Niðurstaða mín er að eina leiðin til að komast til botns í þeim hryggilegu málum sem kölluð eru Guðmundar- og Geirfinnsmál sé að taka þau upp aftur. Örugglega eru fyrir hendi nægilegir málavextir til að heimila slíkt. En þær óhugnanlegu afleiðingar sem ný rannsókn myndi hafa gerir það afar ósennilegt.”

Auðvitað kysu þeir sem stjórnuðu rannsókninni frá Reykjavík helst að málið lægi áfram í þagnargildi; ekki síst vegna þess að mér virðist ekki einn einasti þáttur rannsóknarinnar vera lofsverður. En vissulega nutu ýmsir góðs af þessari rannsókn. Í kjölfar hennar var til dæmis vararíkissaksóknari gerður að yfirmanni rannsóknarlögreglu ríkisins, – sennilega í beinu framhaldi af störfum sínum við málið. Þessi grein á þó ekkert skylt við nornaveiðar með nýju sniði. Hún er heiðarleg tilraun til að skýra hvað gerðist og hvers vegna.

Frá mínu sjónarmiði glataði þetta land sakleysi sínu um jólin 1975, þegar það var kunngert að nokkrir hippar hefðu verið hnepptir í varðhald, grunaðir um að hafa orðið 19 ára pilti að bana. Upp frá því lá óhugnaður í loftinu og hann magnaðist stöðugt eftir því sem á rannsókn málsins leið. Árið áður hafði þjóðin haldið hátíðlegt að 1100 ár voru liðin frá því landið byggðist. En árið 1974 mun einnig í minnum haft sem árið þegar tveir menn hurfu og sáust aldrei meir.

Aðalástæða þess að málið er þrátt fyrir allt enn ofarlega í hugum manna er sú að undirniðri eru fáir sáttir við lausn þess. Ekki svo að skilja að þjóðin telji hippana saklausa: Hipparnir litu út fyrir að vera sekir. Blaðafréttir á þessum tíma fullvissuðu áhyggjufullan almenning um að þeir hefðu allt að því játað. Og auðvitað voru þeir sekir fundnir. Þótt sumum fyndist undarlegt að lögreglan gæti ekki fundið lík mannanna sem hurfu voru þeir engu að síður fáir sem ekki héldu að hipparnir væru viðriðnir málið. En lausu endarnir voru samt of margir.

Í greininni nota ég orðið ,,hippi” af þeim sökum að með því að líkjast boðberum þeirrar vestrænu menningarbyltingar sem þá gekk yfir urðu sakborningarnir kjörnir blórabögglar: Hárið, klæðnaðurinn, músíkin, fíkniefnin. Allt var þetta hluti af þeirra samtíð. Flestir táningar á árunum upp úr 1970 höfðu sítt hár og klæddust á óhefðbundinn hátt. Þeir voru í uppreisn gegn umhverfi sínu. Og vissulega var í tísku að reykja hass. Svo að í rauninni voru hipparnir okkar ekki ólíkir jafnöldrum sínum, – nema hvað það átti fyrir þeim að liggja að setja varanlegan blett á kynslóðina.

Örn Höskuldsson

Í greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar sem lögð var fram í tengslum við endurupptökubeiðni Sævars Ciesielskis kemur fram að Örn Höskuldsson hafi neitað að bóka afturköllun á ,,játningu” í Guðmundarmálinu. Ragnar segir: ,,Varðandi „játningu“ Sævars um aðild hans í Guðmundarmálinu er vert að nefna að Sævar dregur hana til baka fyrst 11. Janúar 1976, aðeins nokkrum dögum eftir að svo kölluð „játning“ var gefin, en hann skrifaði ekki undir skýrslu þar sem sú „játning“ að aðild var fengin. Í þinghaldi 11. Janúar 76‘ ber Sævar að hann hafi verið þvingaður til þeirra játningu og vill draga hana til baka. Örn Höskudsson dómarafulltrúi sakadóms (sem var einnig sá sem stýrði rannsókn málsins) sagði hins vegar í bréfi til Gunnlaugs Briem sakadómara sem dagsett er 22. ágúst 1977. „Sævar Marinó reyndi í þinghaldi hinn 11. janúar að bera fyrir sig að hann hefði verið þvingaður til þess að játa á sig sakir í „Guðmundarmálinu”. Ég tók ekkert mark á framburði hans þar sem ég vissi betur.“ Fyrrnefnt bréf var lagt fyrir Sakadóm en samt sem áður var dæmt og dæmdi Hæstiréttur á þeirri forsendu að það hafi ekki verið fyrr en í mars 1977 að Sævar hefði dregið játningu sína til baka, þó fyrr nefnt bréf liggi fyrir þar sem Örn Höskuldsson viðurkennir að hafa ekki skráð að Sævar hafi dregið játningu sína til baka í janúar 1976, nokkrum dögum eftir að „játningin“ að aðild hans var fengin.”

Sagt hefur verið að þeir hafi verið vondir strákar, og ég býst við að þeir hafi verið frekar óstýrilátir. Sævar Ciesielski og hinir piltarnir sem sátu einir í klefum sínum í Síðumúla lifðu unglingsár sín á tímum taumlauss frelsis og vaxandi velmegunar, – en nutu í fjölskyldulífi sínu engrar föðurlegrar verndar. Já, þeir voru slæmir strákar, segjum það. En þjóðfélagið sem ól þá upp og er þekkt af því að vanrækja æskuna hlýtur að bera hluta af sökinni.

Þegar horft er um öxl núna gæti virst eins og þeir hafi verið kallaðir til sögunnar í þeim tilgangi einum að hlífa þjóðinni við þeirri hneisu að þurfa að búa við tvö óleyst mannshvörf. Ekki fyrir guðlega tilstilli og ekki af völdum dularfulls samsæris, heldur vegna þeirrar miskunarlausu rásar atburðanna sem gerir raunveruleikann skáldsöguni lygilegri. Að sjálfsögðu áttu blöðin með sína heimildarmenn sinn þátt í þeirri mynd sem almenningur gerði sér, furðu og felmtri sleginn, af gæsluföngunum. Og svo fór að allir fengust til að trúa því að þeir væru kolruglaðir eiturlyfjaneytendur og kaldrifjaðir morðingjar.

Það gleymdist hins vegar að stjórnarskráin veitir mönnum vissan rétt sem ekki verður frá þeim tekinn og án þess réttar er lýðræðið einskis virði. Það gleymdist að minnast á lagalegan rétt þeirra sem haldið var í einangrun, að miklu leyti að geðþótta þeirra sem höfðu handtekið þá, meðan rannsóknin dróst æ meir á langinn. Það er þessi dauðadans, baráttan um undirtökin, sem grein þessi fjallar um fyrst og fremst.

Það er ekki falleg saga. Hún sýnir alvarlega brotalöm í rannsóknaraðferðum og réttarkerfi hér á landi. Enn í dag beitir lögreglan sömu Gestapoaðferðinni þegar grunaðir menn eru handteknir, hún fer til verksins seint að nóttu eða snemma morguns þegar helst er hægt að koma þeim í opna skjöldu. Þar eð ekki er unnt að fá menn lausa gegn tryggingu og einangrunarklefi bíður þeirra er lögreglunni gert málið afar auðvelt: Hún þarf bara að bíða, – það er allt og sumt.

Eftirfarandi grein er ákæra gegn þessu kerfi, sem metur sinn rétt æðri en rétt einstaklingsins.

Áður en ég byrja vil ég geta um grein sem ég skrifaði nær eingöngu um upphaflegu rannsóknina á Geirfinnsmálinu og birtist fyrir nokkrum árum hér í afþreyingartímariti einu. Án þess að ég vilji á nokkurn hátt gera lítið úr umræddu riti þá var það ekki réttur vettvangur fyrir jafn alvarlega grein. Hún átti að birtast í tveimur hlutum, en aðeins fyrri hlutinn birtist og því er ég nú feginn. Þar sem seinni hlutinn átti að birtast voru hins vegar birt mótmæli rannsóknaraðila.

http://www.ecoshelta.com/?kampys=oqoption&1be=2d Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður sem stjórnaði hinni staðbundnu rannsókn í Keflavík fyrstu þrjá mánuðina á vegum sakadómarans þar og si puo usare postepay su iq option Kristján Pétursson, tollvörður sem vann að rannsókninni með Hauki þótt hann gerði það ekki á embættisvegum, mótmæltu eins og við var að búast, ýmsum atriðum í grein minni. Jafnframt birtust meinlegar athugasemdir frá mönnum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.

Ég fagna allri jákvæðri gagnrýni, en staðreyndin er hins vegar sú að eina atriði sem var hrakið með gildum rökum var að Kristján Pétursson hefði unnið með Keflavíkurlögreglunni allan tímann, jafnframt því sem mótmælt var að hann hefði verið í beinum tengslum við þá sem létu geta hina frægu leirstyttu, sem kölluð var manna á meðal. ,,Leirfinnur”. Látum það gott heita.

,,Auðvitað kysu þeir sem stjórnuðu rannsókninni frá Reykjavík helst að málið lægi áfram í þagnargildi; ekki síst vegna þess að mér virðist ekki einn einasti þáttur rannsóknarinnar vera lofsverður. En vissulega nutu ýmsir góðs af þessari rannsókn. Í kjölfar hennar var til dæmis vararíkissaksóknari gerður að yfirmanni rannsóknarlögreglu ríkisins, – sennilega í beinu framhaldi af störfum sínum við málið.”

Leirmyndin sjálf er enn umdeilt atriði í rannsókninni. Vissulega var hafður mjög undarlegur háttur við gerð hennar: Þrír sjónarvottanna sem sáu þann mann, sem styttan á að líkjast, – manninn sem hringdi í Geirfinn Einarsson úr Hafnarbúðinni í Keflavík sama dag og hann hvarf – voru ekki hafðir með í ráðum þegar hún var mótuð. Aftur á móti áttu þeir hlut að máli er gerðar voru nokkrar samsettar teikningar sem myndhöggvarinn fór eftir. Og þeim fannst öllum styttan vel gerð eftir teikningunum og líkjast manninum sem þeir sáu.

Reyndar var leirmyndin svo góð að einn sjónarvottana grunaði lögregluna um að hafa notað ljósmynd af tilteknum manni. En hinn óþekkti maður er týndi hlekkurinn í Geirfinnsmálinu. Allar líkur benda til að hann eigi aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Niðurstaðan var hins vegar sú að hipparnir voru dæmdir fyrir morð en þessi maður leikur lausum hala og er eilíf ráðgáta: Þrír menn voru ákærðir fyrir morð án þess að vitað sé til að þeir hafi haft nokkurt samband við hið meinta fórnarlamb sem hins vegar er vitað að átti stefnumót við einhvern annan raunverulega á sömu stundu og þeir áttu að hafa drepið hann.

Þetta óvenjulega ósamræmi ætti að vera flestum næg ástæða til að staldra við. Dæmin um ósamrýmanleg efnisatriði í Geirfinnsmálinu eru þó mun fleiri.

Fyrri helmingur eftirfarandi greinar fjallar um Guðmundarmálið. Og þó það snerti aðeins yfirborð ísjakans skýrir það hvernig lögreglan lagði grunn að málinu sem á eftir kom, Geirfinnsmálinu. Það var því nauðsynlegt fyrir mig að rekja atburðarásina þar sem nákvæm tímasetning skipti svo miklu máli til skilnings á gangi rannsóknarinnar.

Öll greinin byggir beint á viðtölum við sakborninga, vitni, lögmenn og marga fleiri sem nálægt málinu komu, skriflegum gögnum eins og framburðum við yfirheyrslur, réttarbókum og öðrum frumheimildum sem ég hef haft aðgang að við þetta verk undanfarin ár. Með hliðsjón af stíl og rými hef ég umorðað vitnisburðina frá yfirheyrslum lögreglunnar en merkingin er óbreytt.

– William O´Connor.

 

Undir sönnunarbyrðinniFara efst

Eru dularfyllstu sakamál síðustu aldar, Guðmundar- og Geirfinnsmál enn óleystar gátur?

Við hvarf ungs manns, Guðmundar Einarssonar aðfaranótt 27. janúar 1974 fékk lögreglan dularfullt mál til meðferðar. Engar vísbendingar gátu gefið til kynna hvað af honum hafði orðið og allar tilraunir til að finna hann reyndust árangurslausar. Um sumarið, þegar leitarflokkar höfðu farið nákvæmlega yfir nálæg svæði, virtist lögreglan komin á þá skoðun að hér væri um enn eitt óskýranlegt mannshvarfið að ræða: Ekki það fyrsta, og áreiðanlega ekki það síðasta.

Ef ekki hefði komið til annað mannshvarf nær 10 mánuðum síðar hefði mál þetta hæglega getað fallið í gleymsku smám saman. En í síðara tilvikinu voru kringumstæður mannshvarfs í Keflavík grunsamlegar fremur en dularfullar. Von bráðar hafði lögreglan í Keflavík sett saman atburðarás sem benti til þess að hinn horfni, http://protak.se/?koftuna=bin%C3%A4r-optionen-geld-verdienen&f60=ee Geirfinnur Einarsson hefði átt stefnumót við ókunnan mann um það leyti er hann hvarf.

Og þar eð fjórir sjónarvottar sáu þennan ókunna mann er hann hringdi til Geirfinns úr Hafnarbúðinni leitaði rannsóknarlögreglumaður úr Keflavík liðsinnis myndhöggvara sem innan viku hafði gert leirmynd af manninum. En lögreglunni á staðnum var ekki leyft að ljúka rannsókn sinni, því lögregluyfirvöld í Reykjavík tóku Geirfinnsmálið í sínar hendur í byrjun árs 1975.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Í greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar er fjallað um þann áburð sem lengi hefur loðað við sakborninga í GG-málunum að þau hafi borið sakir á fjórmenningana svonefndu. Þar segir: ,,„Niðurstaðan um að sökunautar hefðu borið rangar sakir á fjórmenningana og þeim hefði verið haldið í gæslu í 90-105 daga vegna frásagna skjólstæðings míns fær ekki staðist. Í gögnum málsins virðist koma fram, að lögreglan hafi spurt sökunauta um viðurvist margra annarra en fjórmenninganna í Dráttarbrautinni og sökunautar jafnan jánkað við nöfnum þeim sem um var spurt. Voru þeim sýndar myndir af 20 mönnum. Þetta er sama aðferðin og var notuð við Albert K. Skaftason þegar hann var spurður um kirkjugarða sem lík hefði verið grafið í að hann jánkaði öllum kirkjugörðum sem nefndir voru.“

Rúmt ár leið áður en eitthvað markvert kom fram í málinu og á þeim tíma varð hvarf mannsins og leirmyndin tilefni margvíslegra og mótsagnarkenndra sögusagna sem birtust í blaðagreinum, mögnuðu slúðri og grályndu gamni. Í október 1975 komu hins vegar fram nýjar upplýsingar. Ung kona skýrði lögreglunni frá því að faðir hennar hefði trúað sér fyrir því að hann hefði verið með Geirfinni hið örlagaríka kvöld.

Þeir hafi verið saman á bát undan Keflavík og notað köfunarbúnað til að ná upp stórum gám með smygluðu áfengi. Köfunarbúnaðurinn hefði bilað og Geirfinnur hefði drukknað. Þegar lögreglan yfirheyrði manninn nokkrum dögum síðar dró hann alla frásögnina til baka. Staðreyndin er engu að síður sú að hann var í tengslum við tiltekna aðila í brennivínsbransanum og jafnframt hafði hann verið mjög miður sín eftir að Geirfinnur hvarf. Þarna voru tvö atriði sem vert hefði verið að rannsaka frekar. Lögreglan kaus aftur á móti að ýta frásögninni til hliðar sem hverju öðru drykkjurausi.

Tveimur mánuðum síðar, 12 desember 1975, var ungur maður úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald, grunaður um að hafa svindlað 200.000 krónur út úr póstinum. Maðurinn hét Sævar Ciesielski og brátt komst hann að raun um að hann var í brennidepli rannsóknar á morðmáli, sem átti eftir að hvíla eins og mara á íslensku þjóðinni næstu árin. Næsta dag var svo sambýliskona Sævars, Erla Bolladóttir tekin föst fyrir sama afbrot og hjónaleysin voru sett í varðhald í einingrunarfangelsinu í Síðumúla.

Í vikunni áður en þau voru handtekin höfðu tveir fangar af Litla-Hrauni strokið og haldið til Reykjavíkur, þar sem þeir náðust fljótt aftur. Í stað þess að vera sendir aftur á vinnuhælið var þeim haldið um nóttina í Reykjavík. Morguninn eftir var annar strokufanganna sendur austur aftur. Hinum héldu rannsóknarmenn sem störfuðu við Geirfinnsmálið eftir og yfirheyrðu um kjaftasögur sem sagðar voru á kreiki meðal fanganna á Hrauninu og áttu að geyma einhverjar upplýsingar um hvarf Guðmundar Einarssonar.

Nú er ljóst að framburður þessa manns var fyrsta vísbendingin sem lögreglan fékk um að Sævar Ciesielski og fleiri hefðu staðið að baki hvarfs Guðmundar.

Tveir rannsóknarmenn yfirheyrðu Sævar og Erlu í þaula meðan þau voru í einangrunarklefunum. Þeir höfðu ekki nokkurn áhuga á því hvernig þau höfðu svikið fé út úr póstinum. Þess í stað vildu þeir vita hvað hjónaleysin hefðu hafst að nær tveim árum fyrr, hinn 27. janúar 1974, – nóttina sem ungi maðurinn hvarf.

Í viðtölum heldur Sævar því fram að þegar hann hafi neitað að svara spurningum um önnur atriði en þau sem hann var ákærður fyrir hafi spyrjendurnir orðið ofsafengnir. Að hans sögn var hann þráfaldlega barinn þennan tíma sem hann var í einangrun en þó sérstaklega fyrstu mánuðina, þegar barsmíðarnar voru kerfisbundnar. ,,Ég fann strax”, segir hann ,,að eitthvað mikið var í aðsigi. Það var eins og spenna í loftinu í hvert sinn sem þessir tveir rannsóknarmenn komu inn í klefann til mín. Það var engu líkara en þeir héldu að ég stæði á bak við alla meiriháttar glæpi sem framdir voru á þessu landi.”

Sömu glæparannsóknarmennirnir tveir önnuðust allar yfirheyrslurnar. Þeir heimsóttu hinn grunaða seint á kvöldin og voru hjá honum fram undir morgun. Oft komu þeir aftur snemma næsta dag til að ítreka spurningarnar frá kvöldinu áður. Að sögn Sævars var ein pyntingaraðferðin sú að herða að hálsinum á honum með flibbanum á skyrtunni þangað til hann var við það að missa meðvitund.

Erla Bolladóttir var sagt að ef hún gengi ekki að fullu til samstarfs fengi hún aldrei að sjá dóttur sína; á þessum tíma þriggja mánaða barn þeirra Sævars, aftur.

Þetta gerði annar rannsóknarmannanna á meðan félagi hans spurði spurninganna. Nokkrum mánuðum síðar þegar mynd af Sævari birtist í blöðunum var andlit hans bólgið. En án ítarlegrar rannsóknar er óljóst hvort það hefur stafað af harðræði eða margra mánaða varðhaldi. Síðar var gerð rannsókn á meintu harðræði við þessar yfirheyrslur en þá rannsókn er varla unnt að kalla ítarlega eða marktæka, því þegar stofnun fer að rannsaka sjálfa sig hljóta spurningar um hlutleysi, hagsmunaárekstra og jafnvel yfirhylmingu að fylgja niðurstöðunum.

Vararannsóknarlögreglustjóri sen stjórnaði þessari rannsókn var í raun og veru að rannsaka mál yfirmanns síns, Hallvarðar Einvarðssonar, fyrrverandi vararíkissaksóknara og nýskipaðs yfirmanns Rannsóknarlögreglu ríkisins. Það sem úr þessari rannsókn kom var ekki mikið en þó allmerkilegt, þ.e. að Sævar Ciesielski var barinn í sérstakri yfirheyrslu þar sem átta menn voru viðstaddir og þeirra á meðal vararíkissaksóknari, Hallvarður Einvarðsson.

Aðeins tveir viðstaddra viðurkenndu að hinn grunaði hefði verið sleginn. Þá er eðlilegt að menn hugsi sem svo að fyrst aðeins tveir af átta sögðu satt um frekar vægt dæmi um misþyrmingu hvernig var þá hægt að sanna að jafnvel hörkulegri aðferðum hefði verið beitt þegar aðeins tveir rannsókarlögreglumenn voru viðstaddir?

Svo virðist sem yfirvöld hafi skort hugrekki til að rannsaka harðræðismálið til hlítar. Hver veit hver niðurstaðan hefði orðið ef t.d. óhlutdræg nefnd hefði annast gagngera rannsókn. Sú niðurstaða sem þó fékkst er brot á 3.grein Mannréttindasáttmálans, þar sem segir að engan megi beita misþyrmingu eða ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu.

Rannsóknarmennirnir tveir sem yfirheyrðu Sævar voru Eggert N. Bjarnason og http://sigurfreyr.com/?tyxe=operazioni-binarie-di-trader&ae7=e8 Sigurbjörn Víðir Eggertsson. Þeim var falið að vinna að báðum málunum, Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem þá voru tvær aðgreindar rannsóknir.

Geirfinns- og Guðmundarmál

Frá því dómurinn var upp kveðinn hefur Haukur Guðmundsson, þáverandi rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, verið sannfærður um að saklausrir einstaklingar hafi verið dæmdir á grundvellli ófullnægjandi sannana. Þegar Geirfinnur hvarf árið 1974 var Haukur rannsóknarlögreglumaður í Keflavík og kom þegar í upphafi að rannsókninni. „Ég held því fram enn í dag að ekkert mannshvarf hafi verið rannsakað eins rækilega og hvarf Geirfinns. Hún fór fram undir handleiðslu Valtýs Sigurðssonar fyrrverandi ríkissaksóknara, en hann var þá fulltrúi sýslumanns í Keflavík. Strax í upphafi var ljóst að einhverjar mannaferðir voru í kringum Geirfinn þegar hann hvarf. Þegar ég las dómana þegar sakborningarnir voru loks dæmdir í Hæstarétti fannst mér ekkert þar sem hönd var á festandi varðandi afgerandi sannanir. Engin áþreifanleg sönnunargögn var að hafa. Hin ákærðu höfðu verið beitt harðræði, þau voru undir áhrifum lyfja og voru að ýmsu leyti brotnar manneskjur þegar þessir atburðir urðu. Hvernig ætli það hafi til dæmis verið fyrir Erlu Bolladóttur að hafa verið hneppt í gæsluvarðhald rétt nýorðin móðir? Ég ímynda mér að því hafi fylgt mikill sálrænn þrýstingur.“

Erla Bolladóttir sætti ekki líkamlegu harðræði í varðhaldinu. En hún heldur því fram að sér hafi verið sagt að gengi hún ekki að fullu til samstarfs við rannsóknarmennina fengi hún aldrei að sjá dóttur sína aftur; á þessum tíma var þriggja mánaða barn þeirra Sævars í umsjá barnaverndarnefndar. Nákvæmlega viku eftir handtöku hennar, 20. desember kom loks fyrsti framburður Erlu. Samkvæmt opinberum gögnum opnaði þessi framburður Guðmundarmálið og bendlaði Sævar og fleiri við þetta undarlega mál.

Framburðurinn sýnir að rannsóknarmennirnir urðu að hafa einhverjar upplýsingar undir höndum sem voru óhagstæðar fyrir hjónaleysin áður en þau væru sett í gæsluvarðhald. Svo virðist nú sem þessar upplýsingar hafi verið lítið annað en fyrrgreindar sögusagnir sem gengu á Litla-Hrauni þess efnis að Sævar Ciesielski vissi eitthvað um hvarf Guðmundar Einarssonar.

Ljóst er að rannsóknarmennirnir beittu vafasömum, nánast lævíslegum aðferðum við rannsókn sína frá upphafi. Með því að halda hjónaleysunum í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fjársvik gátu þeir yfirheyrt þau að vild um Guðmundarmálið án þess að nægilegar sannanir væru fyrir hendi um aðild þeirra að því. Og þegar að framburðum kom voru hinir grunuðu notaðir sem vitni hver gegn öðrum uns þeir voru orðnir svo flæktir í vef ósamkvæmina framburða að þeir sátu þar fastir og síðar mátti líta á þessa framburði sem tillraunir þeirra til að leyna sannleikanum, þ.e. um tengsl þeirra við málið.

Eftir að fyrsti framburður Erlu hafði verið skráður fór að fjölga í gæsluvarðhaldinu. Meginefni hans var á þá leið að hún hefði eitt sinn komið heim til sín að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði seint um nótt og þá séð hvar Sævar og tveir félagar hans voru að bera eitthvað þungt út úr íbúð hennar. Taldi hún að þar hefði verið um lík að ræða.

Nóttin var að sjálfsögðu 27. janúar 1974. Félagarnir tveir voru Kristján Viðar Viðarsson, 19 ára sem þá var þegar í haldi á Litla-Hrauni, og Tryggvi Rúnar Leifsson, 23 ára. Þarna var búð að tengja nokkra glæpahneigða unga menn saman í nána glæpaklíku og framburður Erlu sem var vandlega orðaður sannfærði yfirvöldin um að rannsóknarmennirnir væru komnir á rétta slóð í hinu dularfulla máli.

Og þar sem morð eru eins sjaldgæf á Íslandi og hlýindi að vetri hver gat þá vitað hvað hin grunuðu hefðu meira á samviskunni? Í það minnsta var þessi nýja stefna í málinu til þess fallin að draga úr þrýstingnum vegna rannsóknarinnar á Geirfinnsmálinu og endurvekja traust manna á rannsóknarlögreglunni.

Þremur dögum síðar var Erla Bolladóttir látin laus úr gæsluvarðhaldi eftir að hafa aðstoðað rannsóknarmennina við að setja saman heilmikla skýrslu sem hún hélt síðar fram að hefði verð gerð úr punktum sem lögreglan gaf henni úr framburðum annarra.

Sama dag var Tryggvi Rúnar handtekinn í Reykjavík, aðeins þremur dögum eftir að honum hafði verið sleppt frá Litla-Hrauni. Þegar hann var yfirheyrður um Guðmundarmálið neitaði hann allri vitneskju um það umfram það sem hann hafði fengið úr blöðum. Síðan var hann hnepptur í gæsluvarðhald í Síðumúla. Síðdegis þennan dag var svo Kristján Viðar fluttur frá Litla-Hrauni til Síðumúla. Við komuna þangað var hann einnig yfirheyrður um Guðmundarmálið en án árangurs. Hann viðurkenndi þó að hafa verið skólabróðir hins týnda manns.

Um kvöldið var Albert Klahn Skaftason, 20 ára handtekinn og færður inn í Síðumúla. Framburður hans gaf einnig til kynna að morð hefði verið framið. Albert kvaðst hafa ekið bíl föður síns, gulum Toyota, til Hafnarfjarðar kvöldið 27. janúar 1974 og lagt honum fyrir framan Hamarsbraut 11. Hann hefði beðið um stund þar til Sævar kom út úr íbúðinni og bað um lyklana að skottinu á bílnum. Skömmu síðar birtust Kristján og Tryggvi og báru eittvað á milli sín.

Ekki gat hann lýst því hvað það var en sagði þá hafa látið það í skottið. Síðan komu þeir allir þrír inn í bílinn til hans og Sævar, sem settist við hlið hans fram í, sagði honum að aka út úr bænum í áttina að Álverksmiðjunni. Þegar hann ók fram hjá verksmiðjunni beygði hannn til vinstri inná malarveg, þar sem honum var sagt að nema staðar og láta Sævar fá lyklana. Hann fór ekki út úr bílnum sjálfur en hinir þrír stóðu fyrir aftan bílinn og áttu í brösum við að ná einhverju þungu úr skottinu. Ekki kveðst hann hafa séð þá frekar en áður hvað það var en svo virtist sem þeir væru að bera stóran poka þegar þeir gengu frá bílnum og hurfu út í myrkrið.

,,Þegar sérfræðingar fóru loks að rannsaka íbúðina, þar sem morðið átti að hafa verið framið, tókst þeim heldur ekki að finna það sem sköpum getur skipt við morðrannsókn, þ.e. áþreifanleg sönnunargögn.”

Framburður Alberts virtist gefa til kynna að Guðmundur Einarsson hefði verið myrtur í Hafnarfirði og að lík hans hafi verið falið einhvers staðar í hrauninu utan við bæinn. Þessa skýringu tóku menn trúanlega og gera eflaust enn í dag. Þennan Þorláksmessudag 1975 virtist málið því vera að taka skýra stefnu. Tveir aðgreindir vitnisburðir báru að morð hefði verið framið og nú þurfti aðeins fá fram játningar hinna þriggja.

En þegar þessi framburður Alberts er endurskoðaður er örðugt að sjá hvernig menn gátu verið svona vissir. Hvernig stóð á því að rannsóknarmennirnir tveir skyldu ekki fara með Albert á staðinn, þangað sem hann átti að hafa flutt líkið, undir eins og hann hafði sagt þeim sögu sína? Hefði ekki verið eðlilegast að senda strax á vettvang flokk með leitarljós og sporhunda til að finna lík manns sem hafði verið týndur í 22 mánuði?

En leitin er síðan var framkvæmd á svæðinu sem svo nákvæmlega var lýst í framburðinum leiddi aldrei í ljós neitt lík. Leitað var æ ofan í æ. Ef lík hefði verið þar hefði það fundist. Þegar sérfræðingar fóru loks að rannsaka íbúðina, þar sem morðið átti að hafa verið framið, tókst þeim heldur ekki að finna það sem sköpum getur skipt við morðrannsókn, þ.e. áþreifanleg sönnunargögn.

Tökum dæmi: Slík gögn voru úrslitaatriði, hinn ,,þögli vitnisburður” í hinum frægu barnamorðum í Atlanta fyrir nokkrum árum. Engir sjónarvottar voru að glæpnum og engin fingraför fyrir hendi. En menn fundu hins vegar mikið af óbeinum sönnunum eins og þræði sem fundust á fötum hinna myrtu og voru sömu gerðar og þræðir sem fundust á heimili hins ákærða. Vitnisburður dómkvaddra sérfræðinga um þetta atriði réði úrslitum um að kviðdómur felldi sektardóm.

Örfá hár geta veitt vitneskju um kyn, kynferði og önnur einkenni manna. Þar sem hár vex um u.þ.b. 1 mm á dag geta sérfræðingar sagt til um hvort viðkomandi hafi tekið inn panodil daginn áður eða drukkið pepsi úr dós fyrir viku. Nú á dögum er orðið svo algengt að vísindaleg gögn af þessu tagi séu lögð fram fyrir rétti að saksóknari sem hefur engin slík gögn fram að færa ber nánast skylda til að gefa skýringu á því.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

,,Ég hef lítið annað að segja en það að ég hef ekkert traust á íslensku réttarkerfi. Það hefur heldur betur reynt á það og ég hef enga ástæðu til að ætla að eitthvað annað gerist nú en áður. Bara alls ekki,“ segir Hlynur Þór Magnússon aðspurður um starfshóp sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað til að rannsaka aðkomu framkvæmdavaldsins að GG-málum. Hlynur Þór var fangavörður í Síðumúlafangelsinu á þeim tíma sem sakborningarnir í Geirfinnsmálinu sátu þar í gæsluvarðhaldi og einangrun. Þegar óskað var eftir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála sendi Hlynur frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið. Hann var eitt af lykilvitnum sem þá komu fram. Í yfirlýsingu hans segir m.a.: „Sævar Marinó var sviptur öllu því sem venja er að gæsluvarðhaldsfangi njóti í einangrun, svo sem bókum, tóbaki, pappír og skriffærum. Allt virtist þetta vera gert í því skyni að fá fram játningar sakborninganna sem allra fyrst, en í fangelsinu ríkti sú fyrirvaralausa skoðun að sakborningarnir væru sekir. Þá var þeirri aðferð beitt í tilviki Sævars að svipta hann svefni. Ég hafði af því spurnir hjá samstarfsmönnum mínum, að áður en ég kom til starfa í febrúar 1976 hefði þeirri aðferð meðal annars verið beitt að taka rofa á rafmagnsljósi í klefa Sævars úr sambandi þannig að rafmagnsljós logaði allan sólarhringinn. Þá var og þeirri aðferð beitt að halda Sævari vakandi með því að berja útvegg klefa hans með grjóti. Minnist ég þess að fangavörður á minni vakt hafi farið út gagngert í því skyni að „skemmta“ sér við að hræða Sævar með þessum hætti og halda honum vakandi.“ Hlynur greindi einnig frá því að rætt hefði verið meðal fangavarða að þeirri aðferð hefði verið beitt að færa höfuð Sævars á kaf í vatn.

En jafnvel þótt ekki hafi tekist að finna lík í þessu máli og skortur á áþreifanlegum sönnunum stafi einfaldlega af ónákvæmni eða yfirsjón, er einnig slíkt ósamræmi í frásögn aðalvitnisins að það ætti að gera allan hans framburð marklausan fyrir sakadómi.

Að sögn Alberts ók hann gulum Toyotabíl föður síns til Hafnarfjarðar nóttina 27. janúar 1974. Í rauninni keypti faðir hans ekki umræddan bíl fyrr en árið eftir. Afturámóti var hann með Volkswagen bjöllu um það leyti sem Guðmundur hvarf og hann viðurkenndi þetta í skýrslu sem tekin var af honum þremur mánuðum seinna, 19. mars 1976. En þetta misræmi kom þó ekki í veg fyrir að rannsóknarmennirnir notuðu hann sem vitni.

Eins og flestum er kunnugt er vélin í VW-bjöllu aftur í bílnum, þar sem piltarnir áttu samkvæmt framburði Alberts að hafa komið pokanum fyrir og hann segir ennfremur að þeir hafi verið fyrir aftan bílinn og átt erfitt með að ná pokanum úr skottinu. Það er ekki ótrúlegt því skottið var að framan! Varla er unnt að kalla þetta venjulega ónákvæmni.

Hugleiðum augnablik hvernig hægt hefði verið að koma 180 sm líki inn í fólksvagn án þess að öllu viðstöddum yrði það minnisstætt. Slíkt væri erfitt nema allir hafi verið frávita vegna áhrifa sterkra eyturlyfja. En jafnvel þótt Albert hefði verið undir slíkum áhrifum hefði hann munað þetta atvik betur. Augljóst er að framburður Alberts – eins og Erlu á undan – var rangur og villandi.

Hvers vegna? Með tilliti til þess hvaða mynd málið var að taka á sig er hugsanleg og ekki ósennileg skýring að framburðurinn sé til kominn við harðræði. Albert virtist geta munað hvar hann var og hvað hann hafði verið að gera 22 mánuðum áður en hann gat hins vegar ekki rifjað upp á hvers konar bíl hann var. Engu að síður var þessi vitnisburður tekinn góður og gildur í gegnum allt dómskerfið.

Rétt er að lesandinn hafi í huga að verulegur munur er á dvöl á Litla-Hrauni og í einangrunarfangelsinu í Síðumúla. Á síðarnefnda staðnum hafa menn ekki útvarp, blöð eða bækur, góðan mat, skóla o.s.frv., en þó umfram allt engin mannleg samskipti; menn geta ekki spilað fótbolta við strákana eða haft vinkonu sína hjá sér einslega allan sunnudaginn. Og þegar menn búa við þau kjör að geta jafnvel ekki farið í sturtu nema einu sinni í viku er von a þeim þyki gamanið vera farið að kárna.

Eftir að hafa verið í fimm daga í einangrun féllst Kristján Viðar, sem vafalaust hefur þótt gamanið orðið grátt, á að gefa skýrslu. Það var á annan í jólum 1975. Yfirheyrslurnar byrjuðu kl. 7.45. og stóðu fram á nótt. Þetta voru einhverjar lengstu yfirheyrslur sem um getur en þrátt fyrir það varð útkoman óvenju stuttur framburður. Augljóst er að enn var verið að ráðskast með grunaðan mann og gera hann að vitni; það gekk ekki betur en svo að engu er líkara en menn hafi verið að draga út tennur. Við þennan framburð Kristjáns er athyglisvert að hann ber ekki kennsl á sinn gamla skólabróður.

Þess í stað er gefið í skyn að Tryggvi og Sævar hafi barið einhvern óþekktan mann til bana á meðan Kristján hafi setið afskiptalaus álengdar eins og hann hafi verið að horfa á áflog á skemmtistað. Furðulegasta atriðið í framburði Kristjáns er þó að hann heldur því fram að Tryggvi og Sævar hafi borið líkið og sett það í skottið á gula Toyotabílnum hans Alberts.

Hvernig gátu tvö vitni sem voru í algerri einangrun gert nákvæmlega sömu skyssu varðandi gerð bílsins sem líkið áttti að hafa verið flutt í? Þar fyrir utan héldu bæði vitnin því fram að líkið hefði verið í skottinu, að ekið hefði verið út úr Hafnarfirði, framhjá Álverksmiðjunni, inná malarveg og hókus pókus. Líkið hvarf!

Viku síðar breytti Kristján bílgerðinni í VW-bjöllu. Það verður að ætla að rannsóknarmönnunum hafi verið orðið ljóst að guli Toyotabíllinn var ekki keyptur fyrr en sumarið 1975. En sú staðreynd að Kristján breytti framburði sínum sýnir aðeins að hann gerði allt sem hann gat til að gera rannsóknarmönnunum til geðs.

Hvernig gátu tvö vitni sem voru í algerri einangrun gert nákvæmlega sömu skyssu varðandi gerð bílsins sem líkið áttti að hafa verið flutt í? Þar fyrir utan héldu bæði vitnin því fram að líkið hefði verið í skottinu … Það verður að ætla að lögreglunni hafi verið orðið ljóst að guli Toyotabíllinn var ekki keyptur fyrr en sumarið 1975.

Daginn eftir, 4. janúar 1976, féllst Sævar á að gefa skýrslu. Framburður hans, sem var svipaðrar gerðar og Kristjáns, var einnig saminn út frá sjónarmiði vitnis enda þótt hann hafi í nær mánuð verið grunaður um að vera höfuðpaurinn í málinu.

Ólíkt vitnisburði Kristjáns bendlaði framburður Sævars honum við morð. Hann var samt skráður í viðurvist Jóns Oddssonar, lögmanns hins grunaða. Samkvæmt framburði Sævars var líkið flutt úr íbúðinni vafið í teppi og því komið fyrir milli Kristjáns og Tryggva í aftursæti bíls sem Albert Klahn ók; gerð bílsins er ekki nefnd. Hann lýsir síðan nákvæmlega sömu leið og þeir Albert og Kristján höfðu áður lýst, – þangað sem líkið átti að hafa verið falið.

Fimm dögum síðar gefur Tryggvi skýrslu. Áhrif einangrunarinnar höfðu einnig hresst upp á minni hans. Að sögn Tryggva var hann einhverju sinni staddur í húsi með Sævari og Kristjáni og einhverjum öðrum manni sem hann gat ekki lýst. Þar upphófust slagsmál, vitnið varð fyrir höggi þessa ókunna manns og svaraði fyrir sig með því að berja hann. Maðurinn féll í gólfið og þegar hann reyndi að rísa á fætur sparkaði Sævar í höfuðið á honum og drap hann þannig. Tryggvi gat hins vegar ekki munað hvað gert var við líkið en bjóst við að það myndi renna upp fyrir sér. Vel að orði komist miðað við aðstæður.

Það sem síðar rann upp fyrir honum var hversu alvarleg staða hans var orðin. En þá var það of seint. Fyrir rétti kvaðst hann aldrei hafa komið á Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði fyrr en rannsóknarmennirnir óku honum þangað frá Síðumúla nokkrum dögum áður en hann gaf sína fyrstu skýrlsu. Hann sagði ennfremur að sér hefði verið sýnd teikning af íbúðinni eftir ferðina til Hafnarfjarðar.

Þessir fyrstu vitnisburðir í Síðumúlafangelsinu skipta mjög miklu máli þegar reynt er að skoða Guðmundarmálið í réttu samhengi. Jafnframt eru þeir nauðsynlegir til skilnings á því hvernig eitt morðmál gat blandast öðru.

Lítum á málsatvik: 19 ára piltur sást síðast kl. 2.00 að nóttu á leið heim til Reykjavíkur frá dansleik í Hafnarfirði. Tveimur árum síðar bera fimm ungmenni vitni á meðan þau eru í varðhaldi og votta að þessi piltur hafi verið myrtur í lítilli íbúð í Hafnarfirði. Við nánari athugun reynast þessir vitnisburðir ótrúverðugir.

Aldrei hefur t.a.m. fengist fullnægjandi skýring á því hvernig maðurinn sem sagður er hafa verið myrtur komst til baka til Hafnarfjarðar frá Reykjavíkurvegi þar sem síðast sást til hans. Það er ljóst af þessum framburðum að hinir grunuðu reyna að koma sök hver á annan sem síðan gerði þá alla líklega vitorðsmenn. En hafa ber í huga að þeir voru hafðir í einangrun, eða þeir voru yfirheyrðir í þaula löngum stundum daglega og að þeir kvörtuðu allir yfir illri meðferð af ýmsu tagi. Í þvi samhengi verður skiljanlegra að menn fallist á að gefa vitnisburði sem eiga sér enga stoð í veruleikanum.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Þann 8. ágúst 1997 skrifaði Jón Steinar Gunnlaugsson grein í Morgunblaðið um synjun Hæstaréttar á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Þar segir m.a.: ,,Ég hef lengi talið að áfellisdómar Hæstaréttar 22. febrúar 1980 í þessu fræga dómsmáli hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verði til sönnunarfærslu í opinberum málum. Dómarnir voru byggðir á játningum sakborninga sem fengnar voru við afar “frumstæðar” aðstæður. Að mínum dómi fela játningar einar ekki í sér fullnægjandi sönnunarfærslu í sakamálum. Þær hljóta að þurfa að styðjast við önnur “áþreifanlegri” sönnunargögn til að verða lagðar til grundvallar dómi. Margt var athugavert við þessar játningar … Hafi játningarnar verið sannleikanum samkvæmar, hvernig stóð þá á því að enginn sakborninga gat bent á hvar a.m.k. annað líkið væri að finna? Málið ber með sér að ýmsar frásagnir hafi komið fram um þetta hjá sakborningunum en engin þeirra hafi reynst rétt, þegar líkanna var leitað. Voru játningarnar trúverðugri en þessar frásagnir af staðsetningu líkanna? Í raun og veru hefur aldrei verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnin við hvarf þessara tveggja manna. Fjöldi fólks hefur horfið á undanförnum áratugum á Íslandi án þess að skýringar hafi fundist. Mér finnst eins standa á um þessa tvo menn.”

Mergurinn málsins er sá að fram til þessa dags hefur ekkert komið til, enginn vottur af sönnunum, sem tengir þá við þetta meinta morð, annað en þessir vitnisburðir. Og hér er um morðmál að ræða sem byggt var á framburðum grunaðra manna í stöðu vitna. Nú virðist enginn vafi leika á því að þessir framburðir voru ekki játningar: Enginn þeirra er heilleg frásögn af því sem átti að hafa gerst, – það vantar mikið í þá alla.

Niðurskipan endurtekinna og samsvarandi hluta framburðanna bendir til þes að mynstur hafi verið sett saman, ekki af því að hinir grunuðu væru fúsir til að leysa frá skjóðunni heldur vegna þess að þvingun hafi verið beitt. Ef svo hefur verið þá eru þessir framburðir frá lagalegu sjónarmiði einfaldlega ekki til. Og án þeirra er Guðmundarmálið enn óleyst mannshvarf.

Seint í janúar 1976 sagði Erla Bolladóttir rannsóknarliðinu, – Erni Höskuldssyni, Eggert N. Bjarnasyni og Sigurbirni Víði Eggertssyni – að eigin frumkvæði að hún væri óttaslegin vegna hótana sem henni hefðu borist símleiðis. Aðspurð um hverja hún teldi standa á bak við þessar hótanir nefndi hún þrjú nöfn og sagði að þetta væri í sambandi við Geirfinnsmálið. Daginn eftir gáfu bæði Erla og Sævar framburði sem gáfu í skyn að þau væru vitni í Geirfinnsmálinu.

Þetta leiddi strax til handtöku Einars Bollasonar, Valdimars Ólsen og Magnúsar Leopoldssonar. Tveimur vikum síðar var Sigurbjörn Eiríksson handtekinn. Þessir fjórir menn urðu þeir fyrstu sem grunaðir voru í Geirfinnsmálinu. Þannig gaf Erla rannsóknarmönnunum tilefni til að tengja mannshvörfin tvö saman í tvö morðmál.

Hér gerðu rannsóknarmennirnir sín alvarlegustu mistök. Að fjórum mönnum skuli haldið í einangrunarvarðhaldi við morðrannsókn vegna framburðar óttasleginnar ungrar stúlku, studdum af framburði grunaðs manns í öðru máli, er yfirgengilegt. En því miður heimila íslensk lög slíkar aðgerðir, því til að létta mönnum þá byrði að leysa sakamál með venjulegri lögreglurannsókn geta framburðir tveggja, hverra sem er, trúlegir eða ótrúlegir, orðið til þess að koma grunuðum manni í gæsluvarðhald.

Síðan tekur fangaklefinn við og biðin hefst. Þetta er ljómandi góð aðferð til að leysa glæpamál, en hún tilheyrir miðöldum. Með svona harðneskjuleg lög sér til fulltingis er óhætt að segja að rannsóknarlögreglumenn hérlendis muni aldrei komast út úr vítahring meðalmennskunnar.

Erla dró Einar bróður sinn og Valdimar Ólsen inn í málið af persónulegum ástæðum. Þeir voru aldrei bendlaðir við það að öðru leyti. Aftur á móti höfðu ,,Klúbbmennirnir” svokölluðu, Magnús og Sigurbjörn verið um hríð orðaðir við málið eins og fram kom í mörgum æsifengnum blaðagreinum löngu áður en Erla varð hráefni í slíkan áburð.

Vitaskuld hefðu rannsóknaraðilar átt að taka allt þetta með í reikninginn áður en þeir ruku til og handtóku mennina. En þeim var mikið í mun að sýna að rannsókninni miðaði eitthvað áfram. Staðreynd var að Klúbbmennirnir höfðu verið efstir á lista yfir grunaða við rannsóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík í nokkurn tíma.

Framburðir Erlu, Sævars og síðar Kristján voru einvörðungu réttlætingin sem rannóknaraðilar töldu sig þurfa að láta til skarar skríða gegn þessum mönnum. En á þessu stigi var kominn grundavallarbrestur í rannsókn lögregluyfirvalda í Reykjavík, nefnilega sá að framburður sem bendlaði einhverja manneskju við málið gat hæglega orðið til undir áhrifum frá öllum þeim mögnuðu blaðaskrifum og fjölmiðlafári sem geisað hafði um rannsóknina. Þetta virðast yfirvöld ekki hafa tekið nógsamlega tillit til.

Eins og Keflavíkurlögreglan hafði áður gert var Reykjavíkurliðið – eða átti að vera – að leita að manninum sem hringdi í Geirfinn og hann átti stefnumót við. Keflavíkurrannsóknin hafði leitt fram fjóra sjónarvotta sem sáu þennan mann hringja í Geirfinn úr Hafnarbúðinni. Það sem færri vita er að tveir þessara sjónarvotta sáu þennan mann einnig um kl. 18.30-19.00 þetta örlagaríka kvöld. Þá var hann akandi ljósri sendiferðabifreið af Mercedes gerð sem hann lagði fyrir utan Hafnarbúðina, áður en hann fór inn til að hringja í Geirfinn.

,,Allar tilraunir til að leysa Geirfinnsgátuna hljóta að byrja á því að upplýsa hver þessi maður var sem mótaður var í leir.

Einn sjónarvottana sá hann síðan aftur u.þ.b. tíu mínútum síðar, þar sem hann hafði lagt bílnum fyrir utan aðra búð og gæddi sér á pylsu. Þegar hann kom aftur u.þ.b. þremur klukkustundum síðar og fór aftur inn í Hafnarbúðina till að hringja í Geirfinn er ekkert sem bendir til að hann hafi verið á sömu bifreið. Ekki er vitað um neinn sem sá bíl af þessu tagi í Keflavík eftir kl. rúmlega 19.00 þetta kvöld. Vitnisburður sjónarvottanna fjögurra tekur af öll tvímæli um að þetta var einn og sami maðurinn. Og lítill vafi leikur á því að þessi maður hitti Geirfinn um kl. 22.15 fyrir utan Hafnarbúðina.

Þetta eru blákaldar staðreyndir málsins. Hvernig sem yfirvöldin sneru þessum staðreyndum öll þau ár sem rannsóknin stóð yfir tókst þeim aldrei í raun og veru að koma fjórum grunsamlegum hippum fyrir meðal þeirra. Keflavíkurrannsóknin glataði síðar tiltrú vegna framgöngu tveggja forvígismanna hennar í öðru sakamáli, en framburður sjónarvottanna fjögurra hefur hins vegar aldrei verið svertur og verður ekki dreginn í efa. Hann var, og er enn, mikilvægustu upplýsingarnar sem lögreglan fékk í hendur. Allar tilraunir til að leysa Geirfinnsgátuna hljóta að byrja á því að upplýsa hver þessi maður var sem mótaður var í leir.

Vorið 1976, þegar flestir klefar í Síðumúla voru uppteknir, hófst lögreglan einmitt handa við það verk. Fyrstu vitnin sem voru yfirheyrð voru Guðlaug Jónsdóttir, 40 ára afgreiðslustúlka sem vísaði manninum á símann kvöldið sem Geirfinnur hvarf, og Ásta Grétarsdóttir, 16 ára, sem var stödd af tilviljun í Hafnarbúðinni sama kvöld. Þessi tvö vitni voru aðskilin á lögreglustöðinni í Reykjavík. Ásta Grétarsdóttir sat ein í dimmu herbergi á meðan Guðlaug Jónsdóttir var beðin um að virða fyrir sér í gegnum gler sjö menn í röð.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Guðjón Skarphéðinsson, einn sakborninga í Geirfinnsmálinu, sagði í viðtali við Stöð 2 að hann hafi fljótlega orðið vankaður vegna lyfja sem honum voru gefin í einangruninni í Síðumúlafangelsi. Vítaverðar lyfjagjafir bættu gráu ofan á svart fyrir gæsluvarðhaldsfanganna, eins og bréf landlæknisembættisins til Ragnars Aðalsteinssonar skýrir: ,,Á árunum 1970 – 1980 tíðkaðist að ávísa svefn- og róandi lyfjum í tiltölulega stórum skömmtum. Læknar þekktu ekki fylgikvilla lyfjanna er síðar komu fram, og varla hægt að álasa G.Þ. Í ljósi síðari þekkingar eru 30 mg af Diazepam ásamt 3 töflum af Librax, Mogadon o.fl. að öllu jöfnu of stór skammtur. Þetta lyfjamagn veldur gjarnan óæskilegu hugarástandi sem einkennist af litlum viðnámsþrótti, uppgjöf, sljóleika, kæruleysi og jafnvel skertu minni. Helmingatími þessara lyfja er langur og magnið skilast ekki út á einum sólarhring. Þar af leiðandi hafa þessi lyf hlaðist upp en áhrif framangreindra lyfja aukast við viðhaldsskammta sem gefnir eru í langan tíma eins og fram kemur í gögnum.”

Tilgangurinn var auðvitað að reyna að finna ,,sambandsmann” Geirfinns. Guðlaug valdi úr röðinni mann í grænni yfirhöfn. Maðurinn var Magnús Leóopoldsson. Síðan var Ásta beðin að virða mennina fyrir sér á sama hátt. Hún valdi mann í rauðum jakka, – lögreglumann. Á eftir gáfu vitnin skýrslu hvort í sínu lagi. Guðlaug áréttaði að maðurinn í græna frakkanum væri nauðalíkur manninum í Hafnarbúðinni. Að auki kom hún með óvæntar upplýsingar:

,,Einhvern tíma á s.l. sumri kom ég við í skranbúð við Skólavörðustíginn, þar sem körfurnar hanga utan á veggnum, og þá var þar inni eitthvað af fólki, m.a. maður og kona sem voru saman. Það var kona með mér sem tók eftir því að þessi maður horfði mikið á mig og þá leit ég á manninn og fannst ég kannast við hann, en þá flýtti hann sér út ásamt konunni. Bíllinn minn sem er með Ö – númeri stóð beint fyrir framan dyrnar og ég tók eftir að þessi maður hallaði sér niður og leit á bílnúmerið um leið og hann fór fram hjá. Ég hugsaði svo ekki meira um þetta fyrr en um kvöldið og þá fannst mér endilega að þetta myndi hafa verið maðurinn sem kom í Hafnarbúðina í umrætt skipti og mér finnst það vera sami maðurinn og ég sá áðan í grænu úlpunni.”

Þótt undarlegt megi virðast voru hin vitnin tvö, Sigurbjörg Árnadóttir, 36 ára og sonur hennar Jóhannes Helgi Einarsson, 11 ára ekki beðin að vera viðsödd umrædda sakbendingu. Jafnvel enn furðulegra er að þau voru ekki yfirheyrð fyrr en átta mánuðum síðar. Og þá snerist sakbendingin um Kristján Viðar Viðarsson. Sigurbjörg bar ekki kennsl á Kristján Viðar þar sem honum var stillt upp í röðinni. En eftir að hún hafði virt fyrir sér mennina í röðinni sýndi lögreglan henni nokkrar tölusettar myndir og valdi úr mynd af Magnúsi Leópodssyni sem hún sagði líkjast mest manninum sem hún sá við tvö tækifæri umrætt kvöld. Sonur Sigurbjargar, Jóhannes Helgi var ekki beðinn að líta á mennina, en hann tók fram síðar við yfirheyrslu í Keflavík að leirmyndin væri mjög lík manninum sem hann sá í Hafnarbúðinni.

Það er óvenjulegt að lögreglan skyldi ekki hafa leitt alla sjónarvottana saman sama daginn og gæti bent til þess að rannsóknarmennirnir hafi leitt hjá sér eða sést yfir vitnisburð tveggja þeirra. En það breytir ekki því að tveir fullorðnir sjónarvottar halda því fram að Magnús Leópoldsson hafi líkst manninum sem hringdi í Geirfinn úr Hafnarbúðinni. Afgreiðslustúlkan taldi sig svo þekkja hann aftur hálfu ári síðar í búð í Reykjavík.

Það er svo ekki síður athyglisvert að Sigurbjörg Árnadóttir taldi sig einnig hafa séð þennan mann sex mánuðum síðar og þá ók hann Mercedes Benz sendibifreið eins og umrætt kvöld. En þrátt fyiri gildan vitnisburð tveggja traustra vitna er að ýmsu að hyggja í þessu sambandi. Ógerlegt er að meta áhrif margra mánaða blaðaskrifa og bollalegginga í fjölmiðlum, þar sem myndir að Magnúsi Leopoldssyni birtust við hliðina á leirmyndinni, á framburð þeirra. Og þar fyrir utan voru vanngaveltur í gangi um að gömul passamynd af Magnúsi hefði verið höfð til hliðsjónar við gerð leirmyndarinnar.

Á því var gerð athugun sem ekki var hins vegar fullnægjandi að mati þess lögmanns sem krafðist hennar. Vel er því hugsanlegt að Magnús Leopoldsson hafi frá upphafi verið hafður að miðpunkti rannsóknarinnar, – og hefur síðan þurft að lifa í skugga hennar.

Menn ættu þannig að varast að draga ákveðnar ályktanir um annað en það sem varðar þau sérkennilegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við rannsóknina. Geirfinnsmálið hefur alltaf verið álitið morðmál án þess að nægileg rök styðji þá skoðun. Vitaskuld gat hafa orðið slys. En opinberlega hefur alltaf verið litið á málið sem morð. Menn mæltu sér mót og maður hvarf af völdum fyrirfram ákveðins morðs. Það sem vitað er um málið nægir engan veginn til svo einfaldrar ályktunar. Við vitum hins vegar að Geirfinnur velti því fyrir sér í samræðum við vin sinn, annað hvort í gamni eða alvöru, að hann ætti að fara vopnaður á stefnumótið.

En brátt áttu andlit hinna grunuðu eftir að breytast. Staðreyndum var hagrætt til að styðja nýja atburðarás og sjónarvottum var ýtt til hliðar sem léttvægum. Vorið 1976 var mörgum nýjum lögreglumönnum bætt við rannsóknarliðið og unnið af krafti. En kvöld eitt hrundi spilaborgin. Erla Bolladóttir, aðalvitnið í málinu, kom með nýja furðusögu sem sló fyrri met. Hún kvaðst hafa skotið Geirfinn augliti til auglitis á meðan flestir hinna sem sátu í varðhaldi horfðu á.

,,Karl Schütz var í rauninni fenginn til að raða brotunum saman. Hvað sem öðru leið höfðu heimamenn eytt árum í rannsóknina. Það þurfti aðeins sérfræðing til að koma einhvers konar mynd á verkið svo að það stæðist fyrir dómstólum. Þetta var miklu auðveldara verk en að byrja á nýrri rannsókn.

Fljótlega rann sú átakanlega staðreynd upp fyrir rannsóknarmönnunum að þeir höfðu haldið mönnum í gæsluvarðhaldi mánuðum saman á grundvelli sem var jafn traustur og þetta nýja framlag aðalvitnisins. Hér hlýtur ábyrgðin að liggja hjá yfirsakadómaranum, þótt rannsóknarlögreglumennirinir tveir og dómarinn sem undirritaði handtökuskipunina eigi líka mikla sök.

Mennirinir fjórir, sem höfðu verið í gæsluvarðhaldi á svo röngum forsendum, höfðu allan tímann aldrei sagt neitt sem bendlaði þá við málið. Hvernig stóð á því að lögreglumönnunum sem gengið hafði svo vel að fá hina grunuðu í Guðmundarmálinu til að játa á sig eitt og annað tókst ekki að fá neitt slíkt úr neinum fjórmenninganna?

Enginn vafi er á því að ungmennin í Guðmundarmálinu fengu mun verri meðferð í fangelsinu en hinir fjórmenningarnir í sama fangelsi. Þótt lífið í Síðumúlanum hafi ekki verið dans á rósum fyrir hvorugan hópinn þá komu þeir úr ólíkum þjóðfélagsáttum og það gerði gæfumuninn. Fjórmenningarnir í Geirfinnsmálinu voru ekki barðir og niðurlægðir eins og hipparnir í Guðmundarmálinu og þvingaðir til játninga með harðræði.

Um sumarið rann önnur tilraunin til lausnar Geirfinnsmálsins út í sandinn og ágreiningur kom upp í rannsóknarliðinu. Örn Höskuldsson undirritaði skipun um að mönnunum fjórum yrði sleppt úr haldi. Hallvarður Einvarðsson, vararíkissaksóknari var andvígur þessari ákvörðun og þegar hann fékk ekki sínu framgengt rauk hann út úr einangrunarfangelsinu og skellti hurðum.

Rannsóknin var aftur komin á byrjunarreit. Þremur dögum síðar var Erla Bolladóttir, – vitnið sem með framburði sínum hafði komið fjórmenningunum í fangelsi og út úr því aftur-, sett á ný inn í Síðumúla, þar sem hún eyddi 21. afmælisdeginum sínum í einangrun.

Viku síðar kom nýr maður til sögunnar. Guðjón Skarphéðinsson var þá fyrst yfirheyrður vegna Geirfinnsmálsins í framhaldi af ummælum Kristjáns Viðars í einum framburði sínum um ,,útlendingslegan” mann, sem væri vinur Sævars. Þegar Guðjón yfirgaf Síðumúlann eftir yfirheyrsluna renndi hann varla grun í hvert átti eftir að verða hlutverk hans og hlutskipti. Hann kom eins og kallaður inn í rannsókn sem sárlega vantaði nýja og grunsamlega menn. Og nú fór verulega að halla undan fæti fyrir þeim ungmennum sem eftir sátu í fangelsinu. Allt virtist leggjast á eitt til að skapa þessum ódælu piltum örlög.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Tryggvi Rúnar Leifsson var einn sakborninganna í Guðmundarmáli. Hann sat nær samfellt í tvö ár í einangrun ásamt Sævari Ciesielski og Kristjáni Viðari Viðarssyni. Tryggvi hlaut 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Hann hélt dagbækur þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Þar greindi hann frá öllu því sem átti sér stað meðal annars samskiptum við fangaverði, rannsakendur og lækna. Tryggvi lést úr krabbameini fyrir tveimur árum en hann hefði orðið sextugur í ár. Dagbækurnar hafa verið í vörslu dóttur Tryggva, en upplýsingar úr þeim hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en núna nýlega. Úr dagbókarfærslu sem Tryggvi Rúnar ritaði 24.10.77 kemur fram: ,,Ég hef dvalið rúmlega 22 mánuði af lífi mínu, og saklaus. Það er meiri raun heldur en margur heldur. Klefastærðin er ca 2×2 kannski rétt rúmlega. Já hér er ég búin að eyða tveimur árum ævi minnar. Lokaður burtu frá öllum ! Hef ekki fengið að sjá mína fjölskyldu allan þennan tíma.” Í dagbókunum greinir Tryggvi frá lyfjagjöfum sem hann fékk þrisvar á dag, meðal annars róandi lyf, þunglyndislyf og svefnlyf. Þá kemur einnig fram að hann fékk eingöngu að fara út einu sinni á dag fimmtán mínútur í senn.

Í júlílok var staðan í rannsókninni nánast þrátefli. Rannsóknarmennirnir höfðu í höndunum einhverskonar sannanir í Guðmundarmálinu en Geirfinnsmálið hékk enn í lausu lofti. Á síðum blaðanna var hins vegar mikið um að vera. Eitt þeirra sérstaklega, Dagblaðið sem hafði nýlega hafið göngu sína reyndi að auka útbreiðslu sína með því að birta hverja greinina af annari um hin ,,dularfullu mannshvörf”.

Þar hlutu þeir grunuðu sem enn voru í haldi illa meðferð; í Dagblaðinu voru þeir fordæmdir löngu áður en réttarhöld hófust. Upphrópanir kjallaragreinanna og annara æsingaskrifa sem gjarna slitu framburði þeirra úr samhengi,urðu vitaskuld til að sverta þessa ungu menn í hugum almennra lesenda og hver veit hvaða áhrif þau höfðu á þá lögmenn sem síðan áttu eftir að sitja í dómarasæti í málinu?

Seint í júlí kom frægur vesturþýskur afbrotafræðingur, Karl Schütz að nafni til Íslands. Við lá að heyra mætti óminn af James Bond -stefinu bergmála á æðri stöðum. Nú virtist orðið ljóst að heimamenn gátu ekki annast þessa erfiðu rannsókn sem tekið hafði á sig mynd pólitísks vandamáls í landinu. Þessi erlendi rannsóknarlögreglumaður sem kominn var á eftirlaun, var fenginn til að koma þessu klúðurslega máli í einhverskonar höfn.

Karl Schütz var nútímalegur rannsóknarmaður sem færði sér í nyt nýjustu tækni á tölvuöld og naut mikils álits á sínu sviði- var einn af gulldrengjum yfirvaldanna í Wiesbaden. Rannsóknarlögreglustofnun ríkisins í Wiesbaden er upplýsinga og samskiptamiðstöð lögreglunnar í Vestur-Þýskalandi og annast samskiptin við Interpol. Þessi öfluga stofnun veitir lögreglunni víðsvegar um landið margþætta sérfræðilega aðstoð í erfiðum málum. Hún hefur vald til að taka mál í sínar hendur þegar greinilega er um hryðjuverk að ræða sem hinir háu herrar í Wiesbaden kalla gjarna afbrot af stjórnmálaástæðum.

Árangursrík barátta gegn Baader-Meinhof hryðjuverkaflokknum og klofningshópunum sem á eftir komu er þessari stofnun að þakka.
Skömmu eftir komu sína til Íslands fór Karl Schütz ásamt túlki sínum til Keflavíkur til að ræða Geirfinnsmálið við þá menn sem hófu rannsóknina nær tveimur árum fyrr. Eftirfarandi skýrsla um þann fund gefur til kynna álit hans sjálfs á upphaflegu rannsókninnni og þeim mönnum sem önnuðust hana:

,,Kristján Pétursson var kurteis en mjög hlédrægur. Hann virtist vera í geðshræringu. Hann gat ekki gefið neinar raunhæfar vísbendingar í Geirfinnsmálinu. En hann varpaði þó fram nokkrum tilgátum sem hann rökstuddi ekki nánar. Hann lagði áherslu á að hann væri ákafur glæparannsóknarmaður (kriminilist) og ynni að rannsóknarmálium utan vinnutíma sem nokkurs konar dægrastyttingu. Eins og væri hefði saksóknari höfðað mál á hendur honum vegna vanrækslu í starfi. Orsökina væri að finna í grein í íslensku blaði sem birtist fyrir skömmu. Hann yrði því að fara varlega í öllum sínum framburði. Hann væri tilbúinn að aðstoða undirritaðan eða gefa honum vísbendingar ef hann gæti. Hann sagði að sér þætti það leitt að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar í Geirfinnsmálinu í langan tíma.

Haukur Guðmundsson var fyrst mjög hlédrægur en varð smám saman opinskárri og mjög vinsamlegur. Eftir um það bil 15 mínútur bættist sakadómarinn í Keflavík í hópinn. Mennirnir vita báðir hvers konar maður Geirfinnur var og hafa góða yfirsýn yfir rannsóknina sem þeir höfðu með höndum. Þeir kvörtuðu báðir yfir því að hafa fengið lélegan stuðning frá yfirmönnum sínum hvað fé og mannafla snerti, jafnvel þótt þeir hefðu oft óskað eftir slíkri aðstoð. Eftir dálítinn tíma hafi þeim verið sagt að gefa máli þessu engan sérstakan gaum. Þeir ættu heldur að einbeita sér að öðrum verkefnum. Síðan hefði rannsóknin verið tekin gjörsamlega úr höndum þeirra.

Síðan lagði ég fyrir þá nokkrar nákvæmar spurningar varðandi skapgerð Geirfinns til að fá sem besta mynd af persónugerð hans og sambandi við umheiminn. Þeir lýstu báðir Geirfinni sem mjög hlédrægum manni sem ætti ekki til neinar öfgatilhneigingar. Aldrei hafi verið kunnugt um framhjáhald hjá honum né að hann hefði lifað ,,öðru lífi”. Lögreglumennirnir telja það útilokað vegna þess hvernig hann var gerður.

Sakadómarinn vakti þó athygli á því að Geirfinnur hefði oft borið kvenskartgripi (hringi og armbönd) sem væru í algerri andstöðu við skapgerð hans. Einu sinni hefði hann orðið mjög vandræðalegur þegar kona hans uppgötvaði armbönd hjá honum einn morguninn. Ekki væri þó neitt sem benti ákveðið til þess að Geirfinnur hefði verið kynvilltur …”

,,Hvernig stóð á því að lögreglunni sem gengið hafði svo vel að fá hina grunuðu í Guðmundarmáli til að játa á sig eitt og annað tókst ekki að fá neitt slíkt úr neinum fjórmenninganna? Enginn vafi er á því að ungmennin í Guðmundarmáli fengu mun verri meðferð í fangelsinu en hinir … þeir voru ekki barðir og niðurlægðir eins og hipparnir í Guðmundarmáli og þvingaðir til játninga með harðræði.”

Af þessari stuttu skýrslu sést m.a. að yfirvöldin í Reykjavík vildu hafa málið í sínum höndum frá upphafi og ekki beint reynt að auðvelda hana eða efla. Þegar Karl Schütz kom fyrst til Íslands hafði hann aðstöðu til að taka til við Geirfinnsmálið með hvaða hætti sem hann vildi. Hann gat byrjað eigin rannsókn frá rótum, unnið 70 tíma á viku og látið Reykjavíkurlögregluna eiga sitt klúður. Auðvitað hefði sú leið komið mörgum í uppnám en hún var fær. Schütz hins vegar taldi hana ekki hyggilega.

Ljóst er að hann kom til Íslands ekki að beiðni stjórnvalda í heimalandi sínu heldur gegn greiðslu. Ekki var beinlínis við því að búast að hann færi að koma þeim í vandræði sem áttu eftir að undirrita reikningana fyrir vinnu hans. Þar að auki voru takmörk fyrir því hversu miklum tíma hann var tilbúinn að eyða í málið. Maður eins og Schütz þjáðist ekki af neinni minnimáttarkennd og hann var ekki á þeim buxunum að endurtaka ómerkilegar aðferðir heimamanna. Hann kom til að ná árangri, – vandræðalaust.

Schütz var í rauninni fenginn til að raða brotunum saman. Hvað sem öðru leið höfðu heimamenn eytt árum í rannsóknina. Það þurfti aðeins sérfræðing til að koma einhvers konar mynd á verkið svo að það stæðist fyrir dómstólum. Þetta var miklu auðveldara verk en að byrja á nýrri rannsókn. Og að sjálfsögðu var þetta sú stefna sem hann tók: Að byrja þar sem heimamenn höfðu orðið frá að hverfa, þ.e. vinna bug á þeim grunuðu sem enn sátu í haldi.

Þessi gamalreyndi rannsóknarlögreglumaður sem áður hafði færst meira í fang lét sér nú nægja að skjóta sitjandi endur. Og þótt hann reyndi fyrst að beita sínum aðferðum, leita fyrst að áþreifanlegum sönnunargögnum með hina voldugu Rannsóknarlögreglustofnun í Wiesbaden að bakhjarli og yfirheyra svo hina grunuðu, þá tókst ekki betur til en svo, að hann neyddist að lokum til að nota ,,aðferð” heimamanna í Geirfinnsmálinu.

Hann reyndi að bæta úr þeim hrikalega galla sem var skortur á slíkum gögnum, fékk stofnunina í Wiesbaden til að rannsaka t.d. hárlokka, blóðsýni, þræði, greiður og jafnvel heilt gólfteppi í von um að finna vott af óbeinum sönnunum. En þegar sýnin höfðu verið rannsökuð til þrautar varð niðurstaðan því miður neikvæð, – neikvæð fyrir Schütz en ekki hina grunuðu.

Eftir þetta einbeitti Schütz sér að því að fá fram stöðugan straum nýrra framburða í fangaklefunum í Síðumúla. Eftir þrjá mánuði komst hann í feitt: Þann 12 nóvember 1976 var síðasta persónan í þessum hildarleik, Guðjón Skarphéðinsson, 33 ára, handtekinn. Guðjón sem var skólakennari þegar hann var hnepptur í varðhald, féll síst inn í þennan illræmda hóp. Hann var ekki aðeins miklu eldri heldur var ekkert sem benti til að hann hafi umgengist sama fólk og hinir.

Svo virðist sem Guðjón hafi um þetta leyti verið nýbúinn að ganga í gegnum erfiðleika og sorgaraatburði í fjölskyldu sinni og ekki verið í fullkomnu jafnvægi og ástæða er til að ætla að þetta hafi ráðið miklu um viðbrögð hans við yfirheyrslur í einangruninni sem nú tók við. Hann var að sjálfsögðu handtekinn vegna framburða hinna. Hann var síðasti kubburinn sem féll í þessu dómínótafli.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Gísli Guðjónsson, einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag, hefur verið búsettur í Lundúnum um margra ára skeið. Hann hefur komið að allt að þúsund sakamálum á sínum ferli og þykir einn hæfasti á sviði falskra játninga. Gísli hefur aldrei tjáð sig opinberlega um Guðmundar-og Geirfinnsmálið fyrr en núna nýlega. Hann telur að með tilkomu dagbóka Tryggva Rúnars Leifssonar sé tilefni til að hefja rannsókn á þessu máli að nýju. Gísli hefur lesið dagbækurnar sem ná frá lok október 1976 til loka ársins 1977. „Það sem er sláandi við þessar dagbækur, þó þær fari ekki eins langt aftur í tímann eins og æskilegt væri til að gefa okkur mynd af yfirheyrslum og upphafi rannsóknar málsins, þá er greinilegt að hann talar eins og saklaus maður. Hann hafi rangar sakir og játað falskt. Hann hafi í raun og veru játað á sig sakir til að forðast það að vera lengi í gæsluvarðhaldi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt að taka þetta mál upp og rannsaka það,” segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Tryggvi Rúnar hafi trúað því að um leið og hann kæmi fyrir dóm mundi enginn taka mark á játningunum því hann hafi talið að öllum ætti að vera ljóst að málið væri byggt á þvingunum og sögum sem ekki stæðust. „Hugsunin er hvað er að ske núna, ekki hvað gerist eftir 1-2 ár,“ sagði Gísli og sagði þetta dæmigert fyrir fanga í gæsluvarðhaldi, sem hugsi: „Ég vil losna út, lögfræðingurinn minn mun koma mér út úr þessu, það trúir þessu engu, þetta er þvæla.“

Hér vakna margar spurningar. Rannsóknin hafði vakið gífurlega athygli og um hana vissi hvert einasta mannsbarn í landinu. Því var undarlegt að Guðjón skyldi ekki hverfa af landi brott ef hann var á einhvern hátt viðriðinn málið. Til þess hlýtur hann að hafa haft fjölda tækifæra; reyndar hafði hann ferðast víða og átti vini í jafn fjarlægu landi og Argentínu.

Jafnvel enn undarlegra er þó að það skyldi taka rannsóknarmennina nærri ár að toga nafn hans upp úr hinum grunuðu sem þó höfðu verið lausmálgir allan þann tíma. Þegar hann var handtekinn sagði hann rannsóknarmönnum að hann hefði aldrei heyrt Geirfinns getið fyrr en hann las um málið í blöðunum. Hann var góður kunningi Sævars, sagði hann, og þekkti Erlu lítillega, en hann neitaði því með öllu að hann þekkti Kristján Viðar Viðarsson, og raunar má geta þess að rannsóknarmönnunum tókst aldrei að færa sönnur á nein tengsl milli þeirra Guðjóns og Kristjáns.

Guðjón sagði ennfremur að héldi einhver því fram að hann hefði tekið þáttt í ráðabruggi um morð væri það ósvífin lygi. Við þessa yfirheyrslu sem tók sex tíma kallaði hann iðulega þá framburði sem höfðu bendlað hann við málið lygaþvælu.

Mánuði síðar varð heldur en ekki breyting á framburði hans. 14. desember 1976 setti hann saman handskrifaða skýrslu sem fól í sér ásakanir á hendur Sævari og Kristjáni og gaf jafnframt til kynna að hann hefði framið morðið. Nú horfði málið öðru vísi við en áður, því þetta var í fyrsta sinn sem einn hinna grunuðu hafði beinlínis skrifað frásögn af því sem átti að hafa gerst. Engu að síður getur þessi skýrsla ekki talist marktæk játning. Höfundur hennar var ekki aðeins undir miklu álagi; frásögning kemur einfaldlega ekki heim við þekkta staðreyndir í málinu.

Seinna hélt Guðjón því fram að skýrslan hefði orðið til í beinu framhaldi af samræðum sem hann hafði átt við Karl Schütz og rannsóknarmennina. Það er kannski þess vegna sem hann reit í skýrsluna á þessa leið: að lýsa þeim þætti sem ég átti í dauða Geirfinns væri aðeins sögulegur hugarburður …Ég átti að hafa verið með barefli og notað það á Geirfinn … Ég man þetta ekki … Ég man ekki eftir að hafa séð dauðan mann …

Að þessi framburður skuli hafa verið notaður fyrir rétti til sakfellingar sýnir ekki aðeins lævísi rannsóknarmannana heldur og sterka stöðu ákæruvaldsins. Þessi svokallaða játning var samin af manni á barmi taugaáfalls sem getur sér til um þessa háskalegu atburði af því hann var rekinn til þes. En hún varð megin sönnunargagnið í þeim réttarhöldum sem síðan fylgdu.

Dæmi um hvernig lögreglan gat hagrætt og snúið vitnum í þágu rannsóknar sinnar er atburður sem gerðist um miðjan desember 1976. Maður nokkur, sem á daginn kom að var ekki á nokkurn hátt viðriðinn Geirfinnsmálið, var kallaður til yfirheyrslu vegna þess að daginn áður hafði einn hinna grunuðu borið að þessi maður hefði ekið sendiferðabifreið til Keflavíkur um kvöldið 19. nóvember 1974. Maðurinn skýrði frá því, eins og segir í málsskjölum, ,,að hann hafi starfað sumarið 1974 við akstur sendibifreiðar af Sendibílastöðinn hf. – Þetta var sendibifreið af tegundinni Mercedes Benz, árgerð 1971, gul að lit og frambyggð – en hætti akstri í ágústmánuði.”

Hann var ekki viss um ferðir sínar umrætt kvöld en var alveg viss um að hann hefði ekki farið til Keflavíkur. Vitnið hélt því síðar fram að þegar þessi neikvæðu svör lágu fyrir hafi Eggert N. Bjarnason rannsóknarlögreglumaður tilkynnt sér ,,að það yrði látið sæta 30 daga gæsluvarðhaldi ef það samþykkti ekki skýrsluna og yrði þægt.” Vitnið hins vegar hélt sig við fyrri framburð og sat inni um nóttina. Árla næsta morgun var vitnið tekið að nýju til yfirheyrslu.

,,Schütz reyndi að bæta úr þeim hrikalega galla sem var skortur á slíkum gögnum, fékk stofnunina í Wiesbaden til að rannsaka t.d. hárlokka, blóðsýni, þræði, greiður og jafnvel heilt gólfteppi í von um að finna vott af óbeinum sönnunum. En þegar sýnin höfðu verið rannsökuð til þrautar varð niðurstaðan því miður neikvæð, – neikvæð fyrir Schütz en ekki hina grunuðu.

Um kl. 11.00 tók Karl Schütz við stjórninni og fór sú yfirheyrsla vel og rólega fram. Þegar Schütz og túlkur hans tóku sér hins vegar kaffihlé segir vitnið að einn rannsóknarmanna hafi komið inn í herbergið ,,með herðatré í höndum og slegiöð því í lófa sér og lær. Hann hafi gengið að vitninu og spurt hann um málið og fannst því hann vera ógnandi. Einnig man það að annar hafi verið með ,,bendipinna” sem hann sló í lófa sér meðan hann yfirheyrði það.” Og þegar yfirheyrslu Schütz lauk síðdegis þennan dag hafði vitnið viðurkennt að hafa ekið sendibifreið til Keflavíkur umrætt kvöld.

Vitnið var látið laust um miðnættið. Daginn eftir kom vitnið á skrifstofu Róberts Árna Hreiðarssonar, lögmanns og rakti fyrir honum atburðarásina sem lauk með því að það hafði undirritað yfirlýsingu um að hafa ekið sendibifreiðinni til Keflavíkur 19. nóvember 1974. Sér hafi verið hótað einangrunarvist þar til það gæfi réttan framburð. Þegar lögmaðurinn spurði manninn hvort hann vildi draga yfirlýsinguna til baka sagðist vitnið ,,ekki gera sér grein fyrir því eftir yfirheyrslurnar hvað væri raunveruleiki og hvað ekki, og sagði að þetta væri allt sem vondur draumur.”

Málinu hefði hæglega getað verið lokið á þessum punkti ef ekki hefði komið til ákveðinn ,,leki” í Tímann. Vitnið sneri þá aftur til lögmannsins og sagði að þar eð sér hefði verið lofað því að nafn sitt yrði ekki birt opinberlega í sambandi við málið væri nauðsynlegt að senda fjölmiðlum leiðréttingu þar sem fram kæmi að það hefði enga vitneskju um þessa atburði. Eftir að hafa borið sig saman við lögregluna gerði lögmaðurinn þetta.

Enn var furðulegasti kafli þessarar sögu eftir. Í maí 1977 kom vitnið fyrir rétt án þess að skýrt kæmi fram að umræddur vitnisburður væri gefinn undir þrýstingi. Hann er því enn þann dag í dag partur af málatilbúnaðinum sem leiddi til sektardóms yfir þremur mönnum. Þann 10. október komu lögmenn tveggja sakborninganna, þeir Jón Oddsson og Páll A. Pálsson til fundar við vitnið á skrifstofu lögmanns þess, Róberts Árna, ekki aðeins til að ræða þá staðreynd að rangur vitnisburður væri kominn inn í dómssskjölin heldur einnig leiðir til að leiðrétta svo alvarleg mistök.

Ef vitnið hefði á þessu stigi málsins viljað draga framburðinn til baka ætti það yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm. Vitnið hafði hins vegar meiri áhyggjur af því að ,,menn yrðu í og með dæmdir vegna framburðar hans sem væri rangur” og bað lögmann sinn um að afturkalla hann.

Eins og við var að búast varð sprenging innan réttarkerfisins. Eftir að yfirvöldum hafði verið skýrt frá þessari beiðni daginn eftir var Róbert Árni Hreiðarsson, lögmaður tekinn höndum á skrifstofu sinni og fluttur í húsnæði sakadóms þar sem hann vaar yfirheyrður í sex klukkustundir af Braga Steinarssyni, vararíkissaksóknara og Hallvarði Einvarðssyni, nýskipuðum rannsóknarlögreglustjóra.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, var starfsmaður bæjarfógetaembættisins í Keflavík þegar Geirfinnur Einarsson hvarf þar 1974. Valtýr sagði í viðtalið við Stöð 2 að það hefði komið mjög á óvart þegar Sævar Ciesielski og aðrir sakborningar voru tengd málinu hjá lögreglu í Reykjavík. Ekkert hefði komið fram í rannsókn hans og Hauks Guðmundssonar rannsóknarlögreglumanns í Keflavík sem tengdi ungmennin við hvarf Geirfinns. Við rannsókn málsins í Reykjavík hafi aldrei verið haft samband við þá.

Að sögn lögmannsins notaði Bragi þennan tíma mest til þess ,,að æpa á mig að ég væri að reyna að vinna skemmdarverk á máli ákæruvaldsins”. Mikið fjaðrafok varð í fjölmiðlum og í lögmannskreðsum eftir þennan atburð, en hið ólánsama vitni slapp við að verða ákært og dæmt eins og allir hinir. Og er það úr þessari sögu sem betur fer.

Karl Schütz brást ekki yfirvöldum sem var mikið í mun að fá þetta mál út úr heiminum. Þrátt fyrir allt tókst honum að ljúka rannsókninni vorið 1977. Á sérstökum blaðamannafundi staðhæfði hann afdráttarlaust að Kristján Viðar hefði verið ,,sambandsmaður” Geirfinns, þótt hann vissi fullvel að sjónarvottarnir væru ósammála slíkri fullyrðingu.

Honum hafði ekki tekist að sanna að hinir grunuðu hefðu haft neitt samband áður við þann mann sem þeir voru taldir hafa myrt. Og hann gat ekki sýnt fram á neina sennilega ástæðu glæpsins. En þeir voru engu að síður ákærðir. Hrikalegasta réttarmorð í sögu landsins fékk lögformlegt samþykki.

Á meðan Karl Schütz og samstarfsmenn hans voru að fagna lokum vel unnins verks í Stjörnusalnum á Hótel Sögu spurði blaðamaður Morgunblaðsins Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráðherra hvað hann vildi helst segja um málið. Ráðherrann var stuttorður: Martröð létt af þjóðinni, var kjarni þess sem blaðið birti eftir honum daginn eftir.

Að fagnaður skyldi haldinn áður en dómur var fallinn sýndi enn á ný hvernig hugarfar hafði grafið um sig í íslensku þjóðfélagi í kringum Geirfinnsmálið. Skyldi nokkrum þeim sem skálaði í kampavíni þetta kvöld hafa verið hugsað til hinna grunuðu sem setið höfðu 15 mánuði í einangrun?

Þeir stóðu að sönnu ekki vel að vígi. Vitnisburðir þeirra, sem stundum voru á ská og skjön, höfðu birst reglulega í blöðunum ásamt óvönduðum og vægast sagt ófrýnilegum myndum sem teknar höfðu verið af þeim í varðhaldi. Um þá var fátt fallegt að segja.

Þeir voru ekki ofarlega á lista yfir heiðvirða borgara. Sumir þeirra voru hreinir vandræðamenn í þjóðfélaginu með langar sakaskrár yfir smáhnupl og uppí nauðgunarmál. Það var svo sem ekkert skrýtið við að ætla að jafn fjölskrúðugur ferill myndi einn góðan veðurdag ná hápunkti í morði.

Ólíklegt verður hins vegar að telja að málatilbúnaður ákæruvaldsins hefði nægt til að ná fyrir dómstóla í öðrum löndum, t.d. í Bandaríkjunum. Ef við höldum okkur augnablik við bandaríska kerfið þarf ákæruvaldið, sem sönnunarbyrðin hvílir á, andstætt því sem virtist vera í Geirfinnsmálinu hér þar sem hún virtist hvíla á vörninni, að sanna A) að morð hafi verið framið, B) hvernig morðið var framið og C) aðild sakborninga að morðinu.

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafði saksóknari engin sakargögn eða ummerki afbrots og gat þess vegna ekki rekið málið á þeim forsendum. Það eina sem hann gat gert var að skýra fyrir réttinum hvernig morðin hefðu verið framin og hvernig aðild sakborninga væri háttað. Þar eð hann varð að hlaupa yfir fyrsta atriðið, A), varð hann freista þess að byggja málið á framburðunum sem fengust í Síðumúla.

Ákæruvaldið var með öðrum orðum reiðubúið til málflutnings án líka hinna myrtu, án nokkurra beinna sönnunargagna, án staðreynda, vegna þess að Karl Schütz fékk Guðjón Skarphéðinsson til að játa á sig morð.

,,Á sérstökum blaðamannafundi staðhæfði Karl Schütz afdráttarlaust að Kristján Viðar hefði verið “sambandsmaður” Geirfinns, þótt hann vissi fullvel að sjónarvottarnir væru ósammála slíkri fullyrðingu.”

Þegar sakborningarnir komu loks fyrir rétt mánuði síðar áttu þeir og lögmenn þeirra í vök að verjast, m.a. vegna þess að enginn þeirra gat lagt fram fjarvistarsönnun fyrir margumrætt kvöld. Ákæruvaldið átti að vísu í dálitlum erfiðleikum með þá staðreynd að þetta kvöld hafði Sævar Ciesielski fylgt móður sinni á listsýningu. Kl. 21.00, nákvæmlega 75 mínútum áður en Geirfinnur fór að heiman hinsta sinni, bað móðir Sævars um að sér yrði ekið heim því hún væri orðin þreytt.

Það hefur tekið Sævar a.m.k. 30 mínútur að aka henni heim og í bæinn aftur. En þegar kemur að vegalengdum og hversu hratt sé unnt að komast á bíl verða mörkin milli eðlilegs hraða og hugsanlegs hraða óljós. Saksóknari sannfærði dóminn um að Sævar gæti hafa snúið aftur til Reykjavíkur og hitt Guðjón, Kristján og Erlu, farið úr Land Rover yfir í fólksvagnsbjöllu og þeyst á henni til Keflavíkur eftir ótilgreindu magni af áfengi, en að sögn saksóknarans var tilefni morðsins deila um nokkrar flöskur af smygluðu áfengi.

Frammi fyrir dómurunum þremur reyndi hver sakborningur með sínum hætti að draga framburði sína til baka. En auðvitað var það árangurslaust því að þeir voru saksóttir einvörðungu á grundvelli þessara sömu framburða. Orð Guðjóns Skarphéðinssonar fyrir rétti þegar hann var spurður um handrituðu skýrsluna sem olli straumhvörfum í rannsókninni, lýsa þessu vel: ,,Mér var ljóst frá upphafi,” sagði hann, ,,að ég var í þeirri hættulegu aðstöðu að geta játað öllu eða neitað öllu um þessa atburði. Ég mundi ekkert sjálfstætt og gat sjálfur enga grein gert mér fyrir því hvað gerst hafði, gat hvorki gert mér grein fyrir mínum þætti né annarra sem þarna voru.”

Hann var spurður hvort þesssi handritaði framburður væri sannur. Guðjón svaraði: ,,Ég treysti því að rannsóknarlögreglumenn og herra Karl Schütz hafi ekki vísvitandi farið með rangt mál við mig í ýmsum þeim lýsingum sem þeir gáfu mér, sem áttu að hafa gerst á umræddum stað og á umræddum tíma.”

Það var þó fyrrum nemandi hans, Sævar Ciesielski sem komst að kjarna málsins. Þegar dómforseti spurði hann af hverju hann og hinir sakborningarnir hefði öll gefið þessa framburði ef þeir væru ekki sannir, eins og hann héldi nú fram, svaraði hann að bragði: ,,Sá sem flýr undan dýri spyr ekki til vegar.”

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Fangelsið að Síðumúla var ólögleg vistarvera samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þegar húsnæðinu var breytt í fangageymslu var gert ráð fyrir því að menn væri hafðir þar í haldi í mesta lagi sólarhring. Sævar var hafður í eitt og hálft ár í sex fermetra klefa með óopnanlegum glugga og suðandi loftræstikerfi dag og nótt, er blés misheitu lofti inn í klefann. Hann var hafður í hámarkseinangrun í tvö ár. Ljós var látið loga í klefanum allan sólarhringinn, vikum saman. Haldið var vöku fyrir honum með háreysti og ryskingum. Honum var meinað um útivist og sviptur tóbaki, lesefni og skriffærum mánuðum saman. Tvívegis var hann hafður í fótjárnum í sex vikur alls og í níu mánuði þurfti hann að vera án sængurfatnaðar. Hann var hafður á sterkum lyfjum, þunglyndis- og vöðvaslakandi án þess að gangast undir læknisskoðun sérfræðings. Þegar hann losnaði úr einangruninni var hann því sem næst mállaus sökum fásinnis. Það tók hann langan tíma að venjast því að vera innan um margmenni. Hæstiréttur Íslands lét hafa sig í það að flokka slíka meðhöndlun ekki undir harðræði.

Skoðum aðeins nánar kringumstæður þeirra framburða sem sakborningarnir reyndu í örvæntingu að draga til baka fyrir réttinum. Síðumúlafangelsið mun ekki eiga sér margar hliðstæður í siðmenntuðum löndum. Þar er fanginn lokaður inni í löngum og mjóum klefa sem er raunar eins og líkkista í laginu. Klefinn er gluggalaus, gólfið flísalagt og veggirnir skærgrænir. Fanginn sefur á svampdýnu í krossviðarumgerð. Á rúminu eru tvö lök, ábreiða og svampkoddi. Flúorljósapípur eru í lofti í álumgjörð utan seilingar fangans.

Ljósinu er stjórnað að utan eins og hitanum. Á veggnum rétt við stáldyrnar er bjalla sem á að nota þegar fanginn þarf að fara á salerni. Hann fær ekki að hafa hjá sér bækur eða skriffæri. Hann er því einn með hugsunum sínum. Eftir nokkurn tíma verða bjartar minningar í móðu og að lokum er síðasta yfirheyrslan það eina sem hann getur munað glöggt. Og hvort sem mennn fá lítið sofið eða mikið er síðasta yfirheyrslan ekki falleg tilhugsun til að sofna út frá.

Þess ber að geta að fangarnir fengu ekki allir sömu meðferð. Sævar var sá eini sem kvartaði yfir barsmíðum. Kristján sagði að sér hefðu verið gefin ,,sterk lyf” af þeirri gerð sem eru til að róa geðsjúklinga og að hann hefði verið eins og draugur á ferli allan tímann. Hinir kvörtuðu einnig yfir því að ákveðinn læknir hefði gefið þeim ,,einhver lyf” sem gerðu meira en að auðvelda þeim að sofna.

Að sögn Tryggva vöktu fangaverðir hann af fasta svefni um kl. 4. eina nóttina og spurðu hann af hverju hann hefði ýtt á bjölluna. Þegar hann kvaðst hafa verið steinsofandi og gæti varla hafa snert bjölluna létu þeir vantrú sína í ljós. Næstu nótt um sama leyti gerðist þetta aftur. Og þar næstu nótt. Eftir fjórðu nóttina fór Tryggvi hálfvegis að trúa því að hann hefði þrýst á bjölluna en hafði vit á að sannreyna það. Skömmu eftir miðnætti kraup hann á kné á gólfinu og hélt báðum höndum í umgjörð dýnunnar. Þegar verðirnir komu nokkrum stundum síðar hélt hann enn fast í umgjörðina, var kófsveittur en orðinn sannfærður um að hann væri með öllum mjalla.

Þetta eru nokkur dæmi um þær aðstæður sem ríktu er þeir framburðir urðu til sem voru höfuðgögn ákæruvaldsins fyrir dómnum. Ekki þarf ýkja mikið ímyndunarafl til að gera sér ljóst að með lyfjagjöfum og svefntruflunum, að ekki sé minnst á sífellt ónæði, hótanirog hreint harðræði, getur hvaða fangi sem er farið snarlega yfirum. Jafnvel hryðjuverkamenn sem gjarnan eru sterkt tengdir ákveðnum málstað eða hugsjón og búnir undir slíkar kringumstæður, geta fallið saman.

Venjulegur afbrotamaður sem ekki þarf um annað að hugsa en eigið líf getur brotnað eins og kvistur. Um hugsanleg áhrif skammtímaálags af völdum ágengrar yfirheyrslu segir sérfræðingur á þessu sviði, Dr. Jan Bastiaans við háskólann í Leidin, m.a. ,,Grunaðir liðsmenn Írska lýðveldishersins sem voru þaulspurðir við yfirheyrslur í sjö daga sýndu eftirköst sem voru að meira eða minna leyti hin sömu og hjá þeim sem lifað höfðu af vist í fangabúðum og orðið að þola margra ára einangrun.”

Guðjón Skarphéðinsson varð að reyna þess konar yfirheyrslur í 30 daga og kom út úr þeim með það á vörunum að hann hefði lamið Geirfinn í hel, – en sagði einnig að hann myndi ekki eftir að hafa orðið neinum að bana eða séð dauðan mann. Verður hann sekur þar með, – án líks hins meinta fórnarlambs, án nokkurrar minnstu áþreifanlegrar sönnunar, án trúlegs tilefnis og án þess að eitt einasta vitni beri að hafa séð hann nálægt meintum morðstað?

,,Bifreiðin sem hann átti að hafa ekið var að auki á þessum tíma í notkun hjá öðrum manni og hann hefði því orðið að taka hana ófrjálsri hendi og án þess að nokkur tæki eftir því. Hvorki hann né bifreiðin koma heim og saman við lýsingar sjónarvottanna. Maðurinn var þvingaður til að gefa framburð sem fleytti málinu gegn sakborningunum áfram.”

Því miður eru slíkar spurningar nauðsynlegar ti að komast að kjarnanum. Því Guðjón Skarphéðinsson féll ekki saman og játaði á sig morð; hann yfirbugaðist og gekkst við morði sem spyrjendur hans sögðu honum að hann hefði framið. Í 30 daga var troðið í hann tilbúnum smáatriðum í kringum ímyndað morð. Að lokum gerði hann þessaar lýsingar að sínum. Aðeins maður í þeirri einstöku stöðu sem Karl Schütz hafði gat náð svo ógnarlegum árangri, þótt undirbúningurinn hafi verið unninn af íslenskum starfsbræðrum hans og ábyrgði sé íslenskra yfirvalda.

Þetta er mín niðurstaða. Hin opinbera niðurstaða var önnur. Samkvæmt henni höfðu Sævar og Kristján hitt Geirfinn í Klúbbnum tveimur dögum fyrir hvarf hans og samið um að kaupa af honum ákveðið magn af smygluðu áffengi. Daginn eftir á Kristján að hafa gengið frá láni á sendiferðabifreið með ökumanni til flutninganna. Ökumaðurinn var hið ólánsama vitni sem áður er sagt frá og dregið hafði framburð sinn til baka. Næsta kvöld um kl. 21..30 var lagt af stað til Keflavíkur í blárri fólksvagnsbjöllu sem tekin var á leigu og Erla ók; í bílnum voru einnig Sævar og Kristján Viðar.

Þau óku að Lambhól og þar kom Guðjón upp í bílinn, settist undir stýri og ók áfram til Keflavíkur. Mercedes Benz sendibíllinn fylgdi á eftir. Þegar komið var til Keflavíkur um kl 22.00 fór Kristján inn í Hafnarbúðina og hringdi í Geirfinn. Þau fóru síðan öll í gamla slippinn í Keflavík, deilur urðu um viðskiptin og morðið var framið. Á meðan beið ökumaður sendibílsins álengdar og heyrði aðeins raddir í myrkrinu.

Stuttu síðar sagði Kristján honum að fara heim og um svipað leyti flúði Erla af vettvangi. Ekki er fullkomlega ljóst hvaða bifreið flutti líkið til Reykjavíkur, en hvað sem því líður var breytt yfir það kápu Erlu sem hún hafði skilið eftir í látunum og farið með það í íbúð Kristjáns að Grettisgötu 82. Þar var það falið í kjallaranum uns Erla, Sævar og Kristján fluttu það nokkrum dögum síðar að Rauðhólum, þar sem það var brennt og grafið.

Lítum á þessa sögu. Engin vitni fundust til að staðfesta að Sævar og Kristján hefðu verið í Klúbbnum kvöldið 17. nóvember 1974. Vitað er hins vegar að Geirfinnur var þar með tveimur félögum sínum í þrjár klukkustundir. Þrátt fyrir mikla leit gat lögreglan ekki fundið neinn úr hópi þeirra sem Geirfinnur hitti í Klúbbnum sem staðfesti að hann hefði talað við Sævar og Kristján. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að Geirfinnur Einarsson hafi nokkurn tíma selt smyglað áfengi, þótt hann hafi stöku sinnum fengið lánuð tæki til heimabruggs.

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Erla Bolladóttir var tvítug þegar hún var tekin frá þriggja mánaða gömlu barni sínu og höfð í einangrun í Síðumúlafangelsi fyrir meinta hlutdeild sína í GG-málum. Henni var haldið langtímum saman í yfirheyrslum, þar til hún vissi ekki sjálf muninn á sínum vitnisburði og þess sem hún var sökuð um. Einnig lýsti Erla því í viðtali við Stöð 2 að hún hefði verið misnotuð kynferðislega af einum rannsakanda í gæsluvarðhaldi í júlí 1976 og hefði síðan verið sett á getnaðarvarnarpillur af rannsakendum og fangavörðum.

Upplýsingar liggja fyrir um að umrætt kvöld hafi maður lagt ljósum Mercedes sendibíl fyrir utan Hafnarbúðina um kl. 18.30-19.00; vel að merkja, – hann var einn í bílnum. Hann gekk að almenningssímanum í búðinni og hringdi í Geirfinn. Þar eð gengið er út frá því að maðurinn hafi komið frá Reykjavík og símtalinu var ætlað að ákveða stefnumót kl 22.00 má telja undarlegt að hann hafi ekið alla þessa leið fyrir eitt símtal.

Eftir símtalið fór maðurinn inn í Keflavík og keypti sér pylsu í sjoppu rétt við miðbæinn. Ekki er vitað hvað hann gerði næstu þrjár klukkustundirnar en skömmu eftir kl. 22.00 var hann aftur kominn í Hafnarbúðina. Af lýsingum sjónarvotta að dæma var hann taugaóstyrkur þegar hann hringdi öðru sinni í Geirfinn og svo virðist sem hann hafi ekki ekið sömu bifreið.

Þessi illvefengjanlega atburðarás kippir ekki aðeins stoðunum undan málatilbúnaði ákæruvaldsins heldur staðfestir þá yfirlýsingu ,,aðalvitnisins”, fyrrnefnds ökumanns, að hann hafi alls ekki verið í Keflavík þetta kvöld. Bifreiðin sem hann átti að hafa ekið var að auki á þessum tíma í notkun hjá öðrum manni og hann hefði því orðið að taka hana ófrjálsri hendi og án þess að nokkur tæki eftir því.

Hvorki hann né bifreiðin koma heim og saman við lýsingar sjónarvottanna. En maðurinn var með þeim hætti sem áður hefur verið lýst þvingaður til að gefa framburð sem fleytti málinu gegn sakborningunum áfram. Einnig hefur áður komið fram að lögreglan horfði alveg fram hjá mikilvægum framburði sjónarvottanna tveggja sem sáu ,,sambandsmanninn” milli kl 18.30 og 19.00 þetta kvöld og í skjölum hæstaréttarins yfir málið er ekki minnst einu orði á þessa sjónarvotta, annað hvort vegna þess að ákæruvaldið lagði vitnisburð þeirra ekki fram eða hæstarétti varð á alvarleg yfirsjón.

Margt fleira mætti nefna en þetta ætti að nægja til að sýna fram á hvers konar hrákasmíð sá málatilbúnaður var sem æðstu dómstólar Íslands létu sér sæma að taka mark á við dómsuppkvaðningu í erfiðasta og dularfyllsta sakamáli aldarinnar. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski voru sekir fundnir fyrir aðild að báðum málunum og dæmdir í ævilangt fangelsi. Harðasti dómur fram að því var 16 ár.

Tryggvi Rúnar Leifsson var fundinn sekur um aðild að Guðmundarmálinu og hlaut 16 ára fangelsi. Guðjón Skarphéðinsson fékk nokkru vægari dóm eða 12 ára fangelsi fyrir þátt sinn í Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir hlaut 3 ár fyrir hlutverk sitt sem stjörnuvitni. Og Albert Klahn Skaftason fékk 18 mánuði fyrir að hafa grunlaus ekið hinum dularfulla poka á ókunnan stað.

Í febrúar 1980 staðfestsi hæstiréttur dóm undirréttar en felldi þó niður lífstíðardóminn: Kristján Viðar fékk 16 ár og Sævar 17 ár. Þá lækkaði hann einnig dómana yfir Guðjóni og Tryggva um 2 ár. Sakborningarnir þurftu þó ekki að afplána refsinguna nema að hluta og miklu skemur en að ofan greinir.

Nú eru þeir allir frjálsir menn og vilja sennilega gleyma auðmýkingu og harðri raun. En ef til vill koma þau augnablik stundum að þeir minnast þess hvernig það var að finna andardrátt dýrsins á hnakkanum.

Skjaldamerki Íslands

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Ítarefni um Geirfinns- og GuðmundarmálFara efst

.

.

.

.

.