Vímuefnaneysla ráðamanna

Vímuefnaneysla ráðamanna

„Á meðan við erum að dæma ungt fólk sem flytur inn eiturlyf í langa fangelsisvist er ríkið að selja áfengi sem er sennilega hættulegasta eiturlyfið í okkar samfélagi,“ sagði Kári Stefánsson í Málinu, þætti Sölva Tryggvasonar fyrir skömmu.

http://eren.es/?esrof=el-negocio-de-las-opciones-binarias&940=56 Í þættinum kom fram að neysla áfengis dregur árlega um 80 manns til dauða og kostar samfélagið 50-80 milljarða króna.

Nú er vitað að maríúana veldur ekki eitrunum og sennilega hefur enginn látist af völdum neyslu kannabis í sögu mannkyns. Því skýtur skökku við að kannabis skuli vera bannað, á sama tíma og íslenska ríkið selur bæði tóbak og áfengi, sem viðurkennt er að dregur fjölda Íslendinga til dauða ár hvert.

Þá er einnig umhugsunarvert afhverju maríúana, hass og hassolía eru yfirleitt nefnd eiturlyf? Ef áfengi og tóbak drepur fólk afhverju flokkast þau ekki undir ,,eiturlyf”?

Á sama tíma þykir ,,gras” eða maríúana svo hættulegt að heil sveit lögreglumanna er á launum frá ríkinu til að uppræta neyslu þess.

,,Ég get nefnt þingmenn og ráðherra, bæði fyrrverandi og núverandi, sem ég hef öruggar heimildir fyrir því að hafa verslað af fíkniefnasölum. Sama gildir um þá mörgu lögmenn sem ýmist sækja eða taka til varnar í fíkniefnabrotum.”

Í því skyni stöðva þau ungmenni á götum úti, róta í vösum þeirra, káfa innan í brjósthöldurum á unglingsstelpum um helgar í von um að finna eitthvað. Þá tíðkast að ungt fólk sé flutt upp á lögreglustöð, berstrípað og leitað á þeim af ,,eiturlyfjum”. Dæmi eru um að lyft sé undir punginn á karlmönnum og farið upp í leggöng kvenna með gúmmíhönskum til að athuga hvort þar leynist eitthvað ólöglegt.

Samkvæmt upplýsingum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2001 fundust 13,2% fíkniefna í endaþarmi og 2,6% í leggöngum þeirra sem gerð var leit á Ekki er getið hversu margir urðu fyrir slíkri leit. Sumir væntanlega af tilefnislausu. Hvað þarf að leita í mörgum endaþörmum eða leggöngum til að finna eitt gramm af hassi?

Á sama tíma og þessu vindur fram er alþekkt að helstu stjórnmálamenn, listamenn, fjölmiðlamenn og jafnvel lögreglumenn víða um land hafa neytt ólöglegra vímuefna á borð við amfetamín, kannabis og kókaín.

Ég get nefnt þingmenn og ráðherra, bæði fyrrverandi og núverandi, sem ég hef öruggar heimildir fyrir því að hafa verslað af fíkniefnasölum. Sama gildir um þá mörgu lögmenn sem ýmist sækja eða taka til varnar í fíkniefnabrotum.

Þetta er hinn mesti skrípaleikur. Og það vita allir innst inni. En enginn þorir að segja neitt né taka af skarið. Neysla ólöglegra vímuefna er ennþá svo mikið tabú að fáir vilja leggja sitt að mörkum til að enda skrípaleikinn.

Við vitum samt, og höfum lengi vitað, að bannið og þessi sóun á fjármunum og mannafla sem fer í að viðhalda því þjónar engum tilgangi. Það er verið að glæpavæða mikinn hluta þjóðarinnar (Íslendingar hafa reykt kannabis sem dæmi) og skapa öflugt neðanjarðarhagkerfi ,,glæpamanna” sem versla með varning sem Íslendingar vilja kaupa.

Haraldur Johannessen

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri flutti erindi á alþjóðlegri ráðstefnu Europol um lögreglusamvinnu árið 2001. Þar sagði hann ástæðu til að endurskoða hvort ýmisleg hegðun sem hingað til hefur verið skilgreind sem glæpsamleg verði lögleidd og lögreglu þannig gefinn kostur á að einbeita sér að því að berjast gegn alvarlegri glæpum. Haraldur sagði stóran hluta starfa lögreglunnar beinast að því að berjast gegn skipulögðum, alþjóðlegum glæpasamtökum og hryðjuverkum en hvort tveggja væri samþætt og því ástæða til að íhuga forgangsatriði lögreglustarfa. Menn gátu ekki skilið þetta öðruvísi en að ríkislögreglustjóri væri að leggja til að kannabis yrði löglegt. Þegar heim var komið og blaðamenn vildu fá nánari útskýringu á hugmyndinni, hrökk hann í lás og neitaði að svara öllu þar um. Þess í stað var lögð sérstök áhersla á að lögregluembættin sinntu virku götueftirliti með vörslu og neyslu fíkniefna. Svonefnd ,,frumkvæðisvinna” almennra lögreglumanna fór af stað. Það var upphafið að einelti og kynferðislegu ofbeldi í garð ungmenna á Íslandi sem ekki er séð fyrir endann á. Sumir fíkniefnalögreglumenn eru ósáttir við þessa tilhögun. Álíta hana vega að starfsheiðri þeirra.

Ég set orðið ,,glæpamenn” innan sviga um fíkniefnasala því kannski eru stjórnmálamenn og þeir sem með völdin fara í þessu litla samfélagi hinir einu sönnu glæpamenn. Þau eru jú að eitra fyrir þjóðinni. Selja eiturlyfin áfengi og tóbak sem draga 360 Íslendinga til dauða ár hvert. Á sama tíma banna stjórnvöld ræktun, sölu og neyslu á maríúana og jafnvel sölu vítamínbætts munntóbaks sem inniheldur ekki einu sinni nikótín!

Ráðamönnum er vorkunn

Þeim er þó að vissu marki vorkunn. Vitræn umræða um vímuefnamál hefur aldrei farið fram á Íslandi. Íslendingar hafa ekki einu sinni mótað heilsteypta stefnu í vímuefnamálum. Þá fylgja íslenskir ráðamenn forskrift Bandaríkjamanna og fjölþjóðafyrirtækja í einu og öllu þegar kemur að þessum málaflokki. Þeim þykir í lagi að flytja inn bandarískt Virgínutóbak með nikótíni og öðrum eiturefnum ofan í lungu landans, á meðan hið http://indict.org.uk/?RAND=on-line-trading sænska snus er bannað. Jafnvel þótt sýna að það er a.m.k. 90% skaðminna en reyktóbak og myndi fækka dauðsföllum á Íslandi um 100 manns árlega.

Háskóli Íslands bera einnig mikla ábyrgð á þessu. Þar er fátt um fína drætti þegar kemur að því að fræða nemendur um málefnið. Þeir sem hafa rannsakað málið og hafa því þekkingu á því tala í hálfkveðnum vísum. Kjósa að birta fræðigreinar um sýn sína á vandanum í erlendum fræðiritum, fara mikinn á erlendum ráðstefnum, en segja minna þegar heim kemur.

http://petnjica.co.me/?kig=cosa-sono-auto-opzioni-digitali&faf=7e Dr. Helgi Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðingur við Háskóla Íslands er helsta undantekningin frá þessu. Helgi Gunnlaugsson birti grein í fræðiriti erlendis sem hét þar sem hann afhjúpaði vel lögleysuna í þessum málaflokki. Gerði alvarlegar athugasemdir við lögbrotin og vitleysisganginn hjá íslenskum stjórnvöldum, dómurum og fræðmönnum.

Samt virðist sem sannleikann um þennan málaflokk á Íslandi megi aðeins ræða á erlendri grund, í einkasamtölum eða undir rós.

Frægt er þegar köpa Viagra i apoteket Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði á ráðstefnu Europol um lögreglusamvinnu árið 2001 að tímabært væri að íhuga lögleiðingu kannabis. Síðan þegar heim var komið og ríkislögreglustjóri var rukkaður um svör svaraði hann engu.

Fauk í hann þá mikill ofsi yfir ,,götusölum eiturlyfja” og fyrirskipaði almennum lögreglumönnum að fylgjast með ,,krökkunum niður í bæ”. Upp frá því hófst eineltið í garð ungmenna sem áður hefur verið lýst. Svonefnd ,,frumkvæðisvinna”. Fíkniefnalögreglan var ekki hrifin af þessum afskiptum ,,almennra lögreglumanna” af málaflokkinum, ,,sérstaklega úti á landi þar sem fautaskapurinn er meiri,” eins og fíkniefnalögreglumaður orðaði það við mig.

,,Þú veist það Sigurfreyr að það eina sem þeir bera virðingu fyrir eru miklir peningar eða ofbeldi. Það er það eina sem hefur kennt þeim eitthvað.”

Hvað sem má annars segja um fíkniefnalögregluna þá er hún almennt ekki að eltast við almenna neytendur. ,,Götusalar” eru ekki til á Íslandi ,,eins og í stórborgum erlendis” að hans mati. ,,Þetta eru bara krakkar að fikta,” og honum ofbýður þetta ,,sexual ofbeldi”, ,,káf” og ,,fautaskapur” sem unglingum er sýnd. ,,Ef þeir sjá einhverja ljóshærða skutlu með stór brjóst sem er samt bara krakki þá er káfað á henni, hiklaust meira segja tekin upp á stöð, algert rugl,” segir fíkniefnalögreglumaðurinn.

,,Það þýðir ekkert að tala um þetta Sigurfreyr, þú ert bara að dreyma ef þú heldur að þetta breytist eitthvað,” bætti hann við. ,,Yfirvöld eru í vandræðum með þennan málaflokk … engin heilseypt stefnumótun í gangi … og þau eru bara hræddd að ræða þetta … líka að breyta einhverju, er það hægt? Afhverju ættu stjórnmálamenn að vilja breyta einhverju? Öllum er sama.”

,,Mér er ekki sama,” svaraði ég, ,,einnig margt fólk sem ég þekki.” ,,Já en þú ert ekkert ríkur, þú ert ekki milljarðamæringur. Þú átt enga valdamikla vini. Hvorki til hægri né vinstri í pólitík. Snýst þetta ekki allt um það að eiga vini og vera í pólitík?”

,,En við hljótum að geta sameinast um það að hætta þessu ofbeldi gegn almennum neytendum?” … Já,” svaraði lögreglumaðurinn, ,,það vona ég. Þegar þið eruð orðin nógu öflug.”

,,Hvernig þá?” spyr ég.

,,Þú veist það Sigurfreyr að það eina sem þeir bera virðingu fyrir eru miklir peningar eða ofbeldi. Það er það eina sem hefur kennt þeim eitthvað.”

Með þessum orðum lauk okkar samtali. Síðan hringdi í mig félagi sem sagði mér að ef ég vildi ná rútunni upp á Skaga gæti hann sótt mig strax, en ef ég ætlaði að gista í bænum væri fínt partý og nóg af kókaíni í Sogavoginum. Ég kaus seinna kostinn.

Þessi grein birtist fyrst 17. febrúar síðast liðinn en var fjarlægð af Sigurfreyr.com að beiðni fíkniefnalögreglumannsins sem ég ræddi við. Honum þótti ég ,,oftúlka” sum orð hans. Hann hefur núna lesið greinina yfir og samþykkt birtingu hennar. Segist vera hlynntur ,,afglæpun kannabis til einkanota” og ,,mikilvægara sé að einbeita sér að harðari vímuefnum og uppræta starfsemi skipulagðra glæpahópa” en eltast við almenna neytendur.

Skjaldamerki Íslands